Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 4
4 ■■ 1 iTf» i; rt * ■ / '/,'J 9 !mf,m. " 'T,*, ,* T m7P7.7" MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGljR 15. JÚLÍ 1980 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. ÞÖCLI ÞJONNINN Fatahengi geta veriö falleg o KRISTJfln SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113 REYKJA/IK SIMI25870 BROOK RAFMÓTORAR Verzlunarmannahelgin Mót í Galtalækjarskógi MÖRG undanfarin ár hefur Um- dæmisstúkan nr. 1 og íslenskir ungtemplarar staðið fyrir útihá- tíð bindindismanna í Galtalækj- arskógi um verslunarmannahelg- ina. Ákveðið hefur verið að halda um næstu verslunarmannahelgi slíkt mót og verður það með líku sniði og undanfarin ár. Mótin í Galtalækjarskógi hafa verið vel sótt, að því er segir í frétt frá aðstandendum mótsins. Þar hafa ungir og aldnir komið saman á fögrum stað og notið hvíldar og næðis í tjaldbúðum. Ýmis skemmtiatriði og dans hafa stytt mótsgestum stundir, en lögð hefur verið áhersla á að hafa sem mesta fjölbreytni í þeim atriðum. Með- fylgjandi mynd er úr Galtalækj- arskógi. Bráðabirgðatölur frá Fiskifélagi íslands: Heildaraflinn um 90 þúsund lestum minni en í fyrra HEILDARFISKAFLI lands- manna var orðinn 814.18G lestir í lok júní. en var í fyrra á sama tíma 904.259 lestir samkvæmt tölum frá Fiskifélagi íslands. í bráðahirgðatölum fyrir þetta ár kemur fram að aflinn í júní var 52.031 lest. en í sama mánuði í fyrra 52.238 lestir. Sé litið á hvað veiðst hefur af einstökum fisktegundum kemur í Ijós að mestu munar um minni loðnuafla. Var hann rúm 391 þúsund lest í júní í ár, en var um 120 þúsund lestum meiri á sama tíma í fyrra eða yfir 521 þús. lest. Mun meira hefur hins vegar veiðst af þorski í ár en í fyrra eða um 277 þúsund lestir á móti 244 þús. lestum í fyrra og af botnfiskafla hefur veiðst um 50 þúsund tonnum meira í ár en á sama tíma í fyrra, rúmar 408 þúsund lestir á móti 353 þúsund lestum þá. Þá hefur einnig veiðst meiri humar það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra, en minna hefur aflast af rækju, hörpudiski og kolmunna. Útvarp kl. 9.05.: Lestur nýrr- ar sögu hef st Ása Ragnarsdóttir hyrjar í dag að lesa nýja. norska barna- sögu, „Sumar á Mírabellueyju“. eftir Björn Rönningen í þýð- ingu Jóhönnu Þráinsdóttur. Sagan fjallar, að sögn Asu, um fjölskyldu sem fer í sumarfrí á litla eyju og lendir þar í ýmsu skemmtilegu og skringilegu. í fjölskyldunni eru pabbi, mamma og tvö börn, strákur og stelpa. Það er stelpan sem er 11 ára sem er sögumaður og sagði Ása að sagan væri ljóðræn og skemmti- leg. Lestrar verða alls 17 talsins. „Áður fyrr á árunum“. þáttur i umsjón Ágústu Björnsdóttur er á dagskrá útvarpsins í dag kl. 10.25. Iiulda Runólfsdóttir les úr „Minningum" Einars Jónssonar myndhöggvara. Hann hefur væntanlega ekki verið svona einmanalegur klár- inn. á fjórðungsmóti hestamanna á Vesturlandi. en um það verð- ur fjallað i útvarpi i kvöld kl. 21.10. Umsjónarmaður þáttar- ins er Hjalti Jón Sveinsson og þeir sem rætt verður við eru Albert Jóhannsson formaður Landssambands hestamanna, Þorkell Bjarnason hrossarækt- arráðunautur. Högni Bærings- son starfsmannastjóri móts- ins og Ólöf Guðbrandsdóttir i Nýjabæ. Einar Jónsson Eigum fyrirliggjandi Eins fasa: 0,25 HÖ — 1,5 HÖ Þriggja fasa: 11 HÖ — 4 HÖ Ýmsir snúningshraöar Utvegum allar stæröir og geröir meö stuttum fyrir- vara. ÓlAfHX OlSlASOM % CO. HF. SUNDABORG 22 - 10< REYKJAVlK - SlMI 81800 Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDhGUR 15. júli MORGUNINN 7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul- ur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.55 Mælt mál. Endurtekinn þáttur Bjarna Einarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ása Ragnarsdóttir byrjar að lesa „Sumar á Mírabellu- eyju“ eftir Björn Rönningen i þýðingu Jóhönnu Þráins- dóttur. 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 „Áður fyrr á áruniiin“. Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Hulda Runólfsdóttir les úr „Minningum" Einars Jónssonar myndhöggvara. 11.00 Sjáyarútvegur -- SJgl|ng. ar- J'úomundur Hallvarðs- son ræðir öðru sinni við Guðmund H. Garðarsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna um ástand og horfur á mörkuðum hraðfrystra sjáv- arafurða. 11.15 Morguntónleikar. Christian Larde og Alain Marion leika með Kammer- sveit Parísar Sinfóniu nr. 5 í d-moll fyrir tvær flautur og strengjasveit eftir Ales- sandro Scarlatti; Charles Ravier stj./ I Solisti Veneti kammersveitin leikur Hljómsveitarkonsert nr. 4 í F-dúr eftir Alessandro Marc- ello; Claudio Scimone stj. / Enska kammersveitin leikur Vatnasvítu í G-dúr eftir G.F. Hándel; Raymond Leppard stj./ Nathan Mistein og kammcrsveit leika Fiðlu- konsert nr. 2 í E-dúr eftir J.S. Bach. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍDDEGID 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- írégr.ír. Tilkynningar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kvi’-’ — sjóm-- v -»tir óskalög . ...oitna. 14.30 Miðdegissagan: „Ragn- hildur" eftir P*iru Flage- stad Lars--„ Benedikt Arn- ke,.B^on þýddi. Helgi Elías- son les (11). 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Alicia de Larrocha leikur Píanósónötu í e-moll op. 7 eftir Edvard Grieg. Zino Francescatti og Fíl- harmoniusveitin i New York leika Fiðlukonsert í d-moll op. 74 eftir Jean Sibelius: Leonard Bernstein stj./ Elisabeth Söderström syng- ur lög eftir Wilhelm Sten- hammar og Ture Rang- ström; Jan Eyron leikur á pianó. 17.20 Sagan „Barnaeyjan" eft- ir P.C. Jersild. Guðrún Bachmann þýddi. Leifur Hauksson les (4). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Allt í einni kös. Hr»»- Pálssi>n — * — ug Jörundur Guð- mundsson láta gamminn geisa. 20.00 Frá óperuhátiðinni í Savonlinna 1979: Eero Hein- onen leikur á pianó. a. Sónata nr. 21 í C-dúr op. 53, „Waldstein", eftir Lud- wig van Beethoven. b. Fimm þættir úr Fantasiu op. 116 eftir Johannes Brahms. c. Fantasíutilbrigði op. 19. eftir Ilmari Hannikainen. d. Þrjár etýður, op. 42 nr. 5 og op. 8 nr. 5 og 12, eftir AÍexander Skrjabin. 21.10 Frá fjórðungsmóti hesta- manna á Vesturlandi. Rætt er við Albert Jóhannsson formann Landssambands hestamanna, Þorkel Bjarna- son hrossaræktarráðunaut, Högna Bæringsson starfs- mannastjóra mótsins og ólöfu Guðbrandsdóttur í Nýjabæ. Umsjónarmaður er Hjalti Jón Sveinsson. 21.45 Útvarpssagan: „Fugla- fit“ eftir Kurt Vonnegut. Hlynur Árnason þýddi. Anna Guðmundsdóttir les (16). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Úr Austfjarðaþokunni. Vilhjálmur Einarsson skóla- meistari á F«Hi—* ^„..aoiooum ræðir ooru sinni við Guðmund G. Hagalin rithöfund. 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson litsfræðingur. Enski leikar- inn Stanley Holloway segir og syngur söguna af Albert litla Ramsbottom og öðrum (ó)8ögufrægum persónum. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.