Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 35 Gunnar Friðriksson, furseti Slysavarnafélagsins afhendir vinnings- hafanum lykla happdrættisbifreiðarinnar. Lengst til vinstri er Gunnar, þá Drífa 6 ára, Arna 10 ára og móðir þeirra frú Erna Hansen. Tíu ára telpa hlaut happdrættisbifreið ARNA Hansen, 10 ára, til heimilis að Skipholti 58. Reykjavík hlaut Mazda-929 station bifreiðna, sem var aðal- vinningurinn í happdrætti SVFÍ 1980. Gunnar Friðriksson forseti SVFÍ afhenti hinum unga vinn- ingshafa lyklana að hinum glæsta farkosti í viðurvist móð- ur stúlkunnar og yngri systur. Enn hefur eftirtöldum vinn- ingsnúmerum ekki verið fram- vísað: 16776 - 32689 - 22607 - 24784 - 4608 - 11979 - 26508 - 11178 - 17535 - 11135 - 20883 - 16313 - 3078 - 32151 - 23005 - 14257. Húsmæðraskólan- um á ísafirði slitið Húsmæðraskólanum á ísafirði var slitið mánud. 26. maí. Skóla- stjóri Þorbjörg Bjarnadóttir skýrði frá skólastarfinu. Skólinn byrjaði 10. sept. sl. og starfaði í löngum og stuttum handavinnu- og hússtjórnarnámskeiðum fram til áramóta. Voru þau öll full setin. 27 nemendur úr grunnskóla Bolungarvíkur og Gagnfræðaskóla Isafjarðar tóku matreiðslu sem valgrein í Húsmæðraskólanum og var þeim kennt í námskeiðum fram að áramótum. Samtals stunduðu 250 nemendur nám um lengri eða skemmri tíma á skóla- árinu. Próf voru tekin að loknu 5 mánaða námskeiðinu og hlaut Kristjana Valgeirsdóttir frá Ak- ureyri hæsta einkunn, 8.37. Voru henni veitt verðlaun úr Camillu- sjóði. Skólakostnaður á nemanda var að meðaltali kr. 300 þús. þar innifalið fæði, handavinnuefni, bækur og önnur skólagjöld. Fastir kennarar við skólann auk Sveinbjörn Pétursson Sveinbjörn Pétursson frá Svefneyjum varð niræður s.l. sunnudag. — Þau mistök urðu að mynd, sem fylgja átti afmælisgrein um hann í blaðinu þann dag, féll niður. Biðst blaðið velvirðingar á þessu. skólastjóra voru Guðrún Vigfús- dóttir vefnaðark. og Elsa Bjart- marsdóttir matreiðsluk. Rannveig Hjaltadóttir lét af störfum sem fastur kennari við skólann, en kenndi útsaum sem stundakenn- ari. Sigrún Vernharðsdóttir kenndi fatasaum. Við skólaslit voru mættir af- mælisárgangur 20 og 10 ára nem- enda, sem færðu skólanum höfð- inglegar gjafir og heillaóskir. SÁÁ sækir um lóð í Reykjavík SAMTÖK áhugafólks um áfengis- vandamálið leita nú fyrir sér hjá Reykjavíkurborg um lóð undir sjúkrastöð sína. Er hún nú til húsa að SilungapoIIi, en þar hafa yfir- völd amast við henni m.a. vegna nálægðar við vatnsból, en samtök- in telja hentugast að fá lóð i Reykjavík. — Við verðum ekki til langframa á Silungapolli þrátt fyrir að við höfum unnið þar að vissum endur- bótum, komið upp rafmagnskynd- ingu í stað olíukyndingar og látum nú tæma þróna vikulega til að menga síður, en hætta er talin á því þegar svo umfangsmikil starfsemi er rekin í húsinu, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri SÁÁ í samtali við Mbl. Sagði Vilhjálmur að samtökin hefðu þurft að flytja fjórum sinnum að undan- förnu og væri nú lagt kapp á að finna stað fyrir framtíðarhúsnæði, sem hýst gæti sjúkrastöðina og leitarstöðina, sem nú er í Lágmúla. — Við höfum augastað á lóð sunnanvert við gamla Bústaðaveg- inn, nálægt Kringlumýrarbraut, en starfsemi okkar þarf helst nokkuð verndað umhverfi. Við höfum fund- ið fullan skilning yfirvalda á að útvega okkur hentuga lóð, en engin ákvörðun hefur verið tekin enn. Ef lóð fæst fljótlega verður strax hafist handa um að teikna og síðan byggja og teljum við okkur geta lokið byggingunni á 8 mánuðum. Hyggjumst við þá standa fyrir átaki, hvetja fólk til að styðja okkur með framlögum og sjálfboðavinnu og drífa bygginguna upp á fáum mánuðum. Áttræður sl. sunnudag: Júlíus Vigfússon Hlíð Ytri-Njarðvík Áttræður varð sl. sunnudag, Júlíus Vigfússon, Hlíð, Ytri- Njarðvík. Júlíus er fæddur 13. júlí árið 1900 að Teigum í Fljótum, sonur Vigfúsar Árnasonar frá Isleifs- stöðum á Mýrum og Elínar Jó- hannsdóttur frá Reykjahóli í Skagafirði. Júlíus missti föður sinn þegar hann var 9 ára, en ólst síðan upp hjá móður sinni og eldri bræðrum til 15 ára aldurs, að hann fór til sjóróðra frá Siglufirði og síðar frá Suðurlandi. Þegar Júlíus stundaði sjó frá Njarðvíkum eftir 1920 kynntist hann Guðfinnu Magnús- dóttur og gengu þau í hjónaband 4 október 1924. Þau eignuðust tvö börn Karólínu og Árna, en urðu fyrir þeirri sorg að missa son sinn í samkomuhúsbrunanum í Kefla- vík 30. desember 1935. í sonarstað ólu þau upp og ættleiddu dótturson sinn Árna Júlíusson. Konu sína Guðfinnu missti Július 31. maí árið 1971 og eru afkomendur þeirra í dag 21 að tölu. Júlíus ólst upp á fátæku barn- mörgu heimili, þar sem hann vandist snemma vinnusemi. Hann hefur ætíð átt sterka sjálfsbjargar viðleitni og haft ríka tilhneigingu til að vera ekki upp á aðra kominn. Þessir eiginleikar, ásamt nægju- semi, þrotlausum dugnaði og hyggindum, breyttu fátækum frumbýlishögum þeirra hjóna í efnalegt sjálfstæði, Júlíus og Guð- finna eru glöggt dæmi um dug- mikið alþýðufólk, sem með lífi sínu gáfu öllum er þeim kynntust göfugt fordæmi. Sjómennska var aðalstarf Júlíusar framan af æfi, eða allt til ársins 1942, en auk sjómennskunnar stundaði hann ýmiskonar störf við húsb.vggingar. Á árunum 1950 til 1976 starfaði hann við margskonar viðgerðar- þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Júlíus og Guðfinna bjuggu öll sín búskaparár í Njarðvík. Árið 1926 fluttu þau í eigið íbúðarhús, sem þau höfðu reist og nefndu Hlíð. Tuttugu árum síðar fluttu þau úr gömlu Hlíð í stórt og myndarlegt tveggja hæða steinhús að Þórustíg 4, er þau einnig nefndu Hlíð, og var þar heimili þeirra alla tíð. Síðan 'Júlíus hætti störfum árið 1976 hefur hann búið á Dvalarheimili Aldraðra Sjó- manna í Reykjavík. Við afkomendur Júliusar hugs- um með hlýjum huga til þeirra stunda, sem við eyddum á heimili þeirra hjóna, allt frá því við vorum börn að aldri. Við óskum afa okkar hjartan- lega til hamingju með þessi tíma- mót og vonum að hann meigi njóta góðrar heilsu enn um mörg ókom- in ár. Barnaborn Max sportfatnaður fyríralla Það er nauðsynlegt að hafa Max sportgalla með, hvort sem farið er í útilegu, gönguferð eða verið úti við störf eða leik. Þau eru fyrirferða- lítil í geymslu, létt og þægileg í notkun. Margar stærðir, margir litir. ARMULA 5 — SIMAR 86020 OG 82833

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.