Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 Færri farþegar í JÚNl kom til landsins 19.321 íarþegi með skipum og flugvélum, en i sama mánuði i fyrra kom alls 22.301 farþegi eða 2.980 fleiri. Alls hafa frá áramótum til júníloka komið 51.830 farþegar og í fyrra var talan fyrir sama tímabil 59.034 eða rúmum sjö þúsund- um fleiri. íslenskir farþegar í júní voru 9.012 og útlendingar 10.309 og í júní í fyrra komu 9.783 íslend- ingar og 12.518 útlendingar. Af erlendu farþegunum komu flestir frá Bandaríkjunum eða 1.805, 1.439 frá Svíþjóð, 1.432 frá Noregi, 1.152 frá Vestur- Þýskalandi og 1.105 frá Dan- mörku. Þá komu m.a. 942 frá Bretlandi og 551 frá Sviss og 100 Austurríkismenn. Bogi óskaði ekki eftir rannsókn MISHERMT var í Morgunblaðinu á sunnudag, að lögfræðingur Boga Hallgrímssonar hafi borið fram kæru þess efnis, að Bogi hafi verið hrakinn úr embætti skólastjóra í Grindavík. Sá aðili, sem krafðist rannsóknar í málinu, var Arnmund- ur Backmann, lögfræðingur Frið- björns Gunnlaugssonar, sem áður var skólastjóri í Grindavík. Bogi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að það hefði aldrei hvarflað að sér að krefjast rannsóknar, en á hinn bóginn kvaðst hann fagna rannsókninni, því að væntanlega myndi hún leiða hið sanna í ljós. Mótmæla fóður- bætisskatti „MEÐ ÞESSARI skattlagn- ingu hefur ríkisstjórnin fund- ið enn eina leið til þess að skattleggja almenning í land- inu, því að endanlega greiða neytendur skattinn í hærra vöruverði. Þannig gengur rík- isstjórnin enn einu sinn fram fyrir skjöldu og eykur á vandann í verðbólgustríðinu,“ segir í frétt frá Kaupmanna- samtökum íslands þar sem mótmælt er fóðurbætisskatti og skorað á ríkisstjórnina að fella hann niður nú þegar. Segir í frétt Kaupmanna- samtakanna að með skattlagn- ingunni hyggist ríkisstjórnin leysa vanda landbúnaðarins og þar með minnka umframfram- leiðslu á mjólk og dilkakjöti, en þar sem landbúnaðarvörur séu mjög verulegur hluti af vöru- úrvali matvöru- og kjötversl- ana hljóti slík ákvörðun að hafa víðtæk áhrif á afkomu þeirra verslana. „Kaupmanna- samtökunum er ljós sá vandi, sem blasir við í framleiðslu mjólkur og dilkakjöts, og hafa þau á öðrum vettvangi bent á Íeiðir því til úrbóta. Hins vegar er ljóst að ríkisstjórnin er með þessum aðgerðum að „hengja bakara fyrir smið“ þar sem ákveðið er að framleiðendur eggja, svína og kjúklinga greiði einnig þennan skatt. Þessar búgreinar hafa glímt við vandamál vegna umframfram- leiðslu og fjármagnsskorts, en hafa leyst þann vanda án nokkurrar fyrirgreiðslu opin- berra aðila, hvorki í formi styrkja, niðurgreiðslna eða út- flutningsbóta," segir einnig í frétt Kaupmannasamtakanna. Tvær sölur TVÖ ÍSLENZK fiskiskip seldu afla sinn í Bretlandi í gærmorgun. Guðsteinn seldi 155.3 tonn í Hull fyrir 75.8 milljónir króna, eða 488 krónur hvert kíló. Síðan seldi Súlan 75.6 tonn í Fleetwood fyrir 41.7 milljónir króna, eða 551 krónu hvert kíló. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra á Akureyri: Starfsmenn Flugleiða ganga í starf flugumferðarstióranna Öryggisnefnd FÍA hefur mótmæl „Þá hefur það og gerzt í þessu máli, sem við erum síður en svo ánægðir með, að Flugleiðir hafa sent sína menn norður til Akur- „ÞAÐ REKUR hvorki né hrekur i þessu máli, enda ekki eðlilegt að mennirnir vilji vinna fyrir minna kaup heldur en greitt er fyrir sambærilega vinnu í Reykjavík,” sagði Baldur Ágústsson, formað- ur Félags flugumferðarstjóra, er Mbl. innti hann frétta af deilu flugumferðarstjóra á Akureyri og samgönguráðuneytisins, en flugumferðarstjórarnir hafa FYRSTÚ tillögur nefndar, sem rikisstjórnin skipaði á dögunum, til að gera tillögur um úrlausnir i efnahagsmálunum munu vera væntaníegar nú fyrir næstu mán- aðamót. þar sem gera þarf ráð- stafanir til að draga úr þeim kauphækkunum. sem koma eiga ÍSLENZKA sendinefndin, sem eiga mun viðræður við fulltrúa Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, um veiðar við Austur- Grænland. hélt utan í gærmorg- un og munu viðræðurnar hefjast í dag. Hannes Hafstein, skrifstofu- þessum aðferðum neitað að vinna meiri eftirvinnu en lög gera ráð fyrir, nema fá sömu greiðslur og gerast í Reykjavík. til framkvæmda 1. september n.k. samkvæmt hækkun framfærslu- vísitölu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun framfærsluvísi- talan hækka um 10,5 prósent nú 12. ágúst, en það leiðir til 9,0 prósent hækkunar kaupgjalds, þar stjóri í utanríkisráðuneytinu, er formaður nefndarinnar, en auk hans sitja í henni Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Már Elísson, fiski- málastjóri og Dr. Jakob Magnús- son, fiskifræðingur. eyrar, þar sem þeir gefa upplýs- ingar um veður og aðstæður til flugvéla félagsins. Þetta gera þeir án þess að hafa aðgang að tækjum vallarins gegnum talstöð. í þessu sambandi má og geta þess, að öryggisnefnd Félags íslenzkra at- sem hækkun launahðar bónda í búvöruútreikningi og hækkanir á áfengi og tóbaki hafa ekki áhrif á verðbótavísitölu samkvæmt lög- um. Sú leið, sem einkum virðist vera rædd til að lækka verðbótavísitöl- una er stórauknar niðurgreiðslur, sem hafa munu veruleg áhrif á stöðu ríkissjóðs. Ennfremur mundu skattalækkanir, ef fram- kvæmdar yrðu, hafa áhrif til lækkunar vísitölu, en óvíst er talið að til þess verði gripið, þar sem það rýrir tekjur ríkissjóðs. Fyrst um sinn mun ekki verða svigrúm til aðgerða á sviði peningamála, en þeirra mun þó að vænta í fram- haldstillögum nefndarinnar, þar sem hennar starf er mun víðtæk- ara en svo, að það nái einungis til aðgerða á sviði ríkisfjármála. vinnuflugmanna, FIA, hefur fjall- að um málið, og hefur hún mælt gegn flugi við þessar aðstæður," sagði Baldur ennfremur. Baldur sagði aðspurður, að fé- lagið myndi ekki grípa til neinna sérstakra aðgerða á næstunni, heldur bíða átekta. Hann sagði ennfremur, að sú hugmynd, að senda aðstoðarmenn flugumferð- arstjóra í Reykjavík norður, hefði fallið um sjálft sig, þar sem engir hefðu fengist til starfans. — „í því sambandi er athyglisvert að bera saman kostnaðinn, sem yrði því samfara að senda aðstoðarmenn norður og að borga mönnunum þessar eðlilegu greiðslur. Það er margfalt dýrara að senda menn- ina norður, auk þess, sem því fylgdi auðvitað minna öryggi," sagði Baldur að síðustu. „Skorum á forstjórann að sanna mál sitt“ VIÐ HÖFUM skorað á Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, að hann leggi fram sannanir fyrir þvi að nýting flugmanna félagsins sé svo miklu verri en hjá samkeppnisfélögunum. að það kosti félagið milljarð á ári. Staðreyndin er hins vegar sú að fá flugfélög hafa jafn rúman nýtingartima á flug- mönnum og Flugleiðir, sagði Kristján Egilsson. formaður Félags ísl. atvinnuflugmanna, er Mbl. bar undir hann frétt frá Flugleiðum um slæma nýtingu flugmanna félagsins. — FIA menn eru orðnir þreyttir á þeirri áráttu Flug- leiða að kynna kjör einstakra starfsstétta sinna, en þessi fréttaflutningur er nógu lítill til þess að hann gefur enga hugmynd um kjör okkar. Það er illt að sitja undir þessum lestri þar sem rangt er farið með staðreyndir málsins, sagði Kristján Egilsson. „Þjófurinn skili sálinni“ „ÞAÐ SEM. mér er mest í mun, er, að þjófurinn skili a.m.k. sálinni ef hann hefur hugsað sér að selja hjólið í brotajárn. því hann á um fátt annað að velja. svo auðþekkt er það,“ sagði Olafur Sveinn Gíslason. heldur óhamingjusamur ungur maður sem leit inn á ritstjórn Mbl. í gærkvöldi eftir að hjóli hans hafði verið hnuplað við Héðins- götu í gærdag. „Þetta er mér nefnilega ekkert venjulegt hjól. Þetta er gamalt forláta sendlareiðhjól með stórri grind framan á og tilheyrandi. Það er og auðþekkt á því, að framhjólið er mun minna heldur- en afturhjólið," sagði Ólafur ennfremur. Að síðustu vildi Ólafur gefa þjófnum gott ráð til að koma í veg fyrir slys á honum, eða öðru fólki. — „Farðu varlegum höndum um stýri hjólsins, því það á það til að detta af af minnsta tilefni". Ef einhver skildi rekast á gripinn getur hann haft samband við Ólaf í síma 35933. Slæm staða húsgagnaiðnaðarins: Nokkur fyrirtæki hafa lagt niður starfsemi „ÞAÐ ER ekki hægt að neita því, að staða velflestra fyrir- tækjanna er mjög slæm. það hefur stöðugt sigið á ógæfuhlið- ina undanfarna mánuði með auknum innflutningi," sagði Ólafur Rúnar Árnason, formað- ur félags húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda, er Mbl. innti hann eftir stöðu islenzka hús- gagnaiðnaðarins í dag. og nokkur íhuga um þessar mundir lokun „Það, sem veldur þessu fyrst og fremst, er auðvitað það, að við búum við mun verri starfsskil- yrði heldur en keppinautar okkar í nágrannalöndunum. Ástandið er í raun svo slæmt, að á undanförnum mánuðum hafa nokkur fyrirtæki lagt niður starfsemi sína og nokkur fyrir- tæki eru um þessar mundir að meta stöðuna með tilliti til þess hvort eitthvert vit sé í að halda rekstri áfram," sagði Ólafur Rúnar ennfremur. Unnið við fermingu og affermingu Fokkervéla Flugleiða á Reykjavíkurflug- velli. Ljósmynd Mbl. Snurri Snorrasun. Fyrstu tillögur efnahagsnefndar: Stórauknar niður- greiðslur á döfinni Viðræður hefjast í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.