Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 íslandsmótið í svifflugi: Mótið sett - en ekkert flogið EKKERT var íloKÍð á íslands- mótinu í sviffluKÍ á Hellu um helKÍna þrátt fyrir að mótið hafi verið sett sl. laugardaK- Það voru veðurKuðirnir sem léku keppend- ur svo Krátt. Ekki er búist við, að keppnin hefjist fyrr en seinni hluta vik- unnar, en 12 svifflugur taka þátt í henni. í hverju keppnisliði eru flugmaður og aðstoðarmaður eða menn með honum. Um tvær gerðir af svifflugum er að ræða, annað- hvort úr tré eða plasti. Keppt verður í hraðflugi og fjarlægðarflugi. Gert er ráð fyrir að mótið taki níu daga, ef veður hamlar ekki. Skortur og skömmt- un er framundan - segir formaður Hagsmunafélags kjúklingabænda um fóðurbætisskatt — Fyrri hluta þessa árs hefur verið offramlciðsla i kjúklinga-. CKKja- ok svínabúskap mcð þeim aflciðinKum að búin hafa verið rckin undir rckstrarKrundvdli ok ncytandinn fcnKÍð vóruna Aðalfundur íbúasamtaka Vesturbæjar ÍBÚASAMTÖK Vesturha’jar héldu aðalfund sinn 2. júni sl. í Iðnó. Á komandi hausti eru fyrirhuKaðir fundir um umferðarmál í hverfinu. svo ok um skólamál. Stjórn samtakanna hefur rætt möguleika á því að fá forsvarsmenn skipulags borgarinnar á fund með félagsmönnum, þar sem ræddar yrðu fyrirhugaðar framkvæmdir og breyt- ingar í hverfinu. Ibúar hverfisins eru hvattir til þess að ganga í samtökin, til þess að stuðla að verndun og bættu umhverfi í Vesturbænum. I stjórn samtakanna eru: Björn S. Stefánsson formaður, Brynhildur K. Andersen, Jóhannes Guðfinnsson, Magnús Skúlason og Þórunn Klem- ensdóttir. (Fréttatilkynning.) mjöK ódýra . saKði ÁsKeir Ei- ríksson formaður Hagsmunafé- laKs kjúklinKahænda i samtali við Mbl. — Með þunga þessarar offram- leiðslu á bakinu er allt í einu rokið til og settur fóöurbætisskattur til viðbótar á erfiðleikana, fyrst 200%, síðan 50%, sem einnig er mörgum ofraun. Með skömmtun- arkortum, sem bændur þurfa jafn- vel að koma fljúgandi frá Astur- landi í eigin persónu, til að fá. Það verður nóg að gera hjá samgöngu- aðilum! Þessar búgreinar eru reknar án allra niðurgreiðslna og útflutningsbóta. Hvers vegna eiga óstyrktar búgreinar að greiða líka fóðurbætisskatt, sem færi beint út í verðlagið, fyrir offramleiðslu hinna ríkisstyrktu búgreina (sauðfjárræktar og kúabúskapar) til viðbótar við sinn eigin offram- leiðsluvanda ? Nú þegar eru fuglabúin farin að týna tölunni — í byrjun skattlagn- ingar. Hvað verður eftir ár ? Hættir almenningur að hafa ráð á að borða kjúklinga, svínakjöt og egg ? Hætta þessar vörur að vera á boðstólum ? Þá verður ekki spurt hvað þær kosti, heldur hvar þær fáist ? Er verið að skella á okkur skorti, skömmtun og hamstri ? spurði Ásgeir að lokum. Markaðsbæklingur - frá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja FELAG dráttarbrauta og skipasmiðja hefur sent frá sér markaðsbækling á ensku er félagið lét taka saman. Var honum m.a. dreift á sjávarút- vegssýningunni „Woríd Fis- hing“, sem haldin var i Kaup- mannahöfn i síðasta mánuði og er ætlunin að koma honum á framfæri á fleiri erlendum vörusýningum á næstunni. í frétt frá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja segir að vonir standi til að bæklingurinn sé upphafið að skipulegri landkynn- ingar- og markaðsstarfsemi aðild- arfélaganna bæði á innlendum vettvangi og erlendum. Segir einn- ig að framleiðsluvara íslenskra skipaiðnaðarfyrirtækja og almenn þjónusta þeirra standi síst að baki því besta sem erlendir keppinaut- ar bjóði. Varasamur vegur í Strákagöngum SÍKlufirAí. 11. júlí. Full ástæða er til að vara okumcnn við ástandi veKarins í StrákagönKunum. Vegurinn, sem er með varanlegu slitlagi, er nú svo holóttur og þær svo djúpar og skarpar, að sé ekið ógætilega um hann getur það valdið stórskemmdum á bílunum. Eru dæmi þess að menn hafi orðið fyrir tjóni svo tugþúsundum skiptir. Væri full ástæða til að setja þarna upp viðvörun meðan ekki verður bætt úr ástandi vegar- ins. m.j. Hvalurinn borinn upp á Arnarhól þar sem hleypt var úr honum loftinu. Hvalverndunarmenn á Lækjartorgi: Friður með hvölum Á LAUGARDAG efndu hvalverndunarmenn til útifundar og kynntu baráttumál sín. Hófst fundurinn kl. 2.00 við Kjarvalsstaði og var gengið þaðan niður á Lækjartorg. Var uppblásinn hvalur borinn í broddi fylkingar en hval þennan kom Bandaríkjamað- urinn John Perry með til landsins nýverið. Þegar niður á Lækjartorg kom. hélt Jón Baldur Illíðberg ávarp um hvalinn og hinar ómannúðlegu hvalveiðar f.h. Skuldar, félags hvalverndunarmanna. Guðmundur ólafsson las ritgerðina „Stóra hjartað“ eftir Jóhannes S. Kjarval. Ritgerð þessi birtist í Morgunbl. 14. marz 1948 og mótmælir Kjarval þar hvaladrápi. Þá hélt Steíán Bergmann. líffræðingur, ræðu og sagði hann m.a. að of lítið væri vitað um stofnstærð hvala til að réttlæta áframhaldandi veiðar á þeim. artorgi og hljómsveitin Kvalir fundin- John Perry kom fram á fundinum og skýrði ástæðuna fyrir því að hann fór af stað með þessa uppblásnu hvali en hann hefur, sem kunnugt er, í hyggju að fara með stærri hvalinn yfir Ermasund í sumar til að vekja athygli á baráttumálum hvalverndun- armanna. „Játning Jónasar" hét upp- ákoma sem leikin var á Lækj- lék Búrhvala blús. Á um var dreift dreifibréfi þar sem sagði m.a. „Það er ekki einungis að hvalveiðar séu í þann veginn að útrýma mörg- um hvalastofnum, heldur eru þær einnig með fádæmum grimmdarlegar. Enginn mað- ur myndi nokkurn tíma geta samþykkt að landdýrum væri slátrað með fallbyssukúlum á löngu færi svo hending réði hvar búkur dýrsins splundrað- ist, — hvort dauðdaginn yrði skammur eða langur og sárs- aukafullur. Þannig eru hvalir drepnir. Það er hvorki bábilja né hjátrú að hvalir hafi full- komið taugakerfi, jafnvel á borð við sjálfan manninn. Dráp þeirra með þessum hætti verður því enn viðbjóðslegra. Vilduð þið vinsamlegast kynna ykkur þessi mál.“ IFrá fundinum á Lækjartorgi. F.v. Jón Baldur IIIiðbcrK. John Perry og Ásgeir Rúnar Helgason. Ljósm. Gudjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.