Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 3

Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 3 Stjórnmálafundur í húsi Jóns Sigurðssonar Kaupmannahöfn, 20. mars 1982 frá Hákoni Erni Arnþórssyni. ÞANN 15. mars sl. héldu þeir Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, og Geir H. Haarde, formadur SUS, al- mennan stjórnmálafund í húsi Jóns Sigurðsonar í Kaupmannahöfn. Það var fyrsti viðkomustaður á ferð um Norðurlöndin, en þeir héldu einnig fundi í Lundi, Gautaborg, Uppsöl- um, Stokkhólmi og Osló. Hér í Kaupmannahöfn voru komandi kosningar ræddar og í því sambandi bentu þeir Davíð og Geir á, að nú væri orðið að lögum frumvarp Salóme Þorkelsdóttur og fleiri um að íslenskir náms- menn á Norðurlöndum falla ekki út af kjörskrá, þótt þeir hafi út- fyllt samnorrænt flutningsvott- orð. Einnig urðu miklar og skemmtilegar umræður um utan- ríkis-, borgar- og orkumál. Fund- urinn heppnaðist mjög vel og var honum framlengt um einn og hálfan tíma fram yfir það, sem ráðgert hafði verið. Fundurinn var vel sóttur og er það skoðun manna, að þar hafi komið fram þverskurður af pólitískum við- horfum íslendinga í Kaupmanna- höfn. Frá stjórnmálafundinum í húsi Jóns Sigurðssonar. Geir H. Haarde flytur ræðu, við hlið hans situr Erlendur Hjaltason, fundarstjóri og síðan Davíð Oddsson, formaður borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. ÞAS SKALVANDA SEM LENGISKAL STANDA Árið 1974 var orðið nauðsynlegt að skipta um veggklæðningar á hinu stóra húsi varastöðvarinnar við Elliðaár. Húsið var byggt um 1947 og klæðning fyrir löngu orðin ónýt, hélt hvorki vatni né vindi. Húsið stendur á opnu svæði og þvi rniklar kröfur gerðar, bæði vegna veðurs og umhverfis. Nú skyldi þvi vanda valið betur. Valin var Korrugal veggklæðning. í dag eru þessar klæðningar eins að öllu leyti og verða það um okomin ár. Korrugal er nefnilega vandað og traust efni með varanlegri lita- áferð. Og Korrugal er meira en platan ein. Þvi fylgir gott úrval af aukahlutum sem jafnan eru fyrirliggjandi. Listar, smeygar, vatnsbretti, hom og festingar til nota við mismunandi aðstæður. Siðast en ekki sist bjóðum við þjónustu og faglega ráðgjöf. Það er sama hvort þú hugsar um uppsetningu, útlit eða endingu, lausnin er sú sama: Korrugal álklæðning. Leitið upplýsinga um Korrugal ál. TÖGGURHF. BYGGINGAVÖRUDEILD Bíldshöföa 16 Sími 81530

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.