Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1980 37 Guðrún Jónsdóttir - In memoriam Fædd 9. júní 1922 Dáin 3. júli 1980 Hún var dóttir hjónanna Karit- asar Magnúsdóttur frá Eyri í Seyðisfirði vestra og Jóns J. Bjarnasonar skipstjóra ættuðum úr Önundarfirði, bjuggu þau hjón lengi á ísafirði. Jón og bræður hans allir voru stórbrotnir dugn- aðarmenn. Rósamunda móðir þeirra missti mann sinn, Bjarna Jónsson, er börnin voru öll í bernsku, kom hún þeim öllum til mikils manndóms af hinum mesta dugnaði. Guðrún hafði mikla starfsorku, það gilti einu, að hverju hún vann, húshaldi, hannyrðum eða skrif- stofuvinnu, allt var þetta gert á þann veg, að eigi varð betur gjört. Síðastliðinn hálfan annan áratug vann hún í Menntamálaráðuneyt- inu og trúi ég að öll hennar störf hafi verið metin að verðleikum þar, hún naut þess að starfa þar og átti ágæta samstarfsmenn. Einkabarn Guðrúnar er Kjart- an lögfræðingur. Faðir hans er Gunnar A. Pálsson lögfræðingur. Er Kjartan einkabarn beggja for- eldra sinna. Hann ólst upp hjá móður sinni og naut mikils ástrík- is ömmu sinnar Karitasar. Hygg ég að Guðrún hafi hlotið barnalán mikið. Síðustu árin hefur hann haldið heimili með föður sínum og er einkar kært með þeim feðgum. Ég minntist á að Guðrún hefði haft mikla starfsorku, en hún var líka mjög starfsöm, sýndi það sig best, er hún þessi síðustu ár barðist við sjúkdóm sinn, það má segja að hún hafi unnið til síðustu stundar. Hún talaði um dauðann af svo miklu raunsæi, að ég undraðist, þetta var staðreynd, ekkert víl, enginn afsláttur, allt skyldi gert meðan stætt var, kom þar fram sú ættarfylgja — þetta óbifandi traust — er margir af ættmönnum hennar veita um- hverfi sínu. Ég kveð nú Guðrúnu mágkonu mína og þakka henni samfylgdina, á hana bar aldrei skugga. Unnur Ágústsdóttir. Vinkona mín, Guðrún Jónsdótt- ir, lést á Landakotsspítala 3. júlí sl. aðeins 58 ára að aidri. Það er sárt að missa góðan vin, sjá á bak einhverri yndislegustu °g tryggustu vináttu í lífinu. Menn skyidu ekki ætia að þotuöldin væri gróskutími sterkra vináttubanda, og víst er svo að oft rjúfa fjarlægðir tryggðabönd. En mönnum er misvel gefið að yfir- stíga þær hindranir, sem aðskiln- aður setur mannlegum samskipt- um. Þorri manna lifir fyrir líðandi stund og þá sem næstir eru í tíma og rúmi. Menn eru þeim góðir, sem þeir deila með daglegu amstri, en gleyma þeim fijótt, er hverfa sjónum: gömlum vinum, fjar- stöddum, bágstöddum og liðnum. Guðrún Jónsdóttir var einstök kona og gat manna best yfirstigið annmarka nútímans að þessu leyti. Mestan þann tíma, sem við þekktumst var ég erlendis og hún heima, en aldrei gat ég hugsað mér meiri og betri vin. Að vera og sjást voru engin skilyrði fyrir vináttu hennar og tryggð. Hún lét hugann dvelja við það, sem hún ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. mat mest og þá sem hún gerði að vinum sínum. Aldrei vissi ég til að hún kveddi góðan vin, ekki einu sinni, þegar leiðir skildu milli lífs og dauða. Sjálf er hún nú horfin sjónum vina sinna og vanda- manna. Hún heldur eiginmanni sínum og einkasyni ekki lengur myndarlegt heimili, bréfin hennar berast mér ekki lengur, stóri faðmurinn bíður ekki lengur heima, hlýja brosið er horfið, fallegu augun brostin. En endur- minningin lifir um sjálfstæða konu, góðan dreng, stórt hjarta, ógleymanlegan vin. Guðrún Jónsdóttir var heil- steypt manneskja, sömu eðlis- þættir komu í ljós á öllum sviðum. Það var unun að fylgjast með henni vinna að hverju sem hún gekk. Hún hafði slík tök á verk- efninu, vissi nákvæmlega hvernig það skyldi unnið, vann styrkum höndum, markvisst, hnitmiðað. Eins var um skoðanir, afstöðu, verðmætamat. Eitt var kjarni, annað hismi, alltaf ljóst hvað skyldi vinnast, að hverju skyldi fyrst hyggja. Hún var fastheldin á gamla siði, hirðusöm um alla hiuti, hugsunarsöm, vandvirk. Hún ræktaði garðinn sinn. Engir kostir eru ákjósanlegri góðri móður, enda var Guðrún uppalandi af Guðs náð. Það var svo mikill friður og mikil ró yfir henni. Hægt var að ganga að öllu vísu í kringum hana. Hún var aldrei að flýta sér, hafði alltaf nægan tíma. Börn og unglingar hændust að henni og fylltust öryggiskennd í nálægt hennar. Með sárum trega kveð ég trygg- an vin. Það var mikil gæfa að njóta vináttu þessarar vinföstu og tryKKlyndu konu, deila með henni gleði og sorg og eiga að lokum um hana endurminningar, sem aldrei Fæddur 5. ágúst 1899. Dáinn 23. mai 1980. „Hann Geiri er dáinn.“ Þessi orð bárust eins og þytur einhvers staðar inn um hálfopinn glugga sjúkrahússins, þar sem ég hef dvalið síðustu þrjár vikur. Raunar lýsti inn í hug minn um leið, að síðast þegar ég signdi hann alveg örþreyttan á Grund um daginn hafði ég hugsað án orða: „Óskandi, að þú mættir sofna inn í ljóma hvítasunnu- morgunins vinur." Já, við höfðum þekkst í hálfa öld og á þau samleiðarspor aldrei skugga borið, hvort sem hundrað kílómetrar aðskildu eða aðeins hljóðbært þil í gömlu timburhúsi. Og samt vorum við ólíkir. Fyrstu kynnin eru tengd und- urfögrum og örlagaríkum sept- embermorgni fyrir mig árið 1930. Fyrsta ferð að heiman. Fyrsta koman til Reykjavíkur, — stór- borgarinnar. Brúarfoss að koma að vestan öslandi inn sólgullinn Faxaflóa. Þar sem öldur voru alis fjarri í rjómalogni, en mót himins og hafs urðu ekki aðgreind, nema eins og í skuggsjá djúpsins, þungri þögn þess. Allt var umvafið sól. Fjöll og himinn fagurblá, meira að segja nýfallin mjöll á hæstu tind- um bar þennan dularfulla blóma hins óþekkta, framtíðarinnar. „En af hverju er þessi mikli reykur þarna aðeins á einum stað?“ spurði ég þennan fallega klædda hljóðláta ferðafélaga, sem var bróðir prestsins heima í Flat- ey og kaupmaður í Reykjavík, virðingarmaður. Við stóðum tveir úti við borð- stokkinn og virtum fyrir okkur alla dýrðina. „Það er Reykjavík, drengur," sagði hann ofurlítið brosleitur. „Þar rýkur úr hverju húsi, þegar verið er að kveikja upp á morgn- verða frá manni teknar. Endur- minningar, sem síðar á lífsleið- inni, verða mér og öðrum sem þekktu Guðrúnu og nutu vináttu hennar, vel þegnar ábendingar og hvatningar í lífsbaráttunni — einkum þegar öll sund sýnast lokuð. Æðruleysi hennar og styrk- ur var slíkur að vinir hennar leituðu til hennar á erfiðleikar stundum og þaðan fór enginn bónleiður til búðar. Þegar hún vissi undir lokin að hverju dró tók hún því með sama æðruleysinu og einkenndi líf hennar allt. Hún mætti dauðanum með reisn, sátt við Guð og menn, með fyrirbænir fyrir sínum nánustu á vörunum. Sigríður Á. Snævarr. Það var haustið 1971 og litadýrð var mikil í skógivöxnum héruðum Nýja-Englands. Rauðbrúni litur- inn hafði náð yfirhöndinni • í laufskrúðinu og einstaka tré var farið að hrista af sér sumarklæðin til undirbúnings vetrinum. Inn- fæddir jafnt sem aðkomumenn hrifust af þessari litasinfóníu, sem gaf frá sér ný tilbrigði á degi hverjum. Sjálfum var mér þó „meir í hug melgrasskúfurinn harði ... “ Ég hafði lagt upp nokkrum vikum áður til langdval- ar í Bandaríkjunum og hafðist við í ókunnu umhverfi, sem um margt var æði framandi. Hugurinn reik- aði gjarnan á fornar slóðir og erfitt var að festa rætur fyrst í stað. Þá barst óvænt lítil en kærkom- in sending að heiman. Frá Guð- rúnu Jónsdóttur. Með fylgdu nokkrar fallegar línur, sem voru mér mikils virði. Þau ár, sem ég dvaldi við nám vestra eftir þetta, sendi Guðrún mér við og við stuttar orðsendingar, sem mér þótti alltaf jafnvænt um að fá í hendur. Hugulsemi Guðrúnar og hlýhug í minn garð á þessum árum og raunar bæði fyrr og síðar hef ég aldrei gleymt. Allt frá því við Kjartan Gunn- arsson, sonur Guðrúnar, urðum góðir vinir á fyrstu vikum ana. En bíddu, þetta hverfur bráðum." Þetta átti ég svo sem að vita. Nú og svo hét kaupstaðurinn Reykja- vík. Sannarlega hvarf reykurin, þegar við komum nær. Aðeins framtíðardraumar og fegurð him- ins náði tökum, já, öllum völdum, og hefur haft þau síðan um okkar höfuðborg í mínum huga. Næsta kvöld hafði samferða- maðurinn á Brúarfossi og móðir hans, húsfreyjan á Laufásveg 6, Björg Þ. Guðmundsdóttir fv. þing- mannsfrú og ættuð frá Höll í Dýrafirði, ákveðið að bjóða mér vetursetu í húsi sínu, og taka mig eiginlega inn í fjölskylduna, af- daladreng að vestan. Svona voru þessi mæðgin, eng- um öðrum lík. Hún var sjálfstæð, sterk og göfug kona. Hann var barn Reykjavíkur, gæfu drengur en líka á hættubrautum týnda sonarins. Geir átti tvær verslanir, sem flestir kusu þá að eiga viðskipti við. Það var Sælgætisbúðin við Heklu á Lækjartorgi, þar sem hún Ragný fagra afgreiddi og nú er glerhöllin mikla. Hitt var Tóbaks- búðin Austurstræti 12, og þar afgreiddi líka falleg rauðhærð stúlka. En mest um vert þótti, að hann seldi sælgæti í leikhúsinu Iðnó á hverju leikkvöldi. Og þar fékk ég að verða mestur og ef ekki líka vinsælastur á ævinni, með stóran bakka fylltan fegursta munngáti á maganum. Annað var þó enn betra. Ég fékk að sjá allar leiksýn- ingar allan veturinn. Og þá voru nú ekki aldeilis sýndar neinar klámsýningar, heldur íslensk fjallasýn í útilegumönnum, dans- andi álfar og englar á nýársnótt og alla leið upp og inn í himnaríki eftir Einar Kvaran. Allar þessar minningar á ég Geira að þakka. menntaskólavistar okkar var mér sem öðrum vinum Kjartans tekið opnum örmum á heimili hennar. Gestrisni hennar og alla vinsémd aðra vil ég þakka nú að leiðarlok- um. Undanfarin ár hefur Guðrún barizt af æðruleysi við þann sjúk- dóm, sem leiddi hana til dauða langt um aldur fram. Ég hitti Guðrúnu síðast á förnum vegi nokkru áður en hún lagðist á sjúkrahús í siðasta sinn. Hún gerði þá góðlátlegt grín að veik- indum sínum og vildi lítið úr gera, en ég vissi þó fullvel, að vágestur sá, sem hreiðrað hafði um sig, mundi hafa sigur áður en varði. Hugrekki hennar var aðdáunar- efni. Megi góðar vættir styrkja eigin- mann Guðrúnar, Svein R. Jónsson, Kjartan son hennar og alla ást- vinil aðra. Geir II. Haardc. Kveðja írá samstarfsfólki I dag verður jarðsungin í Reykjavík Guðrún Jónsdóttir til heimilis að Ránargötu 1 í Reykja- vík. Guðrún starfaði um langt skeið á vegum menntamálaráðuneytis- Vona, að Guð launi honum þær að verðleikum þarna sem allt getur orðið gott. Og Laufásvegur 6, sem nú er orðinn „antikbúð". Ja, „nú er hún Snorrabúð stekkur." Og enginn minnist á það í anda — verndar- anda Bernharðstorfunnar — var svo sannarlega í hjartastað Reykjavíkur, sem Björg husfreyja gæddi lífi og litum með þekkingu sinni og frásögn. Annars vegar Menntaskólinn, hins vegar Barna- skólinn. Svo var Þrúðvangur, handan götunnar, uppsprettulind æðsta skáldskapar á Islandi, eign Einars Ben. og hans miklu og fögru frúar, en við hliðina Berg- þórshús með leikgyðjuna leiftr- andi í hverju orði næsta hús í röðinni, að ógleymdum tengdasyn- inum í Breiðfjörðshúsi, sjálfum Setphensen upprennandi stór- menni í orðsins heimi. Og til að auka breidd hinnar reykvísku fjöl- breytni í hjartslætti lífsins við Laufásveg 6, mætti nefna „Móður- ást“ hennar Nínu Sæm. í garðin- um og meira að segja hana Boggu, sem seldi bollurnar í kjallaranum, sem nú er löngu gleymdur. Þetta er bernskuheimur og æskusetur Geira og þeirra bræðra sr. Sigurðar Haukdals, prófasts síðar á Bergþórshvoli, að ógleymdri fóstursystur þeirra Sonju Bjargar — Sonju í Nesti, sem nú þekkja allir að miklum myndarskap sem mikla kaup- sýslukonu í borginni. Seinna varð þetta honum, já, okkur öllum einungis heimur lokaðra og leyndra minninga. Lífið er svo hverfult. Lánið er svo valt: Samt var hann alltaf hann sjáifur. Eiginlega stórbrotinn per- sónuleiki. Alltaf góður. Ásakaði engan. Dæmdi engan. Ekki heldur sjálfan sig. Kvartaði aldrei. Þakklátur, ef einhver gladdi, þótt ekki væri, nema með súkkulaði- mola, eftir að allt var horfið. En samt var „Johny Walker" alltaf bestur. Það var tískugoð æskunn- ar í Englandi, þegar ungur versl- unarmaður frá Laufásvegi 6 í ins, fyrst sem bókari á Fræðslu- málaskrifstofunni og síðan er Fræðslumálaskrifstofan var flutt inn í ráðuneytið hélt Guðrún sínu starfi áfram í þeirri deild er þar tók við störfum Fræðslumála- skrifstofunnar. — Við fráfall Guð- rúnar höfum við samstarfsfólk hennar margs að minnast, sem að líkum lætur, eftir svo ianga sam- veru. Við minnumst hennar, sem hins ágæta starfsmanns, sem bæði vegna góðrar menntunar og með- fæddrar kostgæfni og samvisku- semi leysti hvert það verk, sem henni var falið af hendi með þeirri prýði að ekki þurfti um að bæta. Við minnumst hennar, sem hinnar hlýju og umgengnisgóðu konu í öllu dagfari, sem ávallt var gott að leita til með hvað sem var. Hvernig sem á stóð var hún boðin og búin að leysa hvern þann vanda, sem henni var auðið, og hver sem í hlut átti. Greiðvikni og góðsemi virtust svo snarir þættir í eðlisfari hennar, að hún sæist þar ekki fyrir. En síðast og ekki síst minnumst við hennar fyrir þá óbilandi hetjulund og rósemi er hún sýndi, í því rnikla og þung- bæra stríði, sem hún áreiðanlega árum saman háði við þann erfiða sjúkdóm, sem bjó henni aldurtila. Áldrei féll henni æðruorð af vör- um og með sömu þrautseigju og sama ákveðna rólyndinu gekk hún að starfi sínu, eftir hverja læknis- aðgerð, sem þá í bili veitti henni stundarfró. Og jafnvel, að síðustu stundu, eftir að henni mun þó hafa verið orðið ljóst, að hverju stefndi, reyndi hún að koma stund og stund til vinnu sinnar æðrulaus og mild. Slíku sálarþreki eru þeir einir gæddir sem sannar hetjur mega kallast. Slíkt jafnvægi hug- ans er guðlegur auður. Við vottum eftirlifandi eigin- manni hennar, syni og öðrum ástvinum hina dýpstu samúð okkar, um leið og við kveðjum hana með hinum fornfrægu orð- um, er sögð voru við lát einnar söguhetju þjóðarinnar. Svo láti henni Guð raun alla lofi betri. Reykjavík var þar við nám. Og þeim orðum um „Johnny" fylgdi tvírætt bros, sem aldrei gæti gleymst og helst varð hann að klæðast klæðskerasaumuðum föt- um. „Ég gæti aldrei lagt mér neinn óþverra til munns," bætti hann gjarnan við með stolti. Einu sinni tók hann í mál að gifta sig. En auðvitað varð það að vera ein helsta fegurðardrottning þeirra ára. Og algert leyndarmál. Aðrar komu ekki til greina. En hún er líklega enn að hugsa sig um. Það varð víst aldrei annað en draumur. Hann fylgdist alltaf með stjórn- málum og var sjálfstæðismaður að eðli og uppruna. „Stendur hann sig ekki þara vel strákurinn?" sagði hann oft um Eggert Hauk- dal frænda sinn, þennan sérstæða einbúa á Bergþórshvoli, prófasts- soninn og þingmanninn, sem allir tala um. „Sá kann að standa einn og upp úr fjöldanum, ef á þarf að herða," bætti hann gjarnan við og tvíræða brosið myndaðist til hálfs. Síðustu þrjú árin var hann á Grund við Hringbraut 50, og skal hér öllum þakkað, sem voru hon- um vel að umhyggju, alúð og umhirðu. Grund er öllum góð. Og Guð valdi honum hvíta- sunnunótt í sólmánuði til þess að sofna brott úr heimi, án allrar þjáningar. Hann gerði ekki mun sinna barna eftir mannhylli og mannadómum. „Hver er hér stór og hver er smár? í hverju strái er himingróð- ur. í hverjum dropa reginsjór.“ Var nokrum tekið betur en týnda drengnum? Hann Geiri átti góða móður. Þetta eru allt orðin minningalönd, með sólskinsbletti í heiði. Sól yfir „Flóanum" og fjör- unni og Móðurástinni í garðinum við Lækjargötuna, ilmur trjánna við Laufásveginn, Iðnó á leik- kvöldum. „Himneskt er að Iifa.“ Bestu þökk fyrir samfylgd í 50 ár. Skrifað í Silkeborg á Jótlandi 4. júní 1980, Árelíus Níelsson. Geir S. Haukdal fv. kaupmaður: Kveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.