Morgunblaðið - 17.06.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980
11
afloknu klappi og hefðbundnum
hneygingum leikara, í þann
mund er hlaupið var fram í
anddyri með númerið að kápu
konunnar í hendinni eins og vera
ber þá gellur móti manni lúð-
rablástur. Og er búið var að færa
konu í kápu eins og vera ber, og
bíllyklar komnir upp úr vasa og
komið var út á leikhúströppur þá
eru þar trúðar sunnan frá Spáni
í leik. Reyndi þetta glaðværa
fólk að laða virðulega leikhús-
gesti í trúðleikinn en því miður
bíllyklarnir komnir í lófann og
þá tekur vaninn við og svo var
líka .. ansi kalt úti“. Vafalaust
hafa forráðamenn Listahátiðar
80 séð margan borgarann bregð-
ast þannig við er draga áttánn
inní hringiðuna. En þannig er
með allar tilraunir eitthvað
hlýtur að mistakast. Hið dá-
samlega við þetta allt saman er
að tilraunin fór fram alls óheft.
Er ég hræddur um að ýmislegt
hefði verið bæði klippt og skor-
ið, þar sem fyrirmyndarskipu-
lagið ríkir yfir öllu og öllum og
hin endanlegi lífselexír er fund-
inn. En nóg um það í leikriti
Beckett Beðið eftir Godot sem er
hluti þeirra norðanmanna í lis-
tahátíðarpakka 80 er ekki að
finna neinn lífselexír. í inínu
minni er þetta verk ákveðin
tilfinningaspenna sem varir í
ákveðinn tíma. Spenna sem er
rofin við og við af gálgahúmor.
Svona líkt og kransæðastífla af
nítrógyserínpillu. Fleiri orð ber
ekki að hafa um þetta verk,
aðeins að tímleysi þess er ekki
algert það er í rauninni ritað
sem andsvar við þeirri opnu
gröf, sem Evrópa var eftir síðari
heimsstyrjöld. Má ætla að sú
LISTAHÁTÍÐ
1980
tilfinning sem ríkti í hjörtum
fólks á þeim tíma sé ekki jafn
hvöss í dag og þar með áhrif
verksins veikari. Hitt er svo
alveg ljóst að enn deyr fólk úr
hjartveiki í eiginlegum og óeig-
inlegum skilningi. Um upp-
færslu Leikfélags Akureyrar á
verkinu hefir þegar verið fjallað
hér í blaðinu og væri dónaskapur
að bæta þar við. Ég get þó ekki
stillt mig um að segja: Takk
fyrir — gamalkunnur texti log-
aði sannarlega hjá ykkur.
álykta að í „svörtu málverkun-
um“, sem Goya málaði á árunum
eftir 1820, svo og myndröðunum
er hann útfærði í grafískri tækni
á útlegðarárum sínum í Borde-
aux í suður Frakklandi, gæti
áhrifa bernskuminninganna frá
aragónísku hásléttunni, — flétt-
ist óhugnaði stríðsáranna og
örvæntingu hins aldna er
baráttuglaða manns. Vinnu-
brögðin í málmgrafíkinni geta
stundum minnt á síðustu ár
Rembrandts. Víst er, að margt
var skylt með þeim og allt frá
dögum Rembrandts gat engan
myndlistarmann, er vann í jafn
ríkum mæli að sjálfstæðum
verkefnum og af svo djúpri innri
þörf. Goya var 76 ára er hann
hóf að vinna á þennan hátt,
skírskota til blakkra drauma,
martraða og óhuganlegra sýna,
— jafnframt sviði stríðsins, inn-
rás hermanna Napoleons og
grimmilegu atferli þeirra. Goya
átti þá 7 ár eftir ólifað ...
„Ævi Goya og listferli má í
tvennum skilningi og með
merkilegri nákvæmni skipta í
tvo afmarkaða hluta. — Annars
vegar lifir hann á tiltölulega
rólegum tímum fyrri hluta
starfsferils síns, en síðar tekur
við ófriður innan lands og utan
og verður hann vegna frjáls-
lyndra skoðana eitt af fórnar-
lömbum þessara átaka, fer fyrst
huldu höfði, en dvelur síðustu ár
ævinnar í hálfgerðri útlegð í
Bordeaux. — Hins vegar lifir
Goya fyrri hluta ævi sinnar við
góða heilsu, gerir litríkar og
fagrar myndir, en veikist 1792 af
illkynjuðum sjúkdómi 46 ára að
aldri, sem leiðir til algjörs
heyrnamissis, það sem eftir er
ævinnar — eða 36 ár. jafnframt
daprast sjónin og þrálátur höf-
uðverkur verður fylginautur
hans ásamt ókennilegu suði fyrir
eyrunum. Hann missir mátt og
er í nær tvö ár að ná líkamlegu
og andlegu jafnvægi á ný. Ekki
er vitað, hvaða sjúkdómur þetta
var, en eftirköstin minna óneit-
anlega um margt á svæsna
heilahimnabólgu — meningitis.
Sumir hafa gizkað á syfilis, en
ólíklegt má þykja, að sárasótt-
arsjúklingur hefði notið jafn-
mikillar hylli fegurstu aðals-
kvenna samtíma og fullyrt hefur
verið. Þá hafa vísindamenn
varpað fram þeirri tilgátu
studda rökum, að um blýeitrun
hafi verið að ræða. Goya mun
hafa gert mikið af því að nota
blýhvítu og nudda litnum á
léreftið með fingrum og klútum.
Hann hefur getað andað að sér
blýgufu, sem hefur svo borist til
heilans eða eitrið kann að hafa
síast í gegnum fingurna og út í
blóðið.
Hið merkilega gerist, að Goya
glatar á engan hátt sköpunar-
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
gáfu sinni við veikindin, þvert á
móti virðist hún magnast upp úr
öllu valdi og skynrænt næmi
hans gagnvart umhverfinu
aukast. Verk þau, er hann nú
gerir, verða stöðugt kynngi-
magnaðri og nær sú þróun há-
marki í „svörtu málverkunum".
A útlegðarárunum vinnur hann
einungis í grafík, skapar bylt-
ingu í þeim vinnubrögðum og
hefur m.a. steinþrykkið upp í
æðra veldi sem listmiðil.
Goya var kvæntur Jósefu,
systur lærimeistara síns, Franc-
isco Bayeu. Hjónabandið mun
ekki hafa fært honum mikla
hamingju, þótt ekki kvarti Goya
í bréfum sínu til náinna vina.
Pépe, en svo var konan nefnd,
hafði erfiða lund og þrjóska
skapgerð. Hún yfirgaf hann árið
1811, vafalítið þreytt, vonsvikin
og mædd af mótlæti. Þau eign-
uðust 20 börn, en aðeins eitt
þeirra náði fullorðinsárum og
lifði foreldrana, sonurinn Xavier
u
— Goya lagði í rúst heims-
mynd barrokkstefnunnar, er
hafði verið ríkjandi á tímum
hans. Hann var svo langt á
undan samtíð sinni, að segja má
að hann hafi skilið málaralistina
og grafík- listina í einskis-
mannslandi um nokkurt skeið og
þess var því ekki að vænta, að
menn fetuðu strax í fótspor
hans. Er fram liðu stundir höfðu
myndir hans djúp áhrif á málara
eins og Courbert og Delacroix
svo og teiknaran Daumier —
síðar á Edouard Manet, sem
telst upphafsmaður impressjón-
ismans — þá Edvard Munch og
James Ensor, frumkvöðla ex-
pressjónismans, og þess má geta
að súrrealistar aldarinnar voru
djúpt snortnir af hinu magnaða
og dulúðuga innsæi mynda
hans.“
Grannt skoðað, þá er Goya
enn þann dag í fullu giidi sem
áhrifavaldur og sýningin í húsa-
kynnum Listasafns alþýðu á því
mikið erindi til okkar. Mjög er
vandað til hennar í alla staði,
sýningarskráin er til fyrirmynd-
ar, formáli og myndatextar Guð-
bergs Bergssonar eru með list-
rænasta sniði og honum til
mikils sóma.
Að öðru leyti talar sýningin
fyrir sig sjálf og ættu fæstir að
láta þennann mikla listviðburð
fram hjá sér fara.
sP
&
þjöÖhátíÖ
Rcykjavíkur
DAGSKRÁ
I. DAGSKRAlN HEFST:
Kl. 09.55
Samhljómur kirKjuklukkna í
Reykjavík.
Kl. 10.00
Sigurjón Pétursson, forseti
borgarstjórnar, leggur blóm-
sveig frá Reykvíkingum á leiöi
Jóns Sigurðssonar í kirkjugarð-
inum v/ Suðurgötu. Lúðra-
sveitin Svanur leikur: Sjá roð-
ann á hnjúkunum háu. Stjórn-
andi Sæbjörn Jónsson.
II. VIÐ AUSTURVÖLL:
Lúðrasveitin Svanur leikur ætt-
jarðarlög á Austurvelli.
Kl. 10.40
Hátíðin sett: Þorsteinn Egg-
ertsson, formaður þjóðhátíðar-
nefndar.
Karlakórinn Fóstbræður
syngur: Yfir voru ættarlandi
Söngstjóri Ragnar Björnsson.
Forseti Islands. dr. Kristján
Eldjárn. leggur blómsveig frá
íslensku þjóðinni að minnis-
varða Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli.
Karlakórinn Fóstbræður
syngur Þjóðsönginn.
Ávarp forsætisráðherra,
dr. Gunnars Thoroddsens.
Karlakórinn Fóstbræður
syngur: Island ögrum skorið.
Ávarp Fjallkonunnar.
Lúðrasveitin Svanur leikur:
Ég vil elska mitt land.
Kynnir Helgi H. Jónsson.
Kl. 11.15
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Prestur séra Halldór Gröndal.
Dómkórinn sungur. Marteinn
H. Friðriksson leikur á orgel.
Einsöngvari: Guðmundur
Jónsson.
III. LEIKUR LÚÐRASVEITA:
Kl. 09.30 Við Hrafnistu.
Kl. 10.30 Við Hátún
Kl. 11.30 Við Borgarspítalann.
Kl. 09.30 Við Elliheimilið Grund
Kl. 10.30 Við Landspítalann.
Kl. 11.30 Við Landakotsspítala
Skólahljómsveit Árbæjar og
Breiöholts og skólahljómsveit
Laugarnesskóla leika. Stjórn-
endur: Ólafur L. Kristjánsson
óg Stefán Þ. Stephensen.
IV. TJARNARFLÖT (VESTAN
BJARKARGÖTU):
Kl. 13.00 —17.00
Félagar úr skátahreyfingunni
sýna tjaldbúðar- og útistörf.
V. NAUTHÓLSVlK:
Kl 13.00 — 16.00
Siglingaklúbbur Æskulýðsráðs
Reykjavíkur verður opinn og
ungum sem öldnum gefinn
kostur á að kynna sér siglinga-
íþróttina
VI. TRÚÐALEIKUR:
Kl. 14 15— 15.00
Við Kjarvalsstaði:
Tóti trúður (Ketill Larsen).
Galdraland:
Randver Þorláksson
Aðalsteinn Bergdal
Þórir Steingrímsson
Leikstjóri: Erlingur Gíslason
VII. HOPP OG Hi:
Kl. 14.15 — 15.00 á Melavelli:
Glímusýning:
Stjórnandi Jón Unndórsson.
Hestasýning:
Stærsti og minnsti hestur is-
lands, Grettir og Polli. Eigandi:
Kristján S. Jósefsson.
Hestaíþróttir:
Féla'gar úr unglingadeild Fáks
sýna hestaíþróttir.
Stjórnendur: Kolbrún Kristjáns-
dóttir og Ragnar Tómasson
VIII. SKRÚÐGÖNGUR:
Kl. 15.15
Gengið frá Kjarvalsstöðum og
Melavelli.
Frá Kjarvalsstöðum verður
gengið um Rauðarárstíg á
Hlemmtorg, um Laugaveg og
Bankastræti á Lækjartorg.
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
undir Stjórn Eyjólfs Melsted
Frá Melavelli verður gengið um
Suðurgötu, Skothúsveg á
Tjarnargötu um Aðalstræti og
Hafnarstræti á Lækjartorg.
Lúðrasveit verkalýðsins leikur
undir stjórn Ellerts Karlssonar
Skátar ganga undir fánum fyrir
skrúðgöngunum og stjórna
þeim.
IX. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN
A LÆKJARTORGI:
Skólahljómsveit Árbæjar og
Breiðholts leikur.
Stjórnandi Ólafur L. Kristjáns-
son.
Kl. 16.oo
Samfelld skemmtidagskrá:
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Undirleikari: Sigurður Rúnar
Jónsson.
Þátttakendur:
Edda Björgvinsdóttir
Gísli Rúnar Jónsson.
Bessi Bjárnason.
Sigríður Þorvaldsdóttir. o.fl.
X. BIFREIÐAAKSTUR:
Kl. 17 00
Akstur gamalla bifreiða. Félag-
ar úr Fornbílaklúbbi íslands aka
bifreiðum sínum umhverfis
tjörnina og síðan að Melavelli.
Kl. 17.30
Akstursþrautakeppni á Mela-
velli í samvinnu við Bindindis-
félag ökumanna.
XI. VIÐ BREIÐFIRÐINGA-
BÚÐ:
Kl. 14 00— 18 00
Umhverfi '80.
Sýning myndlistarmanna og
rithöfunda á verkum sem
tengjast borgarumhverfi.
Myndverkstæði fyrir börn.
Fiðluleikur, Harmonikkuleikur,
Kvæðamenn, Karlinn á kass-
anum og fl.
XII. LAUGARDALSVÖLLUR:
Kl. 14.00
17. júní mótið i frjálsum iþrótt-
um
XIII. LAUGARDALS-
SUNDLAUG:
Kl. 14 00
Reykjavíkurmeistaramót i
sundi.