Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 15 hafa þeir „austanmenn" sömu skoðun og skáldið sem kvað, „Feg- urð hrífur hugann meira ef hjúpuð er. Svo andann gruni ennþá fleira en augað sér.“ Hér mun heldur ekki að fá systurblöð á við „Sam- úel“ og „Konfekt". Þjónusta á veitingastöðum og í búðum er hér fremur stirð. Fjölda fólks í þeim störfum virðist haldið í algjöru lágmarki og á þetta við í báðum hlutum landsins. Þetta fólk má greinilega hafa sig allt við að afgreiða sína kúnna. Okkar elsku- lega leiðsögukona bætti þó fylli- lega upp þessa annmarka meðan hennar naut við. Hún var blátt áfram eins og mamma okkar allra og taldi ekki eftir sér að fylgja okkur hverju og einu og leiðbeina ef við þurftum á að halda. Geta má nærri að hún hafði nóg að gera því einn vildi sjá þetta og annar hitt o.s.frv. Skauzt hún jafnvel í búðir með okkur ef það var eitthvað sérstakt sem fólk hafði augastað á en rataði ekki. Virtist hún ein þeirra kvenna sem við höfum öll þekkt einhverntíma á lífsins leið og hafa alltaf tíma afgangs fyrir aðra. Hin fagra Dresden Fimmtudaginn 29. maí var farið til Dresden. Þetta þótti mér með skemmtilegri dögum ferðarinnar. Erfitt er þó að gera þar upp á milli. Þarna fórum við með spor- vagni upp á fjall og settumst þar að snæðingi á veitingastað sem þarna er, lagið var og tekið þarna. Ég held að þessi borg sé önnur sú fallegasta sem við sáum í ferðinni, en auðvitað er slíkt mat ákaflega einstaklingsbundið. öllu tagi. Lyf, ljósmyndavörur, postulín, glervörur, svo nokkuð sé nefnt. Enda er loftmengunin geigvænleg. Hef ég heyrt að hún sé á mörkum þess lífvænlega og stöðugt sé fylgst með henni með mælingum. Það fer ekki hjá því að við óskum okkur slatta af íslenzku fjallalofti í svona loftslagi. Engum datt víst í hug að Dresden yrði reist úr rústum eftir stríðið. En hér er hún þessi fallega borg, og voru það aðallega konur sem endurreisnarstarfið unnu því karl- ar voru fáséðir hér í þann tíð. Dresden er mikill skólabær. Hér er og geysistórt íþróttasvæði eins og hvarvetna. Hér er það skrýtna fyrirbæri barnajárnbrautarlest í „alvörunni". Við sjáum líka 3 hallir í hlíðunum handan Elbe. í einni þeirra er barnakaffistofa þar sem börn geta boðið fullorðn- um veitingar sem þau annast sjálf. Frumleg hugmynd. Við ök- um inn í grasagarð borgarinnar, 156 hekt. Hér var það sem hinn hroðalegi atburður gerðist er fólk- ið sem flúið hafði í garðinn einnig , frá nærliggjandi borgum og bæj- um féll fyrir árás flugvéla sem flugu lágt yfir garðinn og strá- felldu fólkið. Frá ferö Kirkjukórs Akraness um Þýzkaland - Fyrri hluti neitt smjörfjall hér að glíma við, hvernig sem þeir fara nú að því. Hér ku þeir framleiða svokallað magurt smér, því auðvitað eru þær í Línunni hér líka blessaðar. Þeir ættu að athuga þetta heima á Fróni. Allt heimsins yndi Við komum til Potsdam, sem á seinni árum er einkum fræg fyrir samninga þá er hér fóru fram að stríði loknu. Við skoðum Cecilienhof, en þar stendur allt óbreytt frá því er höfðingjar stórveldanna yfirgáfu stóla sína. Síst vantar hér herleg- heitin. En hér er annar staður fornfrægari, Sanssouci-höllin. Friðrik kóngur fyrsti sem hér ríkti um 1700 sóttist mjög eftir hávöxnum mönnum frá ýmsum löndum svo hugmyndin að ræktun hávaxinna virðist æði gömul hér. Sá er næstur honum kom lét byggja þessa höll. Hann var list- rænn mjög, málaði, samdi tónlist og hafði yndi af skáldskap. Þarna urðu allir að fara á flókaskó utan yfir sína. Voru þetta sannkallaðir sjö mílna skór og var all kyndugt að sjá mannskapinn á þessum risaskóm. Þetta er hinsvegar með afbrigðum sniðugt og þjónar tvennum tilgangi, hlífir viðkvæm- um listilega skreyttum gólfum og bónar þau í leiðinni. Það er ógerlegt að lýsa því skrauti sem þarna er. En ógleym- anlegur verður mér Hellasalurinn svonefndi, skreyttur hálf-eðal- steinum frá öllum heimshornum, ennfremur skeljum og kuðungum hafsins. Myndar þetta snilldarlega samsett munstur á veggjum salar- ins. Þetta er einhver stórkostleg- asta skreyting sem ég hef augum litið. Þarna var til dæmis 60 Leið8ögumenn og bilstjórar i Austur-Þýzkalandi. Fegurðin þarna er með ólíkind- um, hjálpast þar flest að. Skógi vaxnar hæðir með fagrar gamlar byggingar, áin Elbe sem liðast þarna um með sínar ferjur á siglingu og ótal brýr. Nóg er hér að sjá þótt þessi borg hafi bókstaf- lega verið jöfnuð við jörðu á einni nóttu í lok styrjaldarinnar. Er það einn af ljótari kapitulum mann- kynssögunnar hversu það verk var unnið. Við skoðuðum eitt stærsta listasafn Evrópu sem hér er. Blöstu málverk hinna gömlu meistara við augum og þarf lengri tíma til en dagsstund að njóta þeirrar dýrðar sem þarna gefur að Ííta. Því miður var postulínssafnið lokað, en hver hefur ekki heyrt talað um Meissen-postulín. Lagið var tekið í garði safnsins, sem er í raun stærðar höll. Enda byggð í samkeppni við Versali hina frönsku. Auðvitað er hér stórkost- legur gosbrunnur í miðjum garði. Margt er það sem gleður augað í þessu fagra landi, auk verka skaparans. Hef ég t.d. hvergi séð jafn frumlega og fallega hannaða gosbrunna sem hér. Það er hrein opinberun hvað tekist hefur að gera úr málmi, vatnsúða og lýs- ingu. A einum stað var vatnsúðinn eins og biðukollur á íslenzku engi. Hér er geysilegur iðnaður af Enn er verið að reisa úr rústum og er áætlað að það kosti t.d. 200 millj. marka að endurbyggja óper- una eina. Plöturnar freista 30. maí er frjáls dagur sem menn nota á ýmsa vegu, flestum verður tíðgengið í plötu- og nótna- búðir og sköpum við þar algert öngþveiti á tímabili. Því eins og alltaf, var heldur fátt við af- greiðsluna. Sumir leggja þó leið sína í dýragarðinn. Um kvöldið er Leipzig kvödd með sameiginlegum kvöldverði. 31. mái er svo lagt af stað í glampandi sól sem fyrr frá okkar ágæta Hóteli Astoria. Öll- um finnst lofið gott, og auðvitað vorum við harðánægð þegar við fréttum, að við hefðum fengið þá umsögn hjá starfsliði hótelsins að við hefðum borið af gestum hót- elsins í áraraðir fyrir skemmti- lega framkomu. Leiðsögukona okkar tekur í sama streng. Hver vill ekki vera góð landkynning. Við höldum nú áleiðis til A-Ber- línar. Fyrir augu ber fólk á ökrum. Hér er allt mögulegt ræktað, hafrar, hveiti, bygg, rúgur, kart- öflur og flest sem nöfnum tjáir að nefna. Ekki kváðu þeir samt hafa milljón ára steingerður trjábolur í góðu sambýli með geislasteini, sem vel hefði getað verið af Austfjörðum. Hrædd er ég um að þeim grjótsöfnurum heima hefði orðið „laus höndin" þarna inni. Annað situr í huganum. Lítið leikhús var þarna. Mjög fallegt og sérstætt. Ein allra ferðahópa nut- um við þeirrar náðar að fá að skoða það og meira að segja syngja þarna á sviðinu fyrir hrifna áheyrendur og þakkláta. Virtist sem við ættum hvarvetna greiða leið að hjörtum fólksins gegnum sönginn. Gengið var um hinn gríðarlega garð hallarinnar sem er sannarlega kapituli út af fyrir sig. Er ein gata hans 2,5 km. Við sungum þarna í litlu tehúsi umkringd af Pólverjum sem bók- staflega rifu söngskrárnar út úr höndum okkar til minja. Þrátt fyrir alla dýrðina virðist svo sem ekki hafi allir verið sérlega hamingjusamir í höll þess- ari, þótt manni gæti virst að hér hafi þeir haft allt heimsins yndi við höndina. Einn af eigendum þessarar hallar mælti á þá leið: „Því meira sem ég kynnist mann- eskjunni, því vænna þykir mér um hundinn minn.“ Eitthvað hefur hann ekki verið ánægður karlang- inn. Höfn: Æskan aflahæst á all bærilegri humarvertíð Höfn. Hornafiröi. 10. iúli. HUMARVERTIÐIN hefur gengið all bærilega það sem af er og hafa nú borist á land um 150 tonn af slitnum humar. Þrettán bátar stunda humarveiðar frá Hornafirði á þessari vertíð, aflahæsti báturinn 8. júlí var Æskan SF 140 með rúmlega 16 tonn af slitnum humar. næst er Hvanney SF 51 með tæp 14 tonn, og í þriðja sæti er Steinunn SF 10 með rúmlega 12 tonn. aðrir bátar eru með um 9 til 11 tonn. Þess má geta að Æskan SF 140 hefur verið aflahæsti báturinn tvö undanfarin ár og bendir allt til að svo verði þriðja árið í röð. Skipstjóri á Æskunni er Björn L. Jónsson. Ef litið er aftur til ársins 1979, þá má segja að sú humarvertíð hafi verið með lélegasta móti en þá veiddust aðeins rúm 74 tonn og stóð sú vertíð allt til 31. ágúst, en humarvertíðin 1978 verður aftur á móti að teljast með betri humar- vertíðum því þá bárust' á land rúmlega 169 tonn af slitnum humar og stóð sú vertíð fram til 2. ágúst, og má búast við að humar- vertíðin í ár verði svipuð og vertíðin 1978. I upphafi humarvertíðarinnar var humarinn frekar smár en fór fljótlega stækkandi og undanfarið hefur humarinn verið mjög jafn- stór og fallegur. í vikunni kom hingað Skafta- fellið og lestaði um 2000 ks. af humar og um 4000 ks. af frystum þorskflökum og fer hvort tveggja á Bandaríkjamarkað. Samkv. upplýsingum Kristjáns Þórarinssonar hjá Frystihúsi K.A.S.K. mun ekki koma til lokun- ar frystihússins, né uppsagnar starfsfólks, en vegna umræðu fjöl- miðla undanfarið um lokanir frystihúsa og uppsagna starfs- fólks, hefur fiskvinnslufólki hér á staðnum orðið tíðrætt um hvort frystihúsi staðarins yrði lokað eða ekki, en þess má geta að lokum að undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að ekki hefur verið tekið á móti fiski síðustu vikuna fyrir verslunarmannahelgina, en byrjað að taka á móti aftur vikuna eftir verslunarmannahelgi, hefur sá tími verið notaður til að vinna upp aflann og vinna að ýmsum endurbótum í fiskvinnslunni. Einar. Nýr tónlistar- skóli stofnað- ur í Reykjavík FÉLAG ísl. hljúmlistarmanna hefur ákveðið að setja á stofn tónlistarskóla. sem mun taka til starfa í Reykjavík 1. október. Hefur skólinn hlotið samþykki yfirvalda og mun fá fjárveitingu ríkisins frá 1. janúar 1981 skv. lögum um tónlistarskóla. F.Í.H. hefur fest kaup á 230 fermetra húsnæði við Brautarholt 4 fyrir starfsemina og skólastjóri hefur verið ráðinn Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari. — Hér er um gamlan draum að ræða, sem lengi hefur verið á dagskrá hjá okkur, sagði Sverrir Garðarsson formaður F.Í.H. í samtali við Mbl. í gær. Skólanum verður skipt í 3 deildir, almenna tónlistarfræðslu (fullorðins- fræðslu), unglingadeild og félaga- deild. Tvær síðarnefndu deildirnar skiptast síðan í djassdeild og almenna deild. Er þetta í fyrsta sinn sem kerfisbundin djass- kennsla er tekin upp í tónlistar- skóla. I almennu tónlistarfræðslu- deildinni fer fram bókleg kennsla, þar verður ekki kennt á hljóðfæri, en kennd tónheyrn, nótnalestur, tónlistarsaga o.fi.. Unglingadeild- in er hugsuð sem beint framhald af Tónmenntaskólanum áður en nemendur fara í Tónlistarskólann í Reykjavík og félagadeildin er fyrir þá félagsmenn F.Í.H. sem vilja t.d. fá kennslu í nótnalestri. Þá er ráðgert að við skólann verði stofnaðar litlar djasshljómsveitir og kammersveitir. Að sögn Sverris Garðarssonar og Sigurðar I. Snorrasonar er talin full þörf á slíkum skóla í Reykjavík og gert ráð fyrir að hann taki við allt að 190 nemendum þegar starfsemin verður komin í fullan gang. Feng- ist hefur 3 millj. króna styrkur frá Reykjavíkurborg til starfseminn- ar í haust, en sem fyrr segir fer skólinn væntanlega inn á fjárlög um næstu áramóL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.