Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 3 Ekkert lát á slysaöldunni Hafnaði í gjótu AÐFARARNÓTT s.l. sunnudags var lítilli Fiat fólksbifreið ekið út af IlafnarfjarðarveKÍ i Engi- dal ok hafnaði bíllinn i 5—6 metra djúpri gjótu og stór- skemmdist. Ökumaðurinn var einn i bilnum ok slapp hann ómeiddur. Grunur leikur á þvi að hann hafi verið ölvaður. Fyrr um daginn varb slys á Karlabraut í Garðabæ. Sendibíll ók eftir götunni en skyndilega missti ökumaðurinn vald á honum svo hann valt. Ökumaðurinn skarst töluvert í andliti. Loks varð það slys á Arnarnes- hæð sl. laugardagskvöld að stúlka á bifreið ók aftan á kyrrstæða bifreið. í þessu slysi urðu meiðsl og skemmdir. Billinn dreginn upp úr gjótunni, í>rír menn drukknuðu er bátar þeirra fórust ÞRÍR menn drukknuðu er bátum þeirra hvolfdi um helgina á Gíslholtsvatni í Holtahreppi ok Másvatni í Reykjadal. Þeir hétu Ingi Garðar Einarsson, Flúða- seli 61 Reykjavík, sem la*t- ur eftir sig konu og son. Valdimar Björnsson, Furulundi 6 Akureyri og Halldór Sveinbjörnsson. Ilrísum Saurbæjarhreppi. báðir ókvæntir. Fyrra slysið varð um kl. 8 á laugardagsmorgun á Más- vatni í Reykjadal, skammt vestan Mývatns. Þrír menn fengu lánaða kænu í Más- koti og héldu út á vatnið. Er ekki ljóst hvort bátinn fyllti af vatni eða honum hvolfdi, en mennirnir féllu í vatnið. Lögðust tveir þeirra, Valdi- mar Björnsson og Halldór Sveinbjörnsson, til sunds, og náðu ekki landi, en lík annars þeirra fannst 5—6 m frá fjörunni. Þeir voru ekki í björgunarvestum. Sá þriðji hélt sig við bátinn og tókst að svamla á honum að landi. Síðara slysið varð laust eftir kl. 1 aðfaranótt sunnu- dags á Gíslholtsvatni í Holtahreppi í Rangárvalla- sýslu. Þrír menn lögðu á litlum bát út á vatnið, en honum hvolfdi er þeir skiptu um sæti í bátnum þegar hann var staddur milli 100 og 200 metra frá landi. Drukknaði einn þeirra, Ingi Garðar Ein- arsson, og fannst lík hans á sunnudagsmorgun. Hinum tókst að ná landi við illan leik, en þeir voru búnir björgunarvestum. Dróst 50-60 metra með strætisvagni LITLU munaði að slvs yrði í Reykjavík í gær- dag, þegar þriggja ára drengur festist í aft- urstuðara strætisvagns og dróst með honum 50—60 metra en féll síðan í götuna. Dreng- urinn var fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans en reyndist ómeidd- ur. Atburður þessi varð um sexleytið á Arnar- bakka í Breiðholti. Þegar vagninn stoppaði reyndi drengurinn litli að príla upp á stuðarann. Þegar vagninn lagði síðan af stað festist drengurinn og dróst með vagninum en vagnstjórinn varð einskis var. Þykir mesta mildi að ekki fór ver. Nafn mannsins sem lézt MAÐURINN, sem beið bana í umferðarslysi á mótum Elliðavogs og Langholtsvegar í Reykjavík sl. föstudag hét Þorsteinn Helgason, til heimilis að Langholtsvegi 106. Þorsteinn heitinn var 67 ára er hann \ézt, fæddur 13. maí 1913. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. Stórslasaðist þegar grjóthnullungur kom í gegnum framrúðuna UNGUR maður stórslasaðist á höfði í Ka*r, þegar grjóthnullung- ur kom í gegnum framrúðu bifreiðar, sem hann ók eftir Vesturlandsvegi. Vegna þessa slyss þarf Rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði nauðsynlega að ná tali af ökumanni rauðrar vöru- bifreiðar, en að sögn sjónarvotta féll steinninn af paíli vörubifreið- arinnar. Slysið varð um klukkan 13,30 í gær á Vesturlandsvegi milli Hlé- garðs og Brúarlands. Bifreið af Polonez-gerð ók í áttina til Reykjavíkur þegar grjót kom skyndilega í gegnum framrúðuna og í höfuð ökumannsins. Ökumað- urinn, sem er 23ja ára gamall, missti þegar meðvitund en unn- ustu hans, sem sat í framsætinu, tókst að stöðva bifreiðina. Maður- inn var fluttur í skyndingu á Borgarspítalann, þar sem gerð var á honum höfuðaðgerð og síðan átti að flytja manninn á gjörgæzlu- deild spítalans. Við rannsókn á slysinu kom í ljós, að talið er að stór grjóthnull- ungur hafi fallið af rauðri vöru- bifreið, sem ók næst á undan fólksbílnum. Steinninn lenti á stuðara gulrar Lada sport-bifreið- ar, sem kom á móti og af honum í framrúðu Polones-bílsins með fyrrgreindum afleiðingum. Vitað er að vörubifreiðin stöðv- aði á slysstað en fór af vettvangi áður en lögreglan kom. Skorar Rannsóknarlögreglan í Hafnar- firði á ökumann hennar að gefa sig fram við lögregluna svo og öll vitni að atburðinum. Nítján árekstrar SAMKVÆMT upplýsingum lögreglunnar urðu alls nitján árekstrar í umferðinni í n°vkiavík í gær á timahilinu “XV-. af voru tvö 06.00 til 24.UU. pa* — slys, annað þeirra mjög alvar- legt, eins og skýrt er frá á öðrum stað á síðunni. Að sögn lögreglunnar er þetta nokkuð venjulegur fjöldi árekstra á virkum degi, t.d. voru tuttugu og þrír árekstrar sl. föstudag í um- ferðinni og sl. fimmtudag voru árekstrarnir alls sautján. Ungt par stórslasað ef tir umf erðarslys Beygði sig eftir kveikjara og missti stjórn á bílnum ” * ” l’«,e,ur stórslasað á UNGT ran nB„ " '-"a gjörgæzludeild Borgarspitaiai... eftir geysiharðan árekstur á Hafnarfjarðarvegi rétt austan Miklatorgs skömmu fyrir klukkan 8 i gærmorgun. Piltur- inn hlaut mikla áverka á brjóstkassa og innvortis meiðsli og á hann að fara i uppskurð i dag. Ifann er t»!ír.r. í líís'nættu. Stúikan hlaut mikla áverka i ... ’ á höfði og var hún í 5 andliti og » — - -*wrðinu í klukkutíma á skuroar ln». . gær. 2?ði eru þau 19 ára gömul. Parið ók í lítilli ásamt þriðja aðila. Pilturinn ók Fiat-bin“ið en stúlkan sat í framsætinu. Á móti þeim kom jeppi af Scout- gerð og var ökumaður einn í bifreiðinni. Rétt áður en bílarnir mættust missti ökumaður jepp- ans siga.'T!íukveikjya, sem hann hélt á. Hann beyg„.' slý niður til þess að ná í kveikjarann £>n missti um leið stjórn á jeppanum. Skipti engum togum að jeppinn sveigði yfir á öfuga akgrein og skall harkalega beint framan á Fiat-bílnum. Svo mikið var höggið að Fiatinn kastaðist aftur á bak. Báðir bílarnir skemmdust og Fiatinn þó öllu iucir. kann jafnvel talinn ónýtur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.