Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI1980 I Fólk og fréttir í máli og myndum Þessir fengu flest atkvæði Skotmrnn skotfélags Reykjavíkur æfa í Baldurshaxa undir stúkunni á LauKardalsvellinum. Hér má sjá einn þeirra á ufiniíu. Ef dæma á af skothylkjunum hefur kappinn hleypt oft af. NÝLEGA lét eitt stærsta og virtasta blað V-Þýskalands lesendur sína velja óskalandslið sitt í knattspyrnu og hér að neðan má sjá hverjir valdir voru o« fengu flest atkvæði. Harald Schumacher (FC Köln — 55%), Bernd Cullmann (FC Köln — 58%), Manfred Kaltz (HSV — 96%), Karl Heinz Förster (VfB Stuttgart — 64%), Bernard Dietz (MSV Duisburg — 74%), Bernd Förster (VfB Stuttgart — 45%) Rainer Bonhof (Valencia (61%), Hansi Muller (VfB Stuttgart (84%), Karl-Heinz Rummenigge (Bayern — 90%), Horst Hrubesch (HSV — 75%), Klaus Allofs (Dílsseldorf — 53%). Hvar sem farið er, þramma lögreglumenn. og viða eru hermenn á stjái, þrátt fyrir að allir andófsmenn séu löngu fluttir á brott. Það verður að gæta þess að ferðamenn komi engum óhróðri inn i landið. • Skotfimi er býsna merkileg íþrótt. Er hún í slikum hávegum höfð, að lengst af hefur hún verið keppnisgrein á Olympiuleikunum. Ilér á landi hefur vegur hennar ekki verið sérlega mikill, en þó ávallt nokkrir sem hana stunda. Vinsældir þessarar íþróttar hafa hins vegar aukist hérlendis. Meðfylgjandi myndir tók Kristján Einarsson í skotkeppni sem haldin var í tengslum við iþróttahátið ÍSÍ á dögunum. Þar varð Carl Eiriksson öruggur sigurvegari, hlaut 588 stig af 600 mögulegum. Annar varð Ferdinand Hanse með 577 stig og þriðji Johanncs Johanncssen með 574 stig. ítlormiuMntóí* ■líTitoiira Moskva er einhver mesta lögregluborg jarðarkúlunnar Vel heppnaö minningarmót VEL hcppnað minningarmót um Ingimund Arnason fór fram fyrir skömmu á vegum Golfkiúbbs Akureyrar. Mót þctta. scm var hið fjöl- mcnnasta á sumrinu. heppnaðist í alla staði mjög vel. Þetta var svokaliað opið mót, þar sem lciknar voru 36 holur með og án forgjafar. Úrslit urðu sem hér segir: Án forgjafar: Ilögg 1. Gunnar Þórðarson GA 151 2. Gunnar Sólncs GA 158 3.-4. Jón Þór Gunnarsson 159 3.-4. Sigurjón Gislason Kcili 159 Jón Þór sigraði Sigurjón í bráðabana. Með forgjöf: Högg 1. Héðinn Gunnarsson GA 142 2. Gunnar Þórðarson GA 143 3. Gunnar Rafnsson GA 146 4. Gunnar Sólnes GA 146 ÞEGAR Olympíuleikar fara fram, er venjan að vissar öryggis- ráðstafanir séu gerðar. Menn muna gjarnan eftir hryðjuverk- unum í Munchen, þar sem að arabískir skæruliðar felldu flesta íþróttamenn ísraela. Þær þjóðir sem halda þessa leika hafa ekki hug á að láta slíkt endurtaka sig. Sovétmenn eru þar engin undan- tekning. Þeir hafa gert miklar varúðarráðstafanir, mun meiri heldur en gengur og gerist. En ráðstöfunum Sovétmanna er aðeins að hluta til beint gegn möguleikunum á hryðjuverkum. Rússar eru fyrst og fremst að hugsa um að útlendingarnir kom- ist ekki í kynni við almenning í Sovétríkjunum. Þúsundir ungra Sovétmanna hafa verið ráðnir í hin ýmsu störf samhliða Olympíu- haldinu. Er hér um að ræða stöður þjóna, einkaritara, leiðsögumanna o.m.fl. Þetta fólk hefur verið varað við að vingast um of við útlend- ingana. Sovésk yfirvöld hafa og látið þau boð út ganga til almenn- ings, að banna börnunum að þiggja tyggigúmmí af útlending- um, því að víst mætti telja að um eiturbyrlun væri að ræða. Unga fólkinu hafa yfirvöld tilkynnt, að það kalli yfir sig kynsjúkdóma að vingast um of. Það sé engin leið fram hjá því! Moskva var einhver mesta lög- regluborg jarðkúlunnar löngu áð- ur en að ákveðið var að halda þar Olympíuleika. En eftir að ákveðið var að halda þar Olympíuleikana 1980, var 35.000 lögreglumönnum bætt í lögregludeild Moskvu. Auk þess má bóka að jafnvel tvöföld sú tala hafi verið ráðin sem felulög- regla. Standist þessar tölur, er ekki fjarri lagi, að lögreglumenn Moskvuborgar verði jafnmargir erlendu gestunum. Allar götur frá áramótum hefur verið óvenjulega margt um lögreglumenn á öllum helstu götuhornum Moskvu. Erlendir fréttamenn munu ekki fara varhluta af öryggisráðstöfun- um Rússa. Fjölmargir eru fyrir nokkru komnir til Moskvu og eru lýsingar þeirra ekki fagrar. Allir erlendu fréttamennirnir hafa ver- ið settir á tvö risavaxin gistihús. Auk fréttamannanna eru á gisti- húsinu mikill fjöldi lögreglu- manna, bæði einkennisklæddra og óeinkennisklæddra. Skoða þeir skilríki fréttamannanna mörgum sinnum á dag og vakta sovéska starfsliðið á gistihúsunum, að það eigi sem allra minnst samskipti við fréttamennina. Þegar frétta- mennirnir síðan fara á vinnustað, verða þeir allt að því að afklæðast áður en þeir fara í gegn um viðamikið vopnaleitarkerfi. Að sjálfsögðu eru Rússar ekki bara að leita að vopnum. Kannski síst af öllu vopnum. Þeir eru að leita að andsovéskum áróðri sem þeir gruna fréttamennina um að ætla að dreifa á meðal almennra borg- ara. Og kerfið er svo svifaseint og þungt, að nú þegar, áður en leikarnir sjálfir eru byrjaðir, hafa erlendir ferðamenn og fréttamenn orðið fyrir verulegum óþægindum og allt annað en vinátta og bróðurhugur er milli útlendinga og Rússa. Olympíumaðurinn :r |l'!'n ECYlA tiASA ö//toí 'JfA-l 8 /V* írJm DiSaaþJa j/l oeij ST»K/ , % etw je/ipjvL l£ha e*«i /JrcSTd Zí 'ASllAI þetfjm mnr/i/l TCUiT sei "OOA'tfTJm VI* ACOHl AAHl» U€,/v," Sot*0 p'€n.frue»iAc*iroUi/l o/n OAUpAlUjTAmMUlillJ öOO l3€Amoi4- (iCA-r\Oil toust ‘ </*"►' i LArlCSroUU/rjJ ot c^A.9) ca OA.-Ul.AJSA, fp?AA s€rr\ UAr/rJ JiAtiST SITJVA v l-O € T J oc wÁ-Þi ^ Co rr\ S I . ’SCAITIQrJ \Jm oUOrSArlDl OC, AuCcAS’JA HArCrl Jatvi B/ett menD Om rJi%SrOrr\ (c,OSrr\. ly TœvJi-LJOfd—MMM /m mmcoi I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.