Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1980 Geir Hallgrímsson í ræðu í Bolungarvík: Sköpum skilyrði iiuian Sjálfstæðisflokksins tíl sátta og fylgisaukningar Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti ræðu á 50 ára afmælishátíð Sjálfstæðisfélagsins Hjóðólfs í Bolungarvík sl. laugardagskvöld. í ræðu þessari gerði Geir Ilallgrímsson stöðu Sjálfstæðisflokksins að umtalsefni og þau sérstöku vandamál, sem flokkurinn á við að etja um þessar mundir, jafnframt því sem hann fjallaði um þau verkefni, sem bíða Sjálfstæðisflokksins á næstunni. Ræða Geirs Ilallgrímssonar í Bol- ungarvík fer hér á eftir í heild: ÁKætu BolvfkinKar ok aðrir KÓðir samkomuKestir. Ég vil hefja mál mitt með því að þakka ykkur fyrir að bjóða konu minni og mér að taka þátt í þessari hátíð, þegar minnzt er 50 ára afmælis Sjálfstæðisfélagsins Þjóð- ólfs í Bolungarvík. I nafni miðstjórnar Sjálfstæðis- flokksins flyt ég Þjóðólfsmönnum heillaóskir og þakkir fyrir mikil- vægt starf í þágu Sjálfstæðisflokks- ins og hugsjóna sjálfstæðismanna. Astæða er til að hverfa í hugan- um hálfa öld aftur í tímann og dást að hugsjónaeldi, framtaki og fram- sýni þeirra manna, sem hér stofn- uðu Sjálfstæðisfélag við yzta haf í fámennu og afskekktu byggðarlagi aðeins einu ári eftir að Sjalfstæðis- flokkurinn var stofnaður. Hér eru staddir tveir stofnendur félagsins, Einar Guðfinnsson og Gísli Hjalta- son og ber sérstaklega að fagna því og þakka þeim. Bolungarvík tákn- ræn fyrir gildi einstaklings- og atvinnufrelsis Gagnorð stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins hefur fljótt skírskotað til Bolvíkinga: Að vinna að því að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar hendur og gæði landsins til afnota fyrir lands- menn eina. Að vinna i innlanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Hér verður ekki rakin forysta Sjálfstæðisflokksins í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, stofnun lýð- veldis á Islandi, mótun utanríkis- stefnu til að tryggja öryggi og sjálfsákvörðunarrétt landsmanna, útfærslu fiskveiði- og efnahagslög- sögu, hagnýtingu orku fallvatna og jarðvarma til að auka fjölbreytni atvinnuveganna og bæta lífskjör fólksins. En saman hefur farið í stefnu og störfum Sjálfstæðis- flokksins barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og frelsi einstaklings- ins. Einstaklingsfrelsi og atvinnu- frelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum er annað aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins og Bolungar- vík er táknræn fyrir gildi þessa. Hvergi sést betur árangur einka- framtaksins en hér í Bolungarvík. Hér má sjá dæmi þess, hvað dugnaður og dirfska, framsýni og framtak eins helzta frumherjans í íslenzku atvinnulífi á þessari öld, Einars Guðfinnssonar, hefur til leiðar komið. Fordæmi Einars Guð- finnssonar sýnir, að um leið og einstaklingurinn vinnur sjálfum sér njóta og aðrir góðs af, sveitungar og landar allir. En uppbygging Bolungarvíkur er ekki verk eins manns. Sem betur fer sést hér víða framtak margra annarra einstaklinga, sem til heilla horfir. Uppbygging Bolungarvíkur er ávöxtur samstöðu íbúa þessa byggðarlags og sterkrar forystu í atvinnumálum. Hugsjónir sjáif- stæðismanna hafa rætzt á þessum stað. Hér hafa menn verið að verki, sem hafa viljað láta hugsjónir Sjálfstæðisflokksins verða að veru- leika. En nú er þessum árangri teflt í tvísýnu. Því miður eru afleiðingar upplausnar, sundrungar og forystu- leysis einkennandi í þjóðfélagi líð- andi stundar. Efnahagslíf okkar snýst í vítahring óðaverðbólgu, at- vinnumál eru í stöðnun og stjórn- málin í sjálfheldu. Versnandi lífs- kjör, óvissa og kvíði um framtíðina setja mark sitt á þjóðlífið. Þetta er svört mynd, sem upp er dregin, en einungis með því að þora að horfast í augu við staðreyndir, höfum við von um að geta leyst vandann. Við íslendingar þurfum að kveða niður sundurlyndið og efla sam- stöðu þjóðarinnar. Við þurfum að brjótast út úr vítahring verðbólg- unnar, rjúfa stöðnun atvinnulífsins með markvissri hagnýtingu allra þeirra auðlinda, sem við höfum yfir að ráða og leysa sjálfheldu stjórn- málanna með sáttum. Við höfum ekki borið gæfu til að standa saman Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið hið sameinandi afl í íslenzku þjóð- lífi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sú kjölfesta sem þjóðin hefur byggt á og treyst, ekki sízt, þegar á hefur bjátað. Sjáifstæðisflokkurinn er með nokkrum hætti líkari þjóð- arhreyfingu en venjulegum stjórn- málaflokki. Hann er sprottinn úr jarðvegi íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann hefur sameinað innan sinna vébanda hinar ýmsu stéttir, hags- munaaðila og þjóðfélagshópa. Sterk þjóðerniskennd, virðing fyrir frelsi einstaklings til orðs og athafna, stuðningur við einkaframtak í at- vinnulífi og umbótastefna í félags- legum málefnum, hafa verið grunn- tónninn í stefnu og störfum Sjálf- stæðisflokksins í 50 ár. Nú verðum við sjálfstæðismenn að horfast í augu við þann veruleika að leiðir sumra okkar hefur skilið um skeið. Við höfum ekki borið gæfu til að standa saman. Afleið- ingin blasir við. Vinstri öflin eru nú áhrifameiri en þau nokkru sinni hafa verið frá lýðveldisstofnun. Sósíalistar seilast til áhrifa um allt þjóðlífið. Þeir sitja í stjórnarráð- inu. Þeir ráða ferðinni í höfuðborg- inni. Þeir stjórna verkalýðshreyf- ingunni. Þessa valdaaðstöðu nota þeir til þess að treysta stöðu sína um þjóðlífið allt. Sundrung í Sjálf- stæðisflokknum þýðir sterkari stöðu sósíalista. Ef við berjumst innbyrðis koma þeir sér betur fyrir í valdastólunum. Haldi svo fram sem horfir, kemur að því innan tíðar, að sósíalistar og aðrir vinstri menn þurfa ekki á neinum sjálf- stæðismanni að halda til þess að tryggja völd sín og áhrif. Sósíalistar og aðrir vinstri menn eru óvandir að meðulum til þess að komast í valdastólana og leggja allt í sölurnar til að halda þeim. Hvað veldur langlundargeði þessara manna? Hvað veldur nú langlundargeði þeirra manna, sem á fyrstu mánuð- um ársins 1978 hikuðu ekki við að beita samtökum sínum til að brjóta á bak aftur lagafyrirmæli Alþingis? Hvað líður nú kosningaloforðinu: „Samningarnir í gildi?" Svörin við þessum spurningum verða ekki skýr nema menn átti sig á hinum hættulega tvískinnungi, sem ein- kennir andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins. Völdin eru þeim fyrir öllu, en þegar þeir hafa náð þeim kunna þeir alls ekki með þau að fara. Ekki þarf að staldra víða við til að sannfærast um, að íslenzka þjóðin stendur nú frammi fyrir þeirri dapurlegu staðreynd, að henni hefur verið stjórnað af mönnum, sem hafa engan skilning á því, með hvaða hætti skynsamleg- ast er að skapa íslandi sess í heimi nútímans. Háleit stefna Sjálfstæðisflokks- ins er hafin yfir það að berast með straumnum. Hún er einnig hafin yfir ríg milli manna. Sjálfstæðis- menn munu ekki þola, að flokkur þeirra sé dreginn niður í persónu- legri valdastreitu. Þeir munu ekki heldur líða forystumönnum flokks- ins það, að þeir gefi andstæðingun- um færi á að hlutast til um innri málefni Sjálfstæðisflokkins. Á þ'ú sviði verðum við að draga víglínu og standa fastir fyrir. Mikils átaks er þörf Ég veit, að margir traustustu fylgismenn flokksins fyllast svart- sýni, þegar þeir líta yfir stöðuna í íslenzkum stjórnmálum. Þetta er ekki óeðlilegt, þegar haft er í huga, hve vel andstæðingunum hefur tek- izt að koma ár sinni fyrir borð. Brýnasta verkefnið sem við okkur blasir er að snúa ofan af þessari svartsýni, efla eldmóð meðal flokksmanna og um leið hjá þjóð- inni allri. Og eitt er víst, að þjóðin kemst ekki út úr þeim ógöngum, sem hún hefur verið leidd í nema með miklu átaki. Eini stjórnmála- flokkurinn, sem getur sameinað þjóðina til þessa átaks er Sjálfstæð- isflokkurinn, heill og óskiptur. Ástæðan er sú, að hinir flokkarnir þrír byggja allir stefnu sína og fylgi á ákveðnum hagsmunahópum. Eng- inn þeirra nýtur fylgis í öllum stéttum, þjóðfélagshópum og lands- hlutum í sama mæli og Sjálfstæðis- flokkurinn gerir. Sjálfstæðisflokkurinn sinnir hlutverki sínu ekki með því að efna til stéttaátaka. Þá baráttuaðferð notar Alþýðubandalagið til að kom- ast til valda. Sjálfstæðisflokkurinn sinnir hlutverki sínu ekki með því að leggja fram gervitillögur um lausn efnahagsmála. Framsóknar- flokkurinn krefst einkaréttar á því. Sjálfstæðisflokkurinn sinnir hlut- verki sínu ekki með innihaldslausu glamri og gauragangi. Alþýðuflokk- urinn vill fá að sitja einn að slíkum vinnubrögðum. Sjálfstæðisflokkur- inn sinnir hlutverki sínu með því að standa einhuga um ráð gegn ríkj- andi vanda, ráð, sem sækja styrk sinn í frelsi einstaklingsins, at- hafnaþrá hans og ákvörðunarvald. Tökumst í hendur, sjálfstæðismenn Eftir meira en hálfa öld frá stofnun Sjálfstæðisflokksins bíða sjálfstæðismanna þannig mikilvæg og örlagarík verkefni. Sköpum get- ur skipt um örlög þjóðarinnar hvort sjálfstæðismenn verða hlutverki sínu vaxnir. Til þess verða sjálf- stæðismenn að standa og berjast saman, en augljóst er að það verður því miður ekki, meðan núverandi stjórnarstefna ríkir. Málefnasamn- ingur og störf núverandi ríkis- stjórnar er fjarlægari stefnu sjálf- stæðismanna og hefur komið mál- efnum þjóðarinnar jafnvel í meira óefni en dæmi eru til um fyrri vinstri stjórnir áður. Það er því í senn þjóðarnauðsyn og flokksnauð- syn, að breyting verði á. Það er því skylda okkar að halda uppi ákveð- inni og harðri, en um ieið sann- gjarnri og málefnalegri stjórnar- andstöðu. Við verðum um leið að skapa skilyrði innan Sjálfstæðis- flokksins til þess að fylkja öllum sjálfstæðismönnum saman til sátta og samkomulags og afla flokknum aukins fylgis með þjóðinni. Við skulum takast í hendur, sjálfstæðismenn, og ganga samein- aðir til nýrrar baráttu. Það and- streymi, sem við höfum mætt, á að herða okkur og stæla og verða okkur hvatning til að safna Iiði á ný. Verkefnin sem bíða Sjálfstæðis- flokksins skortir ekki. Aðeins nokk- ur þeirra verða nefnd hér í kvöld til viðbótar því, sem þegar hefur verið minnzt á. Verkefnin bíða Virðing fyrir eignarréttinum er að dvína. Sjálfsákvörðunarréttur einstaklinganna er að þrengjast. Opinbert ofurvald þrengir sér inn á æ fleiri svið. Afskiptasemi opin- berra aðila eykst jafnt og þétt. Verði eignarréttur einstaklinganna látinn víkja fyrir dauðri hönd ríkisvaldsins verður frumkvæðis- viljinn kæfður meðal Islendinga. Það er í algjörri andstöðu við eðli fiskveiðiþjóðar að láta tölvur eða reiknimeistara stjórna sér. Mið- stýring eða fjarstýring er andstæð íslenzku þjóðareðli og brýtur aldrei nýjar brautir. Með viðspyrnu gegn opinberri íhlutun á að skapa al- menn skilyrði, er leyfa frumkvæði einstaklingsins að njóta sín. Koma verður í veg fyrir, að sú bábilja nái að skjóta rótum hér á landi, að hag manna sé bezt borgið með því að fjármunir þeirra streymi í ríkishítina, áður en þeim er ráðstafað til ákveðinna verkefna. Hvergi á byggðu bóli hefur verið sannað, að það leiði til aukinnar ráðdeildar að efla fjárhagslegt áhrifavald ríkisins. Svipta verður hulunni af því víðtæka og marg- flókna millifærslukerfi, sem komið hefur verið á fót í landinu og leiðir til þess að fjármunir rýrna á langri vegferð milli margra aðila, án þess að koma að gagni. Sú úttekt, sem til þess leiddi, myndi jafnframt hafa í för með sér, að allur almenningur sæi nauðsyn þess, að hann héldi sjálfur eftir meira af eigin aflafé og eðlileg og sjálfsögð opinber þjón- usta yrði rekin með hagkvæmari hætti en nú. Vísasti vegurinn til ráðdeildarleysis í fjármálum er að hafa fulla vasa af annarra fé. Við þurfum að sameina frjálsan markaðsbúskap, þar sem valfrelsi einstaklinga fær notið sín, mannúð- arstefnu, þar sem félagslegt öryggi einstaklinganna er tryggt. Mótun stórhuga atvinnustefnu Móta þarf stórhuga atvinnu- stefnu, þar sem virkjun vatnsfalla og jarðvarma skipar eðlilegan sess miðað við veröld í orkusvelti og skapar grundvöll fyrir almennum iðnaði og stóriðju. Fæðuöflun úr greipum Ægis verður að fram- kvæma innan skynsamlegs ramma bæði með hliðsjón af styrkleika fiskstofna og markaðsmöguleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.