Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 SÍKuröur Grétarsson 24 ára bygKÍnKartæknifræðinKur frá Tækniskóla íslands var nýverið ráðinn sveitarstjóri Fella- hrepps (við LaKarfljótsbrú) i Norður-Múlasýslu. SÍKurður fer með starf tæknifræðinKs og byKKÍnKafulltrúa auk sveitar- stjórastarfsins. Hann sér um undirhúninK ok hefur eftirlit með öllum verkleKum fram- kvæmdum sveitarfélaKsins. Sík- urður er fæddur ok uppalinn á Skipalæk í Fellahreppi ok þekk- ir því sveitarfélaK sitt mjóK vel sem ok alla staðháttu. Ibúar í Fellahreppi nálgast nú óðum 3ja hundraðið þar af búa um 180 í þéttbýlinu við Lagar- fljótsbrú, oft nefnt Hlaðir, en það er nafnið á húsi Sigbjörns Brynjólfssonar faktors, segir Sigurður. — Mikil ásókn hefur verið í byggingalóðir í þéttbýlinu og eykst stöðugt. í fyrra var úthlut- ' ' * -t Frá framkvæmdum i Fellahreppi. *’S. Ásókn í byggingarlóðir, nóg af lóðum fyrir iðnfyrirtæki að 8 lóðum fyrir íbúðarhús en sennilega verða þær 10 í ár. Nýlega gerði sveitarfélagið samning við aðila sem á land er Iiggur að þéttbýlinu og þannig tryggði það sér byggingarlóðir um nokkra framtíð. Skipulags- mál sveitarfélagsins eru í nokk- uð góðu lagi, en nýverið gerði sveitarfélagið samning við Skipulagsstofnun Austurlands um gerð framtíðarskipulags. Séð hefur verið fyrir iðnaðarlóða- þörfinni næstu árin svo ekki stendur á sveitarfélaginu ef ein- hver vildi fá lóð fyrir iðnaðar- og þjónustufyrirtæki. — Atvinnumálin eru í góðu lagi í hreppnum. Hér er fjöldi atvinnufyrirtækja. Trésmiðja Fljótsdalshéraðs sem framleiðir einingahús úr timbri, Verslunar- félag Austurlands með slátur- hús, verslanir og veitingaskál- ann, sem áður gekk undir nafn- inu Vegaveitingar og Þráinn Jónsson rak af sinni alkunnu snilld. Hjólbarða- og sólningarverk- stæði, bifreiðaverkstæði, Plast- iðjan Ylur, sem framleiðir ein- angrunarplast, varahluta- og byggingavöruverslun, úrsmiður, bílasala, bílaleiga og bókaversl- un svo eitthvað sé nefnt. Héraðs- stjóri Vegagerðar ríkisins er staðsettur hér í Fellahreppi og vegagerðin hefur aðstöðu fyrir tæki sín hér. Af þessu öllu skapast beint og óbeint ótal atvinnutækifæri enda hefur aldrei verið maður á atvinnu- leysisskrá í þessum hreppi. Rétt er það, að ýmislegt er líkt með atvinnuuppbyggingu þéttbýlis- ins hér og á Egilsstöðum og því ekki óeðlilegt að á samkeppni örli milli þessara sveitarfélaga á atvinnu- og uppbyggingarmark- aðinum. — Þetta er í fyrsta sinn, sem ráðinn er sveitarstjóri til starfa í Fellahreppi, en hingað til hefur oddviti gegnt þeim störfum. Með ört vaxandi byggð verða málin sífellt sérhæfðari og tæknistörf- in aukast verulega. Nýlagning vega og frágangur á eldri götum fyrir lagningu olíumalar eru með helstu verkefnum sveitarfé- lagsins í ár hér í þéttbýlinu. Þá verða nokkrar vegaframkvæmd- ir í sveitinni á vegum sveitarfé- lagsins og sýsluvegasjóðs. Hins- vegar teljum við að vegagerðin Rætt við sveitarstjóra Fellahrepps megi halda betur áfram með uppbyggingu þjóðvega um sveit- irnar en víða er ástand vega út um sveitir mjög slæmt. Hita- veita var tengd nokkrum húsum í þéttbýlinu í fyrra, en reiknað er með að öll hús, sem nú er búið í, verði tengd hitaveitunni fyrir veturinn. Þá stendur Fellahreppur að sameiginlegum framkvæmdum með Egilsstaðahreppi á Egils- stöðum. Það er svona að eiga stóran bróður fyrir nágranna- sveitarfélag, sem leyfir litla sveitarfélaginu ekki að þróast á venjulegan hátt, en þessar fram- kvæmdir eru mjög fjárfrekar á okkar mælikvarða. Hér er um að ræða skóla- og íþróttahúss- byggingar. Þar fyrir utan er Fellahreppur ásamt öðrum sveitarfélögum á Fljótsdalshér- aði aðili að byggingu og rekstri Heilsugæslustöðvar og sjúkra- húss, félagsheimilis og elliheim- ilis svo og slökkvistöðvar á Egilsstöðum. Sambýlið er alls ekki slæmt og samstarfið við Egilsstaði mjög gott á flestum sviðum. Má þar til nefna ágætan árangur af stofnun sameiginlegs hitaveitufyrirtækis. — Öllu jafnan fer vel á með íbúum þéttbýlisins og sveitar- innar þó svo að sjálfsögðu verði ekki hjá því komist að á greini um ýmis' mál og þá helst um tekjuuppruna hreppsins og framkvæmdaskiptingu. Mál sem þessi leysast alltaf í miklu bróð- erni hjá okkur. — Hvort yfir höfuð ætti að sameina Fellahrepp og Egils- staði læt ég ósvarað að svo stöddu. Ef aðeins væru hreppa- mörk á milli væri málið auðvelt, en því er ekki fyrir að fara. Hér liggja á milli sýslumörk, sem og ýmis önnur tormerki, og verða þau enn um sinn þessu máli til fyrirstöðu, segir sveitarstjórinn að lokum. Sigurður horfir bjartsýnisaug- um til framtíðarinnar og sér ekki ástæðu til að kvíða neinu því morgundagurinn verður Fellahreppi augljóslega gjöfull. — Fréttaritari. Nokkrir ungir Fcllabúar. Brynjólfur Bergsteinsson á Hafrafelli, oddviti Fellahrepps og Sigurður Grétarsson sveitarstjóri. — Ljósm. J.D.J. IWtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.