Morgunblaðið - 28.02.1982, Page 39

Morgunblaðið - 28.02.1982, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 87 ÁFÖRNUM VEGI L Samantekt J.F.Á. p Éi Morgunblaftid/ÓI.K.Mag. íslandslýsing íslendingar lesa jafnan með eftir- væntingu það sem útlendingar skrifa um land og þjóð, enda hefur það ekki allt verið fallegt í gegnum tíðina. Alræmdur er Johann And- erson, eitt sinn yfirborgarstjóri í Hamborg, greindur maður og víð- förull og kunnur mjög meðal menntamanna síns tíma. En honum varö þaö á, sem íslendingar eiga erfitt meö að fyrirgefa honum, að skrifa þykka bók um norðlæg lönd, þar á meðal Island, án þess nokkru sinni aö heimsækja söguslóðir. Hann safnaöi upplýsingum meöal kaupmanna og skipstjóra sem sigldu milli Glúckstad og Islands og lét þá segja sér sem nákvæmlegast af landi og þjóð. Útkoma þessarar sagnfræði varð býsna skemmtileg bók sem bar langan titil — en því miður fyrir Islendinga eitthvert vit- lausasta og illoröasta rit sem nokk- urn tíma hefur verið skrifað um ís- land. Það fullyrti Þorvaldur Thor- oddsen, og eru íslendingar þó ýmsu vanir i þessum efnum. Þor- valdur efast ekki um gott hjartalag Anderson, heldur skellir skuldinni á óvandaöa heimildarmenn hans. En Anderson gat aldrei bætt fyrir sína skömm — því hann var dauöur þegar bókin kom út fyrst árið 1746. Ári síðar birtist dönsk þýöing, sem Jón Þorkelsson, Skálholts- rektor, hafði yfirfariö og hnekkti hann þar í athugasemdum að mestu lygum og óhróðri um land og þjóð. Jón sagði meöal annars i greinargerð sinni fyrir bókinni: „Kaflarnir um ... prestauppeldi barna og lesti islendinga eru hið svíviröilegasta sem nokkru sinni hefur verið sagt og skrifaö um ís- land.“ Það er því ekki lítiö sem borgmeistarinn í Hamborg, Johann Anderson afrekaöi. Niels Horrebow skrifaöi síðan mikiö varnarrit til aö hnekkja endanlega Anderson og byrjar það venjulegast kafla með tilvitnun í Anderson og hrekur síð- an umsögn hans lið fyrir lið. Stein- dór frá Hlöðum hefur þýtt þessa bók fyrir nokkrum árum, Frásagnir um island. Espólín sagöi svo um Horrebow og Anderson í Árbókum sínum: „Horrebow var vitur maöur og ritaöi um land hér og þess háttu, lofaöi hann mjög landfólkið, svo aö sumum þótti viö of, en hratt því, er Anderson borgmeistari í Hamborg haföi áöur samsett ósannlega eftir sögnum heimskra manna og ókunnugra." Allt er nú þetta rifjað upp til skemmtunar og fróðleiks — en ný- veriö birtist í breska stórblaöinu Sunday Telegraph stuttur pistill is- landsfara og er hann allur hliöholl- ari landi og þjóö en frásagnir And- erson, enda lét höfundur hans sig hafa þaö aö heimsækja ísland. Pistilinn skrifaöi Edward Steen, blaöamaöur Telegraph. Hann skrif- ar: „Siðasta greinin sem ég hafði lesiö um Island hét „Engar uglur á íslandi". Og ég hugsaöi meö mér: Hvers konar heimskautshelvíti er þetta eiginlega, sem uglur forðast og fólk hellir í sig sterkasta spira?“ Edward mannaði sig nú samt upp í það aö heimsækja island og þegar hann kom til hinnar litauöugu höf- uöborgar, Reykjavíkur, hnaut hann um „fyrstu einkenni hinnar ein- stæðu heilbrigðu skynsemi íslend- inga: Engir hundar. Þaö er ólöglegt á islandi aö eiga hund i þéttbýli. En á sama tíma er starfsemi Hunda- vinafélagsins i miklum blóma — og er það dæmi um sérstakan hæfi- leika islendinga aö bæöi halda og sleppa." Svo tekur hinn breski maður uppá því að vitna í Þorgeir Ljós- vetningagoða, sem hann kallar raunar „Theogeir". Þar á eftir stað- hæfir hann að útburöur barna sé sjaldgæfur nú orðlð á islandi, en óskilgetnar fæöingar hins vegar margar, en svotil ekkert um fóstur- eyðingar eöa skilnaöi. Svo segir hann: „island er nú eitt af auöugustu löndum heims — þar er ekkert at- vinnuleysi og fjöldi verkalýösfélaga sísteytandi hnefann. Forseti Al- þýðusambandsins er sagöur vera kommúnisti (þó hann sé þaö ekki) og varaforsetinn er íhaldsmaöur. Þaö er sextíu prósent verðbólga í landinu, en ennþá hefur enginn skaðast tilfinnanlega af henni. Meö hin auðugu fiskimiö i 200 mílna landhelgi sinni, nóg heitt vatn í jörð og gnægö vatnsaflsorku, hafa ís- lendingar lítð að læra af Bretum — nema nýjustu tísku og enska tungu. Allar bókabúöir eru með gott úrval enskra bókmennta. Á nítjándu öld gekk enskur feröalangur um island fram á einsetumann nokkurn þýð- andi Shakespeare í kofaræfii. island er sér á parti i mörgu tilliti. Þar eru engir snákar, á meöan ég man! íslendingar gefa út flestar bækur árlega miðað við fólksfjölda, lesa mest allra þjóöa og troðfylla leikhúsin tvö í Reykjavík. islenska sjónvarpið varir aöeins þrjár stund- ir á kveldi sex daga vikunnar, þaö er ekkert sjónvarp á fimmtudögum (hvers vegna veit enginn) og engar sjónvarpsútsendingar eru í júlímán- uöi. Þeir fylgjast með Dallas, en vita ekki enn að J.R. hefur verið skotinn. i auglýsingatímunum eru tuttugu bókaauglýsingar á móti einni sápuauglýsingu. I hljóövarp- inu jagast þeir á hverju kvöldi um nýyrði i sinni fornu tungu, sem þeir vernda af mikilli tortryggni. Innflytjendaeftirlit er strangt. Á sumrum koma hjarðmannlegar Ástraliu-stelpur og plokka fisk í þrjá mánuði og njóta 24 stunda dagsbirtu og létta sér upp í „Holly- wood“, stærsta diskóteki Evrópu, sem tekur 2000 manns í sæti. Jafn- rétti er samgróið fólkinu og ein- staklingurinn er í hávegum hafður. Enginn veitir því neina sérstaka eft- irtekt, þó Karl Bretaprins og faöir hans komi til laxveiöa á sumrin." Síðan segir hinn breski maöur aö islendingar slái jafnan á þráðinn til forsetans, þegar þeim liggur eitthvað á hjarta og hefur svo eftir forseta vorum: „Ég hef aldrei hitt íslending erlendis, sem ekki hefur þráö að koma heim.“ Þá segir að með þjóðerniskenndinni j fari for- seta vors og áframhaldandi vinnu hans á bak viö tjöldin fyrir leikhús- ið, fari umburöarlyndi gagnvart drykkjusiöum islendinga, en þeir séu flestir stútfullir á helgum!“ Lýkur þar meö stuttum útdrætti úr grein Edward Steen í Sunday Telegraph — nema hann staðhæfir á einum staö að Ólafur Jóhannes- son, utanríkisráöherra vor, sé „traustvekjandi leiðindakurfur“! J.F.Á. Gamlir góðir dagar Olafur K. Magnússon gróf þessa mynd upp, þegar hann grúskaði í myndasafni sínu nýverið. — Hún var tekin í Landsíma- húsinu gamla, þessi mynd, segir Magnús Jónsson, óperusöngvari, og veltir fyrir sér tilefninu: Heyrðu, ég skal grafast fyrir um þaö, vinur, ég er bara ekki klár á því í svipinn. Talaöu við mig á morgun. Og daginn eftir sagði Magnús: Þessi mynd var tekin aö hausti til 1954. Þá héldum við konsert á sjötugsafmæli Péturs Á. Jónsson- ar í Gamla Bíói og höfum veriö að æfa okkur þarna í Landsímahús- inu. Ég minnist þess að fólk bætti viö inngangseyrinn, til aö styrkja gamla manninn, en hann rann aft- ur til hans. Pétur var þá oröinn heilsutæpur og margir borguðu tvöfalt og jafnvel þrefalt, því hann var vinsæll maöur, Pétur Á. Jóns- son. Yndislegur maður og stór- l'étur Á. Jónsson kostlegur söngvari. Hann var nú talinn einn besti Wagner-söngvar- inn þegar hann var uppá sitt besta, segir Magnús og þagnar. En þetta var mjög góöur kon- sert, heldur hann áfram, enda úr- valsliö eins og þú sérö: Ég, Þuríö- ur, Guörún, Guömundur, Kristinn, Þorsteinn, Guörún Þorsteinsdóttir og Einar Sturluson. Svo situr Fritz Weizappel viö píanóiö. Viö vorum öll á besta aldri, þegar þetta var: Ég tuttugu og sex ára og viö höfö- um komið heim frá italiu, viö Þur- íöur og Guörún. Þorsteinn var þá nýkominn frá Covent Garden og Kristinn frá námi í Lundúnum, Guðmundur búinn aö vera viö nám í Stokkhólmi og haföi sett met í konserthaldi á islandi. Hann hélt eina þrettán/fjórtán konserta i strikklotu fyrir troöfullu húsi. Þá var gífurleg aösókn aö slíkum konsertum, segir Magnús og hallar sér aftur í stólnum og rifjar upp í huganum gamla góða daga ... Finnur Jónsson listmálari er nú á 90asta aldursári. En hann er hinn hressasti í bragði og ber ekki utan á sér 89 ár. Og nú á aö fara aö skrifa um hann bók. Já, segir Finnur í stuttu spjalli. Þaö er rétt aö komast af staö. Indriöi G. Þorsteins- son mun skrifa um manninn Finn Jónsson en Frank Ponzi, listfræöingur, um verk min. Þeir eru farnir aö hafa þetta svona vist. Þessi tilhögun er komin frá útgáfunni, Almenna bókafélaginu, og ég sam- þykkti þetta, því mér líst vel á báða mennina. En bókagerö- in er ekki komin langt áleiöis og ég hef ekki hugmynd um hvenær bókin mun koma út, en þaö verður vandað til hennar, þaö veit ég. En þar fyrir utan segi ég allt sæmi- legt! Kannski bókin um Finn Jónsson komi út á níræöis- afmæli hans nú i haust. Morxunbladid/Ól.K.MaK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.