Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 43 Frá sumarspilamennskunni í Domus Mcdica. Bridge Umsjón, ARNÓR RAGNARSSON Sumarkeppnin í Domus Medica Að venju var fjölmennt í sumarspilamennskunni í Domus Medica sl. fimmtudag en alls komu 122 spilarar til keppni. Spilað var í fjórum riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill: Halla Bergþórsdóttir — Kristjana Steingrímsd. 249 Jón Ámundason — Sigurður Ámundason 244 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 237 B-riðill: Magnús Oddsson — Magnús Halldórsson 267 Geirarður Geirarðsson — Sigfús Sigurhjartarson 257 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 248 C-riðill: Steinberg Ríkharðsson — Tryggvi Bjarnason 257 Jón Páll Sigurjónsson — Steingrímur Steingrímss. 253 Gissur Ingólfsson — Valur Sigurðsson 234 D-riðill: Skúli Einarsson — Þorlákur Jónsson 209 Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson 200 Erla Sigurjónsdóttir — Esther Jakobsdóttir 183 Staðan í sumarkeppninni: Sigfús örn Árnason 11 Sverrir Kristinsson 8 Valur Sigurðsson 8 Næst verður spilað á fimmtu- daginn og hefst keppnin í siðasta riðiinum kl. 19.30. Höfum fengið í sölu nokkur nýuppgerð píanó. Urvals hljóðfæri á mjög góðu verði Frákr. 880.000.---- 1.110.000.-. Til sýnis í verslun okkar. Hljóðfæraverslun Pálmars Áma (Verð miðað við gengi 7.7. 80). RMt\ HF Grensasvegi 12 — Simi 32845 „Þekktu siálfan þig“ Þegar sumarleyfin hefjast í sólmánuði hjá skólafólki opnast sumarbrautir fyrir nemendur og kennara, sem annir vetrar innan skólaveggja halda lokuðum að mestu yfir háannatimann við hið hefðbundna nám. Nemendur eiga þess yfirleitt kost, að nema land um stund við atvinnuvegi þjóðar sinnar á fjölbreyttan hátt, kynnast landi sínu, þjóð og lífsháttum hversdagsins. Þarna hefur íslenzka þjóðin allt til þessa haft sérstöðu. Æskan hefur sem betur fer verið bundin sínum annars ágætu skólabekkjum styttri tíma 4 ári en í nágrannalöndum. Er það hin mesta gæfa. Menntun starfsins má aldrei gleymast og allt, sem því fylgir. Höndin, sem starfar verður að fylgja hugsun og þekkingu og hreyfast af orku frá hjarta, sem lærir að unna landi sínu og gróandi lífi. Erfiði fjölbreyttra starfa eyk- ur krafta til dáða líka síðar á skólabekk. Hugur og hönd þurfa að fylgj- ast að og hver einstaklingur að læra að þekkja sjálfan sig til atorku og framkvæmda. Kenn- urum opnast hins vegar leiðir til umsvifa og umhugsunar auk hvíldar, sem stundaskráin hefur ekki getað veitt. Sumir kennar- anna sækja fram við svipuð störf og nemendur. Aðrir og yfirleitt flestir heyja sér nýrrar og meiri þekkingar á námskeiðum og ferðalögum. En öllum er brýnust nauðsyn að líta um farinn veg og ófarinn við skólastörfin. Eignast á frjálsum stundum ofurlítinn en þó sem hæstan sjónarhól með víðsýni til alla átta. Hvað ber að varðveita og hvað ber að varast af því, sem reynsl- an og skólastarfið hefur lagt fram sem sígild verkefni á vegu kennarans. Kennarinn þarf alltaf að muna mikilvægi síns verka- hrings. Enginn gegnir meiri ábyrgð heilagra hlutskipti. Hlutskipti kennarans er sem sé að móta mannssálir. Leggja bókstaflega grunn og hornsteina að heill einstaklings og heiðri samfélagsins. Og þar verður hver að fá að njóta sín og sinnar orku, sinna gáfna, síns persónu- leika, síns andlega auðs og lík- amlega atgjörvis, en þó í sam- ræmi og samstarfi við alla hina. Sjómaður, húsfreyja, garðyrkju- maður, verzlunarmær, bóndi, söngvari, málari, skáld, iðnfræð- ingur, heimspekingur og hugsuð- ur, allt eru þetta og ótal annarra verkefni á vegi kennarans í skólastofunni hvern dag. Og mannssálin, barnssál hver er dýrmætasta listaverkið. Án þess að hún læri að njóta sín, þekkja sjálfa sig, verða önnur listaverk og viðfangsefni annað- hvort engin eða misheppnuð í hinu eina og sanna og æðsta, leyndardóminum mikla, sem heitir líf — mannslíf á jörðu æðst alls í heimi. Þetta sígilda viðfangsefni þarf að gagntaka vitund hvers kenn- ara og æskulýðsleiðtoga og hvetja til leitar og átaks, hvort heldur sumarleyfið er notað til námskeiða, starfs eða hvíldar. Ekki samt sem erfiði og amst- ur, heldur sem baksvið hins gróandi lífs, sem hvert sumar opinberar öllu fremur. Kennarinn þarf líka að læra að leita undir yfirskriftinni: „Þekktu sjálfan þig.“ Hver einstaklingur fram- kvæmir, finnur til og hagar sér í samræmi við það, sem hann álítur sannast um sjálfan sig og umhverfi sitt. Hin síðari ár hefur skólinn og uppeldi allt tekið stórum stakka- skiptum og er á tímamótum, þar sem segja má að fremur ríki fálm en föst tök, tilraunastarf- semi fremur en fastur grunnur og traustir hornsteinar. Sú ring- ulreið, sem þar á að heita frelsi og afskiptaleysi, eru að verða verstu ógöngur, sem hin svo- nefnda menntabraut hefur leitt æskuna út í. Þar þarf hver einstaklingur að hugsa um eigið gildi, og um leið hvernig það getur orðið heildinni samfélaginu að sem heilla- drýgstum feng um framtíð alla. Vissulega ber að athuga vel þann reginmun, sem er og getur verið á því sem nefnt er frelsi eða hinu, sem nefnist taumleysi. Frelsið þarf að skapa samræmi og má aldrei verka sem niðurríf- andi og sundurtætandi fyrir heildina. Þá höggur sá er hlífa skyldi. Sjálfsþekkingin þarf sífellt að vera sá grunur, sem vekur spurninguna: Hvernig get ég helzt orðið heimi til heilla? Til að finna hinn sanna tilgang lífsins, lifa sem viðtakandi og veitandi hverja stund, má þetta aldrei gleymast. Einkum er nauðsyn að vera jákvæður viðtakandi, en samt ekki án hugsunar og íhug- unar. Ekkert kemur af sjálfu sér. Allt kostar erfiði og starf, hlut- tökun og hugsun og takmarkið er jafnan hið sama: Meira líf, auðugri tilvera að sönnum verðmætum. við gluggann eftirsr. Arelius IMielsson Aðalhlutverk hvers kennara og sérhvers skóla hlýtur, þrátt fyrir allt að vera í því fólgið, að gera hvern nemanda hæfari til að þekkja hæfileika sína til að veita gjöfum skólans og tilver- unnar jákvæða viðtöku, og ávaxta þessar gjafir til heilla samferðafólkinu — samfélaginu. Þannig á sjálfsþekkingin ekki að leiða til eigingirni og kröfu á hendur öðrum, heldur miklu fremur til fórna og kröfu á eigin hönd. Þannig og einungis þannig eykst og þróast hin sanna menntun í jafnvægi og átökum hinna þriggja þátta hverrar mannssálar: Ilugsunar, tilfinn- inga og vilja. Þar hafa margir skólar lengi sett hugsun og þekkingu efst og skilið þann þátt frá og kailað menntun. Menntun hefur því lengi verið notað um þekkingu einvörðungu og skólagengið fólk eitt kallað menntað fólk. En því miöur hefur margur háskólagenginn lærdómshrókur oft reynzt minni að sannri menntun og manngildi þeim, sem varla hafa í skóla komið, en lært að þekkja sjálfan sig, og lært í skóla reynslu og starfa til æðstu mennta. Fáir munu geta afsannað speki Klettafjallaskáldsins ís- lenzka, er hann lýsir hinni þrí- þættu og einu samræmdu menntun á þennan hátt: Þitt er menntað afl og önd, eigir þú fram að bjóða: Hvassan skilning, haga hönd. hjartað sanna og góða. Þar er vonarsnauða vizkan ein ákaflega lítilsvirði og getur án göfgi hjartans orðið hin versta hefndargjöf jafn heilum þjóðum og heimi öllum. Sumarið með sólskinsdögum og regnskúrum, öllum sínum lífskrafti af hæðum, öllum sín- um fjölþættu störfum og félags- aðstöðu, ætti sannarlega að geta veitt fólki skólanna, sem á sitt þrönga starfssvið vetrarlangt óteljandi tækifæri til umhugs- unar, sjálfsþekkingar og sannrar menntunar undir kjörorðinu forna frá véfréttinni í Delfi: „Þekktu sjálfan þig“. Hvers er þér vant? Hvað getur þú gefið? Hvað, hvar og hvernig vinnur þú Drottins veröld til þarfa? 2. júlí 1980 Árelius Nielsson. Við erum með á nótunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.