Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi: Peningalegur sparnaður Hér fer á eftir fyrri hluti erindis, sem Sveinn Jónsson, löggiltur endur- skoðandi, flutti á ársfundi Sambands ísl. sparisjóða á Laugarvatni fyrir skömmu: Inngangur Ég ætla að ræða við ykkur um peningalegan sparnað, forsendur hans og gildi fyrir þjóðarbúið. Fyrst og fremst mun ég fjalla um þann þátt hins peningalega sparn- aðar, sem fram fer með milligöngu innlánsstofnana, þróun þess sparnaðar á seinni árum og við- horf í því efni í dag. I því sambandi mun ég víkja að ákvæð- um nýrra skattalaga um skattlega meðferð innlánsfjár. I heild er þetta efni svo um- fangsmikið, að tveggja tíma fyrir- lestur þyrfti til að gera því sæmileg skil. En tilgangurinn með því að taka þetta efni á dagskrá hér er ekki sá að láta ykkur sofna undir löngum fræðilegum fyrir- lestri. Tilgangurinn er sá að minna á nokkrar staðreyndir um peningalegan sparnað, staðreynd- ir sem varða sparisjóðina, vöxt þeirra og viðgang meira en flest annað. Þetta eru það mikilvægar staðreyndir að í raun og veru ætti aldrei að halda ársfund sparisjóð- anna án þess að minnt sé á mikilvægi þeirra. Árleg ávörp á þessum vettvangi um gildi pen- ingalegs sparnaðar ættu að vera stutt og hvetjandi og til þess fallin að efla samstöðu ykkar um grund- vallarstefnu á þessu mikilvæga sviði. Ég lít á hlutverk mitt hér í dag í þessu ljósi þótt ég geti ekki lofað því, að spjall mitt nái tilgangi sínum. Sparnaður í formi efnislegra eigna og peninga- legur sparnaður I hagfræðilegum skilningi er —forsend- ur hans og gildi fyrir þjóðarbúið Fyrri hluti sparnaður einfalt hugtak. Sparn- aður er sá hluti teknanna, sem ekki er eytt jafnharðan í neyzlu. Sparnaður leiðir því til eigna- aukningar. Áður fyrr voru eignir það sama og efnisleg verðmæti. Einföld tæki og vopn hins frumstæða manns jafngiltu sparnaði hans. Sama er að segja um matarforða, sem dreginn var saman til framtíðar- neyzlu. í þjóðfélagi nútímans er það vissulega einnig mjög algengt, að sá sem sparar, verji sparnaði sínum beint til kaupa á ýmsum efnislegum verðmætum, hvort sem það er íbúð, bíll, sjónvarp eða eitthvað annað. En með tilkomu peninga og peningaviðskipta í mannlegu samfélagi opnuðust ný- ir möguleikar fyrir þann, sem ekki eyðir öllu aflafé sínu í neyzlu. Hann er þá ekki lengur bundinn við að kaupa efnislegar eignir fyrir það fé sem hann á afgangs hverju sinni. Upphaflega voru peningar að vísu í formi efnislegra hluta, sem höfðu verðgildi sem slíkir. Og þegar pappírspeningar komu til sögunnar, þótti lengi vel nauðsyn- legt, að á bak við útgáfuna stæðu áþreifanleg verðmæti til trygg- ingar á verðgildi peninganna. En um alllangt skeið hefur peninga- kerfið grundvallast á pappírnum einum. Sá sem hefur peningaseðil í höndunum í dag á ekki kröfu á að fá honum skipt hjá útgefanda hans fyrir ákveðið magn af áþreif- anlegum verðmætum, t.d. gulli. Þótt pappírspeningar séu ekki lengur efnisleg verðmæti eða bein ávísun á slík verðmæti, er ljóst að pappírspeningar eru eitt það eignaform, sem nútímamaðurinn á völ á þegar hann tekur ákvörðun um hvernig sparnaði skuli varið. Sá sem leggur fyrir af tekjum sínum á þann hátt að setja seðlabunka undir koddann, hann er að spara í hagfræðilegum skilningi. Af auðskiljanlegum ástæðum er slíkur sparnaður kall- aður peningalegur sparnaður til aðgreiningar frá þeim tilvikum er sparandinn kemur sparnaði sínum fyrir í efnislegum eignum. En peningalegur sparnaður er til í öðru formi en peningaseðlum. í þjóðfélagi nútímans birtist hinn peningalegi sparnaður fyrst og fremst í formi ýmiss konar pen- ingakrafna, sem verða til þegar lánsviðskipti fara fram. Með tiikomu lánsviðskipta og peningakrafna skapaðist smám saman þörf fyrir tengiliði milli þeirra, sem höfðu fé afgangs til útlána og hinna, sem vildu taka fé að láni. Þar með höfðu skapazt forsendur fyrir starfsemi spari- sjóða og annarra innlánsstofnana, en meginhlutverk þeirra hefur verið og er enn að annast um miðlun á lánsfé. í innlánsstofnun- um og öðrum stofnunum hins svokallaða lánsfjármarkaðar mætast þeir sem fé eiga afgangs, sparendur, og þeir sem þurfa á fé að halda umfram eigið aflafé til nytsamlegra fjárfestinga og fram- kvæmda. í nútímaþjóðfélagi er lánsfjármarkaðurinn það mikil- vægur, að hann má telja mikil- vægasta markaðinn í hagkerfinu. Efnahagslegar framfarir ráðast fyrst og fremst af því, að hag- kvæmustu tækifærin til fjárfest- inga séu nýtt á hverjum tíma. Til þess að svo megi verða þurfa þeir sem fyrir fjárfestingum standa að hafa aögang að því lánsfjármagni, sem til þarf og það verður ekki tryggt á betri hátt en þann, að lánsfjármarkaðurinn fái að starfa og þróast með eðlilegum hætti. Ljóst er, að forsendur þess að sparnaður birtist í kaupum efnis- legra verðmæta eru að kaupand- inn geti gengið út frá því, að eignarréttur hans haldist óskertu og að eignirnar skili því notagildi, sem reiknað var með. Ég er til dæmis hræddur um að áhugi á því að kaupa íbúðir dytti alveg niður, ef það væri almenn reynsla, að á fyrstu átta árum, eftir að íbúð er keypt, breyti ósýnileg hönd skrá- setningu í veðmálabækur á þann veg að aðeins einn fjórði hluti íbúðarinnar sé í eigu kaupandans að þessum átta árum liðnum en aðrir honum óviðkomandi hafi öðlast þinglýsta eignarheimild á þremur fjórðu hlutum íbúðarinn- ar. Ég er einnig hræddur um að áhugi á því að spara í því formi að fylla frystikistu af mat, mundi detta alveg niður, ef það væri reynslan, að umtalsverður hluti af því sem í kistuna fer, reyndist óneyzluhæfur, þegar til ætti að taka. En gildir þá ekki það sama um peningalegan sparnað að þessu leyti? Varla fer nokkur heilvita maður að spara í því formi að eignast peningalega kröfu, ef telja má víst, að hann fái aðeins óverulegan hluta hennar greiddan til baka. Hér erum við komnir að mjög athyglisverðu fyrirbrigði. Við reiknum ekki með því sem raun- hæfum möguleika, að ósýnileg hönd færi eignarheimildir á fast- eignum samkvæmt veðmálabók- um frá einum manni til annars og við reiknum heldur ekki með því að frystikistur eða aðrir slíkir hlutir séu settir á markað nema þeir skili hlutverki sínu eins og til er ætlazt. En við höfum hins vegar áratugum saman gengið út frá því sem nokkuð sjálfsögðum hlut að peningakerfið hér á landi skili ekki því, sem til er ætlazt, og við höfum reiknað með því sem gefn- um hlut, að ósýnileg hönd verð- bólgunnar flytji á hverju ári ótrúlegar fjárhæðir peningalegra eigna frá réttmætum eigendum til óréttmætra eigenda. Hið athyglis- verða er, að peningalegur sparn- aður skuli ekki við slíkar aðstæður hafa dottið niður í svo til ekki neitt. Hluti af skýringunni liggur í því, að í vaxandi mæli hefur myndazt það sem kallaður er kerfisbundinn, peningalegur sparnaður við hlið hins frjálsa peningalega sparnaðar. Hinn kerfisbundni sparnaður felst með- al annars í lögbundnum greiðslum til lífeyrissjóða og einnig er um að ræða lögþvingaðan skyldusparn- að. í þessum flokki má einnig telja skattheimtu, sem varið er til framlaga til ýmissa lánasjóða í landinu. En meginskýringin á því, að verðbólgan skuli ekki hafa gengið af peningalega sparnaðinum alveg dauðum felst í því, að meðan peningakerfið er enn starfhæft, meðan verðbólgan hefur ekki komið okkur aftur á stig vöru- skipta, þá hlýtur töluverður pen- ingalegur sparnaður að eiga sér stað eingöngu vegna þeirrar nauð- synjar hvers og eins að eiga á hverjum tíma lausar eða lítt bundnar peningakröfur til að geta innt af hendi fyrirsjáanlegar eða óvæntar greiðslur. Én verðbólgan hefur þó vissulega leikið hinn frjálsa peningalega sparnað afar illa eins og nú skal nánar að vikið. Þróun og ávöxtun- arkjör hins frjálsa peningalega sparn- aðar hér á landi Meginhluti hins frjálsa pen- ingalega sparnaðar hér á landi hefur verið og er í formi óbund- Ólafur Björnsson, Keflavík: Ný fiskveiðistefna Á að minnka hagkvæmasta aflann? Sjávarútvegsráðherra hefir nú boðað að hafinn sé undirbúningur að nýrri fiskveiðistefnu, sem taka skuli gildi um næstu áramót. Ráðherrann leggur áherslu á að koma skuli í veg fyrir að mikið sé veitt af þorski fyrstu 4 mánuði ársins. Af umræðu um aukinn afla á síðustu vertíð mætti ráða að það hafi aðeins verið bátaflotinn sem fékk þennan aukna afla. Vissulega varð afli bátaflotans sunnanlands og vestan mun skárri en undan- farin ár, þótt mikið vanti enn á það sem áður var. Samkvæmt bráðabirgðatölum jókst afli bát- anna fyrstu 4 mánuði ársins um 26.771 tonn eða 23% miðað við síðasta ár. Afli togaranna jókst á sama tímabili um 19.049 tonn eða um nær 29%. í útgerðarstöðum S og SV-lands hefir um og yfir 80%. af þorskafl- anum komið á land á vetrarvertíð- inni. Þorskafli á þessu svæði er því óverulegur annan tíma ársins. Á þessu svæði er því ekki um það að ræða að geyma sér þorskafla til síðari hluta ársins, því þorskur er lítið á miðum bátaflotans á öðrum tíma en vertíðinni. Þá er þess að gæta að vertíðar- fiskurinn sem bátaflotinn veiðir er stærri og afurðameiri en fiskur veiddur á öðrum tíma. Þessi fiskur er undirstaða framleiðslu á salt- fiski og skreið, sem nú er ekki hægt að anna eftirspurn á, og best verð fæst fyrir. Þessar fram- leiðslugreinar taldi sérfræðingur Framkvæmdastofnunar að leggja bæri niður fyrir þremur árum eða svo. Fiskveiðistefna sem gengur út á að draga úr vertíðarafla bátaflot- ans hlyti að draga úr framleiðslu á saltfiski og skreið, einu afurðun- um sem hægt væri að selja meira af en við framleiðum nú. Hvað varð um aflaaukninguna? Ef athugað er hvað framleitt var úr aflaaukningunni á síðustu vertíð kemur í ljós að aflaaukning bátaflotans fór að mestu í saltfisk og skreið. Það sem ekki er þegar farið úr landi bíður eftir afskipun, allt er selt og hefði mátt vera meira. Aflaaukning togaranna hefir hinsvegar að mestu farið í fryst- ingu eins og togara afli hentar best til. Þessi framleiðsluaukning liggur nú í frystigeymslum um land allt svo þær eru yfir fuliar. Þótt ekki kæmi annað verra til, veldur þessi birgðasöfnun því að frystihúsin munu á næstunni stöðvast hvert af öðru. Af þessu er ljóst að með tilliti til markaðanna ætti að auka vertíðarafla bátaflotans en ekki minnka. Við þetta bætist að kostnaðarminnst er að veiða þorskinn með netum eftir að hann er genginn á hrygningarsvæðinu S- og V-lands. Einhver kann að halda því fram að alveg eins megi salta og herða togarafisk. Það er að hluta til rétt hvað hersluna varðar en stenst engann veginn um verkun í salt. Þar um höfum við fjölda dæmi sem ekki verða frekar rakin hér. Topparnir hafa komið á sumrin Talað er um að jafna þurfi veiðar með tilliti til aflatoppa sem gera vinnslunni erfitt fyrir. Reynsla undanfarinna ára er sú að þessir toppar koma fram fyrst og fremst á sumrin en lítið á vertíð- inni. Víða út um land er kominn svo mikill veiðifloti að unnið er alla vikuna fram á nætur mest allt árið þó afli sé ekki nema eðlilegur, aukist afli fram yfir það eða komi afli sem er sein-unninn fer allt úr skorðum á þessum stöðum. Verst verður ástandið yfir sumarið þeg- ar minnstir möguleikar eru til þess að vinna fiskinn í annað en frost og mikið um óvant fólk. Þar er enn ein ástæðan til þess að ekki er vænlegt að draga úr vetrarafla til þess að auka sumar afla. Mikið hefur verið rætt um að jafna aflanum þegar mikið berst að. Slík jöfnun hefir lengi tíðkast innan svæða þar sem samgöngur eru góðar og vegalengdir hóflegar, þar má þó bæta um því of mikið er um að tekið er við meiri fiski en hægt er að vinna sómasamlega, þótt hægt væri að selja frá sér. Eigi skipin að færa til löndunar fjærri heimahöfn koma upp marg- vísleg vandkvæði. Skipshafnir eiga sín frí í heimahöfn og fleira kemur til sem erfitt er að fást við. Eina raunhæfa leiðin væri að jafna flotanum betur en gert hefir verið milli staða. En hver hefir kjark til þess? Flotinn er hluti fiskveiðistefnu Vart verður fjallað um fiskveiðistefnu svo ekki sé litið á fiskiflotann og þróun hans. Skipulega virðist unnið að því að leggja niður bátaflotann eftir því sem hann gengur úr sér. Hins vegar virðist togaraæðið síður en svo runnið af mönnum. Nú er togurum í vaxandi mæli úthlutað til staða sem útilokað er að geti unnið aflann sómasamlega. Ef ætlað er að einn togari haldi uppi samfelldri vinnu verður fisk- urinn alltof gamall þegar hann er unninn, um það höfum við þegar dýrkeypta reynslu. Þá hefir reynst erfitt að reka þessi skip þegar sækja þarf alla þá fjölbreyttu þjónustu sem þau þurfa um langan veg. Nú er því ekki einasta verið að auka þegar of stóran flota, heldur er í vaxandi mæli keyptur floti til þess að veiða til vinnslu, sem þegar hefir nægj- anlegt hráefni og í ofanálag stefnt að því að aflinn berist til staða sem ekki geta unnið hann svo vel fari. Úrslitum ræður fram- kvæmd ekki síður en mörkuð stefna Sjávarútvegsráðherra hefir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.