Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 47 Sovézkar húsmæður sólgnar í notuð föt frá Bandaríkjunurr Kabúl. 14. júlí. AP. DAGLEGA kaupa sovéskar eiginkonur hermanna og emb- ættismanna föt. Það í sjálfu sér þykir ekki í frásögur færandi en það sem þykir merkilegra er, að sovésku kon- urnar i Kabúl kaupa notuð föt, sem hafa verið flutt inn til landsins frá Bandaríkjunum. Innlendir kaupmenn hafa gert sér grein fyrir því, að sovésku konurnar eru mjög hrifnar af bandarísku fötunum, — og þar eð þær þora ekki inn á hina hefðbundnu markaði þá hafa þeir sett upp markaði fyrir framan hús þeirra. Um árabil hefur notaður banda- rískur fatnaður verið fluttur inn til Afganistan. Þetta eru föt, sem bandarískur almenningur er hætt- ur að nota, og eftir að hafa legið í kjöllurum um skeið, hefur hann Kvennaráðstefna S.Þ. sett í Khöfn Kaupmannahöfn, 14. júlí. — AP. Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett i Kaupmanna- höfn í dag. Um 1500 fulltrúar frá 140 rikjum sitja ráðstefnuna. Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna setti ráðstefnuna í Kaupmannahöfn en hún mun standa i 18 daga. Wald- heim sagði i ræðu sinni, að nú væru 5 ár siðan sams konar ráðstefnu iauk í Mexikóborg og mörgum virtist lítið hafa miðað siðan þá. Þó sagði hann, að ekki mætti vanmeta þann árangur sem náðst hefði. „Almennt þá vinna konur að staðaldri, en hljóta ekki alltaf laun fyrir. Þær vinna langan vinnudag og hljóta oft litla umbun," sagði Waldheim. Hann sagði að sérstak- lega væru konur í þróunarríkjum illa á vegi staddar og tveir af hverjum þrem sem ólæsir væru í heiminum væru konur. Margrét Danadrottning ávarpaði ráðstefnuna. Um 50 manns stóðu fyrir utan ráðstefnusalinn og báru mótmælaspjöld þar sem þátttak- endur frá Afganistan voru for- dæmdir. „Stöðvið Rússa í að skjóta afgönsk börn,“ stóð á mótmæla- spjöldum. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra Dana ávarpaði ráðstefnuna og gagnrýndi hann stefnu íranskra stjórnvalda, en mjög hefur verið þrengt að hag íranskra kvenna undir stjórn Ayatolahs Khomeinis. verið gefinn hjálparstofnunum, svo sem Hjálpræðishernum. Hins vegar hefur þessi fatnaður verið seldur í miklum mæli til Afganist- an og er talið að árlega séu flutt föt til landsins fyrir andvirði 12 til 20 milljónir dollara. Mikið úrval er af þessum gömlu bandarísku fötum. í Kabúl er hægt að fá mini-pils frá því upp úr 1970, — þau eru mjög vinsæl, mótórhjólajakka og fleira og fleira. Allt selst ódýrt — þannig kostar blússa 1 dollar, og kjóllinn fer á 4 dollara — allt selst. Svartamarkaðsbraskið blómstrar en afganskir kaupmenn, sem nýta sér sovéska hersetu, kvarta helst undan nísku Rússanna. En ekki eru bara bandarísk föt á svörtum markaði. Þar selst rússneskur kavíar og rússneskt vodka dýru verði og helstu kaup- endur slíkra „munaðarvara“ eru vestrænir menn á ferð um þetta stríðsþjáða land. (Bysrxt á grein Edith Leder, AP- fréttamanns, sem dvaldi í 12 daga i Afganistan.) Geimskutla Bandaríkjamanna á skotpalli í Kennedy-geimstöðinni á Florida. Tilraunir hafa verið gerðar með skutluna á skotsvæðinu. Newsweek: „Trianon" - njósnari CIA innan múra Kremiar New York, 13. júlí. AP. BANDARÍSKA tímaritið Newsweek skýrði frá því í dag, að bandaríska Ieyniþjónustan, CIA, hafi haft á sínum snærum njósnara í sovéska utanríkis- ráðuneytinu á áttunda áratugn- um. Dulnefni hans var „Trian- on“. Hann var álitinn einn mikilvægasti njósnari CIA. „Trianon" var sovéskur sendi- ráðsstarfsmaður erlendis þegar CIA réð hann til starfa fljótlega upp úr 1970. Þegar „Trianon" sneri aftur heim til Sovétríkj- anna, hóf hann störf í sovéska utanríkisráðuneytinu og var háttsettur innan veggja þess. Á árunum 1974 til 1976, þegar Gerald Ford ríkti í Washington, hætti „Trianon" að senda upp- lýsingar og var óttast að upp um hann hefði komist. í apríl 1977 vaknaði „Trianon" aftur til lífsins og skýrði frá samtali Henrys Kissingers fyrr- um utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Anatolys Dobrynins, sendiherra Sovétríkjanna í Washington. Kissinger átti að hafa verið mjög gagnrýninn á Zbigniew Brzezinski, öryggis- málafulltrúa Carters, og einnig á tillegg Carterstjórnarinnar til SALT II viðræðnanna. Kissinger hefur harðlega mótmælt þessu og sagt, að bandarísk stjórnvöld hefðu beinlínis lekið sögunni af „Trianon" einmitt nú, svo skömmu fyrir flokksþing repú- blikana. Newsweek skýrði frá því, að CIA hefði haft spurnir af því, að „Trianon" hefði framið sjálfs- morð skömmu eftir fund Dobr- ynins og Kissingers en lítið er vitað með vissu um örlög „Trian- ons“, að sögn tímaritsins. Mini-pils seljast grimmt í Kabúl Margrét II Danadrottning, sem sjálf hefur lýst því yfir, að hún sé ekki kvenréttindakona, ávarpar kvennaráðstefnuna i Kaupmanna- höfn, er stendur í 18 daga. Karpov vann IBM- skákmótið Amsterdam. 14. júli. AP. SOVÉSKI heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov, varð hinn öruggi sigurvegari á IBM-skákmótinu. Hann hlaut 10 vinninga, varð heil- um vinningi á undan næsta manni, Jan Timman frá Hollandi. Alls voru 14 umferðir tefldar. t siðustu um- ferð vann Karpov Danann Bent Larsen næsta auðveldlega á svart. í aðeins 23 leikjum. Karpov tefldi svörtu mönnunum. Larsen stóð sig afar illa á mótinu og hafnaði i neðsta sæti. Kreisky vill ekki nýjar kosningar Vín. 13. júll - AP BRUNO Kreisky, kanslari Aust- urrikis, sagði i dag, að hann teldi ekki nauðsynlegt að fram færu nýjar kosningar í landinu, vegna mútuhneykslís, sem upp kom í sambandi við byggingu á nýrri spítalasamstæðu í Vin. Hann sagði að kosningar nú væru „tilgangslausar", en ítarleg rannsókn færi fram á málinu. Kreisky hefur verið kanslari Austurríkis síðan 1970 en flokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn, vann hreinan meirihluta í þing- kosningunum á síðasta ári. Jan Timman tefldi við Tékkann Hort í síðustu umferð. Þegar hann sá að Karpov hafði sigrað Larsen þá bauð hann jafntefli, sem Hort þáði. Landflótta Sovétmaðurinn í Hol- landi, Gerd Sosonko, varð í þriðja sæti með 8 vinninga en hann vann John van der Wiel. Ribli og Dolmatov gerðu jafntefli. Lokastaðan varð: Karpov 10, Timman 9, Sosonko 8, Hort 7,5, Dolmatov og Ribli 7, van der Wiel 4 og lestina rak Bent Larsen með 3,5. í meistaraflokki vann Sovétmaðurinn Alexander Chernin yfirburðasigur, hlaut 10,5 vinninga af 11 mögulegum. Chernin er Evrópumeistari unglinga. 1979 — Morarji Desai, forsætis- ráðherra Indlands, segir af sér. 1974 — Grískir liðsforingjar á Kýpur steypa Makariosi. 1972 — 10.000 konur og börn flýja úr kaþólska hverfinu í Belfast. 1%8 — Beint áætlunarflug milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. 1%5 — Konstantín Grikkjakon- ungur víkur Georg Papandreou forsætisráðherra úr embætti. 1%1 — Mikoyan verður forseti í stað Brezhnevs. 1963 — Þríveldaviðræður í Moskvu um tilraunabann. 1%0 — Gæzlulið SÞ kemur til Kongó — Kennedy tilpefndur for- setaefni demókrata. 1958 — Bandarískt herlið sent til Líbanon. 1948 — Vopnahlé fyrirskipað í Palestínu. 1936 — Þjóðabandalagið afléttir refsiaðgerðum gegn ítðlum. 1912 — Almannatryggingar taka gildi í Bretlandi. 1909 — Mohammed Ali íranskeis- ara steypt og Ahmad Shah tekur við. 1895 — Stefan Stambulov, forsæt- isráðherra Búlgaríu, myrtur. 1857 — Fjöldamorð á konum og börnum í Cawnpore á Indlandi. 1840 — Lundúna-sáttmálinn um stuðning fjórveldanna við Tyrki undirritaður. 1822 — Innrás Tyrkja í Grikkland hefst 1685 — Hertoginn af Monmouth hálshöggvinn fyrir uppreisn. 1236 — Alexander Nevsky sigrar Birgi jarl við Neva-fljót. 1099 — Krossfarar taka Jerúsal- em herskildi; blóðbað í borginni. Afmæli. Rembrandt, hollenzkur listmálari (1606-1669) - Northcliffe lávarður, brezkur blaðaútgefandi (1865—1922). Andlát. 1291 Rudolf I Þýzka- laandskeisari — 1948 John Persh- ing, hermaður. Innlent. 1975 Reglugerð um 200 mílna fiskveiðilögsögu — 1626 d. síra Einar Sigurðsson — 1803 d. síra Snorri Björnsson á Húsafelli — 1294 Réttarbót — 1856 Jerome Napoleon kemur hingað úr ferð norður í höf — 1872 Bóndinn á Gili í Öxnadal dæmdur f 100 ríkisdala sekt í hrossadrápsmál- inu — 1917 „Vestu“ sökkt — 1957 Yfir 100 grindhvalir drepnir í Njarðvíkum — 1968 Fjórir fórust með lftilli flugvél á Látrabjargi — 1971 Ráðuneyti Jóhanns Hafstein fær lausn — 1973 Fjórir fórust með lítilli flugvél í Snjófjöllum — 1888 f. Alexander Jóhannesson. Orð dagsins. Ég er hræddur við útskýringar sem eiga að útskýra útskýringar — Abraham Lincoln, forseti Bandaríkjanna (1809— 1865).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.