Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 39 Tölva uppgötvar „nýtt“ leikrit Shakespeares Bókmcnntarannsóknir hafa leitt i ljós það sem þykja mun æsilegt nýmæli á okkar dögum — „nýtt“ leikrit eftir Shakespe- are. Leikurinn ber heitið „The Booke of Thomas More" og handrit hans, með fleiri en einni rithönd. getur að lita i British Museum. Þegar sam- ningu lauk virðist sem verkið hafi stungið í augu ritskoðar- ans og kann það aldrei að hafa holdklæðst á fjölum leikhúss i lífstíð Shakespeares sjálfs. Höfundur ieiksins hefur raunar lengi verið þrætuepli fræðimanna. Venja hefur verið að eigna Anthony Munday. Henry Chettle „og öðrum" leik- inn þrátt fyrir að Sir Edward Maunde Thompson hefði fyrst- ur manna árið 1916 látið i veðri vaka að Shakespeare hefði að minnsta kosti samið hluta hans. Sir Edward byggði niðurstöðu sina á rithandarsamanburði og hlaut nokkurn hljómgrunn þótt ýmsir snérust á móti. Þær uppgötvanir sem hér um ræðir skara hins vegar mun framar. Nákvæm skilgreiningaraðferð sem beita má til að aðgreina skrif tveggja rithöfunda bendir til að Shakespeare hafi ekki aðeins skrifað part úr, heldur allan „Sir Thomas More“. Teljist sannað að Shakespeare sé hinn raunverulegi höfundur leiksins, er þetta fyrsta áður óþekkt leikrit hans sem fram hefur komið síðan „Períkles" var bætt við þriðju útgáfu á heildarverk- um Shakespeares árið 1664. Forsprakki hinnar sögulegu rannsóknar heitir Thomas Merriam, fyrirlesari við Bas- ingstoke tækniskólann, og notaði hann aðferð, sem tölvuvísinda- deild Edinborgarháskóla full- komnaði. Greiningaraðferðin gerir fræðimönnum kleift að ná tök- um á ómeðvituðu stílbragði höf- undar, sem öðrum er ógerlegt að líkja eftir. Einkum er í þessu efni átt við „orðvenjur", sem fela í sér m.a. tíðni algengra orða- sambanda. Að vera, eins og, að sjálfsögðu, um leið, eru dæmi um slík orðasambönd, sem mismikið ber á með ólíkum höfundum. Önnur vísbending sem nota má er tilhneiging höfundar til að beita ákveðna og óákveðna greininum í enskri tungu svo og samtengingum og atviksorðum í upphafi setninga. Athugunin fer þannig fram að textinn allur er settur í tölvu sem fengið hefur fyrirmæli um að hafa tölu á þeim orðasamböndum, sem fræðimönnum er áfram um að kanna. Útkoman, sem mörgum kann að virðast einkennilegt stílauð- kenni, er eins konar bókmennta- leg fingraför, sem ekki er nokkur leið að falsa. Ef nógu margir þættir málfars eru kannaðir, er nánast útilokað að ritkaflar tveggja höfunda verði eignaðir einum og sama manninum. Höfundar stílgreiningarinnar, Andrew Morton, Sidney Micha- elson og Neil Hamilton-Smith frá Edinborgarháskóla, lýstu henni fyrst í breska dagblaðinu The Observer árið 1976. Merriam rak augun í þessa grein, kynnti sér aðferðina nánar og ákvað að beita henni við eigin rannsóknir. Afraksturinn varð hinn nýstár- legi leikritafundur. Minnugur þess að Sir Edward Maunde Thompson hafði ánafn- að Shakespeare hluta leiksins, ákvað Merriam að kanna innri samsvörun hans til að byrja með. Hefðu nokkrir höfundar komið við sögu í ritum hans hefði stílgreiningin leitt í ljós mismunandi orðvenjur á köflum. Raunin varð hins vegar allt önnur. Hafi Shakespeare skrifað brot úr „Sir Thomas More“ hlaut hanri að hafa skrifað hann frá byrjun til enda. En aðferðin gaf Merriam jafnvel enn meira ráð- rúm. Morton hafði þegar stíl- greint þrjú leikrit Shakespæare í Edinborg, „Júlíus Sesar“, „Perí- kles“ og „Títus Andróníkus" og hugkvæmdist nú Merriam að bera fjörtíu og eina orðasam- setningu í verkunum þremur saman við „Sir Thomas More“. Það kom á daginn að aðeins var um marktækt frávik að ræða í einu tilviki er „Sir Thomas More“ hafði verið borinn saman ,v\ William Shakespeare við hin leikritin þrjú. „Það eru engin merki þess að höfundar verkanna fjögurra séu fleiri en einn. Shakespeare skrifaði „The Booke of Sir Thomas More“ er niðurstaða Merriams. Dr. Morton og félagar hans við Edinborgarháskóla telja sann- anir Merriams mikilvægar. „Við erum hálfpartinn forviða," sagði Morton nýlega. „Hann hefur uppgötvað leikrit eftir Shake- speare, hluta þess með rithönd skáldsins. — Það er naumast hægt að búast við meiru. Þetta er undursamlegur árangur." Edinborgarhópurinn hefur nú ákveðið að endurtaka rannsókn- ina og nota til þess miklu fullkomnari tölvubúnað og fleiri próf. Þannig vonast þeir til að geta sannað niðurstöðu Merri- ams. Ef allt fer að óskum vonast Morton til að Shakespearefræð- ingar, sem lagt hafa fæð á tölvuaðferðir til þessa, taki upp ný vinnubrögð í stórum stíl. Hvað varðar leikritið sjálft er það slitrótt að gerð og ósennilegt að það steypi „Hamlet" af stalli. Þó reit ritstjóri tímaritsins „Shakespeare Apocrypha", C.F. Tucker Brooke, árið 1980 að leikritið hefði veið ofarlega á vinsældalista áratugsins. „Hinn mjög svo aðlaðandi persónuleiki aðalsöguhetjunnar og ósvikin glaðværð sem umlykur jafnvel harmsögulega þætti leiksin, eru tveir kostir sem hylja fjölmarga galla,“ skrifaði ritstjórinn. Margt bendir til að „Sir Thom- as More“ hafi verið skrifaður árið 1553, um sama leyti og „Títus Andróníkus“, „The Tam- ing of the Shrew“ og „The Comedy of Errors". Nokkrir fræðimenn hafa stungið upp á þessari tímasetningu, en sjálfur hefur Merriam komist að sömu niðurstöðu með því að beita annarri stílgreiningaraðferð, sem geðlæknirinn og Shakespe- arefræðingurinn Eliot Slater fann upp fyrstur manna. Líkt og önnur leikrit Shake- speares frá þessu tímabili felur „Sir Thomas More“ í sér leik, þar sem farandleikarar skemmta Sir Thomas með því að sviðsetja „Hjónavígslu Andríkis og Visku.“ Einnig hefur leikritið á sér annað handbragð Shakespe- ares, svo sem áhrifamikla ræðu Mores þar sem hann letur al- þýðu uppreisnar gegn kóngi. Eins og Merriam bendir á er ekki annað eftir en fá „Sir Thomas More“ tilhlýðilegan búning á sviði. (býtt <>k endursaRt úr jfrein Ni»el Hawkes í The Observer). Valgerður Gísla- dóttir - Minning Valgerður Gísladóttir andaðist á Borgarspítalanum 23. júní og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 3. júlí s.l. Vaigerður var fædd í Litla- Saurbæ í Ölfusi 11. desember 1886 og var því á 94. aldursári, þegar hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Sigurðardóttir og Gísli Þorvarðarson. Margrét var frá Gesthúsum á Álftanesi, dóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skai einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Sigurðar Sigurðssonar frá Kast- húsum og Sigríðar Oddsdóttur frá Gesthúsum konu hans. Gísli, faðir Valgerðar, var sonur Þorvarðar Guðnasonar og Valgerðar Gísla- dóttur, sem fyrst bjuggu á Gljúfri í Ölfusi og síðar í Litla-Saurbæ. Þau voru náskyld, bæði af Reykja- kotsætt. Fyrstu æviár Valgerðar bjó fjöl- skyldan í Litla-Saurbæ, en um aldamótin brugðu foreldrar henn- ar búi og fluttu til Reykjavíkur með börn sín þrjú. Tvíburarnir Guðbjörg og Sigurður höfðu fæðzt 1889. Gísli var tómthúsmaður í Reykjavík, en systurnar unnu þau störf, sem til féllu, bæði við hreingerningar og fiskverkun og fóru í kaupavinnu á sumrin. Þær voru alla tíð mjög samrýmdar þótt ólíkar væru bæði í sjón og raun. Sigurður bróðir þeirra gerðist aðstoðarpóstur Hans Hannesson- ar, landpósts, árið 1907 og annað- ist póstferðir með honum austur að Ödda á Rangárvöllum allt til ársins 1919, að hann varð lög- regluþjónn í Reykjavík. Árið 1926 giftist Valgerður Ein- ari Gestssyni, sjómanni, frá Lauf- ási á Miðnesi. Hófu þau búskap þar suður frá og eignuðust tvö + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRIDAR GUÐJÓNSDÓTTUR, frá Breiöabliki, Sandgeröi, Baröavogi 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Landspítalans, deild 3A. María Gréta Abbey, Guöjón Guönason, Guörún Guönadóttir, Hulda Guönadóttir, Siguröur B. Guönason, Hafsteinn Guðnason, Karólína Guönadóttir, Guöfinna Guönadóttir, Aöalsteinn H. Guönason, og barnabörn hinnar látn Steinunn Gunnlaugsdóttir, Birgir Axelsson, Jóhann S. Walderhaug, Eydís Eyjólfsdóttir, Friörik Óskarsson, Birkir Baldvinsson, Sigrún Valtýsdóttir börn, Gest Hans, sem fæddist 1928 og Margréti Sigríði, sem fædd er 1930. Margrét, móðir Valgerðar, lézt árið 1917, en Gísli dvaldi hjá þeim Valgerði og Einari síðustu æviár- in, en hann andaðist 1933. Fáum árum síðar slitu Valgerður og Einar samvistum, og flutti hún með börnin tvö til Reykjavíkur. Það var erfitt að vera einstæð móðir í Reykjavík á fjórða og fimmta áratugnum og lítillar hjálpar að vænta frá opinberum aðilum miðað við það, sem gerist í dag. En Valgerði tókst með dugn- aði og þrautseigju að koma börn- um sínum vel til manns. Gestur hefur lengst af verið sælgætis- gerðarmaður, og hefur hann þótt mjög fær í sinni iðn. Hann á fjórar dætur: Sigríði Þórunni, Valgerði Guðbjörgu, Soffíu Jó- hönnu og Ernu Björk. Margrét vann við sauma í Belgjagerðinni, þar til hún giftist Ármanni Jóns- syni sjómanni, sem nú starfar í Straumsvík, og eiga þau fjóra syni: Hauk húsgagnasmið, Val- garð, sem stundar vélstjóranám, Guðbjörn nema í Verzlunarskóla íslands og Einar sem enn er í barnaskóla. Valgerður var hreykin af barnabörnunum sínum átta, enda eru þau öll mjög efnileg. Valgerður vann lengst af við hreingerningar í Miðbæjarbarna- skólanum og í húsi Prentarafé- lagsins við Hverfisgötu. Hún var fremur heilsugóð og gekk til vinnu, þar til hún var komin hátt á áttræðisaldur. Árið 1952 eignað- ist Valgerður eigin íbúð á Grettis- götu 74, og bjó hún þar í 23 ár, þar til hún fór á Elliheimilið Grund fyrir 5 árum. Þannig var ævi Valgerðar í stórum dráttum, en ég veit, að það var ekki henni að skapi, að ég færi að hæla henni í blöðum, svo ég læt það ógert. Hún vann störf sín í kyrrþey án þess að hljóta lof fyrir á opinberum vettvangi, en þannig er saga margra íslenzkra mæðra. Blessuð sé minning frænku minnar. Margrét H. Sigurðardóttir. Guðrún Arinbjarnar - Minningarorð Fædd 4. apríl 1898. Dáin 9. júlí 1980. Nú þegar ég kveð vinkonu mína Guðrúnu Arinbjarnar hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það er hún veitti mér. Állt frá því að ég kynntist Guð- rúnu fyrst, aðeins 7 ára gamall tók hún mér eins og syni sínum og allar götur síðan var hún veitand- inn en ég þiggjandinn. En einmitt þannig var Guðrún. Henni var eiginlegra að gefa en þiggja. Það var mikið starf að vera húsmóðir á heimili héraðslæknis í stóru héraði, en þrátt fyrir eril- samt húsfreyjustarf hafði Guðrún ævinlega tíma aflögu fyrir okkur strákana. Hún gaf sér alltaf tíma til að fræða okkur og gerði það á svo elskulegan hátt að það varð meiri skemmtun fyrir okkur, held- ur en að ærslast úti. • Guðrún gaf sér einnig tíma til að auðga sinn eigin anda og þar af leiðandi var hún svo vel fær um að miðla öðrum. Hún var fjölmennt- uð kona og víðlesin og henni veittist létt að veita öðrum af visku sinni og gæsku. Þessi eigin- leiki hennar nýttist vel í starfi hennar sem kennari, en það starf vann hún í mörg ár og á þann hátt sem aðeins er á færi þeirra sem eiga yfir að ráða, jöfnum höndum viti og mannkostum, en af hvoru- tveggja átti Guðrún nóg. Guðrúnu var mikið yndi að sitja með góðum vinum og ræða listir og þá fyrst og fremst bókmenntir enda var hún vel heima í þeim. Öll þau ár sem ég var heimagangur á heimili þeirra Guðrúnar og Kristjáns kom það sjaldan fyrir að fjölskyldan sæti ein til borðs. Oftast voru einn eða fleiri gestir og þá venjulega fólk, sem var andans fólk. Það lætur því að líkum að samræður undir borðum voru oft æði háfleygar, en alltaf gættu þau hjón þess að við, strákarnir yrðum ekki afskiftir heldur tækjum þátt í því sem fram fór, og ævinlega var nægur tími til útskýringa og leiðbeininga. Það var því góður skóli að vera á slíku heimili. Með þessum fáu og fátæklegu orðum sendi ég Guðrúnu mínar bestu þakkir fyrir samverustund- irnar og kynningu og tel mig ríkari af þeim kynnum. Fjölskyldu hennar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Páll Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.