Morgunblaðið - 23.06.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JUNI 1981
17
Heimsókn forseta íslands í Dalasýslu
Pétur Þorsteinsson sýslumaður Dalasýslu afhendir forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur. fyrsta
fullgerða Ijósprentaða eintak Jónsbókar, sem kennt er við Skarð á Skarðsströnd. Afhendingin fór
fram i hinni aldagömiu kirkju að Skarði. Á bak við forsetann og sýslumanninn situr elzti ibúinn á
Skarði, Elinborg Magnúsdóttir, en hún er 86 ára að aldri. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson.
„Hér andar allt af sögu“
- sagði forseti ísland, Vigdís Finnbogadóttir,
er hún tók við Skarðsbók í kirkjunni að Skarði
Frá Ilildi II. SÍKurðardóttur, blaóa
manni Mbl. á Hólmavik.
FORSETI íslands, Vigdis Finn-
bogadóttir, veitti á sunnudag
viðtöku fyrsta fullgerða ljós-
prentaða eintaki Jónsbókar,
sem kennt er við Skarð á
Skarðsströnd. Forseti tók við
gjöfinni úr hendi Péturs Þor-
steinssonar sýslumanns Dala-
sýslu í hinni aldagömlu höfuð-
kirkju á Skarði, ritunarstað
Skarðsbókar. Dalasýsla var,
eins og kunnugt er, fyrsti
áfangastaður forseta i fyrstu
opinberu heimsókn hennar inn-
anlands og er þetta Ijósprentaða
eintak gjöf Dalamanna til for-
seta.
Hafa varð hraðann á við að
fullgera bókina og var það gert
sama sólarhring og Vigdís kom í
Dali. Skarðsbók þykir ein feg-
ursta perla íslenzkra fornbók-
mennta. Hefur verið unnið að
útgáfu þessari um nokkurt skeið
og mjög til hennar vandað.
Um Skarð á Skarðsströnd gild-
ir það sem forseti íslands sagði,
er hún þakkaði Dalamönnum
gjöfina: „Hér andar allt af sögu.“
Þar hefur hver höfðinginn af
öðrum setið og ætíð sama ættin,
eða frá því um ellefuhundruð og
byggja nú staðinn fjórar kyn-
slóðir Skarðverja. Forseti sagði
við þetta tækifæri: „Á þessari
stundu eru mér efst í huga þrjár
óskir. Sú fyrsta er þessi að þessi
bók verði ávallt varðveitt. Önnur,
að menn verði ávallt læsir á
hana, því þannig varðveitist
tungan, og sú þriðja að niðjar
okkar megi búa við frið og
farsæld um alla framtíð.“
Þess má geta, að þetta fyrsta
eintak af ljósprentun Skarðsbók-
ar var fullgert sérstaklega fyrir
Dalamenn til að færa forseta
Islands að gjöf, en bókin er
væntanleg á markaðinn á næstu
vikum.
Forsetanum var afhent Skarðsbók í kirkjunni að Skarði. Hér gengur
hún frá kirkju ásamt fylgdarliði. Lengst til vinstri er séra Ingibergur
Hannesson, en hann lýsti því sem markvert er í kirkjunni. Vigdís
gengur við hlið Elinborgar Magnússen, en hún er elzti ibúinn að Skarði,
86 ára, og tók á móti forsetanum, er hún kom á staðinn, ásamt öðrum
Skarðverjum.
nýta megi leirinn sem orkugjafa og
vinna í stórum stíl.
Er hann hafði lokið máli sínu
færði Kristinn Vigdísi að gjöf frá
viðstöddum fimm arma kertastjaka,
veglegan mjög. Er stjakinn smíði
hjónanna Guðmundar Einarssonar
leirkerasmiðs og Signýjar Jörunds-
dóttur.
Nefndi Auði
djúpúðgu og
Vigdísi í sömu andrá
Þá flutti Þrúður Kristjánsdóttir
kennari við Grunnskóla Búðardals
Vigdísi kveðju Dalamanna og vott-
aði forsetanum virðingu og hlýju
þeirra. Nefndi Þrúður Auði djúp-
úðgu og Vigdísi Finnbogadóttur í
sömu andránni sem tvær stórhuga
konur er ferðuðust um og vitjuðu
landseta sinna.
Þá skýrði Magnús Gestsson safn-
vörður Byggðasafns Dalasýslu
stuttlega frá innihaldi þeirrar
merku bókar Skarðsbókar. Er þetta
fyrsta nýja ljósprentaða eintak
Skarðsbókar, en það var fullgert
sólarhringinn, sem forsetinn kom í
Dali vestur. Var það um kvöldið til
sýnis í anddyri Dalabúðar en skyldi
síðan formlega afhent forseta dag-
inn eftir á Skarði á Skarðsströnd,
þeim stað er bókin var rituð á um
miðja 14. öld.
Að lokum tók forseti íslands til
máls og þakkaði Dalamönnum góð-
an viðurgjörning en sagði síðan:
„Góðar þykja mér gjafir ykkar, en
meira þó verð vinátta ykkar. Ég á
ekkert á móti nema vináttu mína.“
Forseti vék síðan að Skarðsbók og
kvaðst lengi hafa vitað að sú bók
væri konungsgersemi, enda hygðist
hún færa Ólafi Noregskonungi hana
að gjöf í haust. Vigdís sagðist færa
börnum Dalasýslu þrjú tré að gjöf
og myndi hún gróðursetja þau
daginn eftir. „Ég tel mig skylda
þessari sýslu“ sagði Vigdís m.a., en
amma hennar, Magdalena Jónsdótt-
ir, fæddist að Melum árið 1859 „og
það kom aldrei annað til greina en
að Dalirnir yrðu fyrstir. Dalirnir
eru kvensterkasta sýslan í okkar
sögu og ég tel mig til þeirra kvenna
er gerðu garðinn frægan. Hér hef ég
upplifað Ijúfari stundir en ég hef átt
lengi og þetta að vera með fólkinu í
landinu, það er það sem ég vil gera.“
Að loknum ræðuhöldum blandaði
forsetinn geði við samkomugesti og
var margt skrafað, en tala við-
staddra mun hafa numið öllum
íbúum Búðardals og vel betur.
Á sunnudagsmorgun var haldið
úr Búðardal með föruneyti og för-
inni heitið að höfuðbólinu Skarði
þarsem afhending Skarðsbókar
skyldi fara fram. En fyrir brottför
úr Búðardal gróðursetti forsetinn
birkihríslurnar þrjár með ósk um að
þær mættu vaxa og dafna og verða
börnum Búðardals til gleði og
ánægju og skoðaði því næst
grunnskólann. Var síðan ekið fyrir
Hvammsfjörð áleiðis á Strandir.
Börn með fána
hjá brúsapöllum
í Árseii bættist Ásgeir Bjarnason
í förina og var hann leiðsögumaður
fyrir Strandir, enda frá mörgu að
segja frá þeim stöðum og ekki komið
að tómum kofunum þar sem Ásgeir
er. Veðrið lék sama leikinn og
daginn áður, rigningarsuddi um
morguninn en birti fljótlega til er á
daginn leið. Víðast hvar þar sem
bílalest forsetans fór um voru fánar
dregnir að húni og víða voru börn
með fána hjá brúsapöllum og veif-
uðu ákaft, þannig að greinilega voru
fáir jafnóviðbúnir heimsókn þjóð-
höfðingjans og ökumaðurinn
óheppni.
Stuttur stanz var gerður að Stað-
arfelli þar sem áður var húsmæðra-
skóli en er nú eftirmeðferðarheimili
á vegum SÁÁ. Dvelja þar nú um 30
manns, að sögn forstöðumanns
Grettis Pálssonar, en hann tók á
móti Vigdísi ásamt Halldóri Þórðar-
syni hreppstjóra í Fells-
strandarhreppi.
Á Skarði á Skarðsströnd hefur
sama ættin búið allt frá tíð Hún-
boga Þorgilssonar á 12. öld og mun
það lengsta ættarseta á sama býli
hér á landi. Nú búa á Skarði
Kristinn Jónsson og kona hans,
Þórunn Hilmarsdóttir, ásamt börn-
um, Ingibjörg Kristinsdóttir og Jón
Jónsson, foreldrar Kristins, og Elín-
borg Magnússen, móðir Ingibjargar.
Elínborg er 86 ára, elzti ættliður af
fjórum á Skarði, og tók á móti
forseta og fylgdarliði ásamt öðrum
Skarðverjum. En á Skarði II búa
hjónin Eggert Kristjánsson og Boga
Kristinsdóttir ásamt syni sínum,
Ólafi.
„Þakka Dala-
mönnum fyrir
að vera til“
Að Skarði komst forsetinn svo að
orði, að hér bergmálaði allt af sögu
og lýsti gleði sinni yfir að vera
„Sagt
er nú
að sólir
tvær
séu hér
í Dölum “
Ilér fer á eftir drápa
Skjaldar Stefánssonar
hankastjóra Búnaðar-
banka íslands í Búðardal.
sem hann flutti forseta
íslands í Dalabúð:
Enn er landið ægi girt,
eins og það var forðum.
en ekki lengur lítilsvirt,
þó laust sé margt í skorðum.
Þjóðin sýnir dáð og dug.
djörf á vegi stendur,
ber sterkan vilja og vor í hug.
ver hún byggð og strendur.
Af vetrardvala er vakin jörð.
vor á tindum glóði.
Blessuð sólin Breiðaf jörð
haðar geislaflóði.
Fuglar kvaka. grasið grær.
glóir rós á bólum.
Sagt er nú að sólir tvær,
séu hér í Dölum.
Söngsins gleði í sálu manns
saman hér við stillum.
Forseta vors fagra lands
fögnum öll og hyllum.
Víst mun gleymast vetrarþraut
er vorsins geislar skína.
Kuldahreggin hurfu á braut
við hingaðkomu þína.
Innan tíðar aftur fer
okkar kæri gestur.
Dalabyggðin þakkar þér
þessa heimsókn vestur.
Þegar lánið þykir valt
þá er bezta vömin,
að vinna ættjörð vorri allt
og vera góðu börnin.
komin á eitt mesta menningarhöf-
uðból landsins. Kirkjan á Skarði er
aldagömul og ein örfárra bænda-
kirkna á landinu. Hún hefur verið á
sama stað frá tíð Ólafar ríku. í
Skarðskirkju lýsti séra Ingiberg
Hannesson því er markvert var
fyrir forseta og var af nægu að taka.
Síðan afhenti Pétur Þorsteinsson
sýslumaður forsetanum hina nýút-
komnu Skarðsbók, fegursta ís-
lenzkra skinnbóka. Tók forseti við
gjöfinni og flutti stutt ávarp og
sagði að endingu: „Ég þakka Dala-
mönnum fyrir að vera til.“ Við-
staddir kváðu það þakklæti vera
gagnkvæmt og var heldur ekki
annað að sjá af þeim viðtökum sem
Vigdís Finnbogadóttir fékk í Dala-
sýslu.
Vigdís færði börnum Dalasýslu þrjú tré að gjöf. sem hún gróðursetti
sjálf.