Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 40
NYR MATSEÐILL Opið alla daga frá kl. 11-24 tfguuliltifrifc Síminn á rilstjórn og skrifstofu: 10100 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 Ekkert lát á slysaöldunni: Átta íslendingar hafa farizt á rúmri viku Þrjú ungmenni á gjörgæzlu- deild eftir umferðarslys í gær EKKERT lát virðist á þeirri miklu slysaöldu. sem gengið jiefur yfir undanfarnar vikur. Á rétt rúmri viku hafa 8 íslendingar látið lífið af slysförum hér á landi og fjögur ungmenni liggja stórslösuð á sjúkrahúsum í Reykjavík eftir umferðarslys. Þrennt slasaðist í gær og þar af eru tveir ungir menn lífshættulega slasaðir. Laugardaginn 5. júlí urðu tvö banaslys, 38 ára gömul kona, Hólmfríður Hákonardóttir lézt í um- ferðarslysi í Kópavogi og 22ja ára gamall maður, Rúnar Bjarnason, lét lífið er svifdreki hrapaði til jarðar í Vestmannaeyjum. Fimmtudaginn 10. júlí fór- ust tveir sjómenn frá Vest- mannaeyjum með mótor- bátnum Skuld VE, Gísli Leifur Skúlason 36 ára og Sigurvin Þorsteinsson 3o ára. Föstudaginn 11. júlí lézt 67 ára gamall maður, Þorsteinn Helgason, í um- ferðarslysi í Reykjavík. Og um helgina drukknuðu þrír ungir menn er bátum, sem þeir voru á, hvolfdi á vötn- um. Þeir hétu Ingi Garðar Helgason Reykjavík, 28 ára, Valdimar Björnsson Akureyri, 27 ára og Halldór Sveinbjörnsson úr Eyja- firði, 26 ára. 1 gærmorgun stórslasað- ist ungt par í Reykjavík þegar ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreiðinni er hann var að beygja sig eftir kveikjara og bifreið hans skall framan á bifreið unga fólksins. Þau eru bæði 19 ára. Þá slasaðist 23ja ára gamall maður lífs- hættulega þegar steinn fór í gegnum framrúðu bifreið- ar, sem hann ók eftir Vest- urlandsvegi, og lenti í and- liti mannsins. Þessi ung- menni voru margar klukku- stundir á skurðarborðum Borgarspítalans í gær. Loks er þess að geta að 15 ára stúlka liggur mikið slösuð á sjúkrahúsi í Reykjavík vegna höfuð- meiðsla, sem hún hlaut í umferðarslysi á Akureyri s.l. fimmtudag. Því slysi olli ölvaður ökumaður. Nánar um slysaölduna á bls. 3. Hólmíriður Hákonardótt- ir, 37 ára. Fórst i bilslysi í Kópavogi 5. júli. Þorsteinn Helgason, 67 ára. Fórst i bilsiysi i Reykjavik 11. júli. Rúnar Bjarnason, 22ja ára. Fórst i svifdrekaslysi i Vestmannaeyjum 5. júii. Halldór Sveinbjörnsson, 26 ára. Drukknaði i Más- vatni 12. júli. Valdlmar Björnsson. 27 ára. Drukknafi i Más- vatni 12. júli. Sigurvin Þorsteinsson, 30 ára. Fórst með mótorbátn- um Skuid VE 10. júli. Ingi Garðar Einarsson. 28 ára. Drukknaði i Gisl- holtsvatni 13. júii. Egg, svínakjöt og kjúkl- ingar hækka um 25% VEGNA tvöhundruð pró- sent hækkunar fóðurbætis- skatts hækkar verðlags- grundvöllur eggja, kjúkl- inga og svínakjöts um 50%, sem þýðir að verð á þessum vörutegundum hækkar um því sem næst 25%. Mjög erfitt er að nefna ákveðnar tölur í þessu sam- bandi þar sem verð er mjög misjafnt milli verzlana. Það er í raun framboð og eftirspurn sem ræður verð- Sundrung í Sjálfstæðis- flokki þýðir völd sósíalista - sagði Geir Hallgrimsson i ræðu i Bolungarvík á laugardagskvöld GEIR Hailgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði i ræðu i Bolungarvík sl. laugar- dagskvold, að skapa yrði skil- yrði innan Sjálfstæðisflokksins til þess að fylkja öllum sjálf- stæðismönnum saman til sátta og samkomulags og afla flokkn- um aukins fylgis með þjóðinni. „Við skulum takast i hendur sjálfstæðismenn og ganga sam- einaðir til nýrrar baráttu,“ sagði Geir Hallgrímsson. „Við verðum að standa saman og berjast saman, en augljóst er, að það verður því miður ekki meðan núverandi stjórnar- stefna ríkir,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins ennfrem- ur. í ræðu sinni minnti Geir Hallgrímsson á, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði verið hið sam- einandi afl í íslenzku þjóðlífi. Nú yrðu sjálfstæðismenn að horfast í augu við það, „að leiðir sumra okkar hefur skilið um skeið". Afleiðingin væri sú, að vinstri öflin væru áhrifameiri en nokkru sinni fyrr. Sósíalistar hefðu seilzt til áhrifa um allt þjóðlífið. Þeir sitja í stjórnar- ráðinu, sagði Geir Hallgrímsson, þeir ráða ferðinni í höfuðborg- inni og þeir stjórna verkalýðs- hreyfingunni. Sundrung í Sjálf- stæðisflokknum þýðir sterkari stöðu sósíalista. Haldi svo fram sem horfir, þurfa vinstri menn ekki á neinum sjálfstæðismanni að halda til þess að tryggja völd sín og áhrif. Formaður Sjálf- stæðisflokksins kvaðst vita, að margir traustustu fylgismenn flokksins fylltust svartsýni, þeg- ar þeir litu yfir stöðuna í íslenzkum stjórnmálum. Við þurfum að snúa ofan af þessari svartsýni, efla eldmóð meðal flokksmanna og hjá þjóðinni allri. Geir Hallgrímsson nefndi í ræðu sinni nokkur verkefni, sem Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að vinna að á næstunni: • Sporna verður gegn opin- berri íhlutun og skapa al- menn skilyrði fyrir því að frumkvæði einstaklingsins fái að njóta sin. • Koma verður í veg fyrir að sú bábilja fái að skjóta rótum að hag manna sé bezt borgið með þvi að fjármunir þeirra streymi í rikishítina. • Móta þarf stórhuga atvinnu- stefnu, þar sem virkjun vatnsfalla og jarðvarma skipar eðlilegan sess i orku- sveltri veröld. • Koma verður í veg fyrir klofning milli dreifbýlis og þéttbýlis. • Kosningalög og kjördæma- skipun verður að endur- skoða. • Marka verður landbúnað- arstefnu, sem tekur mið af þjóðarhag og sanngjörnum hagsmunum bænda. Sjá ræðu Geirs Hallgrims- sonar i heild á bls. 18 og 19. mu. Til að gera sér samt einhverja mynd af þessu má taka sem dæmi eggja- kíló á 1400 krónur í dag. Það myndi kosta eftir 25% hækkun 1750 krónur. Ef tekið væri eitt kíló af kjúkl- ingakjöti, sem kostaði fyrir hækkun 3350 krónur, þá myndi það kosta eftir hækkun 4188 krónur. Þá mætti taka dæmi af svína- kótelettum, sem fyrir hækkun kostuðu, hvert kíló, 7150 krónur. Kílóið myndi kosta eftir hækkun 8938 krónur. Góð tækifæri nýttust ekki ÍSLENDINGAR töpuðu knatt- spyrnulandsleik gegn Norðmönnum 1—3 í Osló í gærkvöldi. Var hér um vináttulandsleik að ræða. Engu að síður þótti íslenska liðið leika betur en það hefur gert í háa herrans tíð. Attu íslensku leikmennirnir mý- mörg tækifæri til að skora í leiknum, en tókst ekki nema einu sinni. Sjá nánar á iþróttasiðum blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.