Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ1980 Frá Þórarni Ragnarssyni blaðamanni Mbl. í Osló: Stórleikur Islands endaói þrátt fyrir allt með tapi Skríll á vellinum Tveir drukknir Norðmenn gerðu aðsújí að Þorsteini ólafs- syni markverði i þann mund að leikurinn hófst. Hlupu þeir inn á leikvanginn og tóku að kljást við Steina. Marteinn Geirsson kom þar aðvifandi og vildi skakka leikinn, en fékk fyrir vikið vel útilátið kjaftshögg. Varð Mar- teinn að snúa annan ólátabelginn niður og halda honum þar til laganna verðir gátu komið járn- um á kauða. Varð af þessu töluverð töf. Noregur - ísland skipað leikmönnum undir 21 árs, var lagt að velli í vor. Á 41. mínútu léku Pétur og Sigurlás mjög vel í gegn um vörn andstæðinganna, Sigurlás komst á auðan sjó, en var stöðvaður ólög- lega rétt utan vítateigs. Ekkert varð þó úr aukaspyrnunni sem dæmd var. Slysamark Á 55. mínútu leiksins sóttu Norðmenn og missti Árni Sveins- son norskan sóknarmann illa frá sér. Inni í vítateignum hindraði Sigurður Ha'ldórsson Norðmann- inn og dæmdi danski dómarinn óbeina aukaspyrnu inni í miðjum vítateig. Paul Jakobsen skaut þrumuskoti að marki islenska liðsins og hrökk boltinn úr varn- arveggnum inn á markteig þar sem Kolshaug var fyrir og potaði knettinum rétta boðleið. Voru margir á því að Kolshaug hafi verið kolrangstæður. Var þetta mikið slysamark. Dauðafæri Péturs Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks braust Pétur Ormslev í gegn af upp að endamörkum, gaf gullfal- lega sendingu út í teiginn, þar sem Guðmundur Þorbjörnsson kom á fleygiferð gersamlega óvaldaður. Allir sáu knöttinn fyrir sér í netinu, en Guðmundur hitti mjög illa, skotið var laust og fór fram hjá markinu. Var þetta tvímæla- laust eitt besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum. Fyrstu 20 mínút- ur siðari hálfleiks hafði íslenska liðið öll völd á vellinum og hvað eftir annað áttu islensku leik- mennirnir góð marktækifæri, en tókst ekki að nýta þau. Sigurlás komst í gegn á 60. mínútu, en lét stela af sér knettin- um á síðustu stundu. Skömmu síðar átti Trausti Haraldsson, sem var mjög sókndjarfur, gott skot að norska markinu, en markvörður- inn varði. Gull af marki Á 65. mínútu leiksins voru heilladísirnar með Norðmönnum. Besti maður þeirra, Paul Jakob- sen, var með knöttinn á miðjum vallarhelmingi ísienska liðsins, lék í átt að íslenska markinu og skaut miklu þrumuskoti af um 23 metra færi. Hafnaði þrumufleyg- urinn efst í markvinklinum án þess að Þorsteinn ætti nokkra möguleika á því að verja, þrátt fyrir góða tilburði. Skömmu síðar komst Albert Guðmundsson inn í sendingu varnarmanns til mark- varðar. Lék Albert inn í norska vítateiginn og fram hjá markverð- inum, skaut af stuttu færi á tómt markið, en hæfði marksúluna! Það var greinilegt að heppnin var ekki með íslendingum, því að ekkert gekk upp við norska markið. Er líða tók á síðari hálfleikinn, dró nokkuð af íslensku leikmönnun- um, enda höfðu þeir barist mjög vel og yfirferð þeirra var mjög mikil í leiknum. Á 85. mínútu skoruðu Norð- menn sitt þriðja mark og aftur með skoti af löngu færi. Arne Erlandsen skaut óvæntu skoti af 19 metra færi og sigldi knötturinn beint í bláhorn íslenska marksins án þess að vörnin eða Þorsteinn markvörður gætu rönd við reist. Má segja að þau fáu skot sem Norðmenn áttu að íslenska mark- inu í leiknum, hafi nýst vel. Það var svo ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins, að íslendingum tókst að skora. Knötturinn barst til Sigurláss Þorleifssonar á víta- teigslínu og tókst honum að snúa laglega á norskan varnarmann áður en hann lét sig falla og skaut um leið góðu bogaskoti rakleiðis í netið. Var vel að þessu staðið hjá Lása og átti norski markvörðurinn enga möguleika á að verja. Var mark þetta nokkur sárabót fyrir öll vonbrigðin sem á undan voru gengin. ÍSLENSKA landsliðið I knattspyrnu varð að sætta sig við 1—3 tap fyrir Norðmönnum hér i Osló á Ullevall-Ieikvanginum i gærkvöldi. Voru það mjög ósanngjörn úrslit samkvæmt gangi leiksins. íslenska landsliðið lék mjög vel allan leikinn og langt er siðan íslenskt landslið hefur skapað sér jafn mörg góð marktækifæri og i leiknum i gærkvöldi. En islensku leikmönnunum virtist gersamlega fyrirmunað að skora úr þeim mýmörgu marktækifærum sem þeir fengu. Voru þeir mjög ragir við að reyna skot og reyndu um of að leika alveg í gegn um vörn Norðmanna og inn i markið. Var það ekki fyrr en á lokaminútu leiksins, að Sigurlás Þorleifssyni tókst að skora eina mark íslands frá vitateigslinu. íslenska liðið náði tökum á miðjunni íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, fór hægt af stað, en lék yfirvegað og knötturinn gekk mjög vel milli manna. Aftasta vörn var mjög traust og Albert og Magnús áttu góðan leik á miðj- unni. Tókst íslenska liðinu að ná góðum tökum á vallarmiðjunni og hélt þeim tökum út fyrri hálfleik. Fyrsta góða sókn íslenska liðsins kom á sjöttu mínútu. Eftir lagleg- an samleik renndi Pétur Ormslev knettinum til Sigurláss, sem hins vegar reyndist vera rangstæður. Á tíundu minútu átti Trausti gott skot að marki Norðmannanna, en markvörðurinn varði mjög vel. ♦orsteinn ólafsson gripur Inn i leikinn. Oft hefur það komið fyrir, að íslenska landsliðið hefur átt slæma kafla í síðari hálfleik. Nú brá svo við, að íslenska liðið lék mun betur í síðari hálfleik heldur en í þeim fyrri og lék liðið þó vel í þeim fyrri. íslenska liðið kom mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik og strax á 48. minútu leiksins tókst þeim Sigurlási og Pétri Ormslev að opna vörn Norð- manna. Pétur komst með knöttinn Norðmenn áttu ekki hættulegt færi fyrr en á 20. mínútu, er Arne Erlandsen átti gott skot að marki. Þorsteinn varði vel. Skömmu síðar léku Pétur og Albert skemmtilega í gegn um vörn norska liðsins, en skoti Alberts var naumlega bjarg- að í horn. Upp úr hornspyrnunni átti Marteinn síðan góðan skalla sem norski markvörðurinn varði vel. Sigurðar Halldórssonar var mjög vel gætt er hann fór inn í vítateig Norðmanna í leiknum. Voru Norðmenn greinilega minn- ugir þess að Sigurður skoraði bæði mörk íslands er norska landsliðið, Sigurður Halldórsson og Magnús Bergs hafa betur i návigi við Norðmann. Sfmamyndir AP. íslendingar góðir í síðari hálfleik miklu harðfylgi og átti aðeins eftir að koma knettinum fram hjá norska markverðinum. Var Pétur kominn inn í miðjan vítateiginn og markvörðurinn, sem kom hlaupandi út á móti, datt kylliflat- ur. En í stað þess að skjóta, reyndi Pétur að leika fram hjá markverð- inum í þröngri stöðu. Fyrir vikið tókst markverðinum að sparka knettinum í horn á síðustu stundu. Þarna fór mjög gott tækifæri forgörðum. Eftir leikinn sagði Pétur, að hann hefði ekki séð þegar markvörðurinn datt, því hann hefði haft augun á knettin- um. Reyndi hann því að leika áfram og tókst markverðinum þá að sparka sig niður og bjarga um leið í horn. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ1980 25 Góður leikur íslands Þrátt fyrir tap, lék íslenska liðið mjög vel. Var allt annar bragur á leik liðsins nú og í síðustu leikjum. Þorsteinn Ólafsson var mjög ör- uggur í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Greip hann vel inn í leikinn og varði vel þess á milli það sem á markið kom. Aftasta vörnin lék mjög vel. Trausti Haraldsson var góður, einnig Örn Óskarsson sem sýndi mikla baráttu og gaf aldrei eftir. Sigurður Halldórsson og Marteinn Geirsson voru mjög traustir á Pétur Ormslev voru mjög ógnandi í framlínunni, en voru allt of ragir við að reyna skot á markið. Pétur lék norsku vörnina hvað eftir annað grátt með leikni sinni og átti stórgóðan leik. Baráttan í íslenska liðinu var allan tímann eins og best varð á kosið og oft lék liðið mjög góða knattspyrnu. Norska liðið, sem lék án fjög- urra atvinnumanna sinna, var nokkuð þokkalegt. Leikmenn liðs- ins hafa góða knattmeðferð, en vantaði kraft í sókninni. Heppnin var hins vegar á þeirra bandi að þessu sinni. Bestu leikmenn liðs- ins voru Hamkam-leikmaðurinn Lið íslands: Þorsteinn Ólafsson, Trausti Haraldsson, Örn Óskars- son, Sigurður Halldórsson, Mar- teinn Geirsson, Árni Sveinsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Magn- ús Bergs, Albert Guðmundsson, Sigurlás Þorleifsson og Pétur Ormslev. Sigurður Grétarsson lék sinn fyrsta landsleik, kom inn á fyrir Árna Sveinsson á 75. minútu. Lið Noregs: Tom Jakobsen, Trond Petersen, Morten Minje, Ture Kordal, Sven Gröndalen, Rune Ottesen, Arne Erlandsen, Gabriel Hoyland, Stein Kolshaug- en, Paul Jakobsen og Oddstein miðjunni og gáfu Norðmönnunum engin tækifæri inni í vítateignum. Á miðjunni var Albert Guð- mundsson mjög góður, hafði mikla yfirferð og skilaði knettinum vel frá sér. Þá barðist Magnús Bergs einnig vel, en hann hefur leikið betur. Guðmundur Þorbjörnsson og Árni Sveinsson voru þokka- legir. Þeir Sigurlás Þorleifsson og Paul Jakobsen og Trond Petersen frá Start. í stuttu máli: Noregur—ísland, 3—1 (1—0) Mörk Noregs: Kolhaug, Jakob- sen og Erlandsen. Mark íslands: Sigurlás Þor- leifsson Áminningar: Örn Óskarsson Áhorfendur: 10420. Wormdal. Tom Lund gaf ekki kost á sér og líkaði norska þjálfaranum það illa. Er óvíst hvort Lund verður valinn í náinni framtíð. Þetta var tuttugasti landsleikur þjóðanna í knattspyrnu. Fimm hafa unnist, einum lauk sem jafntefli og fjórtán sinnum hafa Norðmenn unnið. Markatalan er 20-47. Sagt efftir leikinn: „Úrslitin fáránleg“ Marteinn Geirsson, fyririiði islenska liðsins, lék þarna sinn 50 landsleik, sem er algert met á íslandi. Marteini voru færð blóm i upphafi leiksins. Marteinn sagði eftir leikinn: — Ég var mjög ánægður með þá miklu baráttu sem náðist i leiknum, en ekki með úrslitin. Við áttum fjölda góðra marktækifæra og áttum að vera yfir i hálfleik, en það er ekki einleikið hvað okkur gengur illa að skora mörk. Þetta var góður leikur af okkar hálfu, en við vorum mjög óheppnir. — Við hefðum átt að fá meira út úr leik okkar en við gerðum, miðað við þann góða leik sem við náðum. Þeir skoruðu tvö drauma- mörk á sama tima og við nýttum ekki einfóld færi, sagði Þorsteinn Ólafsson. Guðni Kjartansson, landsliðs- þjálfari sagðist vera ákaflega óhress með úrslit leiksins, þau gæfu alls ekki rétta mynd af gangi hans. — Þetta er besti landsleikur sem ísland hefur leikið undir minni stjórn, þetta er mjög samstilltur hópur og virkaði nú sem ein sterk heild. Ég vissi að þessi góða knatt- spyrna byggi i þessum hóp og það væri aðeins timaspursmál hvenær liðið næði saman. Það var sorglegt hvað okkur gekk illa að nýta tækifærin og það vantaði aðeins hörku til að reka enda- hnútinn á sóknaraðgerðirnar, sagði Guðni að lokum. Orn óskarsson sagði leikinn góðan af hálfu islenska liðsins, — við vorum betra liðið á vellin- um og áttum að vinna. En þetta var ekki okkar dagur, óheppnin var hrikaleg. Jóhannes Atlason. fyrrverandi landsliðsfyrirliði, var meðal áhorfenda. Hann sagði: — Þetta var besti leikur islensks landsliðs um nokkuð langt skeið. Liðið lék mjög góða knattspyrnu og úrslit leiksins þvi fáránleg. íslenska liðið var betri aðilinn i leiknum og Norðmenn skoruðu úr þeim fáu tækifærum sem þeim buðust. Albert og Pétur voru bestu menn liðsins, en allir eiga þó hrós skilið. — Að sjálfsögðu voru þetta ekki hagstæð úrslit, en þetta var besti leikur islenska landsliðsins i langan tima og er ég að sjálfsögðu mjög ánægður með það, sagði Helgi Danielsson for- maður landsliðsnefndarinnar. — Við áttum að vera yfir i hálfleik, en þetta var ekki okkar dagur. Islandsmet Þórdísar var Ijósi punkturinn ÞÓRDlS Gísladóttir frjálsiþróttakona úr IR setti nýtt og gott íslandsmet i hástökki, er vængbrotið kvennalandslið tók þátt i Norðurlandabikarkeppni kvenna i frjálsíþróttum í Varberg i Svíþjóð á laugardag. Þórdís stökk 1,81 metra, bætti eigið met um einn sentimetra og átti hún mjög góðar tilraunir við 1,84. Varð Þórdis i öðru sæti i keppninni, þar sem sænsku stúlkunni Susönnu Lorentzon tókst í síðustu tilraun að smeygja sér yfir 1,84, en hefði hún ekki farið þá hæð, hefði Þórdis sigrað i keppninni. Þórdís háði harða keppni við Lorentzon á móti í Gautaborg í fyrri viku og stukku þær þá jafnhátt, og er árangur Þórdísar í viðureignum sínum við þessa stúlku athyglisverður, þar sem Lorentzon hefur stokkið 1,90 metra í hástökkinu í ár. Úrslit Norðurlandabikarsins urðu ann- ars þau, að Svíþjóð sigraði með 61 stigi, Finnland hlaut 58, Noregur 53, Danmörk 33 og ísiand 16. ísland tefldi ekki fram keppanda í fjórum greinanna, 1500 og 3000 metra hlaupum, 400 metra grindahlaupi og lang- stökki. Einn keppandinn, Ragn- hildur Ólafsdóttir FH, mætti ekki til keppninnar, en með fullu liði hefði Island átt að fá a.m.k. 22 stig og stigum Danmerkur hefði að sama skapi fækkað og þau orðið 31. Árangur hinna íslenzku stúlknanna varð sá, að Helga Halldórsdóttir hljóp 100 metra grindahlaup á 14,54 sekúndum og 200 metra hlaup á 25,06 sekúndum, sem er rétt við ís- landsmetið, en mótvindur var í hlaupinu. Helga varð fimmta í grindahlaupinu, en í 200 metrun- um skaut hún danska keppand- anum ref fyrir rass. Sænska frjálsíþróttastjarnan Linda Haglund sigraði í 200 metra hlaupinu á 23,56 sekúndum. Haglund sigraði einnig í 100 metra hlaupinu, hljóp á 11,66 sekúndum í mótvindi, en Oddný Árnadóttir varð þar í fimmta sæti á 12,89 sekúndum. Hrönn Guðmundsdóttir varð fimmta í 400 metra hlaupi á 59,30 sekúndum, en sænska | stúlkan Ann-Louise Skoglund sigraði á nýju sænsku meti, 52,25 sekúndum. Rut Ólafsdóttir varð fimmta í 800 metra hlaupi á 2:07,6 mínútum, ekki svo langt frá sínu bezta, en í hlaupinu sigraði finnsk stúlka á 2:02,8 mínútum. Guðrún Ingólfsdóttir háði hörkukeppni um annað til fimmta sætið í kringlukastinu og hafnaði í fjórða sæti með 46,14 metra, en finnsk stúlka sigraði með 57,30 metra. Guðrún varð langneðst í kúluvarpinu með 12,25 metra, en þar sigraði einnig finnsk stúlka með 16,50 metra. Dýrfinna Torfadóttir varð einnig langneðst í spjót- kastinu með 39,52 metra. Mesti langhlaupari heims í kvennaflokki undanfarin ár, norska stúlkan Grete Waitz, sigraði í einni grein keppninnar, 1500 metra hlaupinu, sem hún hljóp á 4:13,9 mínútum. íslenzka sveitin varð í fimmta og síðasta sæti í báðum boðhlaupunum, hljóp 4x100 á 49,77 sekúndum og 4x400 á 3:54,75 sekúndum. Systkinin stálu senunni Systkinin Steinunn Sæmunds- dóttir og óskar Sæmundsson stálu senunni á meistaramóti GR sem fram fór á Grafarholtsveili um helgina. Steinunn sigraði örugglega i meistaraflokki kvenna og lék síðasta hringinn á glæsilegu vallarmeti. Lék Stein- unn þá á 77 höggum, en vallar- metið var 79 högg. Jóhanna Ingólfsdóttir átti gamla vallar- metið, sem var einnig jafnað um helgina. Það gerði Sólveig Þor- steinsdóttir. Steinunn lék sam- tals á 245 höggum. en Sólveig hins vegar á 250 höggum. Þriðja varð siðan Jóhanna Ingólfsdóttir á 265 höggum. Óskar sá til þess að um fjöl- skylduviðburð var að ræða með því að leika ákaflega yfirvegað og vel. Tryggði hann sér þannig sigur í meistaraflokki karla. Óskar lék á 305 höggum en Ragnar ólafsson varð í öðru sæti á 310 höggum. Þriðji varð Sigurður Pétursson á 312 höggum og fjórði Hannes Eyvindsson á 315 höggum. Hans Isebarn sigraði í 1. flokki karla á 330 höggum. í 2. flokki karla sigraði Kristinn Ólafsson, bróðir Ragnars, á 325 höggum. Þá sigraði Baldvin Haraldsson í 3. flokki á 359 höggum. í 1. flokki kvenna sigraði Elísabet Möller á 303 höggum og Lilja Óskarsdóttir sigraði í 2. flokki kvenna á 333 höggum. Loks má geta þess, að Franz Sigurðsson sigraði í flokki eldri unglinga á 332 höggum og Guðmundur Arason sigraði í flokki yngri unglinga á 239 högg- um. Gunnar Akureyrar meistari í golfi GUNNAR Þórðarson varð um helgina Akureyrarmeistari í golíi i meistaraflokki karla. Keppt var i 6 flokkum og aðeins án forgjafar. Leiknar voru 72 holur og úrslit i einstaka flokk- um urðu þessi: Meistaraflokkur karla: Högg 1. Gunnar Þórðarson 305 2. Jón Þór Gunnarsson 308 3. Magnús Birgisson 320 Meistaraflokkur kvenna: 1. Inga Magnúsdóttir 352 2. Katrín Frímannsdóttir 353 3. Karólína Guðmundsdóttir 405 1. flokkur karla: 1. Sigurður H. Ringsted 330 2. Haraidur Ringsted 337 3. Þórarinn Bjarnason 352 2. flokkur karla: 1. Karl Frímannsson 354 2. Gunnar Rafnsson 356 3. Ólafur Ágústsson 366 3. flokkur karla: 1. Ólafur Árnason 408 2. Jón Guðmundsson 431 3. Páll Pálsson 434 Drengjaflokkur: 1. Héðinn Gunnarsson 321 2. Sverrir Þorvaldsson 342 3. Jón Aðalsteinsson 344 — sor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.