Morgunblaðið - 23.06.1981, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1981
Minningarorð:
Páll Einarsson
frá Þórisholti
Fæddur 9. september 1900.
Dáinn 14. júní 1981.
Enn er skarð höggvið í hóp
bræðranna frá Þórisholti; þeirrar
kynslóðar er óx úr grasi á árunum
kring um aldamótin síðustu. Svo
skjótt hefur ástkær félagi og
frændi verið burtu hrifinn af
þessum heimi. Hann naut þó
þeirrar sérstöku forréttinda að fá
að fara í friði í þessa orðs
bókstaflegu merkingu og er hann
fjórði sinna bræðra að hljóta þann
dauðdaga, er flestir myndu kjósa
sér til handa ættu þeir þess
yfirleitt nokkra völ.
Páll Einarsson var fæddur að
Þórisholti aldamótaárið, foreldrar
hans voru Einar Finnbogason,
hreppstjóri og Vilborg Andrés-
dóttir kona hans. Hann var því
afkomandi Einars hreppstjóra Jó-
hannessonar í beinan karllegg, en
ætt hans hefur búið í Þórisholti
óslitið allt frá 1836.
Hann hóf búskap á föðurleifð
sinni í sambýli við bræður sína
1935 með Margréti Jóhannsdóttur
frá Hólmum í Landeyjum, sem var
hans lífsförunautur um áratugs
skeið. Þau brugðu búi og réðust til
bústarfa að Nýjabæ á Seltjarn-
arnesi, hann starfaði á Vífils-
staðabúi og síðar Bessastaðabúi
allt til sjötugsaldurs, en þá var
starfsdegi hans lokið á ríkisstofn-
unum og þurfti hann nú að sjá sér
farborða með lausavinnu í nokkur
ár, eða þar til hann flutti á
dvalarheimilið Ás í Hveragerði.
Þar hefur hann gengið til allra
verka jafnt utan heimilis sem
innan þar til hann hneig niður
örendur er hann var að draga
niður íslenska fánann utan við As
að kvöldi sunnudags 14. júní.
Það er erfitt fyrir okkur syst-
kinin að tjá hug okkar til Páls; hér
blandast saman tilfinningar virð-
ingar, þakklætis og saknaðar.
Honum varð ekki barna auðið,
en natni hans og umhyggju gagn-
vart okkur verður ekki lýst með
orðum. Hann fylgdist með vexti
okkar og viðgangi, við tókum þátt
í störfum með honum eftir því
sem kraftar leyfðu, hann var
félagi okkar og hjálparhella í
daglegu starfi, gleði og mótlæti og
hefur það samband haldizt gegn-
um árin. Við hin eldri minnumst
hans í annríki sumarsins og þó
ekki síður á kyrrum kvöldum, er
vetur lagðist yfir sveitina, við
snigluðumst þá gjarnan eftir hon-
um í fjósgjafir. Hann hafði frá
mörgu að segja og hafði lag á að
halda athyglinni vakandi er hann
leysti hey úr stáli við frásagnir
um ætt og uppruna, munnmæli
eða mergjaðar draugasögur.
Á haustdögum 1945 urðum við
þess vör að einhver ókyrrð lá í
loftinu, óvenju margir stórgripir
féllu þetta haust, og bláköld stað-
reyndin blasti brátt við, Páll og
Magga voru að fara Suður.
Sá, er þetta ritar minnist þess
gerla, er gamli Fordinn ók úr hlaði
með búslóðina innanborðs, og þó
ekki sízt fyrir þann kjörgrip og
notadrjúga nestismal er gefinn
var að skilnaði í líki spánnýrrar
skólatösku.
Enda þótt við söknuðum þeirrar
fjölskyldu, er nú hafði kvatt, hafði
heimiíi okkar öðlazt áfangastað og
mikilvægan snertipunkt við höf-
uðborgina, sem heimili þeirra í
Nýjabæ nú varð, enda nutum við
gestrisni þar um árabil.
Páll var einstakur maður, sjálf-
stæður, ósérhlífinn, samvizkusam-
ur og ötull verkmaður að hverju
sem hann gekk. En hann kaus að
eiga sínar næðisstundir og ráða
ferðum sínum og gerðum án íhlut-
unar annarra. Þrátt fyrir hlýhug
og tillitssemi, er hann auðsýndi
sínu samferðafólki og skylduliði
var hann þó einfari síðustu árin.
Hann var sífellt á verði, og
stundum um of að okkar áliti, að
troða engum um tær, né heldur lét
hann nokkurn ráðskast um sinn
hag.
Enda þótt bústörf yrðu hans
starfsvettvangur hafði hann hlot-
ið í vöggugjöf náðargáfu tónlistar,
sem margur þættist af fullsæmd-
ur. Hann nam ungur grundvallar-
atriði orgelleiks, sem hann með
sjálfsnámi og sjálfsögun þróaði
svo undrum sætti. Hann var
jafnvígur á nótnalestur og að leika
eftir eyranu, enda var hann organ-
isti við Reynistaðakirkju um ára-
bil og hélt það starf með mikilli
reisn allt þar til hann hvarf úr
sveitinni.
Hugstæð verður okkur alúð
hans og umhyggja við fjölskyldu
okkar, þau er leita þurftu lækn-
inga á Vífilsstaðahæli á þessum
árum. Hann gladdi þau með heim-
sóknum og hyglaði sem bezt hann
kunni.
Síðustu æviárin í Ási urðu
honum að mörgu leyti sælutími,
enda hélt hann fullum starfsþrótti
og naut þess að verða samferða-
fólkinu að liði, allt til hinztu
stundar. Dýrmæt voru honum
kynni við það prýðisfólk, er tók
honum opnum örmum í framandi
umhverfi og erum við starfsfólki
Áss og öðrum þeim Hvergerðing-
um er urðu til að veita honum
________________________37_
ánægjulegt ævikvöld, innilega
þakklát.
Atvik höguðu því svo til að hann
staðfestist ekki í sveitinni fögru,
þar sem landið nær lengst til
suðurs og brekkurnar grænka
fyrst á vorin. Þar skartar Dyr-
hólaey til útsuðurs, Reynisfjall í
austri og Mýrdalsjökull í norðri.
Hér sleit hann barnsskónum og
naut sín í starfi fram yfir fertugt.
Þangað sótti hann lífsþrótt, árlega
og jafnvel oftar eftir að hann
flutti Suður.
Hann er nú horfinn aftur til
átthaga eftir áralanga útivist.
Skyldustörf kalla hann engin á
braut, hann hverfur nú á vit
þeirrar moldar er hann ól og í
æsku tróð.
Sigurgeir Kjartansson
Kynntuþér
betur
r iffrp*
■ ■ Xw
Kyrr-r hæg- og hraðmynd —
3 glimrandi nýjungar frá Grundig.
Nú ræður þú sjálfur ferðinni og
getur sýnt myndina 3svar sinnum hægar
til að fylgjast betur með framvindunni
og stöðvað hana (á punktinum, ekkert
hopp) ef þú vilt skoða eitthvert atvik
nákvæmlega.
Einnig getur þú sýnt á 3svar sinnum
meiri hraða ef þú vilt renna hratt yfir
ákveðin myndskeið eða ná fram
sérstökum áhrifum.
8 stunda kassetta — Tvöfalt lengri
á helmingi lægra verði pr. klst.
Video2x4 plus ermeð
kassettu sem hægt er að snúa við og
gefur þá 2x4 klst. alls. Ekki nóg með
það, heldur er hún einnig mun ódýrari
pr. klst. Munurinn nemur allt að
helmingi.
APF — Sjálfvirkur myndleitari og
minnistölva. Þú finnur efnið
á methraða.
Hann stoppar alltaf sjálfvirkt,
við leit, þar sem upptökuskil eru og
bregður upp kyrrmynd á skjáinn af
stöðunni. Þú getur einnig stillt
ákveðinn stað á spólunni inn á minni
(memory) og fundið hann aftur á
augabragði.
Video 2X4 plus hefur 2umspólunar-
hraða. DNS- þéttir útilokar truflanir
og eykur tónsvið og gæði.
Á hærra stiginu er hægt að
umspóla 2x4 stunda kassettu á aðeins
J 105 sek. Bandið er alltaf þrætt í
f stýringuna til að auðvelda alla leit.
tækið
okkar!
Forriti fyrir 10 daga upptökutímabil.
Þú ræður dagskránni sjálfur.
Þú ert kannski víðs f jarri, í
vinnu, sumarfríi eða lúrir bara á þínu
græna á meðan GRUNDIG mynd-
segulbandið þitt tekur sjálfvirkt upp 4
útsendingar á 10 dögum. Þú skoðar
efnið þegar þér hentar.
Fullkomin rafeindastýring —
Tækið sér við mannlegum
mistökum.
Reimalaus fullkomin
rafeindastýring tryggir eins einfalda
notkun og værirðu að stjórna
plötuspilara. Intermix Electronic rafrás
útilokar að rangar stillingar og
óvitaskapur geti skaðað tækið.
Nokkrir aukapunktar um
Grundig video 2X4 plus.
Video2x4 plus erbúið
skerpustillingu fyrir mynd. Það hefur
alsjálfvirkan stöðvaveljara. Mynd og
tóngæði eru eins og best verður á kosið.
Síðast en ekki síst:
Kjörin eru íyrir alla.
Júnítilboðsverð á GRUNDIG 2x4
plus myndsegulbandi (ásamt einni
átekinni kassettu) er: 21.900 kr.
Skilmálar sem allir ráða við: 5.000 kr.
út og eftirstöðvar á 7—10 mánuðum.
VIDEO
2000
Laugavegi 10 Sími: 27788
Því betur
sem þú kynnir þér
myndsegulbönd
því hrif nari verðurðu af
Grundig 2x4 plus.