Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 ólafur Skasvík og Bjarni Sveinsson á In«u. sík- urvegarar í flokki báta með stærri vélar „VID ERUM með bátadeliu og svo er alltaf gaman að láta bera svolítið á sér.“ sögðu þeir ólafur Skagvík og Bjarni Sveinsson sjóþeysarar á Ingu, í spjalli við Morgunblaðið. „Þetta er iþróttakeppni og það er gaman að geta sigrað einhversstaðar. þó maður hafi aldrei getað neitt í fótboltanum í gamla daga," sagði Bjarni. Þeir félagar sögðu að keppnin hefði verið erfið, en þó hefðu ýmis skemmtileg atvik gerst. „Við kynntumst mörgu góðu fólki og eignuðumst marga góða vini allt i kringum landið. Það má segja að allt hafi verið gert fyrir okkur og voru FR- menn sérstakir í því sambandi," sögðu þeir Ólafur og Bjarni. „Það virtist vera að mönnum væri alveg sama þó þeir vektu alla nóttina og ynnu svo á daginn, þeir voru ódrepandi. I þessari keppni kom ekkert upp á, sem heitið gat, þetta var áfallalítill túr. Enda vorum við með allt nýtt, Volvo Penta vél og báturinn frá Flugfiski. Við feng- um góða þjónustu hjá báðum þessum aðilum, þó sérstaklega hjá Runólfi Guðj^nssyni hjá Flugfiski," sagði Ólafur. alltaf af reynslunni. FR-menn stóðu sig sérlega vel, þeir vöktu yfir okkur í marga sólarhringa. Ég get nefnt FR-1412 sérstak- lega, hann kallaði okkur upp á 10—15 mínútna fresti, bókstaf- lega vakti yfir okkur. Annars var þetta erfitt, varla hægt að sofa neitt. Við köstuðum Inga sigraði í sjóþeysunni SJÓÞEYSU Snarfara. Félags farstöðvaeigenda og Dagblaðs- ins lauk á sunnudagskvöld. Keppt var I tveimur flokkum. Spörri frá Grundarfirði sigr- aði í A-flokki, en Inga frá Vestmannaeyjum í B-flokki. í A-flokki, báta með minni vélar, sigraði Spörri eins og áður gat, hlaut 104 stig, en Gáski frá Hafnarfirði hlaut 83 stig. I flokki báta með stærri vélar, B-flokki, sigraði Inga, hlaut 107 stig, í öðru sæti varð Gustur frá ísafirði með 83 stig, en Lára rak lestina í keppninni með 22 stig, enda lauk báturinn ekki keppni. Inga þeysir inn Reykjavikurhófn. Bjarni og Ólafur sjóþeysarar á Ingu: hana efst á loftnetið. Hún sómdi sér þar vel,“ sagði Ólafur. „Það hefur nokkuð verið rætt um hvað við fáum fyrir auglýs- ingu Morgunblaðsins á bátnum og hefur gætt nokkurs misskiln- ings í þeim efnum. Við fengum bensínkostnað greiddan hjá Morgunblaðinu og annað ekki. Morgunblaðið stóð ekki undir þessu á neinn annan hátt,“ sögðu þeir Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvík að lokum. Vorum heppnir og unnum „Okkur gekk vel, það var ekki hægt að setja út á neitt, nema ef vera skyldi blessað bensínið í Eyjum,“ sagði Magnús Soffaní- asson, annar tveggja bátsverja á Spörra, en Spörri varð hlut- skarpastur í flokki báta með minni vélar. „í Vestmannaeyjum lengum við skítugt bensín og það stóð okkur fyrir þrifum alla leiðina. Annars kom lítið upp á hjá okkur, að vísu kom smárifa á botninn á bátnum, en hún var það lítil að hægt var að gera við hana,“ sagði Magnús. „Vélin í bátnum stóð sig mjög vel, bilaði aldrei, en hún er ný. Báturinn sjálfur er hins vegar 3ja ára gamall. Veðrið var ágætt alla leiðina, nánast logn allan hringinn, enda áttum við aldrei í neinum vand- ræðum. Ég var aðeins einu sinni smeykur, en þá blekkti dýptar- mælirinn mig. Hann sýndi dýpið Þetta var áfallalítill túr „Við unnum alla leggina nema einn,“ sagði Bjarni. „Það var á Þistilfirði, en þá kveikti þéttir í rafkerfinu og eyðilagði platín- urnar. Við vorum dregnir inn á Raufarhöfn og það var ekki að sökum að spyrja, allir komu niður á bryggju og vildu gera við bátinn, — og tóku ekki krónu fyrir. Það má nefna það til gamans að á þessum legg höfð- um við bundið Morgunblaðsveif- una við radarspegilinn og var hún ekki vel uppi. Þá var ekki að sökum að spyrja, við töpuðum leggnum. Eftir það var veifan alltaf uppi og ekkert klikkaði,! sögðu þeir félagar. „Stjórnin á keppninni var skárri en í fyrra, menn læra okkur rétt augnablik. Þó þetta hafi verið fjári mikið puð var þetta ekkert miðað við keppnina í fyrra, þá var maður eins og ruslahaugur miðað við nú,“ sagði Bjarni. „Ég er eiginlega feginn að þessu skuli vera lokið, þó að Hraðfrystistöðin í Vestmanna- eyjum taki við á miðvikudaginn, en ég starfa þar.“ „Ég er í fríi fram í miðjan ágúst,“ sagði Ólafur, „en ég vinn í Alaska, er á krabbaveiðum þar. Ég er búinn að vera þar í ár og líkar vel. Þetta gefur góðar tekjur. Þegar ég fór út í fyrra tók ég með mér Morgunblaðsveifuna, gömlu veifuna af Ingu, og setti Þröstur Líndal og Magnús Soffaniasson á Spörra, sigurvegarar i flokki báta með minni vélar. Ljósm. Mbi. Kristinn <>g ÓI.K.M. 0 þegar við fórum í gegnum gatið á Dyrhólaey. Við unnum alla leggina á leiðinni, að tveimur undanskild- um en þá vann Gáski. Sá bátur sigldi mjög vel, alltaf á sama hraða. Við vorum hins vegar heppnir og unnum. Ég vil að lokum þakka FR- mönnum og raunar öllum sem aðstoðuðu okkur. Það var hreint ótrúlegt hvað menn voru dugleg- ir við að snúast í kringum okkur.Til dæmis hefðum við aldrei komist frá Akureyri ef þar hefðu ekki verið menn til að bjarga okkur,“ sagði Magnús Soffaníasson. - ój. Myndarlegar gjafir til endurbóta á húsnæði Hafþór Baldvinsson afhendir Katrínu Guðmundsdóttur söfnunarféð. LAUGARDAGINN 12. júli fengu Sólheimar góða og mjög óvænta heimsókn. Þeir Hafþór Bald- vinsson, starfsmaður Útvegs- banka Islands, og Magnús Víðir, starfsmaður Landsbanka ís- lands. komu og afhentu heimilinu samtals kr. 1.162.000.-. Fé þessu höfðu þeir safnað meðal starfs- manna Borgarfógetaembættisins í Reykjavik. Landsbanka tslands í Reykjavik. Seðlabanka íslands, Útvegsbanka tslands i Reykja- vik, Kópavogi og Seltj.nesi og Reiknistofu bankanna. Gjöfinni fylgdi ósk um að fénu yrði varið til endurbóta á húsnæði staðarins. Þar sem heimilið er 50 ára á þessu ári, segir það sig sjálft að margar af byggingunum eru orðnar gamlar og þarfnast mikils viðhalds sem mjög erfitt er að fjármagna. Einnig er eitt vist- mannahúsið nær algjörlega óíbúð- arhæft, og hefur heimilið verið að reyna að afla fjár til nýbyggingar, svo hægt verði að flytja úr því húsi. Sólheimar þakka kærlega öllum j>eim, sem lagt hafa sitt af mörk- um í þessa höfðinglegu gjöf. Á þessari mynd eru Katrín Guðmundsdóttir. sem veitir Sólheimum forstöðu. ásamt Magnúsi Víði og tveimur vistmönnum á Sólheimum, Ásdísi og Sirrý.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.