Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Milljónatjón í flóðum í Noregi Ostó, 29. marz. Frá Jan Krik Ijiure frélUriUra VI bl. Skyndilcgur hlyindakafli og mikil úr- koma i vikulokin hafa leitt til mikilla flóða í Noregi, svo segja má að landið hafi skipst í tvennt í Þrændalögum. Talið er að tjónið af völdum flóðanna skipti milljónum króna. Allar samgöngur á landi milli norðurhluta Noregs og suðurhlutans lögðust niður vegna vatnavaxtanna, og uröu menn að fara loftleiöis eða sjóleiðina, þyrftu menn að reka er- indi handan flóðasvaeðanna. Ýmsar ár í Norður-Þrændalögum flæddu yfir bakka sína og ruddu með sér ís út yfir akra og inn í þorp. Varð fólk að yfirgefa mörg hús og bændur ýmsir urðu að flýja jarðirn- ar með búfénað sinn. Sjötnuðu flóð- in þegar leið á sunnudaginn og gátu ýmsir horfið aftur til húsa sinna, sem mörg hver voru þó afar illa út- leikin. Eftir liggja ísklumpar á víð og dreif, sumir það þykkir að það líða vikur áður en þeir bráðna að fullu. Óttast ekki lengur hótanir Carlosar l’arís, 29. mars. Al*. FRÖNSK stjórnvöld telja að þeim stafi ekki lengur hætta af hótunum skæruliðans ( 'arlosar, sem sendi þeim hótunarbréf þann I. mars sl. Gaf hann stjórnvöldum mánaðar frest til að leysa tvo fanga úr haldi, ellegar hljóta verra af. Hótaði hann að láta til skarar skríða gegn ráðherrum stjórn- arinnar ■ eigin persónu ef ekki yrði farið að kröfum hans. Innanríkisráðherra Frakklands, Gaston Defferre, sagði í útvarpsvið- tali í Marseilles á laugardag, að ekki stafaði lengur nein hætta af hótun Carlosar. Gaf ráðherrann gngar frekari skýringar á hvað það var sem leiddi til þessarar ályktun- ar. Föngunum, sem Carlos krafðist að yrðu látnir lausir, hefur ekki verið sleppt, og að sögn ráðherrans gerði hann „sérstakar ráðstafanir" eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir að hótunarbréfið barst. Hins vegar fór hann ekki út í frek- ari útskýringar á því í hverju þær fólust. Ókyrrð áfram á V es turbakkanum Tel A»i», 29. marz. Al*. Israelskur innflytjandi hóf skothríð á hóp arahískra unglinga, sem reistu vegartálma á götu á Vesturbakkanum og brutu rúður i bíl hans með grjót- kasti. Ilnglingarnir stukku á flótta, en að sögn hersins hafa einhverjir þeirra trúlega særst, þar sem blóð- blettir fundust á |>eim stað þar sem ráðist var á bifreiðina. Atburðurinn átti sér stað við þorpið Khadr, sem er skammt frá Jerúsalem. Leigubíistjóra tókst að aka í gegnum vegartálma og sleppa úr grjótkasti unglinganna. Á 11 róstursömum dögum hefur einn ísraelskur innflytjandi skotið arab- ískt ungmenni til bana. Innflytj- endurnir hafa leyfi ísraelshers til að bera vopn til notkunar í sjálfs- vörn. Handteknir hafa verið 25 ungl- ingar í þorpinu Beit Sahour, sem grunaðir voru um aðild að uppþot- um á sunnudag. Þá var upplag tveggja arabískra blaða, sem gefin eru út í austurhluta Jerúsalem, gert upptækt í dag, fjórða daginn í röð, til þess að koma í veg fyrir að þeim yrði dreift á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Jafnframt var útgöngubann látið áfram gilda í Rafah á Gaza. Brezkur þingmaður sagði í dag, að hann og tugur annarra brezkra þingmanna, hefðu sloppið naum- lega er þeir lentu í skotbardaga á Vesturbakkanum á föstudagskvöld. Þeir voru að kynna sér ástandið á Vesturbakkanum í boði PLO, er arabískir unglingar gerðu árás á bilalest, sem þeir voru í. Stjórn Begins samþykkti á sunnudag hertar aðgerðir til þess að bæla niður uppþot Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Þrír arabar særðust í skotbardaga á sunnudag og ísraelskur embættis- maður slasaðist er hann var grýtt- ur á þorpinu Jaabed. Yfir helgina kom til átaka ísraelshers og mótmælaseggja víðs vegar á her- numdu svæðunum, og um 20.000 ísraelar í Tel Aviv mótmæltu. Danuta Walesa með yngstu déttur þeirra hjóna, Maríu Viktoríu. Líf án Walesa að verða óbærilegt London, 29. marz. AP. DANUTA Walesa, eiginkona Lech Walesa, leiðtoga óháðu verkalýðs- samtakanna pólsku, sagði i viðtali, sem Sunday Times birti á sunnudag, að hún hefði aðeins fengið að hitta mann sinn þrisvar frá því hann var settur í stofufangelsi þegar gripið var til herlaga í Póllandi 13. desem- ber sl. í viðtalinu sagði Danuta að lífið væri að verða óbærilegt, þar sem byrðar fjölskyldunnar hvíldu allar á hennar herðum, en þeim hjónum hefur orðið sjö barna auðið. ,Með sjö börn á einum herðum getur þetta ekki gengið til lengd- ar,“ sagði frú Walesa. Hún fékk, ásamt tveimur börnum þeirra hjóna, að dveljast með manni sín- um í átta „ógleymanlega daga“ frá 8. febrúar, „en það var þó ekki hin venjulega fjölskyldustemmn- ing, sem þá ríkti". Áður fékk Danuta að heimsækja Walesa 16. desember og á aðfangadagskvöld. Hún sagði mann sinn safna skeggi í fangelsinu. Jafnframt segist frú Walesa hafa átt erfitt með að laga sig að þeim vinsældum sem eiginmaður hennar hefði unnið sér á Vestur- löndum, sem baráttumaður fyrir lýðréttindum. „Ég er rólegheita- kona og lítt fyrir athygli og eftir- tekt. Þetta hefur bakað mér ýms vandræði," sagði frúin. Hún sagði mann sinn í haldi á sveitasetri í Konstantin, skammt fyrir utan Varsjá, í skógi, sem herinn hefur á valdi sínu. Hann er fluttur til sveitaseturs í Otwock, sem er í 50 kílómetra fjarlægð, til allra funda, hvort sem þeir eru við fjöl- skyldumeðlimi, fulltrúa kirkj- unnar eða pólska embættismenn. Frú Walesa sagði tiltölulega vel með mann sinn farið, og hann léki jafnvel borðtennis við verði sína. Hann hefði margsinnis ver- ið beðinn um að koma fram í sjónvarpi og hvetja þjóðina til að sýna þolinmæði, en jafnan neitað. „Hann er orðinn svolitið tauga- veiklaðri, en hann mun ekki láta bugast," sagði frú Walesa. Gin- og klaufaveiki: Svíar setja höft Stolckbólmi. 29. marz. AP. SÆNSK yfirvöld hafa hert allt eftirlit meö ferðum og vörusendingum til og frá landinu í því markmiði að koma í veg fyrir að gin- og klaufaveiki berist til Svíþjóö- ar frá Austur-I’ýzkalandi eða Danmörku. Jafnframt eru í undirbúningi ýmsar nýjar ráðstafanir og herma fregnir að í undirbúningi sé að stöðva allar ferjusiglingar milli Svíþjóðar og Austur- Þýzkalands, þar sem A-Þjóð- verjar hafi ekki brugðizt við veikinni eins og Danir og fellt og grafið sýkt dýr, að sögn yfir- dýralaeknisins í Málmey. Irar mesta tedrykkju- þjóð heims Itondon, 29. mara. AP. HVER Breti drekkur að meðaltali 1650 bolla af tei á árí, eða sem svarar 4’/i bolla á dag. Þó eru þeir ekki mesta tedrykkjuþjóð heims. Nágrannar þeirra, írar, hirða þá nafnbót. Þar í landi notar hver mað- ur að meðaltali 3,70 kíló af tei á ári hverju. Bretar nota að meðaltali 3,55 kíló. Næstir í röðinni á eftir þessum teþömburum koma Nýsjálendingar með 2,4 kg á mann, írakar með 2,05 kg og Ástralir með 1,95 kg á hvert mannsbarn. Þótt einungis um 1,5% jarðarbúa búi á Bretlandseyjum fer 30% af teframleiðslu heimsins til neyslu og endurvinnslu þar. Handtökur í Bangladesh Einn hátksettasti maður lögreglunnar í Guatemala og aðstoðarmaður hans féllu i árás vinstrí sinnaðra skæruliða á bíl þeirra 60 kílómetra suðvestur af höfuð- borginni. Skýrt var frá árásinni á sunnudag, en atvikið átti sér stað á föstudag. Búist hafði verið við því að nýja herstjórnin í Guatemala setti lögrcglufulltrú- ann af. Strangur hervörður er hvarvetna í Guatemala, en meðfylgjandi mynd er af öryggisverði við höll Lucas Garcia, fyrrum forseta. Darra, 29. marz. AP. FYRRVERANDI varaforsætLsráA herra og borgarstjórinn í llacca voru teknir fastir i dag, en handtökurnar eru liður i herferð nýju valdhafanna gegn spillingu í Bangladesh. Ymsum öðrum háttsettum mönnum úr stjórn Abdusar Sattar fyrrum forseta var jafnframt veittur þriggja sólarhringa frest- Áfengisskömmtun á Grænlandi hætt Nuuk, 29. marz. Al*. LANDSSTJÓRNIN grænlenzka hefur ákveðið að hætta áfengis- skömmtuninni, sem sett var á fyrir þremur árum, frá og með 1. apríl næstkomandi. Að sögn yfirvalda hefur skömmtunin leitt af sér fleiri vandamál en hún hefur leyst. Látið var í veðri vaka, að áfengisskömmtunin hefði verið ákveðin t tilraunaskyni, en ofdrykkja og óhófleg neyzla áfengis hefur verið landlægt böl á Grænlandi um árabil. Sumir óttast, að Grænlend- ingar fagni afnámi skömmtun- arinnar með einu allsherjar fyll- eríi, en landsstjórnin hefur dreg- ið úr þeirri hættu með stór- hækkuðum söluskatti á áfengi og bjór. Ékki munu allir fagna afnámi skömmtunarinnar jafnvel, t.d. ekki sprúttsalar, sem fjárfest hafa stórum í heimabruggverk- smiðjum. Einnig hefur afnámið í för með sér gífurlega kjara- skerðingu hjá þeim, sem haft hafa allt að 14.500 skattfrjálsar danskar krónur á ári með því að selja skömmtunarseðla sína á svörtu. Flestir munu þó fagna afnám- inu. Eflaust verður í þeim hópi veiðimaðurinn í norðlægu þorpi, sem fyrir skömmu sendi frá sér flöskuskeyti, með þessum skila- boðum til finnandans: „Bróðir, geturðu ekki séð af miða? Ég er þyrstur, ári þyrstur". Talið er að Grænlendingar hafi verið mestu drykkjumenn heims fyrir skömmtunina, því hvert mannsbarn þar í landi neytti að jafnaði 19 lítra af hreinum vínanda á ári, sem er um helmingi meiri neyzla en í flestum ríkjum hins vestræna heims. Samkvæmt skömmtunar- ákvæðunum, sem þóttu í frjáls- lyndara lagi, mátti hver fullorð- inn maður kaupa 72 bjórflöskur á mánuði, eða 244 flöskur af borðvínum, eða þrjá pela af sterku áfengi. Embættismenn sögðu hina óeðlilega háu tíðni glæpa, morða, sjálfsmorða,'slysa og al- menna eymd og heilsuleysi, svo og mikla fjarveru Grænlendinga frá vinnu, eiga rætur að rekja í ofdrykkjunni. Skömmu eftir að skömmtunin tók gildi, varð hlutfallsleg fækkun glæpa og slysa, en á síðasta ári var ástandið að komast aftur í „eðli- legt“ horf. ur til að gefa sig fram við yfirvöld, þ.á m. varaforsætisráðherranum. Þeir gætu allir átt yfir höfði sér dauðadóma. Óljóst er hversu margir hátt- settir embættismenn hafa verið settir á bak við lás og slá frá því stjórninni var bylt í Bangaladesh á miðvikudag, en talið að þeir séu um 200. Hafa þeir verið sakaðir um spillingu, eða misnotkun valdastöðu sinnar á einn eða ann- an hátt. Eiga þeir yfir höfði sér dauðarefsingu. I þessum hópi eru Abdul Mannan forstjóri hins ríkisrekna flugfélags, Bangladesh Biman og Abdus Samad fram- kvæmdastjóra þróunarstofnunar landbúnaðarins. Sigur Korchnois dugði ekki til Lurerue, S*wh. 29. uim. AP. ÞRÁTT fyrir sigur Viktors Korchnois á fyrsta borði tókst Svisslendingum ekki aó vinna sigur á ísraelum í undanriðli Kvrópukeppni landsliða í skák um hclgina. Korchnoi vann Grunfeld, en ís- raelar unnu með 4 ‘Æ vinningi gegn 314. Var það einkum á lægri borðun- um, sem Israelar voru sterkari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.