Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 1980 + Bálför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR G. BJÖRNSDÓTTUR, fer fram frá Garöakirkju á Álftanesi, miövikudaginn 16. júlí kl. 13.30. F.h. fjarstaddrar dóttur og annarra ættingja, Elísa M. Kwaszenko, Björn Magnússon, Svanhvít Gunnarsdóttir. + Útför eiginkonu minnar og móöur, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Ránargötu 1, sem andaöist 1. júlí, veröur gerö frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 15. júlí kl. 13.30. Sveinn R. Jónsson, Kjartan Gunnarsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, YNGVI PÁLSSON, Hjaröarhaga 62, lézt 2. júlí sl. Útförin hefur fariö fram. Katrín J. Smári, Helga Björg Yngvadóttir, Jakob Yngvason. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORSTEINN HELGASON, Langholtsvegi 106, lést af slysförum þann 11. júlí. Anna Siguróardóttir og börn. + Systir okkar, ANNA ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Pálsbæ, sem andaöist 7. þ.m. veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 17. þ.m. kl. 13.30. Guölaug Siguröardóttir, Pétur Sigurðsson, Ólafur Sigurösson. + Móöir okkar ANNA Þ. MAGNÚSDÓTTIR, Bústaóavegi 73, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. júlí kl. 13.30. Hulda Sproat, Magnús Skarphéðinsson Elfar Skarphéðinsson, Elín Skarphéöinsdóttir Anna S. Skarphéöinsdóttir Hilmar Skarphéóinsson + Eiginmaöur minn, faöir og bróöir, HARALDUR HARALDSSON, vélstjóri 48 Mamore Terrace Kinmylies Inverness, Scotland. lést aöfaranótt laugardagsins 12. þ.m. íris Haraldsdóttir, Rúna Haraldsdóttir, Stella Haraldsdóttir, Siguröur Haraldsson, Norma Haraldsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir INGI GARÐAR EINARSSON Flúóaseli 61, Reykjavík lést af slysförum 13. júlí, jaröarförin auglýst síöar. Dagný Leifsdóttir, Davíö örn Ingason. + Minningarathöfn um móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, AÐALHEIOAR ÞÓRÐARDÓTTUR SALT fer fram frá Safnaöarheimili Grensássóknar, miövikudaginn 16. júlí, kl. 3 e.h. Heimir Salt, Sigrún Sveinsdóttir, Daníel Heimisson Salt. Hólmfríöur Hákon- ardóttir - Minning Fædd 5. september 1942 ..... Dáin 5. júli 1980 í dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju Hólmfríður Há- konardóttir Neðstutröð 6 Kópa- vogi. Hólmfríður var fædd í Reykjavík 5. 9. 1942 og var því aðeins 37 ára gömul þegar hún lést af slysförum. Foreldrar hennar eru Hákon Hafliðason og Guðfinna Jóna Torfadóttir Reykjavík, og var Hólmfríður næst elst af 6 systkin- um. Árið 1960 giftist Hólmfríður Kristjáni Oddgeirssyni bifreiða- stjóra og var þeim 6 barna auðið, þau eru Hjördís, Oddgeir, Baldvin, Guðfinna Jóna, Halldóra, og Helga. Fyrir 7 mánuðum síðan eignuðust þau sitt fyrsta barna- barn, dreng sem skírður var Krist- ján Oddgeirsson og er því alnafni afa síns. Það er fátt um orð. Ung kona, 6 barna móðir, er hrifin burt úr blóma lífsins. Margar spurningar koma upp í huga manns, en það er fátt um svör. Hólmfríður og Kristján hófu sinn búskap við hinar fjölbreyti- legustu aðstæður eins og algengt var hjá ungu fólki á þeim tímum. Fyrst bjuggu þau vestur á Selja- vegi, síðan á Hverfisgötu 123, en 1966 kaupa þau hús uppvið Geit- háls sem þau kölluðu Vindheima og þar var góður leikvangur fyrir stóran barnahóp. Það er á þessum árum sem við kynnumst þeim hjónum. Kristján keyrði þá vörur út á land fyrir fyrirtæki sem ég vann hjá og kom þá oft ekki heim fyrr en seint á kvöldin eða nóttu. Þar af leiðandi þurfti ég oft að hafa samband við Hólmfríði til að frétta af ferðum hans og það má segja að fyrstu tvö árin þekktumst við aðeins í gegnum síma, en það var sama hvenær maður hringdi, alltaf var sama glaðværðin og hressileikinn yfir henni og gat maður vart hugsað sér að þar væri kona með 6 börn á höndum sér. Árið 1974 verðum við svo ná- grannar er þau byggðu sér hús og fluttu í bæinn. Það hús seldu þau og keyptu sér myndarlegt einbýl- ishús að Neðstutröð 6 í Kópavogi. Þar er vissum áfanga náð, rúmt er orðið um alla fjölskylduna og bjartir tímar framundan? Það var aðeins örfáum dögum áður en hinn örlagaríki dagur rann upp, að ég sat í stofu hjá þeim hjónum og slegið var á létta strengi yfir kaffibolla. En enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér og aldrei erum við viðbúin tíðindum sem þessum. Um leið og ég þakka þér og konu þinni, Kristján minn, tryggð ykk- ar og umhyggju fyrir mér og mínum sendum við hjónin þér og börnum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í þeim söknuði sem þið þurfið nú að bera. Megi minningin um eiginkonu og móður verða ykkar bautasteinn til bjartrar framtíðar. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Páll. Nanna Magnúsdótt- ir - Minningarorð Nanna Magnúsdóttir frá Flat- ey á Breiðafirði, var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þann 14. júlí sl. Nanna íæddist i Flatey þann 30. október 1915. Snemma byrjar hennar lífs- starf. 9 ára flyst hún frá Flatey og fljótlega upp frá því tekur ábyrgð- in við hjá Nönnu, er hún missir móður sína, en á yngri systkini, sem nú urðu að stóla á sína eldri systur. Sá er hér ritar kynnist Nönnu, er hún hefur störf hjá Loftleiðum 1956, í veitingabúð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, hjá braut- ryðjanda í veitingamannastétt, Elíasi Dagfinnssyni. Þar starfar hún af mikilli orku og elju, sem öllum er kunnugt, er með henni störfuðu. Fljótlega gerist hún hægri hönd Elíasar í veitingamál- unum og eftir brunann á Reykja- víkurflugvellinum færist starf- semin í Tjarnarkaffi, en þangað sóttu ekki ófáir starfsmenn fé- lagsins hressingar til Nönnu. Árið 1962 eru þáttaskil, er félagið flytur starfsemi sína til Keflavíkurflugvallar, þar nýtast starfskraftar Nönnu til hins ýtr- asta. Brautryðjandans Elíasar Dag- finnssonar nýtur nú skammt við, þar eð hann fellur frá, en við tekur ðlfreð Rosenberg, þekktur fröm- uður í þessum málum. Starfar Nanna með honum næstu árin, bæði við hótel- og veitingarekstur, sem hvoru tveggja var rekið í þá daga af Loftleiðum á Keflavíkur- flugvelli. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, JAKOBÍNA ÓLAFSDÓTTIR, Hjallavegí 2, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 18. julí kl. 13.30. Hjörtur Wíum Vilhjálmsson, Olafur Hjartarson, Herborg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Hjartarson, Harpa Jónsdóttir, Guóbjörn Hjartarson, Bára Benediktsdóttir, Sigríöur Hjartardóttir, Hreiöar Gíslason, SaBvar Hjartarson, Dagbjört Hjörleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORSTEINN JÓNSSON, frá Hraunger&i, Hellissandi, sem lést aö heimili sínu Yrsufelli 9, 6. júlí veröur jarösunginn miövikudaginn 16. júlí kl. 13.30 í Fossvogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á hjartavernd. Áslaug Einarsdóttir, Einar Þorsteinsson, Jónína Þorsteinsdóttir, Baldur Magnússon, Ása Þorsteinsdóttir, Guömundur Bjarnleifsson, Sigurlaug Þorateinsdóttir, Siguröur Kristjánsson. Verslunin veröur lokuð vegna jaröarfarar í dag. Kjartan Jónsson byggingavöruveslun, Tryggvagötu 6. Árið 1974 fellur Alfreð Rosen- berg frá og tekur þá Nanna við rekstrinum, sem nokkrum breyt- ingum hafði þá tekið, þ.á m. félag- ið orðið Flugleiðir. Áfram og þá ein og af fullum krafti sá hún um starfsemina sem áður og er bæði virt og vinsæl meðal sinna sam- starfsfélaga, enda ávallt greiðvik- in og úrræðagóð. Allt fram í ársbyrjun 1978 er hún hefur sinn lokaferil og þá á braut hið óhindranlega og hið óyfirstíganlega, sem að lokum nær yfirhöndinni. Þar háði hún langa baráttu eða í rúm 2 ár, en stöðugt með það í huga að sigra. Á æviferli sínum gekk Nanna í gegnum bæði leitt og ljúft, eins og flestir, en hennar braut var oft grýttari yfirferðar en annarra, þó hún léti aldrei á því bera. Nanna tók ríkan þátt í félagsskap meðal samstarfsfélaga sinna og minnist ég sérstaklega ferðar nokkurra starfsmanna um Breiðafjarðar- eyjar. Þar kunni hún frámmörgu að segja og nutum við fróðleiks hennar frá æskuárum um eyjarn- Samstarfsmenn Nönnu minnast hennar með hlýjum hug og sem kjarkmikilli og duglegri konu, sem skilur eftir sig skýra mynd í hugum þeirra er hana þekktu. Jón óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.