Morgunblaðið - 17.06.1980, Side 26

Morgunblaðið - 17.06.1980, Side 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ1980 ■■ Jaik'. ómar Hallsson, ásamt konu sinnl Rut RaKnarsdóttur ok Sveini Kristjánssyni, en hann bjó til þetta likan af hótelinu. Myndir Mbl. Kristján. Frá garðinum, þar sem ljúffenKar steikur eru bornar fram Omar Hallsson ásamt Sveini Kristjánssyni hujfa að stórsteikunum. VALHOLL „Enn safnast menn við Öxará...“ Talsverðar endurbætur hafa verið gerðar á Hótel Valhöll í sumar og er brydd- að upp á mörgum nýjungum í rekstri hótelsins. Þau Ómar Hallsson og Rut Ragnars- dóttir hafa tekið hótelið á leigu og efndu þau til blaðamannafundar fyrir skömmu. Þar kom fram, að landsþekktir skemmtikraft- ar munu koma fram í sumar. Má þá nefna bræðurna Halla og Ladda og hljómsveitina Brimkló. Sérstök grillkvöld verða í sumar að húsabaki en þar hefur verið byggður upp garður. Þá hefur margs kon- ar tækjum verið komið fyrir til afþreyingar í hótelinu og má þar nefna mini-golf, bill- ard, gufubað, video-tæki, þar sem sýndar verða nýlegar kvikmyndir, bátaleiga, og fyrirhuguð er hestaleiga. Þá verður barnagæzla á leik- velli. „En auðvitað er helzta afþreyingin hér á Þingvöll- um náttúran sjálf og saga staðarins," sagði Ómar. Valhöll byggir á gömlum merg. Enn safnast menn við Öxará við fornar búðir, brotnar, lægðar, við bældar rústir horfnar frægðar, sem timans dómur lagði i lág. Á minninganna mold við stöndum og minninganna lofti öndum, með ættarrækni íslendings við eyðiskugga hins gamla þings. Svo orti Einar skáld Bene- diktsson í fyrsta erindi kvæðis við vígslu Valhallar árið 1898. Þeir Sigfús Ey- mundsson, Benedikt Sveins- son, Hannes Þorsteinsson og Tryggvi Gunnarsson voru frumkvöðlar að byggingu Valhallar á Þingvöllum. Gamla Valhöll stóð þar sem vegurinn kom niður á vellina og var byggingin talsvert minni en nú. Fljótlega, eða um aldamótin komst Valhöll í eigu Sigmundar Sveinsson- ar. Valhöll var í eigu hans til 1918 að Jón Guðmundsson á Heiðabæ og Brúsastöðum keypti Valhöll. Það var mikill atburður í sögu Valhallar þegar Alþing- ishátíðin var á Þingvöllum 1930. Gamla húsið þótti of áberandi þar sem það var á völlunum og var það flutt vestur yfir Öxará. Margs konar endurbætur voru gerð- ar á húsinu og einnig var byggt við það. A árunum upp úr 1930 var Valhöll vinsæll staður en á stríðsárunum voru byggingarnar her- numdar að verulegu leyti. Árið 1943 var myndað félag um rekstur Valhallar og var Jón áfram einn af eigendum. Sigurður Gröndal, yfirþjónn á Hótel Borg, stjórnaði rekstrinum um árabil með miklum ágætum. Hann var hótelstjóri allar götur til 1961. Á sjöunda áratugnum komst Valhöll í eigu þeirra Þorvalds Guðmundssonar, Síld og fisks, Sigursæls Magnússonar í Sælakaffi og Ragnars Jónssonar í Þórs- café. Þorvaldur var aðeins eitt ár einn af eigendum og síðar varð Ragnar einn eig- andi. Árið 1964 voru gerðar miklar umbætur á Valhöll. Þá var byggt hús yfir snyrti- aðstöðu. Þegar Islendingar minntust 1100 ára afmælis íslandsbyggðar var enn gert stórt átak. Þá var byggð mikil viðbótarbygging sem stórlega jók gistiaðstöðu. Er nú svo komið, að í Valhöll er •/ gistiaðstaða fyrir um 70 manns og fylgir hverju her- bergi sturtuklefi og bað. Laddi með holu i höggi! Herbergi i Hótel Valhöll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.