Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 31 Arnarflug kaupir nýjar flugvélar ARNARFLUG heíur fest kaup á tveimur nýjum flugvélum frá Bandaríkjunum. Eru þær af gerdunum Piper Chieftain. 10 manna, og Piper Cheyenne, 7 manna skrúfuþota. Kaupverð þeirra er alls tæplega 400 millj- ónir króna. Tveir flugmenn Arn- arflugs halda til Bandarikjanna í dag til að sækja vélarnar og eru væntanlegir með þær til Réykja- vikur á fimmtudag eða föstudag. Að sögn Gunnars Þorvaldsson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra Arnarflugs, er ætlunin að Chiefta- in- vélin verði notuð í áætlunar- fluginu og kemur hún í stað Piper Navajo, 7 manna vélar, sem hefur verið seld. Áfram verða notaðar í áætlunarfluginu tvær Twin Otter- vélar félagsins. Cheyenne-vélin er hins vegar skrúfuþota búin jafn- þrýstibúnaði og er ráðgert að hún verði notuð í leiguflug, t.d. til útlanda, en Gunnar sagði vera nokkuð um að félagið væri beðið um þess konar flug. Þá sagði hann að með þeirri vél gæfust mögu- leikar á að bjóða fyrirtækjum, sem þyrftu að senda litla hópa manna utan í stuttan tíma, slíkt flug, en það gæti í ákveðnum tilvikum verið hagstæðara en áætlunarflug. Arngrímur Jó- hannsson yfirflugstjóri og Guð- mundur Hilmarsson flugmaður fara til Bandaríkjanna í dag til að sækja vélarnar. Hólmadrangur i suðurbrún Skaftáreldahrauns, er um fjórar mann- hæðir. „Gáðu að hvar þú stendur Björn minn44 Af séra Birni í Hólmaseli og Hólmadrangi í suðurbrún Skaftáreldahrauns, í útnorður frá Feðgum, er Hólma- drangur. Ekki er hann þó úr því hrauni heldur því eldra, sem þar er undir. Eru miklar líkur taldar til að það sé einnig úr Lakagígum. Eldhraunið hefur komið svo nærri drangnum að varla munar nema metra og hefur þunnt hraunberg runnið kringum hann. Hafi ein- hver verndarkraftur verið þarna að verki hefur það ekki verið að ástæðulausu, því Hólmadrangur er mikil náttúrusmið. Það er eins og bráðin hraunkvikan hafi gosið þarna upp og myndað dranginn, sem er um fjórar mannhæðir þar sem frá hraunbrúninni veit, en hærri hinum megin. Hólmadrang- ur var talinn hádegismark Jrá Hólmum en Nónsker eyktamark frá Hólmaseli. Stóðu bæirnir rétt saman, en Nónsker er hér um bil 2'A km vestar en Hólmadrangur. Sóknarkirkjan í Meðallandi var flutt að Hólmaseli 30 árum „fyrir Eld“, sem féll yfir hana og þessa bæi báða. Kirkjan þótti veglegt hús og var fengin að láni í hana klukka frá Þykkvabæjarklaustri, mjög stór, en hún lenti undir hrauninu. Þarna stóð séra Björn í stólnum „fyrir Eld“, oft allvel við skál, samkvæmt þjóðsögunni. En frúin sat í maddömusætinu og leiðrétti ef illa horfði með boðskapinn. „Hvar var ég nú við, Elín mín?“. var haft eftir Birni í slíku tilfelli. En tæpast var þó sr. Björn kominn, segir þjóðsagan, er hann, allölvaður, var farinn að lesa Buslubæn af predikunarstól Hólmaselskirkju. En Buslubæn er úr Bósa sögu og Herrauðs og voru í henni svo rammar særingar að bannað var að lesa Buslubæn fyrir dagsetur. „Gáðu að hvar þú stendur, Björn minn,“ sagði Elín þá. „Þá tók ég mér fram,“ sagði prestur, er hann minntist þess seinna. En þetta skeði stuttu áður en eld- hraunið féll yfir staðinn og stór- skemmdi héraðið „milli sanda". Og auðvitað var þetta talinn refsidómur, því velsæmdin hér „fyrir Eld“ þótti vera slík að, of miklar syndir hlytust af. Eða svo sýndist sr. Jóni Steingrímssyni. Hrafn verpir oft í Hólmadrang og ekki alltaf á sama stað. Er ég kom þarna nú, var hann með þrjá unga í hreiðri. Þetta er austan í drangnum, efst, og vísa bein á hreiðrið. En engin leið er að sjá það, nema að klifra að því. Hefur krummi hent gamla laupnum niður, gert laut i grastóna og fóðrað með ull. Hefur eflaust verið búinn að reyna, að kaldsamt væri að sitja þarna á móti austanáttinni sem getur verið þrálát hér á vorin. — Vilhjálmur. \ Nýtt rúgbrauð! Hvaö er svona nýtt í bílnum? Hvað er óbreytt í bflnum? V Útlitið fyrir það fyrsta, en það sameinar Ökumaður og farþegi njóta meiri þæginda og Óbreytt standa grundvallarhönnunar- betur helstu kosti fólks- og sendibílsins í hönnun, með hinu sérstæða yfirbragði nýju VW kynslóðarinnar. Rýmið hefur stóraukist á alla kanta. Meiri breidd og hæð, sem hefur aukið hleðslu- rýmið sjálft um sem svarar 700 lítrum. betri starfsaðstöðu með aukna útsýnismöguleika. Hleðslan er stórum auðveldari, vegna þess að rennihurðin á hliðinni hefur verið stækkuð um 15% og ekki síður vegna 75% stækkunar á afturhurðinni. Fyrir vikið verður hleðslan eins auðveld og sjálfur aksturinn. atriði þau sem ef til vill öðru fremur hafa stuðlað að gífurlegum vinsældum og sölu á 5.000.000 bílum í gegnum árin, þ.e. ökumaður fremst, farmur í miðju og vélin aftast. 5 sjálft um sem svarar 700 litrum. hleðslan eins auðveld og sjálfur aksturinn. ■ ■■ ■ ■ hhb Sendibíll rííunda ðratugsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.