Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1980, Blaðsíða 19
íslendingar börðust fyrir fullum yfirráðum yfir fiskimiðum sínum, vegna þess að við töldum okkur best færa um að hafa stjórn á nýtingu auðlinda sjávar. Mikill misskilning- ur er að líta þannig á, að þessi röksemdafærsla hafi einungis verið sett fram fyrir útlenda menn, hún á ekki síður erindi inn á við og af henni verður að taka mið. Þjóð, sem aðeins hefur nýtt brot af orkulind- um sínum og situr að gjöfulum fiskimiðum í hungruðum heimi, þarf ekki að kvíða framtíð sinni, kunni hún sjálf fótum sinum for- ráð. Koma verður í veg fyrir klofning milli dreifbýlis og þéttbýlis. Eyða verður þeim sálrænu ástæðum, sem að baki slíkum klofningi kunna að búa. Slíkt ætti að vera auðveldara nú en nokkru sinni fyrr nleð nútímasamgöngum og fjarskipta- tækni. Efla þarf samkennd þjóðar- innar allrar og gera samgöngur milli landsmanna auðveldari með stórátaki í vegamálum. Ýmsir stjórnmálamenn telja það sér til framdráttar að ala á klofningi milli þéttbýlis og dreifbýlis. Alþingis- menn verða að bægja slíkum freist- ingum frá sér. Landbúnaðarstefnu verður að marka, sem tekur mið af þjóðarhag og sanngjörnum hagsmunum bænda og eðlilegu viðhaldi byggðar í landinu. Kosningalög og kjördæmaskipun verður að endurskoða. Slík endur- skoðun er að mínu mati forsenda þess að eyða megi misskilningi og metingi milli strjálbýlis og þéttbýl- is og sú skylda hvílir á sjálfstæðis- mönnum að benda á leiðir til leiðréttinga á núverandi skipan mála, ekki með því að ganga á hlut hinna fámennari og afskekktari byggðarlaga, heldur með því að rétta hlut annarra. Hér hafa hugsjónir orðið að veruleika Góðir áheyrendur. Ég hef valið mér þennan vettvang í tilefni 50 ára afmælis Sjálfstæðis- félagsins Þjóðólfs í Bolungarvík að rifja upp stofnskrá Sjálfstæðis- flokksins sem ávallt verður stjórn- arskrá hans, hlutverk flokksins og störf í því ljósi, en ekki sízt stöðu flokksins um þessar mundir og þau vandamál, sem við er að etja, en um leið lagt áherzlu á, að við beinum sjónum fram á veginn og tökumst á hendur þau verkefni, sem sameina flokk og þjóð. Mér þótti við hæfi að gera þetta einmitt hér í Bolungarvík, í einu höfuðvígi einkaframtaksins í land- inu, þar sem hugsjónir flokks okkar hafa orðið að veruleika, fyrir sam- stöðu fólks, dugnað þess og kjark. í Árbók Ferðafélags íslands 1949 um Norður-ísafjarðarsýslu eftir Jó- hann Hjaltason, skólastjóra, segir, sem ekki þarf að tíunda fyrir Bolvikingum, en mig langar samt að hafa orð á: „Austan í henni (þ.e. Óshlíðinni), efst í skriðunum, er geysihár standklettur frálaus aðal- berginu og aðeins neðar. Heitir kletturinn Þuríður, og telja munn- mælin það Þuríði sundafylli, er þar hafi breytzt í stein. Ennfremur telja þau svo, að við belti Þuríðar hangi lyklar hennar og sé einhver svo vel að sér ger, að hann fái klifið dranginn og náð lyklunum, muni þeir ganga að dýrgripakistu völv- unnar, er fólgin skal vera í rústum landnámsbæjarins í Vatnsnesi. Hvorki er kunnugt, að neinn hafi hætt að klífa eftir lyklunum, né nokkrum hafi tekizt það. Mun því gull landnámskonunnar og gripir enn liggja óhreyft í rústunum." Vera má, að rétt sé, að gull landnámskonunnar og gripir liggi enn óhreyft í rústunum, en ég held aftur á móti, að Bolvíkingar hafi sýnt í lífi sínu og starfi, að þeir séu svo vel að sér gerðir að þeir hafi í raun klifið dranginn og náð lyklun- um, sem þeir hafa notað til að sækja gull í greipar Ægis sjálfum sér og þjóð sinni til hags og farsældar. Megi Sjálfstæðisfélaginu Þjóðólfi áfram vel farnast og verða Sjálf- stæðisflokknum styrkur og stoð til að veita þjóð okkar þá forystu, sem hún þarf á að halda. Súpan hituð á nýja hrauninu Reynihlíð. 14. júlfi — frá Hirti Gislasyni, hlaðamanni Mbl. — ENN GÝS á gosstöðvunum nyrzt i Gjástykki. en nokkuð hefur dregið úr gosinu í gær og dag. Þó gýs af nokkrum krafti á 60 metra langri sprungu. Umhverfis hana hefur myndazt nokkur gígur og glóandi hraunstraumurinn hefur brotið sér leið norður úr gígnum og rennur eins og stórfljót nokkra kilómetra til norðurs. þar sem hann breiðir úr sér og fyllir upp i gjár og dældir. Hraunið er nú orðið nokkrir ferkilómetrar að stærð. Ekki hefur orðið vart skjálfta- virkni og hefur land hvorki sigið né risið síðustu dægur. Allt virðist með kyrrum kjörum og gosið heldur í rénun. Þótt erfitt sé að segja nokkuð um framhaldið, bú- ast menn hér við, að gosið fari enn minnkandi. Gífurleg umferð hefur verið hér um helginga, meira en tvöfalt meiri en venjulega á þessum árstíma og fjölmargt fólk hefur lagt leið sína að gosstöðvunum. Sem dæmi um áhuga fólksins má nefna, að nýútskrifaðir jarðfræð- ingar flugu hingað norður um helgina og gengu rakleiðis af stað að gosstöðvunum, en ferðin tók þá alls 20 klukkustundir. Létu þeir það ekki á sig fá að þeir voru matarlausir og heldur illa útbúnir. Þar tóku aðrir jarðfræðingar á móti þeim með súpu, sem hituð var á nýja hrauninu. Mjög mikið hefur verið um flug yfir gosstöðvarnar og nú í kvöld fór Arnarflug sína 25. ferð yfir gosstöðvarnar með farþega í út- sýnisflug. Sverrir Þóroddsson hef- ur verið með flugvél hér um helgina og verið í nær stöðugu flugi. Sem dæmi um áhuga út- lendra ferðamanna hér má nefna, að þýzk kona, sem fór í fyrstu ferðina, neitaði að fara út við komuna til baka og lét ekki segjast, fyrr en eftir fjórar ferðir. Fólkið hér í sveitinni tekur þessu mun rólegar og stundar sín venjulegu störf og lætur sér fátt um finnast. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.