Morgunblaðið - 08.07.1980, Side 22

Morgunblaðið - 08.07.1980, Side 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚLÍ 1980 Oddur A. Sigurjónsson: Lesa og skrif a list er góð Hafi nokkurt orðtak verið greypt i þjóðarsálina, öðrum fremur, í upphafi líðandi aldar, var það ofanritað. Vissulega voru snjallir lesarar hvarvetna aufúsugestir þar sem þá bar að garði. F'.n þó minna bæri á góðum skrifurum, vitum við samt — með hliðsjón af öllum þeim býsnum, sem til var og er af handritum alþýðu manna — að skrift var ákaflega í heiðri höfð. Auðvitað er rétt að jála, að skrifurum voru oft mislagðar hendur og margt, sem var í letur fært, misjafnt að gæðum. En við getum samt ekki annað en dáðst að stílleikni og orðaauði ótrúlega mikils fjölda manna, sem höfðu ekki átt neins lærdóms kost, nema sjálfmenntunar. Rétt er, að handritin voru löng- um náma, sem ekki var fljóttæmd. En þó svo bezt, að þau væru lesin og rýnd til skilnings og fyrir- myndar. Þetta var sá arfur, sem kynslóð- irnar seldu hönd úr hendi og hvorki einangrun né kröpp lífskjör gátu unnið bug á né fölskvað. Skáldin — einkum þau róman- tísku voru blysberar í sókn til fegra mannlífs um leið og þau veittu frelsisbaráttunni öflugt vigsgengi. Þarna runnu að einum ósi tvær „ströngukvíslar" aldagamalla óskadrauma okkar. Það er athyglisvert, að um leið og rakna tók úr, var eitt fyrsta verk okkar, að allir ættu þess kost að verða læsir og skrifandi og það sett framar en sókn eftir timan- legum gæðum, þrátt fyrir þann kút, sem þjóðin var í um verald- argengi, eða efnahag og tækni, sem nú myndi kallað vera. Og enn voru skáldin í farar- broddi. Með næmleika sínum skildu þau öðrum betur, að dýrsti arfur okkar og ef til vandgeymd- astur, var tungan. Hún var vopnið sem aldrei mátti slævast, ef þjóðin átti að Tialda reisn. Víst væri verðugt, að benda á nokkur dæmi þess, en verður látið — rúmsins vegna — nægja að vitna í frægt kvæði eftir Matthías, sem kemur beint að þessum þætti. „Hvað er tungan? Ætli enginn/ orðin tóm séu lífsins forði/Hún er list, sem logar af hreysti/lifandi sál í greyptu stáli./Andans form í mjúkum myndum/minnissaga farinna daga/flaumar lífs í farveg komnir/fleygrar aldar er striki halda.“ óþarft ætti að vera að benda á, að hér talar sjáandinn, sem skyggnzt hefur niður í eðlisrök málsins og skynjað líf og anda þess. Það eru ekki orðin tóm — þótt ekki verði framhjá þeim gengið — sem eru forði lífsins, en inntak þeirra og kunnátta í að stilla hörpu málfarsins í ræðu og riti. Verður slíkt seint um of brýnt fyrir. I úthallinu af því að við endur- heimtum sjálfstæðið vann þjóðin ötullega að því, að hreinsa af málinu ýmsilegt erlent kusk, sem á það hafði fallið í langri sambúð við erlenda. Málinu var sniðinn ytri stakkur, að beztu manna yfirsýn, stakkur, sem féll vel og rétt að, en þurfti raunar að beita hóflegri kunnáttu við að ná hæfi- legu sniði, hverju sinni. Óvænt sambúð í landinu við framandi þjóðir á styrjaldartím- anum olli ýmsum kvíða, sem reyndist samt ástæðulaus. Mál- farslega komum við frá rauninni án þess að félli á skíran málm tungunnar, sízt til langframa. Öllu hvimleiðari var sókn leir- bullaranna, sem sóttu fram með margföldum krafti í skjóli er- lendrar ofsatrúar, sem taldi sig vera að nýskapa íslenzka menn- ingu og varð furðulega ágengt. Er sá kapítuli næsta ömurlegur. Þessi „skáldfífla hlutur" reynd- ist ótrúlega auðdreifður, enda margir sem tóku honum tveim höndum og þóttust góðir af. Hefur þessu nú farið fram um hríð og aukizt meir við blaðsíðutölu en andagift og orðið torlært flestum. Mestum skörungsskap hefur verið beitt í fjárheimtur af al- mannafé og þykjast nú ýmsir hlunnfarnir, sem ekki töldu sig eiga „í vá veru“. Minnast nú ýmsir, við brauk það, hinnar fornu sagnar af vopnaskiptum þeirra nafna, Þorbjarnar aumingja og Þorbjarnar vesalings. Kollsteypur í fræðslumálum Á undanförnum áratugum hef- ur farið fram veruleg breyting á viðhorfi til uppfræðslu ungmenna bæði austan hafs og vestan. Leit- azt hefur verið við, að auka námshraðann og endurskipuleggja námskröfur að nokkru. Yfirleitt virtist viðleitnin bein- ast að því, að draga úr námskröf- um og breyta t.d. námi erlendra mála frekar en áður til talmáls. Að sjálfsögðu máttu menn gera sér ljóst, að ekki verður bæði átt og úti látið og að aukning tal- málskennslunnar hlaut að koma fram á skerðingu annars, t.d. ritmálsins. Að sjálfsögðu var full ástæða til fyrir okkur, að fylgjast með, hvernig þessar námsbreytingar orkuðu og hirða þá gjarnan það, sem nýtilegt reyndist, jafn fávís- legt og það var að gleypa allt hrátt. Ofurlitla reynslu höfðum við á að byggja, þó ekki væri beint Oddur A. Sigurjónsson. aðlaðandi. Er það miðað að við- horfi ástandskvenna úr stríðinu, sem virtust telja sig birgar með, að „skilja allt, sem hermennirnir höfðu að tjá þeim, nema það sem þeir sögðu!“. Ljóst er það með smáþjóð eins og okkur, að okkur var og er full þörf á talsverðri kunnáttu í er- lendum málum, til að auka bóka- kost okkar og þar með getu til að fylgjast með ýmsum lífshræring- um erlendis, sem við mættum dám af draga. Auðvitað þurfti engan speking til að sjá, að því eins væri málanám, sem miðaði einkum að bóklestri, hallkvæmt, að menn kynnu skil á bókmáli viðkomandi þjóða. En því miður virtist þessi sannleikur fara ofan eða neðan garðs hjá mörgum, ekki sízt þeim, sem sátu við lindir nýsköpunar- innar ytra. Er það gömul saga um „uxann, sem fór til Englands" að hann bætti ekki miklu við gerhygli sína, þó annað'áynnist, máske. En það vannst upp með heitri trúarsannfæringu á hið nýja Ev- angelium og til að gera langa sögu stutta, tókst þeim að ná furðu- legum áhrifum á stefnu í fræðslu- málum hér. Önnur kórvilla var og innflutt og þessu nokkuð áhang- andi. Horfið var að því ráði, að gera próf í skólum sem ómerki- legust. Er þar átt við upptöku s.n. krossaprófa! Þar með var stórlega dregið úr þörf ungmenna, til að geta sett fram í rituðu máli, kunnáttu sína, svo marktækt væri. Uppskeruna af þessu tiltæki höfum við verið að fá undanfarið og eru þó vafalaust ýmis kurl ókomin til grafar. Undanfarið hefur nýtt flóð málspjalla steypzt yfir land og lýð og er ekki að sjá, að það fari þverrandi, nema síður væri. Þetta er hið framandlega og fáránlega málfar, sem kallað er stofnanaís- lenzka. Verður ekki betur séð en að gildasta kvíslin af þessu tagi eigi uppsprettu í menntamála- ráðuneytinu og hjástoð þess, skólarannsóknum. Eflaust mætti fólk furða á, að þessi eymdarlegi hnoð-bögglingur, sem þarna streymir fram, komi þaðan. Skýring kann þó að vera nær- tæk. Vitað er, að frumherjar þessa óskapnaðar áttu einmitt vígi og óðal í skólamálunum og þar hefur hann fengið að þróast lítt heftur. Aðrir hafa svo runnið í slóðina. Virðist stöðugt fjölga á opinber- um vettvangi þeirri kynslóð svo- kallaðra ,,menntamanna“(?) sem láðzt hefur að láta sér skiljast, að grundvöllur undir skýra fram- setningu er kunnátta í ritmáli og þ.m.t. málfræði, sem sagt, að geta skrifað svo hneykslislaust sé. Geta má nærri, hversu skeleggir þeir kennarar, sem vart geta kallast sendibréfsfærir, séu í út- listunum fyrir nemendur á flókn- um viðfangsefnum. Þegar lesefni unga fólksins morar af „skrýplum og strump- um“ og því æði, sem þessum „fígúrum" er tamast, gengur dæmið upp! Þeir, sem kunna að hugga sig við, að þetta lesefni unglinganna standi til bóta með auknum Jens í Kaldalóni: Orð í belg um olíumálin Ég efast um, að ég hafi nokkurn tíma séð vitlausari setningu skrif- aða á blað en birtist í Dagblaðinu 8. marz s.l., en hún er svona: „Hátt bensínverð stuðlar að minnkandi notkun þess eldsneytis og er þann- ig hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og undirbýr það fyrir orkukreppu komandi ára.“ Höfundurinn er Bergsveinn Gissurarson, verk- fræðingur. Ég er undrandi á því, að maður þessi skuli ekki löngu fyrr hafa látið visku sína skína til þeirra einföldu sálna, sem alltaf eru að fjargv’iðrast yfir háu verðlagi á öllum hlutum — ef það er orðið allt í einu svo þjóðfélagslega hagstætt að vara sc svo dýr, að enginn geti keypt hana né notað . Allir vita þó að bensín er orðið löngu síðan sú nauðsynjarvara að varla án hennar getur nokkur maður lifað, og ekki einu sinni komist í vinnu sína án hennar og neyðist því til að kaupa þessa vöru fyrir sinn síðasta pening þótt rándýr sé. Fleira í þessari grein Bergsteins er einnig þannig vaxið, að til meðferðar taka mætti, en ég satt að segja nenni ekki að snúast við þeim kórvillum öllum, sem þar koma fram. Mikil ramakvein hafa á þessum vetri upp risið útaf háu olíuverði til húsahitunar landsmanna, svo sem ekki er að ástæðulausu, þar sem um milljarðatugi er að ræða til viðbótar öllum þeim skriðuföll- um í verðhækkunum allrahanda sem á veg manns runnið hafa um langa tíð. Upphófust öll þessi óhljóð með frumvarpi Þorvalds Garðars Kristjánssonar, alþing- ismanns, og rannsóknarskýrslu Jóhanns T. Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Vestfjarða, en Jóhann er mikill reiknismeistari og giöggur maður á misræmi hluta, en um það verður Jóhann ekki vændur að hafa gert hlut landsbyggðarinnar verri í þessari skýrslu sinni en hann erfi raun og veru, og vil ég halda því óhikað fram, að gamla fólkið dugi ekki nærri því sá olíuskali, sem þar er reiknað með, og jafnvel tæpast öllum hinum heldur. En hér hefðu þó allir í upphafi sjá mátt, að á ferðinni var sú ofboðslega mismunun í aðstöðu allri, að líkja mætti við stórkost- legustu náttúruhamfarir, sem lengi hafa hér hrjáð fátæka þjóð. Húshitunarolía hefir nær þrí- tugfaldast, segir Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson. Húshitunarmálið þolir enga bið, segir Tómas Árna- son. Þriðjungur launa verka- manns á Isafirði fer í upphitun- arkostnað, segir Sigurgeir Bóas- son, og meira að segja Eiður Guðnason telur réttlætismál að jafna upphitunarkosnað manna úti á landsbyggðinni, og er þá við mikið jafnað þegar slíkir spek- ingar telja slíkt nauðsynlegt. Nú skilst mér að Eiður og Tómas hafi verið nokkuð ofarlega í stjórnar- farsstiganum þegar þessu olíu- verði var hleypt út á landsbyggð- ina. Þurftu þeir bara herumbil heilt ár til að sjá þá augljósu staðreynd að slíkur mismunur á aðstöðu sem þessi hefði ekkert að segja fyrir afkomu landsmanna, sem við slík ósköp yrðu að búa. Hrikalegasti ófögnuðurinn af þessu öllu saman var þó sá, að ríkissjóður skyldi verða gerður aðnjótandi milljarða tekna, auk áður álagðra gjalda á þegna sína, af þeirri gífurlegu hækkun sem varð á þessum vörum á s.l. ári. Og svo þrautpíndir af allra handa álögum áður, var þó sú óskamm- feilnin óttalegust að nokkur mað- ur skyldi hafa geð í sér til þess að níðast svo á notendum þessarar mikilvægu vöru, að leggja ofan á það orkuverð allt saman alla þá skatta í prósentum talið, sem gilti áður en verð hennar margfaldað ist frá því sem áður var, og þar með mismunað þeim mörgu lands- mönnum, sem olíu verða að nota til upphitunar húsa sinna, svo hraklega í skattheimtu til ríkisins í gegnum olíuverðið umfram þá sem við hitaveitur búa. Ég held það væri ástæða til að reikna þann aukaskatt og skila honum sem fyrst aftur. Að ríkið hafi þurft þennan skatt til að standa undir auknum rekst- urkostnaði hvað sig varðaði vegna bensínhækkunarinnar, er svo mik- il lágkúra að ekki þarf um að ræða þá afsökun, — auðvitað var skatt- urinn til ríkisins mörgum sinnum meiri, og enginn hefði talið lands- sjóðinn öllu aumari aðila til að taka á sig byrðar bótalaust en einstaklinginn sem á engan gat lagt sér tif tekjuauka, til að standast óhemjuna þá arna. Nei, þarna var sá svartasti blettur á sig límdur, sem nokkur stjórnvöld geta merkt sig með. Það var búið að afgreiða fjárlög fyrir árið 1979 með þeim tekjum af bensíni, af því verði sem þá gilti, og þó öllum megi réttilega bölva fyrir að stuðla að sem dýrustu innkaups- verði á vöru, til að geta hirt sem mestan af því ágóðann, er þó öllum öðrum fremur hægt að bölva sjálfu ríkisvaldinu fyrir að fjárkúga svo þegna sína og níðast svo á þeim sem það gerði með því að leggja fulla prósentuupphæð á það mesta okurverð á olíu og bensíni, sem nokkurn tíma hefur fram á þennan dag þekkst í sögu mannkynsins. Á slíkum gerðum er hægt að hafa aðeins eina skoðun, sem sé skömm og fyrirlitningu. Það mátti öllum ljóst vera, að hér var sú flóðbylgja yfir brotin mik- inn hluta landsbyggðarinnar, að engin von var að af sér stæði áfallalaust. Það þýðir ekkert annað en ríkisstjórnir og pólitíkusar gagn- rýni sjálfa sig alveg miskunnar- laust og harkalega og þessar gerðir stjórnvalda eru virkilega gagnrýnisverðar. Að æða áfram í endalausum aðdráttum í formi allrahanda skattkúgunar á lands- lýðinn er sú bullandi ósvinna, sem skapáð getur heilaga uppreisn þegnanna áður en minnst varir, og það sjá allir, að þegar farið er að taka 70 krónur af hverjum 100 í beina skatta, því að litlu gjöldin eru líka skattar, þá eru þrjátíu krónurnar sem eftir eru ekki svo mikils virði, því ef þú ætlar að kaupa þér fyrir þær bíl eða sjónvarp, eru ekki eftir nema 15 kr. sem hið opinbera ekki tekur til sinna nota, því helmingur beggja þessara vöruflokka er skattlagður um helming verðsins og vel það. Hér er komið út í algera áþján. Hins vegar mega stjórnvöld njóta sannmælis, þá betur er gáð til góðra Verka, og má þar nefna, að undir þau ummæli fjármála- ráðnerra má nú taka, þar sem hann telur ekki svigrúm til kaup- hækkana og hefði það mátt fyrr gera, því kauphækkun ein frekar en hækkað fiskverð, sem byggist á eilífu gengissigi og gengisfelling- um, er sá mesti óráðsíufíflaháttur, sem ekki sæmir nokkrum siðuðum manni að lifa eftir. Um byggðaröskun sem talað er um í sambandi við aðstöðumun þann sem upphitunarkostnaður húsnæðis hefur skapað, er slíkt óráðsíuhjal að furðu gegnir. Hvert átti landsfólkið að flýja, mér er spurn. Hvar áttu mörg þúsund manns utan af landsbyggðinni að koma sér fyrir þar sem þeir gætu fengið heitt vatn til upphitunar húsa sinna og atvinnu á hitaveitu- svæðum? Áttu bændur að strá- drepa niður búsmala sinn og flytjast hvert? Það er talað um að jafnvel ný hverfi, sem byggð yrðu í Reykjavík, verði að nota olíu- upphitun fyrir fátækrasakir að geta komið heitu vatni til sín. Já, það getur verið dýrt að vera fátækur. Sjávarþorpin, sem ekki búa við hitaveitu, hvert áttu þau að fara með bátana sína og frystihúsin, — nei, auk þess sem þjóðin þolir enga byggðaröskun, er hér um svo stórt mál um að tala, að engum var þar fært um að leysa nema ríkisvaldinu einu sam- an, enda hefur það klipið stærsta bitann til sinna þarfa af öllum þessum verðhækkunum á olíu og bensíni, og ber allra hluta vegna að skila því aftur, og meiru til, og það verður ekki síður en aðrir að draga eitthvað úr sinni fjármála-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.