Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 13 inna eða lítt bundinna innlána í innlánsstofnunum. Hefur hlut- deild innlána í heildarupphæð hins frjálsa sparnaðar verið milli 70 og 80% síðustu árin. Annar frjáls sparnaður, og þá fyrst og fremst spariskírteini ríkissjóðs, hefur þó verið að auka hlut sinn á kostnað innlánanna. Er heildar- upphæð spariskírteina hverju sinni þá miðuð við uppfært nafn- verð með verðbótum og vöxtum. Þegar ræða á um raunverulega þróun innlánsfjár á ákveðnu tíma- bili verður að setja upphæð heild- arinnlána í hlutfall þjóðhags- stærðir, sem mæla heildarumsvif í þjóðfélaginu eða heildareignir. Oftast hefur verðmæti brúttóþjóð- arframleiðslu verið notað i þessu sambandi. Sé litið á hlutfallið milli meðalinnlána á hverju ári og brúttóþjóðarframleiðslu á .tíma- bilinu 1955—1979, kemur í ijós, að það hélzt nokkuð stöðugt á bilinu 33-38% árin 1955-1970. Frá og með 1971 fór hlutfallið hins vegar lækkandi ár frá ári og var komið niður í 22,7% á árinu 1976. Síðan hefur hlutfallið enn lækkað lítil- lega, þótt þar sé ekki um verulega breytingu að ræða. Það var komið niður í 20,3% á árinu 1978 en hækkaði svo í 21,2% á síðastliðnu ári. Ef við lítum nú á krónuupphæð- ir í stað hlutfalla, þá er eðlilegt að spyrja þeirrar spurningar, hvaða fjárhæð vanti raunverulega í banka og sparisjóði í dag miðað við umfang innlána eins og það var fyrir um tíu árum. Við skulum líta á stöðu mála um síðustu áramót í þessu sambandi. Heildar- innlán hjá innlánsstofnunum námu þá 236 milljörðum króna en hefðu þurft að vera um 150 milljörðum hærri til að innláns- stofnanirnar hefðu haldið hlut sínum sem miðlarar lánsfjár frá því sem var fyrir 10 árum. Það munar um minna. Ég held, að engum geti blandazt hugur um það, að þessi gífurlegi samdráttur bankakerfisins hefur haft stórfelld neikvæð áhrif á efnahagsþróunina hér á landi síð- ustu 10 ár. Þessi áhrif koma fram í óarðbærari fjárfestingum og minni hagvexti en orðið hefði, ef sæmilegt jafnvægi hefði verið á lánsfjármarkaðnum. Það heyrist nú æ oftar á það bent, að hagvöxt- ur hér á landi sé í engu samræmi við þann stóra hlut þjóðarfram- leiðslunnar, sem gengur til fjár- festinga á ári hverju. Ég vil í þessu sambandi leggja mikla áherzlu á það, að hlutfalls- leg stærð bankakerfisins, eins og hún var á árunum 1955—1970, eða 33—38% af þjóðarframleiðslunni, er að sjálfsögðu ekki neitt endan- legt markmið á þessu sviði. Eins og við allir vitum var alls ekki um að ræða sæmilegt jafnvægi á lánsfjármarkaðnum hér á landi á því tímabili. Komist einhvern tíma á sæmilegt jafnvægi á þess- um markaði, er næsta víst, að hlutfall heildarinnlána af þjóðar- framleiðslu mundi ekki stöðvast á bilinu 33—38%, heldur fara mun hærra. Miðað við reynslu annarra þjóða má nefna hlutfallið 60% í því sambandi. Kannski ætti því frekar að segja, að 400 milljarða vanti í bankakerfið en ekki 150 milljarða. Öllum eru ljósar ástæður þess, að þróun hins frjálsa sparnaðar í innlánsstofnunum hefur verið með framangreindum hætti. Hin ósýnilega hönd verðbólgunnar hefur um langt árabil farið eldi um sparnað þeirra, sem falið hafa hann innlánsstofnunum til varð- veizlu. Á fagmannlegu máli er þetta orðað svo, að raunávöxtun innlánsfjár hafi verið verulega neikvæð. Á tímabilinu 1960—1972 voru raunvextir af spariinnlánum að meðaltali neikvæðir um 3% á ári. Um þverbak hefur svo keyrt í þessu efni frá og með 1973, en á undanförnum 7 árum hafa nei- kvæðir raunvextir sparifjár verið á bilinu 13—25%. En hvers vegna hafa þessi ósköp skeð? Hefur ekki alltaf verið ákaflega einfalt að ráða bót á þessum ósóma? Af hverju hefur ávöxtunin ekki verið höfð það há á hverjum tíma að dygði til að koma í veg fyrir að ótrúlega háar upphæðir væru færðar úr vasa sparifjáreigenda á ári hverju? Af hverju hefur ávöxtunin ekki verið höfð það há, að dygði til að halda uppi öflugum peningalegum sparnaði til eflingar framförum og hagvexti í landinu? í fljótu bragði kann okkur að verða svarafátt í þessu efni. Og áður en reynt er að svara, verður að staldra skamma stund við það hvernig vextir og önnur ávöxtun- arkjör eru ákveðin á landi okkar. Ákvarðanir um hámarksávöxt- un peningakrafna eru sem kunn- ugt er í höndum ríkisvaldsins og stofnana þess. Stórir þættir þess- ara mála, og þá fyrst og fremst ávöxtunarmál innlánsstofnana, eru formlega í höndum Seðlabank- ans. Verður þá ekki að líta svo á að Seðlabankinn hafi illilega brugðizt á þessu sviði? Ég held, að þið sem hér eruð, áttið ykkur öll á því, hvernig mjög haldið því á lofti að núgild- andi fiskveiðistefna sé með öllu óhæf. Það er nú svo með allar stefnur að mest veltur á framkvæmdinni, sé hún ekki í samræmi við stefn- una er hæpið að skella skuldinni á hana. Þegar rætt er um fiskveiði- stefnu er yfirleitt átt við aflatak- markanir enda þær stærsta málið eins og komið er. Fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra var vel ljóst að erfitt væri að halda afla innan æskilegra marka með þeim aðferðum sem beitt hefir verið. Hann fékk að reyna óvinsælar aðgerðir sem ekki síst bitnuðu á hans kjördæmi, honum kom ekki til hugar að láta sína kjósendur njóta forréttinda, eins og raunin varð á þegar netaveiðar voru stöðvaðar í vor. Æ fleiri hallast að því að þorsk- afla verði ekki haldið innan þeirra marka sem stefnt er að nema til komi einhverskonar kvóti á skip. Hagsmunaaðilar um allt land hafa rætt hvernig koma mætti við kvóta og fyrr en seinna komast menn að niðurstöðu í því efni. Til greina kæmi einnig að setja kvóta á hverja verkunaraðferð. í boðskap ráðherra kemur nú ekki fram afstaða hans til kvóta- skiptingar á þorski. Dagskipanin er að minnka vetrarafla og óskilgreindar hugmyndir um að „Takmarka landanir fremur en veiðar". (Hvað átt er við með þeirri hugmynd vefst fyrir flest- um, tæpast er meiningin að geyma fiskinn í skipunum). Nefndin sem skipta á þorskinum Við mótun nýrrar fiskveiði- stefnu verður tekist á um mikla hagsmuni, þorskaflanum skipt milli skipa og jafnvel landshluta. í stórum dráttum skiptist flot- inn í togara og báta, landið i vertíðarsvæði, Hornafjörður vest- ur um til Patreksfjarðar sem veiðir megnið af sínum þorskafla á vetrinum og Norðurhluti Vest- fjarða austur um að Djúpavogi sem veiðir þorsk allt árið og ekki síst sumar og haust. Eðlilegt hefði verið að þessar staðreyndir hefðu ráðið um skipan nefndarinnar og jafnvægis gætt í mannavali. En því fer fjærri, hverjum sem um er að kenna. Nefndina skipa þrír fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar, einn for- stjóri togaraútgerðar úr norður- landi vestra og formennskuna mun núverandi sjávarútvegsráð- herra ætla sér sjálfur. Af fenginni reynslu má fullvíst telja að fjórir nefndarmanna gæti hagsmuna togaraútgerðar af fyllstu hörku. Sömu fjórir nefnd- armenn eru þingmenn fyrir kjör- dæmi sem að mestu hafa aðrar hugmyndir en vertíðarsvæðið í þessu máli. Reglunni um 4 atkvæði gegn 1 er rækilega fylgt. Að þessu athug- uðu og svo því að yfirlýst stefna ráðherrans er „að draga skuli úr vetraraflanum" virðist fullljóst að hverju er stefnt. ólafur Björnsson Keflavik vaxtaákvörðunum er í reynd fyrir komið. Ég held, að þið áttið ykkur öll á því, að þótt vald Seðlabank- ans til að ákvarða vexti við innlánsstofnanir virðist fortaks- laust við Tauslega athugun á lög- um bankans, sýnir nánari athugun á efni laganna, að svo er ekki. I hinum almennu ákvæðum þeirra segir nefnilega, að Seðlabankinn skuli í öllu starfi sínu hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og að Seðlabankastjórn skuli telja það eitt meginhlutverk sitt að sú stefna í efnahagsmálum sem rík- isstjórnin markar, nái tilgangi sínum. Sé starfandi ríkisstjórn í þessu landi, og hafi hún einhverja stefnu í efnahagsmálum, hlýtur Seðla- bankinn því að taka mið af þeirri stefnu við ákvarðanir sínar í ávöxtunarmálum. Eins og kunn- ugt er hefur stefna í ávöxtunar- málum yfirleitt verið áberandi þáttur í efnahagsstefnu hverrar ríkisstjórnar og óhætt er því að segja, að framkvæmd ávöxtun- armála hafi endurspeglað stefnu hins pólitíska valds á þessu sviði en ekki stefnu stjórnenda Seðla- bankans. Með þessu er ég auðvitað alls ekki að segja, að Seðlabankinn hafi haldið að sér höndum og verið áhrifalaus í ávöxtunarmálum, heldur er ég að leggja áherzlu á, að það vald sem ráðið hefur úrslitaákvörðunum á þessu sviði, er hið pólitíska vald Alþingis og ríkisstjórnar. Þegar við því leitum skýringa á því hvernig til hefur tekizt í ávöxtunarmálum, verðum við fyrst og fremst að reyna að átta okkur á því, hvaða sjónarmið hafi ráðið hinni pólitísku stefnu á þessu sviði undanfarna áratugi. Saga þessara mála á þessu tíma- bili er mjög athyglisverð, ekki sizt saga síðustu sjö ára. Væri gaman að gera henni einhver skil, en tímans vegna verður það að bíða betri tíma. Ég verð því að láta nægja að taka fram, að málflutningur þeirra, sem harðast hafa barizt gegn raunhæfri og réttmætri stefnu í ávöxtunarmálum, hefur að mínu mati mjög einkennzt af misskilningi og stundum kannski af vísvitandi rangfærslum. Þessir menn hafa til dæmis furðu oft verið staðnir að því að gera ekki greinarmun á nafnvöxtum og raunvöxtum. Þeir hafa í málflutn- ingi sínum yfirleitt alls ekki gert greinarmun á rekstrarlegum og greiðslulegum áhrifum vaxta og annars fjármagnskostnaðar. Áhrifaríkasta vopn þeirra, sem barizt hafa gegn raunhæfri stefnu í ávöxtunarmálum, hefur þó tví- mælalaust verið sú fullyrðing, að framkvæmd slíkrar stefnu væri verðbólguhvetjandi. Þessir menn hafa hiklaust haldið því fram, að það væri sparifjáreigendum til hagsbóta, að ávöxtun sparifjár væri haldið niðri, þar sem slíkt mundi leiða til minni verðbólgu en ella og í reynd leiða til bættra ávöxtunar, þegar yfir lengra tíma- bil væri litið. Ég tel þessa fullyrð- ingu markleysu eina. Ég tel, að við hefðum auðveldlega getað tryggt sparifjáreigendum raunhæfa ávöxtun á sparifé sínu án þess að sá ávinningur hefði eyðzt jafn- harðan á auknu verðbólgubáli. Ég tel, að raunhæf vaxtastefna hefði yfirleitt haft áhrif í þá átt að draga úr verðbólgu. Og hvernig hljómar það í ykkar eyrum, þegar áhrifamiklir stjórnmálamenn halda því blákalt fram, að bezta ráðið til að vernda hag sparifjár- eigenda sé að halda raunvöxtum neikvæðum áratugum saman? Handverkfæri eru sterk og vönduö BRÆÐURNIR ORMSSON % LAGMULA 9 SIMI 38820 Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iönaðar-, bygginga- og tómstundavinnu. Viö AEG borvélarnar er auðveldlega hægt að setja ýmsa fylgihluti, svo sem pússikubb. hjólsög, útsögunarsög og margt fleira. G HANDVERKFÆRI SEM ERU ÞEKKT FYRIR GÆOI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.