Morgunblaðið - 30.08.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 30.08.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1980 33 Gísli Guðmann Akureyri - Minning Fæddur 16. desember 1927 Dáinn 9. júní 1980 I öndverðum júnímánuði heyrði ég andlát hans og fannst sem nú væri skarð fyrir skildi í minum vinahópi. Okkar kynni urðu fyrst í Menntaskólanum á Akureyri, þá unglingar og vorum þar taldir einhverjir beztu teiknarar í bekknum, þurftum því um margt að ræða. Þá skildu leiðir, þar sem ég hætti í skóla og fór suður til listnáms, en Gísli lauk sínu stúd- entsprófi, fór siðan til Danmerkur ásamt bróður sínum Isak að kynna sér rekstur búgarða og fleira varðandi landbúnað. Kom þá heim og hóf kennarastarf á Dalvík, kenndi þar í barna og unglingaskóla um eins árs skeið, vann síðan við búskap með for- eldrum sínum á Skarði við Akur- eyri og tók við búinu með móður sinni að föður sinum látnum 1958. Foreldrar Gísla voru Guðlaug ísaksdóttir, ættuð úr ísafjarðar- djúpi og Jón Gislason Guðmann, bóndi og kaupmaður á Akureyri, Skagfirðingur, kominn af Konráði Gíslasyni, fræðimanni. Að móður sinni látinni hélt Gísli áfram búskap ásamt konu sinni, Stefaníu Jóhannsdóttur frá Akureyri. Var stórbúið að Skarði þá sem fyrr rómað víða um land fyrir fullkomna og nýtízkulega búskaparhætti, sem smám saman breyttust er jörðin féll inn í kaupstaðarbyggðina við Akureyri. Börn þeirra Stefaníu eru Helga, gift á Akureyri, Jóhanna Sigrún og Elísabet, uppkomnar og Einar Jón á unglingsaldri, — öll búsett á Akureyri. Systkini Gísla eru Re- bekka og Isak Guðmann bæði búsett á Akureyri. Síðar varð Gísli ásamt með búskapnum verkstjóri um nokk- urra ára bil í Sútunarverksmiðju SIS á Akureyri og varð hann þar fyrst var við heilsubrest þann er síðar leiddi líf hans til lykta. Einhvern tíma er við vorum báðir undir þrítugu, leitaði Gísli mig uppi hér í Reykjavík, ráðsett- ur maður í viðskiptaerindum, en ég í þessu klassíska deigluástandi sem listamenn verða oft að þola á unga aldri. Bjó ég þá í herbergi í vesturbænum með ófullkomnar tilraunir mínar til myndgerðar umhverfis mig og „nakkvat fé- vant“ svo sem segir um mann einn í Islendingasögum. Þar með var bilið brúað og urðu fundir okkar þá nokkrum sinnum, er hann átti leið suður. Sýndi hann tilraunum mínum áhuga, enda hafði hugur hans til þessara mála ætíð verið vakandi, þótt lítið gæti hann sjálfur framkvæmt á því sviði vegna annríkis. Var hann þó í þýzkum bréfaskóla í teikningu og nam einnig eitthvað hjá Jónasi Jakobssyni myndhöggvara á Ak- ureyri. Sumarið 1973 kom ég til Akur- eyrar með pastelsýningu í boði nýstofnaðs myndlistafélags þar og var Gísli einn af upphafsmönnum og stofnendum þess. Kenndi raun- ar síðar við skóla, er félagið stofnaði. Átttum við þá góðar samverustundir og margar og fann ég þá að þar hafði ég ávallt átt traustan vin, þótt leiðir hefðu lengi skilið. Kom ég oft á heimili hans og naut þar góðrar gestrisni og samverustunda með fjölskyldu hans. Komst ég þá að heilsuleysi hans, en hann þjáðist af hjartabil- un ásamt öðru og hafði lítið um það talað áður, ræddi þau mál af æðruleysi og jafnvel glettni, þótt alvarleg væru, eins og ávallt síðar er þau báru á góma, þannig að áhöld urðu um, hvort leitaði styrks hjá hinum. Skammaðist ég mín oft í návist hans að heyra hann þannig gera stór mál að smámunum, en mér hefir oftast hætt við því gagnstæða. Af þess- um ástæðum hafði hann orðið að draga saman seglin í starfi sínu og hætti meðal annars í Sútunar- verksmiðjunni. Hugðist nú snúa sér af alhug að myndlistarmálum og listsköpun, sem mörgum fuil- frískum atvinnulistamönnum finnst þó ærin barátta. Sá ég verk hans, málverk, teikningar og höggmyndir og bar þar af hið síðast nefnda, enda hefir hann gert andlitsmyndir (portrait) af þekktum borgurum á Akureyri, þar á meðal Steindóri Steindórs- syni frv. skólameistara M.A. Hvatti ég hann till að halda áfram og þá helzt við málverkið hvar mestu var ávant. Gekk svo um hríð. Höfðum við svo á næstu árum mikið símasamband, mest varðandi þessi mál, þegar við ekki hittumst. Spurði hann mikið og nákvæmlega og reyndi ég að greiða úr eftir beztu getu. Haustið 1976 sendi hann mér svo nokkrar pastelmyndir og skyldi ég freista þess að fá þær sýndar á haustsýningu F.Í.M. á Kjarvalsstöðum. Hafði hann þá tekið ótrúlegum framförum á skömmum tíma svo ég varð undr- andi. Gekk ég þar á milli félaga minna og (kollega) og mælti með þessum myndum, þar til þeir urðu þreyttir og höfðu á orði að ekki þyrfti að mæla með þessum mynd- Kveðja: Fæddur 21. febrúar 1965. Dáinn 16. ágúst 1980. Síðastliðinn laugardag var kvaddur frá Sauðárkrókskirkju Rúnar Ingi Björnsson sem lést sviplega í vinnuslysi hinn 16. þessa mánaðar. Af vettvar.gi er horfinn einrt gjörfulegasti unglingur þessa bæj- ar, einn þeirra sem mestar og bestar vonir voru bundnar við, bjartleitur beinvaxinn drengur sem vakti athygli hvar sem hann fór. Þegar á fyrstu skólaárum kom glöggt 1 ljós að þar var góður námsmaður á ferð, sem leysti allt af hendi með kostgæfni og alúð, og var ætíð tilbúinn til aðstoðar, ef vandamálin gengu ekki upp, sama hver í hlut átti. Rúnar var jafnvígur á allar um, þær gerðu það sjálfar. Kom svo Gísli suður og bjó hjá mér um tíma. Sáum við þá þessa sýningu og voru myndir hans vel staðsett- ar og sómdu sér vel. Sáum við aðrar sýningar og ræddum margt, fann ég að þetta hafði glatt hann mjög og uppörvað. Gísli hafði mikla kímnigáfu og gat oft hlegið af litlu tilefni. Þegar ég sé mynd hans fyrir mér er það oftast glaðlegt og brosandi andlit sem yljar manni um hjartarætur. Kvöld eitt í fyrrasumar heyrði ég skellt bílhurð, sem oftar, við innkeyrsluna að húsi mínu í Heið- arbæ. Var þar kominn Gísli á nýjum „Trabant" og heldur mont- inn. „Hvernig lízt þér á nýja bílinn minn?“ sagði Gísli. „Nú mér heyrðist trillubátur koma niður götuna" sagði ég. „Skammastu þín bara“ sagði Gísli og hló. Fórum við svo í jómfrúarferð um kvöldið uppá Hellisheiði að tilkeyra bílinn í veðurblíðu og góðum húmor. Undum þar framá nótt við hnígandi sól, hraunbreið- ur og blakkir bláar. Hugði Gísli gott til glóðarinnar að aka norður og lagði ótrauður í ’ann, þegar þar að kom. námsgreinar, athugull og farsæll námsmaður, sem alltaf var meðal þeirra sem bestum árangri náðu. Þannig var hann meðal þeirra fremstu, bæði innan skóla sem utan, jafnt í skólastofu sem á íþróttavelli. Þó vakti það ef til vill mesta athygli hversu góður félagi Rúnar var, hann var sá sem félagarnir leituðu til, hann var sá sem falin var forystan þegar hópurinn þurfti að gera eitthvað sem heild, hann var sá sem ábyrgðina axlaði og fram úr vandanum réði. Þegar skipt var liði var það nánast undantekning ef Rúnar var ekki kosinn fyrstur, eða kjörinn for- ingi. Þannig munum við sem í skól- anum störfum, eftir Rúnari, glað- beittum, úrræðagóðum og fjörug- um strák, en framar öðru góðum Ýmislegt reyndi hann sér til heilsubótar utan þess er læknar gátu gert. Eitt sinn kom ég að honum í vinnustofu minni sitjandi á gólfteppinu í yogastellingum og hugleiðsluástandi, eins og helgi- mynd í geislaflóði kvöldsólar. Eg yrti ekki á hann og hafði hægt um mig. Eftir smástund kom hann fram til mín. „Jæja vinur, þú heldur víst að ég sé orðinn brjál- aður, en þetta geri ég á hverjum degi og það hjálpar mér mikið.“ Nú síðast tók hann þátt í stórri sýningu er haldin var á Akureyri vegna 100 ára afmælis Mennta- skólans þar, á verkum nemenda skólans frá upphafi og var nýbú- inn að skila myndum sínum þang- að er mér var tjáð brottkall hans frá þessum heimi. Trúi ég að allir hljóti að hugsa til hans með trega, er þekktu hann vel. — En þannig er maklegast að minnast góðs vinar, að verða að betri manni sjálfur. Veri hann svo ætíð Guði geymd- ur og megi hans leitandi sál finna nýja farvegi þar sem hann getur gengið heill til skógar. Fjölskyldu hans og aðstandend- um votta ég mína dýpstu samúð. Jóhannes Geir. félaga, sem hvarvetna lagði gott til mála. — Og enn hefur Rúnar verið kjörinn fyrstur. Liðið sumar hefur verið bjart og sólríkt, — þannig var allur lífsfer- ill Rúnars Inga Björnssonar. Hann gengur nú á vit lausnara síns með eins flekklausan og hreinan skjöld og unnt er, því að hann var fyrst og síðast — góður drengur. Foreldrum Rúnars, systkinum og öðrum vandamönnum votta ég dýpstu samúð. Björn Björnsson. Rúnar Ingi Björnsson 7 i dag. Höfum opnað glæsilega húsgagnasýningu í verzlun okkar að Langholtsvegi 111. GÍFURLEGT ÚRVAL HÚSGAGNA Á 800 FERMETRUM. Við höfum ‘m.a. byggt heila íbúð á svæðinu sem gefur góða hugmynd um hvernig raða má húsgögnunum. -húsgögn Sýningin stendur yfir frá 23. ág.—7. sept. símar 37010 —37144

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.