Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 11 Á tcikninKunni má sjá herbcrKjaskipan á ncðstu hæð IIuKvísindahússins. bókhaldsgreinum viðskiptadeildar í stað fyrirlestrasalar. Þá er á annarri hæð rúmgóð kaffistofa fyrir nemendur og kennara. A þriðju hæð hússins er gert ráð fyrir bókasafni, en í tengslum við það er 320 fermetra rými, sem ætlað er til rannsókna í hugvís- indum. í þessu rými er ekki gert ráð fyrir föstum veggjum, heldur verði það innréttað sveigjanlega eftir þörfum einstakra rannsókn- arverkefna hverju sinni. í þessu rými verður meðal annars sýn- ingaraðstaða fyrir nýstofnað Listasafn Háskólans, sem stofnað var með málverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar. I kjallara hússins er ráðgerð sérstök lista- verkageymsla, með aðstöðu til ljósmyndunar og spjaldskrár- vinnu. Dr. Maggi Jónsson, arkitekt er sem fyrr sagði höfundur hússins, en hann er sérmenntaður á sviði hönnunar skóla- og fræðslustofn- ana og hefur meðal annars kynnt sér háskólabyggingar víða í heim- inum á síðustu árum. Hann starf- ar nú sem arkitekt í Reykjavík og er ráðgjafi Háskóla íslands í byggingar- og skipulagsmálum. hef jast í sumar Ætlað félagsvísinda-, viðskipta- deild og hluta af heimspekideild í SUMAR er áíormað að hefja framkvæmdir við nýtt hús á lóð Iláskóla íslands, sem á að rísa við Sturlugötu á flötinni suðaustan við Árnagarð. Gengur þetta hús nú undir nafninu Hugvísindahús, en þar er áformað að verði til húsa félagsvísindadeild, viðskiptadeild og hluti hcimspekideildar, aðallega tungumál. Aætlað er að fyrri áfangi hússins verði að hluta til tekinn í notkun eftir 2 til 3 ár en fyrri áfanginn er að mcstum hluta kcnnsluhúsnæði. Fjármagn til byggingar fyrri áfanga hefur þegar verið tryggt af fé Happdrættis Háskólans en áætlað er að þessi áfangi kosti á núverandi verðlagi 1200 til 1300 milljónir króna. Höfundur hússins er dr. Maggi Jónsson, arkitekt og er nú langt komið með að gera uppdrætti að húsinu. Húsið er 1.328 fermetrar að grunnfleti á þremur hæðum auk 464 fermetra kjallara. Sam- tals er húsið 3.918 gólfflatarfer- metrar. Er grunnflötur þessa húss eilítið minni heldur en aðalbygg- ingar Háskólans. Við hönnun hússins hefur, að sögn Magga, verið lögð sérstök áhersla á að skapa æskilegt samband milli vinnustofa kennara og kennslu- og vinnurýmis nemenda og annarra þeirra, sem að rannsóknarverk- efnum vinna. Að því er tekur til gerðar og ytra forms, sagði Maggi, að höfuðáhersla hefði verið lögð á, að húsið myndaði heillegan hóp bygginga með Arnagarði, Iþrótta- húsinu, Lögbergi og Nýjagarði. Hóp, sem staðið gæti vel um nokkra hrið, en hægt væri að stækka, þegar þörf krefði. Húsið er sem fyrr sagði þrjár hæðir og eru á hverri hæð 16 vinnustofur fyrir kennara og 6 Áformað er að rcisa Ilugvísindahúsið í tvcimur áföngum og er fyrri áfanginn álman til hægri á myndinni og sú. scm cr næst okkur. Annar áfangi cr hins vegar álman til vinstri á myndinni og er hún cinnig hcldur lægri. Fyrri áfanginn cr mun stærri. Hugvísindahúsið á að rísa við Sturlugötu suðaustan við Árnagarð. Hér má sjá líkan af suðurhluta háskólalóðarinnar. fyrir sérfræðinga, eða aðra, sem að rannsóknum vinna. Þá er á öllum þremur hæðum aðstaða fyrir skrifstofu og ritara. Einnig er setu- og fundarstofa fyrir fastráðna kennara og stundakenn- ara og aðstaða til kaffiveitinga. Alls eru í húsinu 66 vinnuherbergi kennara og sérfræðinga. Á fyrstu hæð er auk þess sem að framan er talið herbergi til félags- starfa nemenda, fyrirlestrarsalur með 100 sætum, málstofa auk mismunandi stórra kennslu- og málsstofa. Á annari hæð er hlið- stætt kennslurými og á þeirri fyrstu, nema hvað þar er sérstak- lega búin stofa til kennslu í Léttir ///7 myndarammar fyrir grafik, listaverk / og Ijósmyndir. Stærðirfrá 13X18 til 50X70 cm. (plakatstærð). Með möttu gleri. Verð frá kr. 1.480.- HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI AUSTURVER GLÆSIBÆR S: 20313 S:36161 S: 82S90 Umboðsmenn um allt land Framkvæmdir við Hugvísinda- hús Háskólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.