Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLACIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 21 Jtlorjjunlilafoiíí Þorlákur í Val Johann Ingi hættir ÞORLÁKUR Kjartansson. handknattleiksmarkmaðurinn kunni gekk nýlega frá félaga- skiptum úr Ilaukum yiir í Val. Þorlákur er tvitugur að aldri og var einn af markvörðum islenzka landsliðsins i Heims- meistarakeppninni i Danmörku 1978. Mikið úrval markvarða var í Haukaliðinu sl. vetur og börðust fjórir markverðir um stöðurnar tvær í liði.nu. Sama verður uppi á teningnum hjá Val, því þar mun Þorlákur berjast við Ólaf Bene- diktsson, Brynjar Kvaran og Egil Steinþórsson um mark- mannsstöðurnar. Þá er þess að geta að Jón Pétur Jónsson er aftur kominn í Valsliðið eftir ársdvöl í Þýzka- landi og þeir Gísli Blöndal og Gísli Arnar Gunnarsson ætla að byrja að æfa á ný. — SS JÓHANN Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari i handknatt- leik hefur ákveðið að láta af störfum, samkvæmt þeim upp- lýsingum. sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Aðalástæðan mun vera sú, að ekki tókust samningar milli Jó- hanns Inga og Handknattleiks- sambands íslands um launa- greiðslur. I nýlokinni keppnis- ferð landsliðsins hélt Jóhann Ingi fund með leikmönnum sín- um fyrir síðasta leikinn gegn Pólverjum og tilkynnti þeim að þetta væri síðasti leikurinn, sem þeir léku undir hans stjórn. Jóhann Ingi Gunnarsson var ráðinn landsliðsþjálfari sumarið 1978. Undir hans stjórn náði íslenzka landsliðið 4. sæti í B-heimsmeistarakeppninni á Spáni og íslenzka landsliðið, skipað leikmönnum undir 21 árs, náði 7. sæti í heimsmeistara- keppni þess aldursflokks. Einnig má minna á, að landslið Jóhanns Inga varð fyrst til að leggja Dani að velli í landsleik í Danmörku. Óráðið er hver tekur við lands- liðsþjálfarastörfum af Jóhanni Inga, en Júlíus Hafstein formað- ur HSÍ er nú staddur á þingi Alþjóða handknattleikssam- bandsins í Moskvu. -SS. Evrópukeppnin: Leikdagar íslenzku liðanna ákveðnir Urslitaleikurinn verður í kvöld AUKALEIKUR Víkings og Þróttar um Reykjavíkurmeist- aratitilinn fer fram á aðalleik- vanginum i Laugardal i kvöld. Enn einn Hólmarinn gengur í Val ENN einn körfuknattleiksmað- urinn úr Stykkishólmi hefur gengið til liðs við Val. Heitir hann Bjartmar Bjarnason og hefur leikið með unglingalands- liðinu. Þeir Hólmarar, sem fyrir eru í Val, eru Kristján Ágústs- son, Ríkharður Hrafnkelsson, Sigurður Hjörleifsson og Lárus Hólm. Af þessarri upptalningu má sjá, að hægt verður að tefla fram sterku Valsliði, sem ein- göngu er skipað Hólmurum! Loks hefur ungur og efnilegur körfuknattleiksmaður frá Laug- arvatni ákveðið að ganga í Val. Heitir hann Gylfi Þorkelsson. -SS. Það verður áreiðanlega hart barist — og leikið verður til þrautar. Það er, verði jafntefli. þá fer fram „bráðabani*. Þetta er í fyrsta sinn að leikur í Reykjavíkurmótinu fer fram i Laugardal. Víkingur og Þróttur urðu jöfn og efst á Reykjavíkurmótinu, bæði lið hlutu 9 stig. Þróttarar héldu lengst af öruggri forustu í mótinu en óvænt tap í „bráða- bana“ gegn Fylki í síðasta leik mótsins veitti Víkingum tæki- færi á að hreppa bikarinn. Mótið í ár er hið 63. í röðinni — og er keppt um bikar þann sem IBR gaf og hófst keppni um hann 1963. Fyrst var leikið í Reykja- víkurmótinu árið 1915, en keppni féll niður árin ’25, ’27, og ’35. KR hefur oftast orðið Reykjavík- urmeistari eða 26 sinnum, Valur og Fram 16 sinnum, Víkingur þrívegis og Þróttur einu sinni. Borgarstjórinn í Reykjavík, Egill Skúli Ingibergsson, verður heiðursgestur á leiknum og hann mun afhenda sigurvegurunum bikarinn. NÚ LIGGUR nokkuð ljóst fyrir hvenær íslenzku liðin mæta andstæðingum sínum í Evrópu- mótunum. Eyjamenn og Akur- nesingar leika fyrri leikina hér heima en Fram leikur útileik- inn fyrst. — Við höfum sótt um Kópa- vogsvöllinn 17. september og erum vongóðir um að fá hann, sagði Hermann Jónsson í knattspyrnuráði ÍBV í gær, en Eyjamenn mæta Banik Ostrava frá Tékkóslóvakíu í Evrópu- keppni meistaraliða. — Við reyndum að fá Tékkana til þess að koma hingað um helgi en þeir svöruðu því neitandi. — Það var meiningin að reyna að fá Danina til þess að skipta og leika fyrri leikinn hér í Reykjavík en þeir voru ófáan- legir til þess. Við munum því leika fyrri leikinn úti í Dan- mörku 17. september en vonir standa til þess að seinni leikur- inn fari fram á Laugardalsvell- inum sunnudaginn 28. septem- ber, en Danirnir hafa tekið vel í þá hugmynd, sagði Lúðvík Hall- dórsson formaður knattspyrnu- deildar Fram, sem mætir danska liðinu Hvidovre í Evrópukeppni bikarmeistara. — Þjóðverjarnir óskuðu að fyrra bragði eftir að skipta leikjunum og það var auðvitað auðsótt mál. Við munum leika fyrri leikinn hér heima þriðju- daginn 16. september en seinni leikinn úti í Köln 1. október. Við vitum ekki annað en Laugardals- völlurinn standi okkur opinn en ef ekki þá spilum við í Kópavogi, sagði Gunnar Sigurðsson, for- maður knattspyrnuráðs ÍA, en Akurnesingar mæta FC Köln í UEFA keppninni. -SS. Pétur í leikbann PÉTUR Pétursson hefur verið dæmdur í eins leiks keppnisbann í Evrópukeppni af aganefnd UEFA og mun hann því missa af leik Feyenoord og Ilves Tampere i Evrópukeppni bikarmeistara. sem fram fer í Finnlandi 17. september. Pétur fékk að sjá gul spjöld i leikjum gegn Everton og Eintrackt Frankfurt s.l. vetur og er það ástæðan fyrir leikbanninu. Armanns/Víkings- þjálfarinn fer til Vals! NC LIGGUR ljóst fyrir að sovézki handknattleiksþjálfar- inn. A.Z. Akbashev, sem vænt- anlegur var til Ármanns. mun ekki þjálfa hjá félaginu næsta vetur og mun hann þess i stað þjálfa meistaraflokkslið Vals. Samkvæmt þeim upplýsing- Vilja borga allt að 850 um fvrir Pétur ■SS-AV-Jí milljon- HOLLENSK blöð birtu nýlega fréttir þess efnis að hið gamal- fræga italska félag Genoa hefði mikinn hug á þvi að fá Pétur Pétursson í sínar raðir. Genoa hefur 9 sinnum orðið ítalskur meistari og einu sinni bikarmeistari. Félagið hefur verið í lægð að undanförnu en er nú komið í 1. deild og hyggur á stóra hluti. Félagið vantar nauð- synlega góðan markaskorara og því hefur það beint augum sín- um að Pétri. Kom það fram í hollensku blöðunum að Genoa væri tilbúið að borga stórfé fyrir Pétur eða 2,5—3 milljónir hol- lenskra gyllina, sem samsvarar 700—850 milljónum íslenzkra króna. Þess má geta að Feyen- oord, félag Péturs, seldi fyrir nokkru hollenska landsliðs- manninn van der Korput til ítalsks liðs fyrir 1,5 milljón gyllina. Ekki fylgdi fréttinni hvort Genoa væri búið að gera Feyenoord formlegt tilboð en fram hefur komið í hollensku blöðunum að Feyenoord hafi ekki áhuga á því að selja Pétur eins og á stendur, enda bindur það miklar vonir við það að hann haldi áfram að raða mörkunum eins og undanfarin ár. _ um, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun handknattleiks- deild Víkings fyrst hafa leitað til sovézka sendiráðsins og athugað möguleikana á því að fá sovézk- an þjálfara. Var vel í þá nála- leitan tekið. Var ákveðil að Akbashev, sem mun vera njög góður þjálfari, færi til Víl ings og byrjaði þar þjálfun í hiust. Síðan gerðist það að pólski þjálfarinn, Bogdan Kowalzyk, sem þjálfað hefur Víking sl. tvö ár með frábærum árangri, gat þjálfað eitt keppnistímabil í viðbót, en á því lék vafi um tíma. Samdi Víkingur þá við Ármann um að Akbashev yrði þjálfari liðsins í vetur en færi síðan til Víkings. Valsmenn leituðu einnig til sovézka sendiráðsins og fengu vilyrði um að fá þekktan þjálf- ara til félagsins. Sá mun vera mjög lærður en með mun minni starfsreynslu en Akbashev. Valsmenn höfðu mestan áhuga á því að fá þjálfara með mikla starfsreynslu og ákváðu sovézk íþróttayfirvöld þá að bjóða þeim Akbashev og var það þegið. Ekki er vitað hvernig Ármenningar ætla að bregðast við þessari nýju stöðu, né Víkingar, sem fyrstir fengu loforð fyrir þjálfaranum. - SS. Valur gengur frá ráðningu Jones FRÁ þvi var gengið um helgina að bandaríski körfuknattleiks- maðurinn Roy Jones leiki með tslandsmeisturum Vals næsta keppnistimabil. Kemur hann i stað Tim Dwyer. sem leika mun í Frakklandi næsta vetur. Að sögn Halldórs Einarsson- ar, formanns körfuknattleiks- deildar Vals, hefur Dwyer lýst því yfir að Jones sé bezti körfuknattleiksmaðurinn, sem leikið hafi á íslandi enda sá eini, sem leikið hafi með atvinnu- mannaliði í Bandaríkjunum, eða nánar til tekið í NBÁ. Þá hefur hann leikið tvö ár með 1. deildar liði í Frakklandi. Jones er 25 ára gamall og 2,05 sentimetrar á hæð. SS. i •-*-«*i* • Mtn •-«* *n>.»««.■ • « • n i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.