Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 156. tbl. 67. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brenndur til bana JóhannesarborK. 14. júlí — AP. HVÍTUR maður brann til bana í dai? þeuar kveikt var í tveimur bifreiðum eftir ókyrrð meðal svartra verkamanna i verksmiðju SASOL sem vinnur olíu úr kolum í Secunda i Austur-Transvaal. Talsmaður fyrirtækisins sagði að ókyrrðin sem náði hámarki með íkveikjunni stafaði af orðrómi um að hermaður hefði skotið blökkumann til bana í gær. Hann sagði að múgurinn hefði kveikt í sendiferðabifreið, sem hvíti maðurinn var einn í, og strætisvagni. Talið er að farþegar hafi verið í strætisvagninum, en engan þeirra sakaði. Einn hinna slósuðu borinn burt. Eldblossar lýstu upp miðborgina eftir sprenginguna. Símamynd Nordfoto. Gífurleg* sprenging í Kaupmannahöf n Frá Sveinhirni Baldvinssyni. í Kaupmannahófn í K«‘rkveldi. — GÍFURLEG sprenging varð í nótt um klukkan 00.45 að dönskum tíma í Den Danske Sojakage- fabrikk. sem stendur við íslandsbryggju á Amager í Kaupmannahöfn. Óvíst var um slys á fólki, þegar blaðið fór í prentun, en að sögn lögreglunnar í Kaup- mannahöfn, voru a.m.k. 22 fluttir í sjúkrahús. Við sprenginguna lék allt á reiðiskjálfi og var sem jarðskjálfti væri. Allar rúður í miðborg Kaup- mannahafnar brotnuðu meir eða minna, samkvæmt því sem danska útvarpið skýrði frá í gærkveldi. Lögregla, slökkvilið, lækn- ar og hjúkrunarlið var kvatt á vettvang. Öll um- ferð var bönnuð á svæðinu. Samkvæmt heimildum Rússar ráðast á 50 afgönsk þorp Nýju Delhi, 14. júlí. AP. SOVÉZKA herliðið i Afghanist- an virðist hafa breytt baráttuað- ferðum sinum og gert áhlaup og ioftárásir á 50 til 60 þorp á landsbyggðinni á undanförnum tveimur vikum, og „mörg þús- und“ óbreyttir borgarar og skæruliðar hafa fallið að sögn diplómata i dag. Flugumferð Rússa til Kabul hefur einnig aukizt greinilega undanfarna fjóra daga og allt að tólf rússneskar flutningaflugvélar hafa komið að degi til auk birgða- flugvéla þeirra sem halda áfram að koma á nóttunni. Fyrir um 10 dögum drógu Rúss- ar úr tilraunum sínum til að komast í færi við afghanska skæruliða á landsbyggðinni og juku í þess stað til muna árásir á þorp, sem eru grunuð um að skjóta skjólshúsi yfir skæruliða. Afghanskur sérfræðingur segir að fréttir hermi að meira en 1,000 hafi fallið í einu stóru þorpi og 38 í minna þorpi. Hann sagði að fréttir um árásirnar bærust „svo títt og reglulega" að hann teldi að þúsundir hefðu beðið bana. Hann kveðst hafa heyrt að Rússar ráðist án viðvörunar, en áður hafi skæruliðar sagt þorps- búum að forða sér áður en árásir yrðu gerðar á stöðvar Rússa. Fámennara sovézkt herlið tekur þátt í árásunum á þorpin, en meira treyst á herflugvélar, þyrl- ur og önnur þung hergöng. danska útvarpsins mun talsvert hafa veriö um gripdeildir í verzlunum í kjölfar sprengingarinnar, þar sem verzlanir stóðu opnar eftir að rúður í gluggum þeirra brotnuðu. Verksmiðjan stóð í ljósum logum er Morgunblaðið fór í prentun. Lögreglan í Kaupmanna- höfn birti í útvarpi viðvar- anir til fólks um að halda sig innan dyra, en vera jafnframt viðbúið að yfir- gefa heimili sín, þar sem klórgas var geymt við verk- smiðjuna og var talin hætta á að það læki út. Þyrfti þá að fjarlægja fólk úr hverfinu. Lögreglan tel- ur að orsök sprengingar- innar hafi verið bensínleki í þeim hluta verksmiðjunn- ar, þar sem baunamjöl var unnið úr sojabaunum. Óttast var um öryggi 5 manna, sem voru á nætur- vakt í verksmiðjunni. Þrjú sjúkrahús tilkynntu að þangað hefði verið flutt fólk, sem slasaðist í spreng- ingunni. Nokkrir voru fluttir í sjúkrabifreiðum í sjúkrahús í úthverfi Kaup- mannahafnar, sem sérhæf- ir sig í meðferð alvarlegra brunasára. Billy þáði líbýskt fé Washington, 14. júli. AP. BRÓÐIR Jimmy Carter Banda- rikjaforseta, Billy. skráði sig i dag fulltrúa Libýu i dómsmála- ráðuneytinu og skýrði frá þvi að hann hefði fengið 220.000 doilara frá Libýu á þessu ári, en kallaði það lán. Dómsmálaráðuneytið hefur lokið langri rannsókn á starfi Billy Carter fyrir hönd Líbýu og ákveðið að höfða ekki mál gegn honum. Billy Carter er því frjálst að halda áfram starfi sínu sem fulltrúi Khadafy þjóð- arleiðtoga. Ráðuneytið hefur höfðað mál gegn tveimur CIA-mönnum, sem eru sakaðir um að reka hryðjuverkaskóla fyrir Líbýu og tilraun til að koma til leiðar tilræði við fyrrverandi líbýskan ráðherra í Egyptalandi. 15% fleiri með Ronald Reagan Detriot. 14. júli. AP. RONALD Reagan hefur tryggt sér 15% forskot fram yfir Jimmy Carter forseta á undanförnum vikum samkvæmt úrslitum i sið- ustu skoðanakönnunum, sem voru birtar i sama mund og flokksþing repúblikana var sett i Detriot i dag. Framboð John Andersons hefur einnig fengið byr í seglin, því að aðeins 9% munur er á honum og forsetanum. Reagan nýtur stuðn- ings 42% kjósenda, Carter 27% og Anderson 18%. Fyrir síðustu kosningar studdu 53% Carter en 36% Gerald Ford forseta rétt fyrir flokksþing demó- krata, en eftir tilnefningu Carters og fyrir tilnefningu Fords studdu 62% Carter en 29% Ford. Sjá frétt frá fréttaritara Morgunblaösins í Detriot á bls. 46. Ilitabylg'ja hefur kostað 543 mannslíf vestanhaf s RlKISSTJÓRINN i Missouri, Joseph Teasdale, lýsti yfir neyð- arástandi í rikinu i gær vegna þrálátrar hitahylgju og skipaði þjóðvarðliðinu að vera til taks. Minnst 543 hafa látizt af völdum hitabylgjunnar i 15 rikj- um siðan hún hófst fyrir þremur vikum, þar af að minnsta kosti 142 i Missouri. Teasdale sagði að veðurfræð- ingar hefðu skýrt frá þvi að hitinn mundi sennilega haldast i að minnsta kosti eina viku. Á sunnudaginn mældist hitinn 42,2 stig i Kansas City. Hitinn hefur verið svo mikill í St. Louis, að fullorðinn órangútan í dýragarði St. Louis, Kalle, sem er frá frumskógum Malaysíu, lézt af máttleysi af völdum hitans. Mest mældist hitinn 35,5 stig í St. Louis aom wr lítið miðað VÍð hitann á öðrum stöðum. í Memphis var 41,6 stiga hiti, mesti hiti sem þar hefur mælzt síðan mælingar hófust 1875. í Bates- ville, Arkansas, var hitinn 43,8 stig eða 111 á Fahrenheit. Auk þeirra sem hafa látizt í Missouri hafa 88 látizt í Texas, 84 í Arkansas, 34 í Tennessee, 33 í Oklahoma, 25 í Kansas, 24 í Georgíu, 20 í Mississippi, 15 í Illionois, 13 í Alabama, fimm í Louisiana, fjórir í Kentucky, tveir í South Carolina, tveir í Indiana og einn í Nebraska. Mesti hiti í Macon, Georgíu, mældist 42 stig og George Israel bæjarstjóri lýsti yfir neyðar- ástandi. Loftkældur útisam- komustaður var opnaður almenn- ingi og strætisvagnar fluttu þangað fólk, sem taldi sig vera í hættu af völdum hitans. I Florida segja embættismenn að 10.000 kjúklingar hafi dáið úr hitanum. Mest mældist hitinn 40 stig í Pensacola og ekki er búizt við að hitinn minnki í að minnsta kosti eina viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.