Morgunblaðið - 08.07.1980, Side 42

Morgunblaðið - 08.07.1980, Side 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 Kax. Frá kcppni í 3000 m hindrunarhlaupi. Hl-ingurinn Ma«nús Ilaraldsson hefur forystuna en félagi hans Sijíurður Sijjmundsson FII fylgir fast á cftir. A milli þeirra má sjá i Gunnar Snorrason. Ml í frjélsum íþróttum: Oddur tapaði í 100 m ÓVÆNT ÚRSLIT ok talsverð tilþrif einkcnndu annan keppnis- dag Meistaramóts íslands í frjálsiþróttum. sem haldið var f Reykjavík um helKÍna. Mest kom á óvart sijiur Sigurðar SÍKurðs- sonar, Ármanni, í 100 metra hlaupinu. en þar bar Sigurður m.a. sigurorð af Oddi Sigurðs- syni KA. Mest spennandi var keppnin i 1500 metra hlaupi karla. þar sem fjórir hlauparar voru í hnapp á síðustu beygjunni. og mestu tilþrifin voru í kringlu- kasti þar sem Erlendur Valdi- marsson ÍR sigraði Óskar Jak- obsson ÍR, og jók þar með moguleika sína á að hljóta sæti í íslenzka ólympíuliðinu. Annars náðist hinn ágætasti árangur í morgum greinum, þrátt fyrir að fáir keppendur væru í sumum þeirra. „Þessi úrslit koma sjálfum mér sennilega mest á óvart," sagði Sigurður Sigurðsson í spjalli við Mbl. eftir 100 metra hlaupið. Sigurður náði góðu starti í hlaup- inu og var vel á undan keppinaut- um sínum um miðbik hlaupsins. Oddur Sigurðsson dró nokkuð á Sigurð á síðustu metrunum, en engu að síður var sigur Sigurðar öruggur. Sigurður hefur um árabil verið í fremstu röð, en Oddur hafði fyrir hlaupið verið ósigraður á hlaupabrautinni hér heima. Gaman var að sjá Vilmund Vil- hjálmsson KR aftur í keppni. Vilmundur hefur átt við þrálát meiðsl að stríða í vetur og vor, og kom það því á óvart að hann skyldi hreppa bronsverðlaunin á mótinu. Arangurinn í hlaupinu var lögmætur, þar sem meðvindur var innan leyfilegra marka. Hörkukeppni var í 1500 metra hlaupi karla, eins og áður segir. Ólafsfirðingurinn Guðmundur Sigurðsson UMSE var sterkastur á endasprettinum, en mikil spenna ríkti meðan á hlaupinu stóð og allt fram á lokametrana. Guðmundur hefur komið á óvart í sumar með ágætum árangri, og í þessu hlaupi bætti hann sinn fyrri árangur á vegalengdinni um heilar 10 sek- úndur. Þar sem Guðmundur er aðeins tvítugur á hann eflaust eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Magnús Haraldsson FH hefur einnig verið í mikilli framför. Sýndi hann af sér keppnishörku í hlaupinu og stór- bætti sig einnig. í kvennagreinun- um bar mest á Helgu Halldórs- dóttur KR, en hún sigraði örugg- lega í 100 metra hlaupi og lang- stökki. Hún hefði einnig getað sigrað í 400 metra hlaupi, en uppsetning tímaseðilsins kom í veg fyrir að hún gæti þreytt keppni í þeirri grein. Mikið er af efnilegum frjálsíþróttakonum hér á landi, en árangur í kvennagrein- unum var þó frekar í daufara lagi á öðrum keppnisdegi mótsins. Vera má að kuldinn og vætan hafi átt sinn þátt í því. Konurnar settu þó tvö meistaramótsmet, Guðrún Ingólfsdóttir í kringlukastinu og sveit ÍR í 4x400 m boðhlaupi. Elías Sveinsson FH hljóp ágæt- lega í 110 metra grindahlaupinu og sigraði Valbjörn Þorláksson KR óvænt. Árangur Elíasar jafn- gildir 14,7 sekúndum við tímatöku á skeiðklukku, en meðvindur reyndist aðeins of mikill. Elías varð einnig íslandsmeistari í fimmtarþraut, eftir harða keppni framan af við Óskar Thorarensen KR. Þeir Elías og Valbjörn urðu af keppni í stangarstökkinu, þar sem ekki var hinkrað meðan þeir hlupu grindahlaupið, en að það skyldi ekki gert verður að teljast nokkuð einkennilegt. Einnig sætti tíma- setning sleggjukastsins furðu, og virðast mótshaldarar ekki ætla að læra af reynslunni í þeim efnum. Enginn mætti til leiks af þessum sökum og féll keppni í sleggjukasti niður. Það er raunar orðið athugunar- efni hvort ekki sé kominn tími til að festa röð keppnisgreina á Meistaramótinu og jafnvel setja á það fastan tímaseðil. Að þessu sinni mættu t.d. sumir sterkustu 400 metra hlaupararnir ekki til leiks, þar sem úrslit 100 metra hlaupsins voru látin fara fram að loknum 400 metrunum, en það hlýtur að vera keppikefli að sterk- ustu menn í hverri grein séu jafnan meðal keppenda í viðkom- andi greinum á Islandsmeistara- móti. Einnig er þörf á að vanda betur til framkvæmdar mótanna, t.d. með því að upplýsa viðstadda betur um lögmæti afreka, hver metin séu í viðkomandi greinum, svo að eitthvað sé nefnt, en það skal tekið fram að þessi gagnrýni beinist ekki gegn framkvæmdar- aðilum Meistaramótsins sérstak- lega, heldur á hún við framkvæmd flestra móta. En lítum annars á úrslitin: 100 m hlaup karla: l.SixurAur SÍKurAsaon Á, 10,72, 2. Oddur SigurAsson KA, 10,82, 3. Vilmundur Vilhjálmsson KR. 11.31. 100 m hlaup kvrnna: 1. IlrÍKa Halldórsdóttir KR. 12.34. 2. Oddný Árnadóttir lR. 12,53, 3. Geirlaug GeirlauKsd. Á, 12,84. 400 m hlaup karla: 1. AAalstrinn Brrn- harAsson KA. 49,03. 2. Einar P. GuAmunds- son FH. 51,17. 400 m hlaup kvrnna: 1. llrönn GuAmunds- dóttir UBK. 59.85. 2. RaKnhriAur Jónsd. UMFS, 60,85. 1500 m hlaup karla: 1. GuAmundur SÍKurAs- son UMSE. 4:04.9. 2. ÁKÚst Þorsteinsson UMSB, 4:07.1. 3. Maxnús Haraldsson FH. 44)7.8. 1500 m hlaup kvrnna: 1. SÍKurhjörK Karlsd. UMSE, 5.-02.7. 2. GuArún Karlsdóttir UBK. 5:03,6,3. Linda Ólafsdúttir FH, 5:51.0. 110 m Krindahlaup: 1. Elias Svrinsson FH. 14.93. 2. Valbjörn Þorlúksson KR. 15.39, 3. Stefán Þ. Stefánsson ÍR, 16.04. 4x400 m karla: 1. Sveit IR, 3:46.14. 4x400 m kvrnna: 1. Svrit ÍR. 4:07.25. 2. Sveit UMSB 4:25.42. StanKarstökk: 1. Kristján Gissurarson Á, 4.00. Þristökk: 1. FriArik Þ.Óskarsson IR. 14,40. 2. GuAmundur Nikulásson UMFB. 13,65, 3. Kári Jónsson UMFS, 13,63. KrinKÍukast karla: 1. Erlendur Valdimars- son IR, 57,32, 2. Óskar Jakohxson ÍR, 56,76, 3. Vósteinn Hafstrinsson. KA 51.29. LanK- stökk kvrnna: 1. HrÍKa Halldórsdóttir KR, 5,57, 2. Svava Grönfeldt UMSB. 5.30, 3. Jóna B. Grétarsd. Á, 5,26. KrinKlukaxt kvrnna: 1. GuArún InKÓlfsdótt- ir Á, 46,55. 2. Elin Gunnarsdóttir UMFS, 34,36. 3. Iris Grönfeldt UMSB, 33,17. 3000 m hindrunarhlaup: 1. SÍKUróur P.Sig- munds. FH, 10:01.4, 2. Gunnar Snorrason UBK. 10:26.0. 3. Magnús Haraldsson FH. 10:26,4, 4. SigurAur Haraldsson FH, 10:36.8. Fimmtarþraut karla: 1. Elias Svrinsson FH. 3358 (6.1957.7223,443,604:40,1), 2.óskar Thorarensen KR, 3061 (6.4460,6823,934,8254)9,4). 3. Stefán Þ. Stef ánsson IR, 2902 (6.7047,8623.927 824:49,9), 4. Hermundur Sigmundsson Ir, 2191 (5,3235,6026,227,384:53,0). Veitti arftakanum viðurkenningu „ÞEGAR ég bætti íslandsmet Guðmundar Lárussonar á ólymp- íuleikunum í Múnchen. sendi Guðmundur mér heillaóskaskeyti í tilefni þess. Þetta þótti mér ákaflega vænt um, og ákvað þá þegar, að þegar met mitt félli, skyldi ég veita viðkomandi hlaup- ara viðurkenningu.“ Þannig mælti Bjarni Stefánsson, fyrrver- andi spretthlaupari i spjalli við Mbl. á Meistaramóti Islands i frjálsíþróttum um helgina, en á mótinu afhenti Bjarni Oddi Sig- urðssyni viðurkenningu fyrir nýsett íslandsmet í 400 metra hlaupi. Oddur bætti met Bjarna frá Múnchen um 12 hundruðustu úr sekúndu á frjálsíþróttamóti í Vesterás í Svíþjóð í fyrri viku. Bjarni var á sínum tíma sprett- harðastur íslendinga og stóð sig jafnan vel í keppni, jafnt heima sem í útlöndum. Komst Bjarni í milliriðla í 400 m hlaupi á Olymp- íuleikunum í Múnchen 1972. Ekki tókst Bjarna að slá íslandsmetin í 100 og 200 m hlaupum, þótt hann hyggi stundum nærri þeim, eink- um því siðarnefnda. Arftaki Bjarna í 100 og 200 metra hlaup- um var Vilmundur Vilhjálmsson KR, og í fyrra var Oddur sprett- harðasti Islendingurinn í 100 m, 200 m og 400 m hlaupum. — ágás. Frjálsíþróttakonur í Norðurlandabikar LANDSLIÐ frjálsíþróttakvenna er þátt tekur i Norðurlandabik- arkeppni kvenna i Sviþjóð, næst- komandi laugardag, hefur verið valið. Það skipa eftirtaldar kon- ur: Helga Halldórsdóttir KR: 100 m grind — 200 m og boðhlaup. Oddný Árnadóttir ÍR: 100 m hlaup og boðhlaup. Þórdís Gísladóttir ÍR: hástökk — langstökk og boðhlaup Lilja Guðmundsdóttir ÍR: 3000 m hlaup. Guðrún Ingólfsdóttir Á: kúlu- varp og kringlukast. Dýrfinna Torfadóttir KA: spjót- kast. Hrönn Guðmundsdóttir UBK: 400 m og boðhlaup. Rut Ólafsdóttir FH: 800 m og boðhlaup. Ragnheiður Ólafsdóttir FH: 1500 m hlaup. Fararstjóri stúlknanna verður Magnús Jakobsson stjórnarmað- ur í Frjálsiþróttasambandi ís- lands. Hreinn Halldórsson sigraði Óskar i kúluvarpinu eftir spennandi einvigi. Guðni undir hnífinn KÚLUVARPARINN ágæti, Guðni Halldórsson KR, verður ekki meira með i keppni í sumar, þar sem hann gengst undir upp- skurð nú i vikunni. Guðni hefur i rúmt ár átt við meiðsli að striða i lærvöðva vinstra læris, og kom nýlega i ljós, eftir að hann hafði gengið milli lækna og sérfræð- inga, að vöðvinn var það skadd- aður, að nauðsynlegt væri að gera á honum aðgerð. Meiðslin hafa háð Guðna verulega i keppn- um, og nú er bara að vona að vel til takist með aðgerðina og að við fáum að sjá Guðna i keppni næsta sumar. — ágás.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.