Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI1980 17 Jón Guðbrandsson, formaður Dýralæknafélagsins: Danski dýralæknirinn og Dýraspítali Watsons Miklar deilur hafa verið í kring- um Dýraspítala Watsons og yfir- lýsingar í blöðum og útvarpi. Þaer hafa reyndar allar verið á einn veg þ.e.a.s. Dagblaðið og stjórn dýra- spítalans hafa farið niðrandi orð- um um dýralækna almennt og að auki sagt frá því að ólögleg starfsemi væri hafin eða um það bil að hefjast við spítalann. Þess vegna vil ég leitast við að gera grein fyrir nokkrum þáttum.þessa máls. í rúm 80 ár hefur verið starf- andi embættisdýralæknir í Reykjavík, einnig hafa búið í Reykjavík aðrir dýralæknar, sem hafa tekið að sér dýr til lækninga. Þessu fólki hefur farið fjölgandi síðari ár. Hundahald er bannað í Reykjavík, það hefur valdið því, að hundafjöldi er miklu minni í Reykjavík en í borgum af svipaðri stærð t.d. á Norðurlöndum. Hund- um fer þó ört fjölgandi þrátt fyrir bannið. Á íslandi eru allir dýra- læknar, sem hafa það að aðal- starfi að stunda dýralækningar, ríkisstarfsmenn og fá föst laun frá ríkinu. Gjald það, sem greitt er af eigendum dýranna fyrir læknisað- gerðir er ákveðið með gjaldskrá fyrir dýralækna sem landbúnað- arráðuneytið setur. Gjaldskráin er gerð með það í huga að dýralækn- ar hafa föst laun. Við getum orðað þetta svo að ríkið greiði niður kostnað við dýralækningar. Ríkið hefur litið svo á að víðast úti á landi sé verr að dýralækna- málum búið en í Reykjavík og þess vegna muni það ekki greiða öðrum dýralækni föst laun í Reykjavík en héraðsdýralækninum. Dýralækna- félag íslands hefur þó gert tillögu um, að ríkið hafi tvo dýralækna í Reykjavík. Héraðsdýralæknirinn í Reykja- vík hefur boðist til þess að vinna við dýraspítalann og þannig yrði spítalinn aðnjótandi niðurgreiðslu ríkisins á aðgerðargjöldum. Aðal deilan á milli dýraspítal- ans og héraðsdýralæknisins er fólgin í tímanum, sem dýralækn- inum er ætlað að vera á spítalan- um. Á meðan stjórn spítalans vill, að dýralæknirinn verði 8 tíma á dag við spítalann, býðst héraðs- dýralæknirinn til þess að vera fast 3 tíma á dag og framkvæma þá smærri aðgerðir en gera allar stærri aðgerðir utan þessa tíma. Þar að auki koma til spítalans hvenær sem þörf krefur í bráðum tilfellum. Þetta telja þeir, sem til þekkja fullnægjandi enda tíðkast þetta víða erlendis. Dýrahjúkrun- arkona starfar við spítalann allan daginn og getur hún kallað á dýralækninn hvenær sem þarf. Til þess nú að reyna að koma til móts við stjórn dýraspítalans fékk héraðsdýralæknir til liðs við sig tvo dýralækna og til samans buðust þeir til aö taka spítalann að sér í eitt ár í tilraunaskyni án fjárhagslegrar áhættu fyrir spít- alann. Sem leigu buðust þeir til þess að greiða þau útgjöld, sem hlytust af rekstri spítalans. Stjórr spítalans túlkaði þetta á þann veg að þeir vildu yfirtaka spítalann oj fá hann fyrir ekki neitt. Sannleik- urinn er auðvitað sá, að hall verður á rekstri spítalans. Ef dýralæknarnir 3 fengju af reyna rekstur spítalans í eitt ár fengist verðmæt reynsla, sem byggja mætti á t.d. um aðsókn, mótun gjaldskrár o.fl. og það spítalanum að kostnaðarlausu. Þrátt fyrir þetta tilboð og þessi rök réði stjórn spítalans til sín danskan dýralækni fyrir um það bil einum mánuði og var ætlunin að hann hæfi störf við sjúkrahúsið strax en honum hefur verið neitað um lækningaleyfi, en það þýðir, að hann getur ekki hafið störf við spítalann nema brjóta íslensk lög. Nú vill stjórn spítalans ekki sætta sig við þessa synjun og hefur hafið málssókn á hendur yfirdýralækni vegna neitandi umsagna hans, en samkvæmt lögum þá skal yfir- dýralæknir gefa umsögn áður en leyfi til að stunda dýralækningar eru veitt. Ekki er tilgreint í lögunum á hverju yfirdýralæknir skal byggja umsögn sína og ekki er tilgreint í lögum um dýralækna hvaða skilyrði erlendur dýralækn- ir skal uppfylla til þess að geta fengið lækningaleyfi á íslandi. I læknalögum frá 1969 segir aftur á móti: Þeir einir geta hlotið lækn- ingaleyfi, sem eru íslenskir ríkis- borgarar. Einnig segir þar: Ráð- herra getur þó veitt tímabundið lækningaleyfi mönnum, sem ekki eru íslenskir ríkisborgarar, ef þeir geta sannað fyrir læknadeild Há- skólans að þeir hafi næga kunn- áttu, hafa lokið prófi í læknisfræði frá viðurkenndum háskóla og hafa nægilega kunnáttu í töluðu og rituðu máli að dómi landlæknis, enda sé um að ræða tiltekið læknisstarf, er enginn íslenskur læknir hefur fengist til að gegna. Samkvæmt nýjum lögum taka íslendingar þátt í samnorrænum vinnumarkaði lækna. Það segir í raun, að læknar geta sótt um vinnu í löndunum á víxl með sama rétti og innlendir læknar og geta þannig gerst aðstoðarlæknar. Til þess að hljóta lækningaleyfi til sjálfstæðra lækninga þurfa þeir að hafa lágmarksþekkingu í lögum og tungu viðkomandi lands. Það getur tekið eitt til tvö ár að ná þessum réttindum. Ekki er óeðlilegt að svipaðar reglur gildi um erlenda dýra- lækna, sem vilja fá íslenskt lækn- ingaleyfi, og gilda um erlenda mannalækna. Danski dýralæknir- inn sem synjað var um lækninga- leyfi uppfyllir þrjú skilyrðin, a) skólinn er viðurkenndur, b) starfið er tiltekið þótt um almennar lækningar sé að ræða og c) starfið er tímabundið. Aftur á móti skilur hann ekki stakt orð í íslensku né veit neitt um þau lög og reglur, sem lúta að dýralækningum á íslandi. íslenskir dýralæknar hafa boð- ist til þess að taka starfið að sér. Benda má á að fyrir nokkrum árum sótti enskur dýralæknir um að fá danskt dýralækningaleyfi. Hann varð að setjast á skólabekk í heilt ár áður en leyfið fékkst. Hvernig er nú eins og málum er komið hægt að fá dæmið til að ganga upp: Dýralæknafélagið gerði það að tillögu sinni í vetur við stjórn spítalans, að stofnað yrði faglegt ráð þriggja dýra- lækna þar sem einn væri fulltrúi spítalans (mætti vera útlendur), einn væri héraðsdýralæknirinn í Reykjavík og einn væri fulltrúi Dýralæknafélagsins. Þessari hug- Jón Guðbrandsson. dýralæknir mynd var vel tekið af stjórn spitalans í fyrstu og var hún rædd af stjórnum spítalans og Dýra- læknafélagsins á sameiginlegum fundi. Ákveðið var að halda annan fund og ákveða þá með hvað hætti ráðið ætti að starfa. Þegar að fundardeginum kom, voru boðuð forföll dýraspítalastjórnarinnar. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Það virðist sem stjórn spítalans hafi séð sig um hönd og maður heyrði setningar eins og „þeir ætla bara að yfirtaka spítal- ann“. Eg held, að ráðið verði að koma. Það á að vera stjórninni ráðgefandi um fagleg efni og það á að vera dýralækni spítalans ráð- gefandi um rekstur hans. Stjórnin á hið allra fyrsta að ráða íslensk- an dýralækni að spítalanum t.d. með því að taka tilboði héraðs- dýraiæknisins í Reykjavík frá því í vetur eða tilboði þremenn- inganna sem áður er getið. Spít- alalæknirinn á síðan að sjá um daglegan rekstur spítalans en stjórnin á að sjá um að afla spítalanum fjár í stað þess að hugsa um að hún missi völd.j Auðvitað afsalar stjórnin sér ein- hverjum völdum til spítalalæknis- ins. Svo er alltaf þegar stjórn ræður sér framkvæmdastjóra. Ef nú faglega ráðið í samráði við spítalalækninn og stjórnina óskar eftir að fá í skamman tíma sérfræðing í rekstri dýraspítala þá er það mjög eðlilegt. Leyfi fyrir starfsemi dýralæknis í þeirri mynd yrði eflaust ljúft að veita enda þarf hann ekki að fá lækn- ingaleyfi þar sem hann starfar þá á ábyrgð þess dýralæknis, sem ráðinn er við spítalann. Ekki efa ég það að mikið og ómetanlegt gagn mætti verða af reynslu vel hæfs og reynds dýralæknis á þeim viðkvæma tíma, sem opnun fyrsta dýraspítalans hér á landi er. Það er mikill misskilningur, ef fólk heldur að dýralæknar vilji ekki spítalann. Það er einungis rógur- inn, sem látlaust hefur gengið, sem hefur komið þeim hugmynd- um inn. Þessu er í rauninni alveg þveröfugt farið. Við teljum, að með tilkomu spítalans verði dýra- lækningum lyft á hærra stig. Danski dýralæknirinn, sem er alls trausts verður, hefur því miður orðið leiksoppur í óþörfum átök- um. Ég vona, að það verði honum ekki til tjóns. Til þess nú að ná sáttum verða allir að stíga skref til móts við óskir hvers annars og ef hugur fylgir mun árangur nást, og yrði það meira í anda Islands- vinarins Watsons, sem gaf spítal- ann með góðum hug, heldur en það ástand, sem nú ríkir. f.h. stjórnar Dýra- læknafélags íslands Jón Guðbrandsson formaður. fl fl fl fl fl 0 fl fl fl fl Höffum fyrirliggjandi hina viöurkenndu hljóökúta í efftirtaldar bifreiöar: Auto Bianci ...................................hljóAkútar. Austln Allegro 1100—1300—155 hljóókútar og púatrör. Austin Mini ..........................hljóókútar og púströr. Audi lOOs—L8 ....................... hljóókútar og púströr. Bedford vörubila .....................hljóðkútar og púströr. Bronco 6 og 8 cyl ....................hljóökútar og púströr. Chervrolet fólksbila og jeppa ........hljóökútar og púströr. Chrysler franskur ....................hljóökútar og púströr. Citroen G8 ...........................hljóökútar og púströr. Citroen CX .............................hljóökútar framan. Dalhatsu Charmant 1977—1979 .....hljóökútar fram og aftan. Datsun diesel lOOA—120A — 120Y — 1200 — 1600 — 140 — 180 hljóókútar og púströr. Dodge fólksblla .....................hljóðkútar og puströr. Fiat 1500—124—125—126—127—128— 131—132.............................. hljóðkútar og púströr. Ford, ameriska fólksbila .............hljóðkútar og púströr. Ford Conaul Cortina 1300—1800 ........hljóókútar og púströr. Ford Escort og Fieata ................hljóökútar og púströr. Ford Taunua 12M—15M— 17M... 20M.......hljóókútar og púströr. Hilman og Commer fólksb. og sendib. . . hljóókútar og púströr. Honda Civic 1500 og Accord .....................hljóókútar. Austin Gipsy jappl ...................hljóókútar og púströr. International Scout jeppi ............hljóókútar og púströr. Rússajeppi GAX 69 hljóókútar og púströr. Willys jeppi og Wagoneer .............hljóókútar og púströr. Jeepster V8 ..........................hljóókútar og púströr. Lada .................................hljóðkútar og púströr. Landrover bensln og diesel ...........hljóókútar og púsfrör. Lancar 1200—1400 .....................hljóókútar og púströr. Mazda 1300—618—818—929 hljóókútar og púströr. Mercedes Benz fólksbila 180—190—200—220—250—280 hljóókútar og púströr. Mercedes Benz vörub. og sendib........hljóðkútar og púströr. Moskwitch 403—408—412 hljóókútar og púströr. Morrís Marina 1,3 og 1.8 ..........hljóókútar og púströr. Opel Rekord, Caravan, Kadett og Kapitan ................................. hljóókútar og púströr. Pasaat V*p Hljóókútar. Peugeot 204—404—504 hljóökútar og púströr. Rambler American og Classic .......hljóókútar og púströr. Range Rover .......................hljóókútar og púströr. Renault R4—R8—R10—R12—R16—R20 ................................. hljóókútar og púströr. Saab 96 og 99 .....................hljóókútar og púströr. Scania Vabis L80—L85—LB85—L110—LB110—LB140 ...............hljóókútar. Simca fólksbíla ...................hljóókútar og púströr. Skoda fólksb. og station ..........hljóókútar og púströr. Sunbeam 1250—1500—1300—1600— ... hljóókútar og púströr. Taunus Transit bensin og diael...hljóókútar og púströr. Toyota fólksbila og statlon .......hljóókútar og púströr. Vauxhall fólksb..................hljóökútsr og púströr. Volga fólksb.....................hljóökútar og púströr. VW K70, 1300. 1200 og Golt ........hljóókútar og púströr. VW sendiferóab. 1971—77 ...........hljóðkútsr og púströr. Volvo fólksbtla .................. hl|óókútar og púströr. Volvo vörubila F84—85TD—N88—N88— N88TD—F86—D—F89—D ...........................hljóókútar. Púströraupphengjusett í flestar geröir bifreiöa. Pústbarkar, flestar stæröir. Púströr í beinum lengdum, IVs" til 4“ Setjum pústkerfi undir bíla, sími 83466. Sendum í póstkröfu um land allt. 0 0 fl fl fl fl fl fl fl BílavörubúÓin FJÖÐRIN Skeifunni 2 82944 Púströraverkstæói 83466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.