Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JTJLÍ 1980 33 Þrír íslendingar á alþjóðlegu skákmóti ÞRÍR íslendinKar taka þátt í alþjóðlegu skákmóti. sem, nú er haldið í New York. þeir Árni Á. Árnason. Jóhann Iljartarson og Margeir Pétursson. bátttakend- ur í mótinu eru alls 60 að tölu. þar af 3 stórmeistarar og 5 alþjóðleKÍr meistarar. Þremur umferðum er lokið á mótinu. sem heitir Continental Chess Inter- national. í fyrstu umferð vann Árni Á. Árnason Bretann Banks, tapaði í annarri umferð fyrir Bandaríkja- manninum Hoffman og tapaði í þriðju umferð fyrir hinum gam- alkunna Bandaríkjamanni Kevitz. Hefur því Árni 1 vinnig eftir 3 umferðir. í fyrstu umferð vann Jóhann Hjartarson Mengarini, í annarri umferð tapaði hann fyrir Banda- ríkjamanninum Khatena og í þriðju umferð vann hann Minaya frá Columbíu. Hefur Jóhann því 2 vinninga eftir 3 umferðir. Margeir Pétursson tapaði í fyrstu umferð fyrir Bandaríkja- manninum Ginsburg, gerði jafn- tefli við Schroer í annarri umferð og vann Bandaríkjamanninn Sav- age í þriðju umferð. Margeir hefur því 1 xk vinning eftir 3 umferðir. Ljósm. Mhl. Spb. I gömlum grónum hraungjótum víða í Aðaldalshrauni. heíur undanfarið verið gott skjól og hiti oft verið mikill. þegar sólar hefur notið. Þegar ljósmyndari hlaðsins átti leið um hraunið sl. sunnudag. voru Akureyringar þar að sóla sig í um 30 stiga hita. Ferðamálaráðstefnan 1980: Harmar brottf arar- skatt og lagningu FERÐAMÁLARÁÐSTEFNAN 1980 vill undirstrika mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugrein- ar og til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbúið og telur að stórauka megi gjaldeyristekjur af ferða- málum með skipulögðu átaki á næstu árum. segir í einni ályktun ferðamálaráðstefnunnar, sem haldin var á Akureyri í vor. Þá er bent á að fjölgun ferða- manna stuðli að uppbyggingu almennra samgangna. hótela og annarra þjónustustöðva, skorað er á Alþingi að gera stórátak í bættum aðbúnaði farþega og starfsmanna á íslenskum flug- völlum og átalin er skattlagning yfirvaldaáferðagjaldeyri. Ieinni ályktun ráðstefnunnar er sagt að skattlagning bíla sé komin langt fram yfir eðlileg mörk í saman- burði við nágrannalöndin. varað er við þeirri þróun og sagt að hún ýti undir ferðalög fslendinga til útlanda og dragi úr straumi erlendra ferðamanna hingað, þar sem ferðakostnaður hafi hækkað mun meira en leiðrétting geng- isskráningar. Þá er fjallað nokkuð um tjald- svæði og sagt að mikilvægur þáttur í uppbyggingu ferðamála sé skipulagning tjaldsvæða og sveit- arstjórnir eru hvattar til að keppa að sem bestum aðbúnaði þeirra. Mælst er til að tekin verði upp í skatt- á gjaldeyri skólum aukin fræðsla um um- gengnishætti við landið, og varð- andi menntun starfsfólks í ferða- þjónustu, er Ferðamálaráði falið að koma á fót nú þegar skipu- lagðri fræðslu fyrir starfsgreinar ferðaþjónustunnar. Þá er lögð áhersla á að stofnuð verði veiðifé- lög um öll vötn og komið verði upp aðstöðu fyrir veiðimenn, vinna þurfi að kynningu veiðistaða, enda séu miklir möguleikar á nýtingu og margir staðir ónýttir enn. Ferðamálaráðstefnan varar við þeirri þróun að erlendar ferða- skrifstofur taki í sínar hendur skipulag hópferða til íslands og er farið fram á að Ferðamálaráð kanni hvort óæskileg samkeppnis- aðstaða erlendra ferðaskrifstofa hér byggist að einhverju leyti á ólöglegum innflutningi og notkun bíla, vista og búnaðar, og yfirvöld eru hvött til að framfylgja betur en gert hefur verið ákvæðum tollalaga, laga um atvinnuvernd og fólksflutninga og vernda beri forgangsrétt íslendinga til starfa við ferðaþjónustu. Að lokum harmar ráðstefnan háa skattlagn- ingu ríkisins á hendur ferðamönn- um í formi brottfararskatts, sem dragi úr möguleikum til aukning- ar á komum erlendra ferðamanna, þar sem féð renni ekki til upp- byggingar ferðamála né sam- göngubóta í landinu. LANDSM ALAFELAGIÐ VÖRÐUR Reykjavík — Stokkseyri — Sögualdarbær — Hrauneyjarfoss — Sigalda— Galtalækjarskógur Reykjavík Sumarferð Varðar sunnudaginn 20. júlí 1980 Vöröur efnir til feröar aö Stokkseyri — Sögualdarbænum — Hrauneyjarfossvirkjun — Sigöldu — Galtalækjarskógi og til Reykjavíkur sunnudaginn 20. júlí n.k. Verö farmiöa er kr. 12.000 fyrir fulloröna og kr. 7.500 fyrir börn. Innifaíiö í fargjaldinu er hádegis- og kvöldverður. Lagt veröur af staö frá Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 8 árdegis. ★ Til aö auðvelda undirbúning, vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst í síma 82900. ★ Miðasala í Valhöll, Háaleitisbraut 1, 2. hæö. ★ Einstakt tækifæri til að ferðast um fagurt landslag. ★ Varðarferðir bjóða uppá traustan ferðamáta og góðan félagsskap. ★ Aðalleiðsögumaður verður: Einar Guðjohnsen. ★ Allir eru velkomnir í sumarferð Varðar. Innifalið í fargjaldi er hádegis- og kvöld- veröur. Miðasala alla daga frá kl. 9—5. Laugardag- inn 19/7 kl. 1—5. Pantanir teknar í síma 82900. Ferdanefnd. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Vorum aö fá í etnkasölu glæsi- legf einbýlishús á tveimur hæö- um ekki fullgert. Hvor hæö um 160 ferm. Tvöfaldur innbyggöur bílskúr. Hægt aö breyta neóri hæó t litla íbúó. Miklir möguleik- ar fyrir stóra tjölskyldu. Eigna- og veróbréfaaalan, Hringbraut 90, Kaftavík, eími 92-3222. Sandgerði Nýlegt einbýllshús 135 ferm ásamt 60 term bílskúr. Aö mestu búiö. Nýtt einbýlishús 144 ferm i smíöum. Teikningar á skrifstof- unni Garður Nýlegt einbýllshús 132 lerm. Hjá okkur ar úrvaliö. Eignamiölun Suóurneaja, Hafnargötu 57, aími 3868. Keflavík Okkur vantar nú þegar 2ja og 3ja herb. íbúóir á söluskrá. góöir kaupendur tyrir hendi. Til sölu raöhús í smíöum sem skilaö veröur tokheldu og trágengnu aö utan, stærö 140 term meö bílskúr. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Garöabœr Einbýlishús eöa raöhús óskast til leigu í 1—2 ár. Uppl. í s. 43448. Garöur Til sölu 140 Im nýlegt einbýlis- hús viö Sunnubraut Laust nú þegar Fasteignasala Vilhjálms Þórhallssonar, Vatnsnesvegi 20. Keflavík, sími 1263, heimas. sölum. 2411. Bólstrun, klæðningar Klæðum eldri húsg.. ákl. eóa leður. Framl. hvíldarstóla og Chestertleldsett. Bólstr. Laugarnesvegi 52. Sfmi 32023. I | Fíladelfía Síöustu samkomur Herferðar- innar veröa miövikudagskvöld kl. 20.30 og næstu kvöld í tjaldinu viö Laugarlækjaskóla. Predikarar frá Bandarikjunum og Kanada tala. FERDAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Sumarleyfisferóir: 1. 18,—27. júlí (9 dagar): Álfta- vatn — Hrafntinnusker — Þórs- mörk. 2. 19.-24. júlí (6 dagar): Sprengisandur — Kjölur. 3. 19.-26. júlí(9 dagar): Hrafns- fjöröur — Furufjöröur — Horn- | vík. 4. 25,—30. júlí (6 dagarj: Gönguferð um Snæfellsnes. 6. 30. júlí — 4. ágúst (6 dagar): Gerpir og nágrenni. Athugió aö panta farmiöa tíman- lega. Allar upplýsingar á skrif- | stofunni. Feröafélag islands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Miðvikud. 16. júlí kl. 08: Þðrsmörk Heigarteröir 18.7—20.7. • 1. Hungurht — Tindfjallajökull. ! Gist í tjöldum. | 2. Hveravellir — Þjófadalir (grasaferö). Gist í húsi. 3. Alftavatn á Fjallabaksveg syöri. Gist í húsi ! 4. Þórsmörk. Gist í húsi. 5. Landmannaiaugar — Eldgjá. J Gist í húsi. Upplýsingar á skritstofunni. i Öldugötu 3. VKil.VSINGASIMIW KK: 22480 Jflorounblnbiíi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.