Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 37
-77—"7— MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JULI 1980 45 fj r\ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 13—14 FRÁ MÁNUDEGI meö rommtoddý í nýja sumarhús- inu. Einnig fréttist fyrir nokkru að búið væri að finna upp í Sundhöll- inni glænýjan matartíma miklu lengri og betri en áður. Allt þetta og margt fleira hefur glatt okkur blessaða skattborgar- ana ósegjanlega og förum við þess á leit við borgarstjórn að þessu verði leyft að halda áfram að minnsta kosti næstu árin. Einnig má benda á, að á þennan hátt er hægt að leysa atvinnuleysisvanda- mál um allt land. í þessu sambandi má líka spyrja hvort ekki sé kominn tími til að reisa óþekkta opinbera starfs- manninum styttu, þar sem hann situr við að lesa blöðin, sem hið opinbera úthlutar frítt til starfs- manna sinna. En umfram allt látið ekki vonda Kapítalista plata ykkur til að bjóða út opinberar framkvæmdir, þær taka stuttan tíma, kosta margfalt minna og borgarbúar hafa að engu að hlæja. Með Sund- og Sandkveðju, Þ.B. • „Gos í Kröflu!“ Fréttamenn útvarps og gos- spekingar kunnu sér ekki læti yfir þessum tíðindum í kvöld. Ómar Ragnarsson var „svo heppinn" að sjá ósköpin „strax í byrjun". Einn „vonar" að þetta gos hætti ekki strax. Annar er stoltur af því að geta nú sagt með nokkrum fyrir- vara þegar næsta hrina er „í vændum". Hinn þriðji sagði að „væntanlega" héldi áfram að gjósa lengur. Og Sigurður Þórarinsson er „lukkulegur". Svona tal hefði einhvern tíma þótt verra en guðlast á íslandi. Hverskonar menn eru það, sem hafa mesta náttúruhamfara- og eyðingarafl íslenzkrar náttúru að vonarefni og fagna því eins og um meiri háttar „kabarett" eða „show“ væri að ræða? Ég veit að minnast kosti eitt um þá. Þeir eiga ekkert í hættu. Þegar ég hlusta á eftirvæntingarhróp þeirra um lengra gos (ergo: meiri eld og eyðileggingu), verður mér hugsað til sveitunga minna, Mývetninga, sem búa í nábýli við þetta voða- lega afl og æðruleysis þeirra. Þeim er enginn greiði gerður með þessu hástemmda fréttagali í tíma og ótíma. Margir vildu áreið- anlega fremur vera lausir við það. Ég er viss um að forráðamenn Mývetninga eru vel á verði um öryggi sveitarbúa, en ég vona að engin náttúruöfl haggi því í bráð eða lengd. 10. júlí 1980, Ásgerður Jónsdóttir. Þessir hringdu . . . • Loftljósmynd af Reykjavík H.G. hringdi og vildi koma þeirri hugmynd á framfæri að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Trnava í Búlgaríu kom þessi staða upp í skák þeirra Möhring, A-Þýzka- landi, og Plachetka, Tékkóslóva- kíu, sem hafði svart og átti leik. 28. ... Hxf2!, 29. Bxf2 - Rxf2, 30. Hael (Ef 30. Rc2 þá Rdl+) — Rg4. 31. Hf3 - Hxf3, 32. gxf3 - Rxe3 og með tvo menn fyrir hrók vann svartur auðveldlega. gerð yrði ljósmynd af Reykjavík, tekin úr lofti. Myndina mætti e.t.v. taka úr turni Hallgríms- kirkju, þannig að fjallahringurinn umhverfis borgina sæist og á henni gætu síðan verið örvar sem bentu á hina og þessa markverða staði og örnefni. • Takið tillit til hjólreiðamanna Kristin hringdi: Mig langar aðeins að koma þeirri ábendingu á framfæri til ökumanna að þeir taki meira tillit til hjólreiðamanna og virði til- verurétt þeirra í umferðinni, til jafns við aðra vegfarendur. Okkur hjólreiðamönnum fer ört fjölg- andi, enda bæði sparnaður og hollusta í því falin að hjóla. En það er eins og borgaryfirvöld séu svolítið sein að taka við sér í þessum efnum, því lítið fer fyrir blessuðum reiðhjólastígunum sem einhverntíma var talað um. Þess vegna, kæru ökumenn: Munið að við þurfum öll að rúmast á götunum. Takið tillit til hjólreiða- manna í umferðinni. HÖGNI HREKKVÍSI „'£<£ 02 bbinn a© tá nbG at $eu.. ” ÚTSALA Kjólar — dömu og barnapeysur. Ótrúlega lágt verö. Acryl jersey — trimmgallarnir vinsælu komnir aftur, allar stæröir. Verksmiöjusalan — Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni. Látið JOKI vinna verkið meö styrk og lipurð JOKI færibandamótorar vinna nær hvaða verk sem er án erfiðis, án hávaða, án afláts. Lokaðir, olíukældir og sjálfsmyrjandi útiloka þeir bæði raka og óhreinindi. Þess vegna er hreinsun auðveld og allt viðhald ein- falt og ódýrt. i verksmiðjum, verslunum eða fiskvinnslustöðum eru JOKI færibandamótorar trygging fyrir hreinlæti og hagkvæmni í rekstri. JOKI er fáanlegur með stiglausri hraðastillingu. HÉÐINN = VÉLAVERZLUN SELJAVEGI 2 SfMI 24260 REYKJAVlK Regla á pappírunum. Oi ' " oKUTtukassar úr níðstsrkum pappa til nota undir allskonar skjöl og pappíra. Hentugirá vinnustöðum sem heima fyrir. Skærirog fallegir litir. - Og ótrúlega lágt verð. Góð aðkeyrsla, næg bílastæði. Griffill sf. Síðumúla 35, simi 36811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.