Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 ' - ÞÓREY JÓNSDÓTTIR: Kórinn syngur í garði Sanssuori-hallarinnar. Sungið fyrir Þjóðverja Kirkjukór Akraness kom heim 8. júní úr ferð sinni um Þýzkaland. Hafði undirbúningur þessarar farar staðið yfir aílt síðasta ár. Eins og alltaf um svona ferðir liggur að baki þrotlaust undirbún- ingsstarf. Og eiga þeir sannarlega þakkir skyldar sem borið hafa hitann og þungann af því. Vafa- laust er það einmitt þetta mikla starf sem þjappar fólki saman í svona félagsskap, skapar sam- stöðu þess og þá tilfinningu að hér sé einn fyrir alla og allir fyrir einn. Kórfélagar voru um 50 í þessari ferð, en auk þess voru margir af mökum kórfélaga með í för. Stjórnandi kórsins var eins og ætíð Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri. Undirleikarar Fríða Lárusdóttir og Antonio D. Cor- veiras. Einsöngvarar Ágústa Ág- ústsdóttir og Halldór Vilhelms- son. Með í för var einnig séra Gunnar Björnsson, sem Iék á selló í ferðinni. Það var tvímælalaust samstillt- ur hópur sem lagði af stað kl. 4 að hvítasunnumorgni í aðra „heims- reisu“ sína. Flestir höfðu tekið þátt í fyrri utanför kórsins, hinni ógleymanlegu jólaferð til ísrael 1977. Flugleiðir lofa upp í ermi sína Vegna breytinga hjá Flugleið- um var ekki flogið beint til Frankfurt eins og lofað hafði verið, heldur til Luxemburg. Átti það að bíða okkar skoðunarferð og önnur fyrirgreiðsla af hálfu Flug- leiða meðan beðið væri flugs til Frankfurt. En loforð eru nú oft ansi afslepp og efndir þeirra urðu engar. En það er hreint ómögulegt að vera í slæmu skapi á stað sem þessum. Ég held að við höfum öll verið ósköp sátt við að hafa þó séð eitthvað af Luxemburg. Þarna er sérlega fallegt og snyrtilegt og veður var alveg yndislegt. Sumir brugðu sér í bæinn með almenn- ingsvögnum í eigin skoðunarferð. Aðrir geðust rómantískir og gengu á vit skógarins í gönguferð eða bara sleiktu hið þráða sólskin, að hætti sólþystra íslendinga. Austur-þýzka ferða- skrifstofan stendur við sitt Er til Frankfurt kom biðu okkar hinsvegar tveir langferðabílar eins og lofað hafði verið ásamt traustlegum bílstjórum. Enda vor- um við nú komin úr umsjá þeirra gleymnu Flugleiðamanna. íslend- ingar kváðu vera frægir úti í hinum stóra heimi fyrir margt, þar á meðal fyrir að gleyma gjarna loforðum og gleyma að svara bréfum. Ljótt ef satt er. Það var æðilöng keyrsla að landamær- unum. Gerðist fólk nú þreytt, enda langur dagur að baki. Reglur eru þarna strangar milli landshluta sem kunnugt er, enda voru þeir „austanmenn" tregir að leyfa nokkurt „útstáelsi" fyrr en þeir væru komnir til síns heima. Þó miskunnuðu þeir sig yfir okkur og hleyptu fólkinu út til viðrunar áður en að landamærunum kom. Er að því nafntogaða járntjaldi kom upphófst vegabréfaskoðun sem dróst á langinn vegna smá misskilnings, þar sem gleymzt hafði að strika út nafn á persónu sem hætt hafði við að fara. Það var þreyttur hópur sem lagðist til svefns er við komum á áfangastað í Erfurt. Því fegnari urðu menn hvíldinni undir hinum bústnu dúnsængum sem biðu okkar. Eru þetta veglegustu hótelsængur sem ég hef séð og hélzt það alla ferðina okkur til mikillar ánægju. Gengið á vit minn- inga um þrjá andans snillinga í Weimar Að morgni mánudags var för- inni beint til Weimar. Þarna er náttúrufegurð mikil og búsældar- legt um að litast. Bændablóðið í manni gleðst við að horfa á alla þessa grænku endalausra akra og engja. En Adam var ekki lengi í Paradís. Mitt í allri þessari dýrð náttúrunnar blasir við hið ill- ræmda og alkunna Buchenwald. Það virkaði líkt og högg í andlit ferðamannsins og það er óhjá- kvæmilegt að hann leiðist út í hugleiðingar um skammsýni og grimmd mannskepnunnar fyrr og síðar. Leiðsögumaður okkar er elsku- leg miðaldra kona og henni til aðstoðar maður hennar, þau biðu okkar í Erfurt. Segja þau okkur það helzta um þá staði sem ekið er um auk þess að svara hvers konar öðrum fyrirspurnum af stakri þolinmæði. Er til Weimar kemur er haldið til húss Franz Liszts sem stendur með sömu ummmerkjum og þegar hann bjó þar. Það er misjafnt hversu til tekst með slík söfn, en þarna var virkilega ein- hver stemmning. Hefð: maður jafnvel getað búizt við að tón- skáldið stigi út úr myndinni á veggnum og settist við hljóðfæri sitt. Ekki spillti það andrúmsloft- inu er leikin var upptaka á „Ástardraumnum" meðan við stóðum við. í húsi Goethe fannst mér sál hússins ekki að finna fyrr en komið var í vinnuherbergi þessa mikla anda. Þarna hafði hann vissulega skilið eitthvað eftir af sjálfum sér, sem verkaði sterkt á mann. Síðast var gengið í hús Schillers. Þar inni blasir við stækkuð mynd af húsinu eins og það leit út í stríðslok, svo að sega rústir einar. Hefur það nú verið endurreist í sama stíl. Það fer ekki hjá því að hjá manni vakni virðing fyrir þeirri þrotlausu elju og dugnaði sem þessi stríðshrjáða þjóð hefur sýnt. Hér er það ekki auður heldur óbilandi kjarkur og atorka þessa fólks sem hefur reist land þess úr rústum. Ennþá má sjá marga sundurtætta byggingu sem talandi tákn um hrylling stríðsins. Ennþá stendur fólk og mokar upp úr rústunum og endurreisir hinar gömlu byggingar. Við kom- um í kirkju sem hafði fjórum sinnum verið lögð í rúst í stríði, samt var hún þarna enn sem tákn um yfirnáttúrulega þrauseigju og trú á framtíðina, þrátt fyrir allt. Ekki er hægt að skilja svo við Weimar að ekki sé minnst á að hér voru leikhúsverk þeirra Goethe og Schillers frumflutt. Hér var Tan- háuser Wagners frumflutt í skjóli Franz Liszt. En Wagner var á þeim tíma talinn hálfgerður upp- reisnarmaður og flúði hingað frá Saxlandi. Þótti þetta djarft til- tæki af Liszt í þann tíð. Sungið í Tómasar- kirkjunni i Leipzig Seinni hluta dags var komið til Leipzig og haldið til Tómasar- kirkjunnar, þar sem við sungum við messu. I þessari gríðarstóru og tilkomumiklu kirkju svífur andi meistarans Bachs yfir vötnunum. Hér var hann organisti og hér var aðdáandi hans Páll ísólfsson einn- ig starfandi í 2 ár, en alls dvaldi hann í 9 ár í Leipzig. Þessi borg er fornfræg musikborg, auk þess að vera forn og ný verzlunarmiðstöð. í Tómasarkirkjunni áttum við góðar stundir þessa daga í Leipzig. Meðal annars sagði prestur kirkj- unnar okkur sögu hennar og kórsins, Thomanerkórsins sem á að baki langa hefð. Við hlýddum og á cellóleik séra Gunnars og tónleika hjá Krosskórnum í Dres- den. Við fengum einnig að æfa þarna. Þá vorum við viðstödd æfingu hjá Thomanerkórnum. Vakti það misjafnar tilfinningar hjá fólkinu að hugsa til þess að þessi börn eru bókstaflega valin úr og þjálfuð frá barnæsku. Dvelja þau ekki heima eftir það nema í fríum meðan þau syngja í kórnum. Hlýtur það að vera strangt líf litlum börnum. Maður leyfir sér að hugsa, borgar þetta sig? Hvað verður um bernskuna? Skyldu leikir í fjörunni ekki heppilegri á þessum aldri? Hverju tapa þessir drengir? Hvað fá þeir í staðinn? Þannig má endalaust spyrja. Hrein torg, róleg borg Það er trúa mín að þessi dvöl í Leipzig verði okkur minnisstæð. Þarna var rólegt og afslappandi að vera, en sannarlega af nógu að taka sem er vert að skoða. Það vakti strax athygli hve götur allar og torg eru hrein og snyrtileg. Svei mér ef ég held ekki að Þjóðverjar státi af hreinustu gluggarúðum heims. Ekki var sjáanlegt bréfa- rusl, flöskubrot eða annað það er gjarna trónar á strætum þettbýl- is. Hvergi sáum við heldur það utangarðsfólk sem oftast er helzt til fjölmennt á vegi manns í borgum og bæjum heimsins, haf- andi orðið undir í brjáluðu lífs- gæðakapphlaupinu. Þetta vakti athygli í öllum borgum er við fórum um þarna. Hvarvetna gat að líta sérlega velklætt og mynd- arlegt fólk. En því tókum við eftir að ekki fækkaði það fötum þrátt fyrir að sól skini glatt. Kannski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.