Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 f ** ammm m •••***• *«»*»«.*** i • Elmar Geirsson sýndi gamla takta i leiknum gegn Ármanni. Hér hefur hann snúið á Svein miðvörð. Ljósm. Guðjón Birgisson. Óli Jó jafnaði á síðustu mínútu Þróttur: Haukar aðstæður, en Þróttarar voru ívið nær sigri. Haukarnir hófu leikinn heldur betur og á 35. mínútu náði liðið forystunnh Loftur Eyjólfsson skoraði þá laglegt skallamark. Aðeins sjö mínútum síðar jafn- aði Þróttur. Magnús Jónsson potaði þá knettinum í netið eftir hornspyrnu. Var dálítii lykt af þessu marki, en varadómari leiksins, Hjörvar Jensson, sá ekkert athugunarvert. Þess má geta hér, að enginn dómari mætti til leiks og mátti litlu muna að Haukarnir yrðu að hverfa suður á ný án þess að leika. Svo fór þó ekki, Hjörvar var þarna nálægur, nýkominn úr fríi, og hann hljóp í skarðið. Heimamenn voru sterkari aðil- inn lengst af í síðari hálfleik og á 60. mínútu skoraði Þróttur mark sem dæmt var af. Sigurbergur Sigsteinsson skallaði þá í netið eftir hornspyrnu, en Hjörvar taldi hann hafa hrint frá sér og dæmdi markið því af. Sýndist sitt hverjum um réttmæti þess dóms. 20 mínútum síðar bættu Þróttarar hins vegar um betur, Einar Sigurjónsson skoraði þá beint úr hornspyrnu. Haukarnir áttu hins vegar lokaorðið í leikn- um, liðið fékk réttilega víta- spyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok og úr vítinu skoraði Ólafur Jóhannesson af öryggi. gb/gg. Dýrmæt stig til Selfoss STAÐA Austra á botni 2. deild- ar er fjarri því að vera góð, eftir enn eitt tapið um helgina. Að þessu sinni áttust við botn- liðin, Austri annars vegar og Selfoss hins vegar. Og í leikslok var staða Austra enn vonminni en nokkru sinni fyrr. Lokatölur leiksins urðu 4—2 Selfyssing- um i hag. eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2—0 fyrir Selfoss. Þessi leikur gat farið hvernig sem var, því Austramenn áttu sinn skammt og vel það af dauðafærum þeim sem í leiknum buðust. Það var hins vegar heimaliðið sem nýtti betur sína möguleika og lagaði því stöðu sína til muna í deildinni, þó ekki sé hún góð. Þórarinn Ingason og Ámundi Sigmundsson skoruðu fyrstu mörk Selfoss, en þeir Snorri Guðmundsson og Sigurð- ur Gunnarsson jöfnuðu fyrir Austra snemma í síðari hálfleik. Selfoss: Austri Austramenn léku nokkuð vel framan af síðari hálfleik en síðan dofnaði yfir liðinu á ný og þeir Ólafur Sigurðsson og Ámundi Sigmundsson tryggðu sigurinn með mörkum sínum. Frestaö LEIK Völsungs og Isafjarðar, sem fram átti að fara á Húsavik á laugardaginn var frestað, þar sem Isfiröingarnir komust ekki til leiks í tæka tið. Bæði liðin eiga að leika i kvöld og var leiknum þvi frestað fram i næstu viku. Sigurður til Þýzkalands LANDSLIÐSMAÐURINN ungi úr Víking, Sigurður Gunnars- son, mun að öllum likindum leika með vestur-þýzka liðinu Bayer Leverkausen næsta keppnistímabil. Annar Viking- ur, Viggó Sigurðsson, hefur þegar gengið frá samningum við þetta félag, eins og fram hefur komið i Mbl. Þrir menn frá þýzka liðinu dvöldu hér á landi um helgina og ræddu við Sigurð og forráða- menn handknattleiksdeildar Vikings. Sigurður sagði í sam- tali við iþróttasiðuna að hann væri ekki enn búinn að skrifa undir en yfirgnæfandi líkur væru á þvi að hann færi til þýzka félagsins. Sigurður er 20 ára gamall og hefur þegar að baki 20 landsleiki. Hann er eitt mesta efni, sem fram hefur komið i islenzkum handknatt- leik um áraraðir og verður þvi mikil blóðtaka fyrir Viking að missa hann. Bayer Leverkausen sigraði í 2. deild s.l. vetur og leikur því í 1. deild næsta keppnistímabil. For- ráðamenn félagsins hafa undan- farið leitað að mönnum til þess að styrkja liðið og fengu þeir augastað á Sigurði er þeir skoð- uðu myndir frá Heimsmeistara- keppni unglinga í handknattleik, sem haldin var í Danmörku s.l. vetur. Ef Sigurður fer utan, mun hann gera samning til eins árs. Hann mun starfa hálfan daginn hjá Bayer lyfjafyrirtækinu, sem á félagið. Leverkausen er lítil borg í útjaðri Köln. -SS. ÞRÓTTUR og Haukar deildu bróðurlega með sér stigum, er liðin áttust við í 2. deild ís- landsmótsins i knattspyrnu um helgina. Bæði liðin skoruðu tvivegis og staðan i hálflcik var eitt eitt. Þetta þótti nokkuð þokkalegur leikur miðað við STAÐAN í 2. deild er nú þessi. Eins og sjá má er staða Ákur- eyrarliðanna KA og Þórs mjög traust á toppnum en staða Austra aftur á móti orðin mjög erfið á botninum: Leikir helgarinnar: Þór - Fylkir 2:1 Ármann — KA 1:4 Þróttur — Haukar 2:2 Selfoss — Austri 4:2 • Sigurður Gunnarsson hittir fyrir félaga sinn Viggó Sigurðsson í Leverkusen. KA 8 611 27:6 13 Þór 8 611 17:6 13 ísafjörður 7 33 1 18:15 9 Fylkir 8 412 15:6 9 Haukar 8 332 16:17 8 Völsungur 7 313 9:9 7 Þróttur N. 7 223 10:14 f. Selfoss 7 214 10:16 5 Ármann 8 125 11:21 4 Austri 8 017 9:32 1 STAÐAN 2. DEILD KA vann mikilvægan útisigur og er efst KA vann mikilvægan útisigur þegar liðið lagði Ármann að velli á Laugardalsvellinum s.l. laugardag. Sigur KA var ör- uggur. 4:1 og hefur liðið nú örugga forystu i 2. deild ásamt hinu Akureyrarliðinu, Þór. Ekki er hægt að segja annað en KA hafi fengið óskabyrjun því staðan var orðin 2:0 eftir aðeins 7 mínútur. Fyrsta markið kom á 5. mínútu. Gunnar Blön- da! fékk knöttinn eftir mikil mistök í vörn Ármanns, brunaði upp að markinu og skoraði með góðu skoti í stöng og inn. Tveim- ur mínútum síðar fékk KA aukaspyrnu út við hliðarlínu, sem Steinþór Þórarinsson fram- kvæmdi. Hann spyrnti inn í vítateiginn, þar sem mikil þvaga myndaðist. Að síðustu barst knötturinn til Elmars Geirsson- ar sem var einn og óvaldaður tvo metra frá marki og hann skoraði auðveldlega. Knattspyrna) Ármann— KA Akureyringarnir voru mun sterkari í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora fleiri mörk. Á 2. mínútu seinni hálfleiks bættu þeir svo þriðja markinu við. Knötturinn var gefinn inn í vítateiginn til Óskars Ingimund- arsonar og hann skoraði með góðu skoti. Eftir markið fór að bera æ meira á Ármenningum og það kom ekki á óvart er þeir skoruðu mark á 34. mínútu. Þráinn Ás- mundsson braust þá upp vinstri kantinn og gaf góða sendingu fyrir markið. Þar var bróðir hans Óskar staðsettur og sneiddi knöttinn laglega í netið. Á 39. mínútu innsiglaði Gunn- ar Gíslason sigur KA með sér- lega fallegu marki. Hann skaut af 20 metra færi og knötturinn hafnaði efst í markhorninu fjær. Lið KA lék oft á tíðum ágæta knattspyrnu og það verður greinilega ekki auðsigrað í sumar. Beztu menn voru Harald- ur Haraldsson, Gunnar Gísla- son,. Aðalsteinn markvörður og svo Elmar Geirsson, sem sýndi oft gamla góða takta. í liði Ármanns skaraði enginn framúr nema þá helst Sveinn miðvörður. Ungur dómari, Birgir Óskars- son dæmdi leikinn og gerðu ýmsir athugasemdir við dóm- gæzluna. En vafalaust verður hann góður dómari með meiri reynzlu. - SS. ic.cií.i.ikl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.