Morgunblaðið - 23.06.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981
13
Miklar gatnaframkvæmd-
ir í Borgarnesi í sumar
BorKarnesi. 22. júni.
Gatnagerðarframkvæmdir
verða með mesta móti í Borxarnesi
í sumar. La)?t verður bundið slit-
Uk á nokkrar «otur kauptúnsins
auk þess sem unnið verður við
frágang kantsteina ok Kan(?stétta.
Á síðasta sumri var gert verulegt
átak í lagningu bundins slitlags á
götur í Borgarnesi. Áformað er að
halda þessu verki áfram í sumar.
Þær götur sem helst kemur til
greina að leggja á í sumar eru
Kjartansgata, Sæunnargata, Þór-
ólfsgata, hluti Böðvarsgötu, Þór-
unnargata, Þórðargata, Dílahæð og
Borgarvík. Hreppsnefndin hefur
sent íbúum þessara gatna dreifibréf
til að kanna vilja íbúanna, þar sem
þessar framkvæmdir hafa veruleg
útgjöld í för með sér fyrir þá, þar
sem framkvæmdirnar eru að veru-
legu leyti fjármagnaðar með gatna-
gerðagjöldum sem húseigendurnir
þurfa að greiða.
Gert er ráð fyrir að gatnagerð-
argjald af 500 rúmmetra einbýlis-
húsi sé um 18 þús. krónur miðað við
núgildandi byggingarvísitölu. Gjald
af raðhúsi og parhúsi einnar hæðar
er um 67% af gjaldi einbýlishúss
sömu stærðar og af raðhúsi og
parhúsi tveggja hæða, 60%. 20%
gjaldsins eru greidd sama ár og
slitlagið er lagt, en eftirstöðvarnar
með jöfnum afborgunum á næstu
fjórum árum þar á eftir.
Húseigendur sumra gatnanna
hafa sent hreppsnefndinni ein-
dregnar áskoranir um að leggja
bundið slitlag á þeirra götur í
sumar og er reiknað með að hrepps-
nefndin taki sínar ákvarðanir um
röðun framkvæmda með hliðsjón af
slíkum áskorunum.
Lagning bundins slitlags hefur
haft forgang í framkvæmdum á
vegum sveitarfélagsins undanfarin
tvö ár auk gangstétta og fram-
kvæmdum þeim tilheyrandi og
verður nú eftir þetta sumar megnið
af götum kauptúnsins lagðar
bundnu slitlagi og ber nær öllum
saman um að hér sé á ferðinni hið
mesta nauðsynjamál.
HBj.
Frá Borgarnesi
Það væsir ekki
um mannskap-
inn í garðhús-
gögnum frá
okkur.
Komdu og kíktu
á úrvalid, sem
er geysilegt
þessa dagana.
í tilefni Jónsmessu verður
opið til kl. 10 í kvöld.
■
Símar: 86080 og 86244
ar
Húsgögn
Ármúli 8
Jónsmessu
Garðveizla á
Á morgun miðvikudag 24. júní er Jónsmessa.
Hvernig væri að bjóða vinum og vandamönnum
í skemmtilega og eftirminnilega garðveizlu
á Jónsmessu 9