Morgunblaðið - 23.06.1981, Qupperneq 25
24
MOROUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ1981
25
Meistaraheppni með Víkingum
Skagamenn hafa ekki skoraö í 450 mínútur
VÍKINGAR IIÖFÐU moistarahoppnina með sér upp á Skipaskaga er
þeir léku við AkurnesinKa ok si«ruðu þá 1—0 í 1. deild íslandsmótsins
í knattspyrnu. Skagamenn réðu loKum ok lofum á vellinum í fyrri
hálfleik ok fjórum sinnum small knötturinn i stengur ok slá
VíkinKsmarksins án þess að mark yrði, auk þess sem Guðbirni
TryKKvasyni tókst að misnota vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiksins.
Seinni hálfleikur var jafnari ok þá tókst bórði Marelssyni að tryKKja
Víkinsum bæði stÍKÍn með eina marki leiksins. Þar með hafa Víkingar
náð 2 stiga forskoti í 1. deild en Skanamenn hafa nú ekki skorað mark
í 450 mínútur eða í fimm leikjum.
Skagamenn tóku leikinn strax í
sínar hendur og voru Víkingar
nánast eins og statistar á vellin-
um. Skagamennirnir voru fljótari
á boltann og unnu nær hvert
einasta návígi, léku laglega upp
kantana og sköpuðu sér hvert
færið á eftir öðru. Á 7. mínútu á
Guðbjörn skot rétt framhjá Vík-
ingsmarkinu og 6 mínútum síðar
mistekst Jóni Alfreðssyni skalli í
góðu færi eftir laglegan samleik
Kristjáns og Árna. Á 17. mínútu á
Júlíus hörkuskot í stöng eftir
sendingu frá Jóni Alfreðssyni
knötturinn hrökk út i teiginn og
þar náði einn Skagamanna að
skjóta að marki en knötturinn
hrökk af Víkingi í þverslána og
yfir. Úr hornspyrnunni ná Skaga-
menn enn að skalla að Víkings-
markinu, en Diðrik varði. Á 21.
mínútu komst Gunnar Jónsson í
gott færi, en Diðrik varði hörku-
skot hans í stöng og út á völlinn. Á
23. mínútu komst Guðbjörn á
auðan sjó inn fyrir Víkingsvörn-
ina og fram hjá Diðrik, eftir góða
stungusendingu frá Júlíusi, en
hann skaut í stöng og afturfyrir
úr þröngu færi. Á 27. mínútu
skallar Sigurður Halldórsson rétt
framhjá eftir aukaspyrnu Jóns
Alfreðssonar. Sókn Skagamanna
buldi áfram á Víkingsvörninni
sem tókst þó að verjast skakka-
föllum þar til á 40. mínútu að
Ragnar Gíslason hrindir einum
Skagamanna inni í vítateig og Óli
Ólsen dómari dæmdi umsvifalaust
vítaspyrnu. En það kom fyrir ekki,
Guðbirni Tryggvasyni tókst að
skjóta framhjá og þar með virtust
Skagamenn vissir um að þeir gætu
alls ekki skorað. Víkingar fóru
hins vegar að eygja möguleika og
mínútu síðar braust Lárus í gegn-
um vinstri vænt IA-varnarinnar,
en Bjarni markvörður kom vel út
á móti honum og tókst að verja í
horn. Ekki tókst Víkingum að
nýta sér hornspyrnuna og síðasta
færi hálfleiksins féll Gunnari
Jónssyni í skaut, en hann sendi
knöttinn himinhátt yfir Vík-
ingsmarkið.
Skagamenn voru einnig að-
gangsharðari í byrjun seinni hálf-
leiks og strax á 47. mínútu skallaði
Sigurður Lárusson naumlega
framhjá Víkingsmarkinu og mín-
útu síðar varði Diðrik hörkuskot
Jóns Alfreðssonar í horn. Á 50.
mínútu skallaði Gunnar Jónsson
framhjá eftir sendingu Guðbjarn-
ar. En þá fóru Víkingar að sækja
meira og verða skeinuhættari við
mark Skagamanna og á 62. mín-
útu kom svo reiðarslag Akurnes-
inga er Þóröur Marelsson skoraði
af stuttu færi. Hann skaut föstu
skoti að markinu, sem rataði í
netið með viðkpmu í einum af
varnarmönnum ÍA og fékk Bjarni
ekki rönd við reist enda hafði
hann kastað sér í öfugt horn.
Næstu færi voru svo Víkinga,
Bjarni varði skot Óskars á 65.
mínútu og rétt á eftir skaut
Hörður Sigurðsson í hliðarnet
ÍA-marksins úr þröngu færi. En
Skagamenn voru ekki á því að
gefast upp og Guðbjörn komst í
gegn um Víkingsvörnina er um
stundarfjórðungur var eftir af
leiknum en skaut á markið úr nær
vonlausu færi í stað þess að gefa
knöttinn á samherja sína sem
voru í mun betra færi og er 10
mínútur voru til leiksloka skaut
Kristján framhjá Víkingsmarkinu
úr fremur þröngu færi. Það sem
eftir lifði leiksins tókst hvorugu
liðinu að skapa sér afgerandi
marktækifæri og því voru það
Víkingar sem fögnuðu enn einum
sigrinum í leikslok.
ÍAi n 4
Víkingur (1:1
Leikurinn var nokkuð vel leik-
inn, einkum af hálfu Skagamanna
í fyrri hálfleik. Þá léku þeir vel
saman, brutust upp kantana og
sköpuðu sér mýmörg færi, sem
ekki tókst að nýta og er það
greinilega höfuðverkur þeirra um
þessar mundir hve illa gengur að
skora mörk. Það er engu líkara en
þeir séu sannfærðir um að þeir
hreinlega geti það ekki og það
kann ekki góðri lukku að stýra.
Víkingsliðið lék hreinlega illa í
fyrri hálfleik, barátta var lítil og
samleikur ónákvæmur og leikkerf-
ið virtist hafa gleymzt heima,
þegar þeir áttuðu sig hins vegar á
því að þeir áttu möguleika í
leiknum náðu þeir að rífa sig upp
ög léku þá þokkalega á köflum, en
ekki er hægt að segja að sigurinn
hafi verið sanngjarn. Hefði
Skagamönnum tekist að skora úr
einu eða fleirum af hinum mý-
mörgu færum sínum í fyrri hálf-
leik er ekki gott að segja hvernig
farið hefði.
Hjá Skagamönnum bar mest á
Sigurði Halldórssyni, Árna
Sveinssyni og Jóni Alfreðssyni, en
hjá Víkingi báru þeir Diðrik og
Þórður höfuð og herðar yfir félaga
sína.
Leikinn dæmdi Óli Ólsen og
fórst honum það hlutverk vel úr
hendi.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild ÍA — Vík-
ingur 0—1 (0—0).
Mark Víkings: Þórður Marelsson
(62. mín.)
Áminning: Ragnar Gíslason Vík-
mgi.
Dómari: Óli Ólsen.
HG.
tARE VrlLL
Diðrik átti stórleik.
Einkunnagjðfln
FH Hreggviður Ágústsson 7 f A Bjarni Sigurðsson 7 Valur Sigurður Haraldsson
Guðmundur Hilmarsson 6 Jón Áskelsson fi Óttar Sveinsson
Helgi Ragnarsson fi Guðjón Þórðarson 6 Grímur Sæmundscn
Guðmundur Kjartansson 7 Sigurður Lárusson 7 Dýri Guðmundsson
Gunnar Bjarnason 7 Sigurður Halldórsson 8 Sævar Jónsson
Magnús Teitsson fi Jón Alfreðsson 7 Þorvaldur Þorvaldsson
Ingi Björn Albertsson 8 Árni Sveinsson 7 Jón G. Bergs
Ólafur Danivalsson 7 Júlíus Ingólfsson 6 Magni Pétursson
Tómas Pálsson 7 Gunnar Jónsson 6 Hilmar Harðarson
Pálmi Jónsson 6 Guðbjörn Tryggvason 5 Þorsteinn Sigurðsson
Viðar Halldórsson 8 Kristján Olgeirsson G Hilmar Sighvatsson
Ásgeir Arnbjörnsson (vm) 5 Smári Guðjónsson var of stutt Valur Valsson (vm)
Sigurþór Þórólfsson (vm) 5 inná til að fá einkunn. Njáll Eiðsson (vm) lék ekki nóg.
Fram Guðmundur Baldursson 4 Víkingur Diðrik Ólafsson 8 UBK Guðmundur Ásgeirsson Helgi Helgason
Gústaf Björnsson 4 Ragnar Gíslason 5 Tómas Tómasson
Trausti Haraldsson fi Magnús Þorvaldsson 6 Valdemar Valdemarsson
Þorsteinn Þorsteinsson 6 Helgi Helgason 6 Ólafur Björnsson
Marteinn Geirsson fi Jóhannes Bárðarson 5 Björn Egilsson
Ársæll Kristjánsson fi Þórður Marelsson 8 Vignir Baldursson
Ágúst Ilauksson 5 Ómar Torfason G Jóhann Grétarsson
Albert Jónsson 5 Gunnlaugur Kristfinnsson fi Sigurjón Kristjánsson
Guðmundur Torfas<»n fi Heimir Karlsson 5 Helgi Bentsson
Pétur Ormslev 4 Jóhann Þorvarðarson 5 Jón Einarsson
Guðmundur Steinsson 4 Lárus Guðmundsson 7 Hákon Gunnarsson (vm) lék í
Halldór Arason (vm) 4 óskar Tómasson (vm) 5 mín.
Wmmmmmm mmmmm wammm
Viðar Halldórsson lætur skot riða af að marki Fram. Viðar átti stórleik fyrir FH.
þAÐ ER greinilegt. að jafnteflið gegn UBK fyrir nokkru og þar með
fyrsta stig FH á þessu Islandsmóti. hefur haft gifurleg áhrif til hins
betra á leikmenn liðsins, miklu fargi af þeim létt. „Þetta er það sem
við viljum fá fyrir peningana,“ og fleira í slíkum dúr mátti heyra
áhorfendur tuldra í barminn er þeir gengu himinlifandi frá
Kaplakrikavellinum á laugardaginn. en FH hafði þá nýlokið við að
tryggja sér fyrsta sigur sinn á mótinu. Það voru Framarar sem komu
í heimsókn og hefðu betur heima setið, því FH-ingar tóku þá i bakaríið
og má mikið vera ef þetta var ekki einn besti leikur FH í mörg ár.
Lokatölurnar næstum ótrúlegar, 5—1 fyrir FH, eftir að staðan i
hálfleik hafði verið 2—0. Ef undan er skilinn sigur Þórs gegn Fram á
dögunum. þá voru þetta einhver óvæntustu úrslit mótsins. Er það
vafasamur heiður Framara. að vera jafnan á óæðri enda umræddra
úrslita.
FH:
Fram
5:1
Annars var þetta hörkuleikur
og þegar boðið er upp á slíkt á
Kaplakrika, dettur manni fyrst í
hug hversu slæmt er hvað fá-
mennt jafnan er á áhorf-
endastæðunum, aðeins rúmir 200
á laugardaginn. Þrátt fyrir að
fjögur af sex mörkum leiksins
kæmu í síðari hálfleik, þá var sá
fyrri betur leikinn, einkum af
hálfu Fram. Undirbúningsvinna
liðsins, samleikurinn úti á vellin-
um, var oft stórgóð, eða þar til að
vítateig FH kom. Þar var fyrir
gerbreytt vörn, Guðmundur
Kjartansson í góðu formi og
Gunnar Bjarnason lék sinn besta
leik í sumar. Aðgerðir Framara
runnu undantekningarlaust út er
mest á reið að halda þeim við og
því kom góð knattspyrna liðsins
úti á vellinum að litium notum
þegar upp var staðið, nema að því
leyti að þær gerðu leikinn þeim
mun skemmtilegri á að horfa. En
FH-ingar voru beittari, þeir voru
að vísu ívið minna með knöttinn,
en notuðu hann þeim mun betur er
færi gáfust. Þannig var Ólafur
Danivalsson, sem lék sinn fyrsta
leik með FH eftir talsvert hlé,
nálægt því að skora með skalla
strax á 8. mínútu leiksins. En á 29.
mínútu kom síðan fyrsta markið.
Hreggviður spyrnti þá frá marki
og skoppaði knötturinn niður ná-
lægt miðjum vallarhelmingi
Fram, yfir Inga Björn og Ársæl
sem báðir stukku upp. Komu atvik
öll vörn Fram í opna skjöldu, en
Ólafur Danivalsson var glaðvak-
andi, hirti knöttinn og renndi
honum fyrir markið frá vinstri.
Guðmundur markvörður Bald-
ursson missti knöttinn klaufalega
frá sér og eftirleikurinn var Tóm-
asi Pálssyni auðveldur, 1—0.
Eftir markið gengu sóknarlot-
urnar markana á milli og var sem
fyrr mikið bitleysi hjá Fram þrátt
fyrir góðan samleik. Pálmi Jóns-
son átti hins vegar eftir að koma
við sögu áður en blásið var til
leikhlés. Á 38. mínútu var hann
hársbreidd frá því að reka höfuðið
í góða fyrirgjöf Viðars Halldórs-
sonar og hefði ekki þurft að spyrja
að endalokunum ef hann hefði
hæft knöttinn, slíkt var dauðafær-
ið. En á síðustu sekúndum fyrri
hálfleiks brölti Pálmi síðan í gegn
um nokkur samstuð, hafði knött-
inn með sér og er hann var
kominn að vinstra vítateigshorni
Fram, renndi hann knettinum út á
Inga Björn Albertsson. Ingi Björn
var ekkert að tvínóna við hlutina,
heldur lét rosalegt þrumuskot ríða
af, og fór knötturinn í netið með
viðkomu í vinklinum hægra meg-
in! Eitthvert glæsilegasta mark
sem undirritaður hefur augum
litið og má mikið vera ef einhver
skorar glæsilegra mark á þessu
íslandsmóti eða næstu mótum.
Sem sagt 2—0 og varla tími fyrir
Fram að hefja leikinn.
Síðari hálfleikurinn var mun
þófkenndari framan af, Framarar
ætluðu greinilega að reyna að
sækja meira, Marteinn fór æ oftar
fram og dvaldist lengur hverju
sinni. Þá lék Viðar greinilega mun
aftar á vellinum hjá FH heldur en
í fyrri hálfleiknum. Sókn Fram
gerðist þung, en það voru samt
FH-ingar sem áttu betri færin, er
þeir náðu góðum skyndisóknum.
Þannig varði Guðmundur Bald-
ursson mjög vel fast langskot
Ásgeirs Árnbjörnssonar á 62.
mínútu og skömmu síðar var Ingi
Björn í góðu skallafæri við fjær-
stöngina, eftir aukaspyrnu Helga
Ragnarssonar, en hitti knöttinn
illa. Á 76. og 77. mínútum leiksins
má segja FH-inga hafa greitt
Fram náðarstuðið. Á fyrri minút-
unni sendi Helgi Ragnarsson
langa sendingu fram á völlinn og
hóf Pálmi Jónsson þegar eftirför.
Guðmundur Baldursson mark-
vörður virtist hins vegar í fljótu
bragði hafa alla möguleika á því
að verða fyrri til knattarins, en
hikaði með þeim afleiðingum, að
sprettur Pálma borgaði sig, hann
náði knettinum, lék rólega á Guð-
mund og skoraði síðan örugglega,
enda markið tómt. Á síðari mínút-
unni var það Ólafur Danivalsson
sem opnaði vörn Fram með miklu
harðfylgi. Guðmundur markvörð-
ur varði vel fast skot Ólafs, hélt
knettinum hins vegar ekki og Ingi
Björn var ekki lengi að notfæra
sér það og skoraði af stuttu færi.
FH-ingar hófu nú að taka leik-
inn með ró, og leikmönnum Fram
til hróss, gáfust þeir ekki upp og
settu nýjan og aukinn kraft í
sóknina með þeim afleiðingum, að
skyndilega fóru þeir að skapa sér
tækifæri. Guðmundur Steinsson
klúðraði einu dauðafæri á hræði-
legan hátt og Hreggviður Ágústs-
son varði meistaraiega lúmskt
skot Halldórs Arasonar. Hinu
megin á vellinum opnaðist vörn
Fram enn meira við hinar auknu
sóknaraðgerðir og Ingi Björn fékk
ákjósanlegt færi til þess að full-
komna þrennu, en Guðmundur
varði vel skot hans. Fram skoraði
mark sitt loks á síðustu mínútu
leiksins, há sending kom að víta-
teigslinu FH frá hægri, Marteinn
bjó sig undir að taka við knettin-
um, en Guðmundur Torfason sem
var að baki Marteins hrópaði til
hans að láta knöttinn fara. Mart-
einn varð góðfúslega við beiðninni
og Guðmundur sveik ekki með
næst glæsilegasta marki leiksins,
þrumuskoti efst í markhornið
fjær.
En FH-ingar höfðu ekki sagt
sitt síðasta orð, tæpri mínútu
síðar labbaði Ingi Björn í gegn um
vörn Fram, sendi knöttinn síðan á
Viðar Halldórsson, sem hafði fylgt
honum upp völlinn. Og Viðar
læddi knettinum með lausu skoti
fram hjá markverði Fram, sem
gerði ekki tilraun til þess að verja,
5—1. Hefðu liðin vafalaust haldið
áfram að hrúga niður mörkum ef
tími hefði gefist.
FH-ingar léku þarna sinn lang
besta leik á sumrinu og örugglega
þó mun lengra væri krufið aftur í
tímann. Enginn leikmanna liðsins
verður sakaður um að gefa eftir
sinn hlut og nokkrir áttu stórleik.
Viðar og Ingi Björn báru nokkuð
af hjá FH, en þeir Pálmi Jónsson,
Tómas Pálsson, Gunnar Bjarna-
son og Guðmundur Kjartansson
stóðu sig allir mjög vel. Og ekki
má gleyma Ólafi Danivalssyni,
sem gerði oft mikinn usla í vörn
Fram, lagði m.a. upp tvö mörk.
Frammistaða Fram var dálítið
einkennileg, þ.e.a.s. þrátt fyrir
1—5 tap og stórgóðan leik FH, þá
var Fram-liðið ekki fjórum mörk-
um slakara. En mikilvægir þættir
brugðust hjá Fram, framlínan var
bitlaus og náði ekki að vinna úr
góðum samleik miðvallarleik-
mannanna og varnarmannanna.
Vissulega er ekki hægt að neita
því, að vörn Fram opnaðist illa á
köflum, en séð úr blaðamanna-
hreysinu hefði Guðmundur m.irk-
vörður Baldursson átt að geta
komið í veg fyrir 2—3 af mörkum
FH, eða mark númer eitt, þrjú og
fimm. Marteinn og Trausti voru
þokkalegir í þessum leik og aðrir
gerðu laglega hluti, ekki síst
miðvörðurinn ungi Þorsteinn
Þorsteinsson, sem er geysilegt
efni.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild: FH—
Fram 5-1 (2-0).
Mörk FH: Tómas Pálsson (29.),
Ingi Björn Albertsson (45. og 77.),
Pálmi Jónsson (76.) og Viðar
Halldórsson (91.).
Mark Fram: Guðmundur Torfa-
son (90.).
Áminning: Gunnar Bjarnason
FH.
Áhorfendur: 210.
Dómari: Róbert Jónsson.
— gg.
Blikarnir voru nær sigri
— en dómgæslan svipti Val marki
Ingi Björn skoraði mark sumarsins
— er FH-ingar tóku Fram í kennslustund í markaskorun
UBK OG Valur deildu með sér
stigum i 1. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu. er liðin skildu jöfn í
markalausum leik á Laugardals-
vellinum á sunnudagskvöldið.
Þetta var slakur. þófkenndur ug
harður leikur. en samt sem áður
sem leikur þar sem UBK hefði átt
að vera búið að gera út um
leikinn áður en dómgæsla Þor-
varðar Björnssonar klekkti á
Val. Er hálf leiðinlegt að horfa
upp á tvö af betri liðum deildar-
innar leika slaka knattspyrnu
eins og reyndin var að þessu
sinni. þau geta bæði leikið ágæt-
lega. en allt slíkt vék fyrir
kýlingum og baráttuþófi.
Fyrri hálfleikurinn var með
eindæmum tíðindalítill og var
meira að segja minnisbókinni orð-
ið kalt á hangsinu. Aðeins tvívegis
sperrtu menn sig upp og pírðu í
spennu út á völlinn. I báðum
tilvikum sóttu Blikarnir og Jón
Einarsson, fyrrum Valsmaður, á
ferðinni. Fyrra atvikið var á
áttundu mínútu, er Jón komst inn
fyrir vörn Vals og renndi út til
Sigurjóns Kristjánssonar. En
Sævar Jónsson, sem var besti
maður Vals í leiknum, rak tána á
milli á síðustu stundu og afstýrði
þannig næstum öruggu marki.
Skömmu síðar komst Jón á auðan
sjó, í sannkallað dauðafæri, en
hikaði um of að skjóta og aftur
bjargaði Sævar liði sínu með sinni
löngu tá.
Síðari hálfleikur var ekki nema
8 mínútna gamall, er Jón komst
enn einu sinni inn fyrir vörn Vals,
bókstaflega spólaði fram hjá
Grími Sæmundsen, en aftur beið
Jón of lengi með skotið og Sigurði
Haraldssyni tókst að verja með
góðu úthlaupi. I sannleika sagt
áttu Valsmenn ekki eitt einasta
færi í leiknum þangað til á 84.
mínútu leiksins, en þá greip dóm-
arinn, Þorvarður Björnsson inn í.
Loksins áttu Valsmenn efnilega
sóknarlotu og Þorsteinn Sigurðs-
son sendi fyrir markið frá hægri
og Guðmundur markvörður Ás-
geirs'son missti knöttinn furðu
klaufalega út úr höndunum á sér
með þeim afleiðingum að Hilmar
Sighvatsson skoraði að því er
virtist gott mark þó ódýrt hefði
verið. En dómarinn dæmdi öllum
á óvart aukaspyrnu á Hilmar og
var mál manna að hann hefði
dæmt hendi á Valsmanninn. Mín-
útu síðar þótti mörgum Þorvarður
þó gera enn ljótari skyssu, er hann
dæmdi aukaspyrnu á UBK og
Valur: n n
ubk 0:0
stöðvaði um leið sóknarlotu Vals,
þar sem Valur Valsson var kom-
inn á auðan sjó og í dauðafæri við
mark UBK. Hræðilegt að sjá
brotlega liðið hagnast á þennan
hátt, þó svo að sigur Vals hefði
verið ósanngjarn.
Það sem hér er rakið, er í
stórum dráttum það eina sem
gerðist í þessum leik, sem rifjandi
er upp. Fimm punktar á 90
mínútum. Ekki beint vestur-þýska
Búndeslígan það. Þóf, barátta,
meira að segja gífurleg barátta og
mikil leikgleði hjá UBK var á hinn
bóginn einkennandi í leiknum.
Þetta var leikur sterkra varna
og miðvallarbrölts. Hjá Val var
Sævar afar sterkur og bjargaði
þrívegis á örlagaríkum augnablik-
um. Dýri var einnig góður, svo og
Óttar. Miðvallarleikmennirnir
börðust vel, en framlínumennirnir
voru slakir. Hjá UBK voru Valde-
mar og Ólafur Björnsson sterkast-
ir og Tómas Tómasson átti einn af
sínum betri leikjum. Miðvallar-
leikmennirnir náðu aldrei afger-
andi tökum á sínu svæði frekar en “
tengiliðir mótherjanna og fram-
línumenn UBK voru með daufara
móti þrátt fyrir að leikgleðin og
kappið hafi verið á sínum stað.
Reyndar má ekki gleyma því, að
Jón Einarsson átti nokkra mjög
góða spretti í leiknum og fór þá
illa með vörn Vals. En hann var
klaufi að nýta ekki færin sem
hann fékk. Það kostaði UBK
annað stigið að þessu sinni. UBK
er enn'ósigrað í 1. deiid, en liðið
verður aldrei meistari með sama
áframhaldi. Liðið verður að skora
mörk.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild: Valur:UBK
0-0.
Áminningar: Ólafur Björnsson
UBK.
Áhorfendur: 1953.
Dómari: Þorvarður Björnsson.
— KK
, mm
• Jón Einarsson (t.v.) var vörn Vals stundum hættulegur. Hér er
hann í baráttu við Valsmanninn óttar Sveinsson.
Valsmenn sækja að marki UBK, en Guðmundur Ásgeirsson gripur vel inn I.
Ljósm. Guój<>n.