Morgunblaðið - 30.03.1982, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982
37
f fyrsta lagi þarf að leggja
grundvöll að ákveðinni skóla-
hverfaskiftingu í borginni, þannig
að hægt sé að starfrækja skóla-
hverfin sem sjálfstæðar rekstrar-
einingar.
í öðru lagi þarf að setja á lagg-
irnar sérstakar skólanefndir fyrir
hvert skólahverfi og efla jafn-
framt áhrif og starfsaðstöðu for-
eldrafélaganna í hverfunum.
í þriðja lagi þarf að knýja fram
lagabreytingar á ákvæðum um
bekkjarstærðir, sem gera illmögu-
legt að starfrækja skólana með
viðunandi árangri.
I fjórða lagi þarf að auka
kennslu 6 ára barna og stefna að
því að öil 5 og 6 ára börn verði
fræðsluskyld.
í fimmta lagi þarf að veita af-
burða greindum börnum sérstaka
aðstoð og aðstöðu til náms ekki
síður en öðrum börnum með sér-
þarfir.
í sjötta lagi þarf að skipuleggja
grunnskólann þannig að hann
verði samfelldur og óslitinn
vinnudagur.
I sjöunda lagi þarf að taka upp
skólamáltíðir í öllum grunnskól-
um borgarinnar.
I áttunda lagi þarf að taka til
gagngerrar endurskoðunar hönn-
un og byggingu skólahúsa þar sem
fuilt tillit er tekið til sveigjanlegs
skólastarfs (kennslustofur af mis-
munandi stærð), breytinga á
fjölda nemenda og ýmisskonar
starfsemi sem nauðsynlegt er að
koma fyrir, en vanrækt hefur ver-
ið til þessa.
í níunda lagi þarf að minnka
stjórnunareiningar stærstu skól-
anna og auka ráðgjafar- og um-
sjónarþátt kennara, sérstaklega í
efstu bekkjunum.
í tíunda lagi þarf að stefna að
því að starfsaðstaða kennara i
skólunum verði þannig að hægt sé
að breyta vinnutíma þeirra og þá
um leið kjarasamningum, á þann
hátt, að kennarar verði ráðnir til
starfa fullan vinnudag, þ.e.a.s. 40
stunda vinnuviku, en að kjör
þeirra miðist ekki við 30 eða 32
kennslustundir á viku eins og nú
Odýrasti skóli í Evrópu
Ef kostnaður við grunnskóla er
borinn saman við ýmsa aðra
kostnaðarliði hér á landi er óhætt
að fullyrða að íslenski grunnskól-
inn er ódýr skóli. Ég hef áður
haldið því fram að íslenski
gunnskólinn væri ódýrasti skóli í
Evrópu og get bent á sterk rök
fyrir þeirri staðhæfingu. En jafn-
vel þótt einhvers staðar finnist
land þar sem hægt er að reka
ódýrari skóla en hér þekkist þá
held ég samt að ástandið sé nógu
uggvænlegt.
Peningastefnan sem rekin hefur
verið í skólamálum okkar íslend-
inga er að því ieyti slæm, að hún
hefur ekki leitt til sparnaðar og
ekki leitt til hagræðingar. Stríðið
um skólakostnað milli ríkis og
sveitarfélaga hefur leitt til þess að
átökin um aðgerðir i skólamálum
eru orðin átök um það hvort ríkis-
sjóður eða sveitarfélögin eigi að
greiða tilteknar fjárhæðir. Þetta eru
staðreyndir sem skólamenn og
stjórnendur sveitarfélaga vita,
ekki síst hér í Reykjavík, enda
koma viðmiðunarreglur mennta-
málaráðuneytisins hvergi eins illa
við skólastarfið eins og hér í höf-
uðborginni.
I upphafi þessarar greinar vék
ég sérstaklega að Vogaskólamál-
inu. Það mál er að því leyti sér-
stakt að þar togast á þau tvö
grundvallarsjónarmið, sem hér
hefur verið vikið að: I fyrsta lagi,
peninga- og hagræðingarsjónar-
mið menntamálaráðuneytisins,
þar sem gert er ráð fyrir því að
allir grunnskólar borgarinnar
falli í einu lagi undir töfraregluna
130 plús 1,4 og öllu apparatinu sé
stýrt og hagrætt frá skrifstofu
fræðslustjórans í Reykjavík. Og í
öðru lagi, það sjónarmið, að skifta
eigi borginni upp í minni skóla-
hverfi, þar sem íbúar hverfanna fá
að taka virkan þátt í uppbygging-
unni og skólastarfið er losað und-
an þeirri yfirborðslegu skrifstofu-
tækni sem embættiskerfið og Al-
þingi hafa innleitt.
Ég tel að umræður um þetta
mál séu mjög gagnlegar. Foreldr-
ar og kennarar í Vogahverfi hafa
látið til sín heyra, sömuleiðis for-
eldrar og kennarar í Vesturbæn-
um. Nú þarf að halda áfram bar-
áttunni og knýja fram stefnu-
breytingu um skipulag og starf-
rækslu grunnskólans. Ríkjandi
peningasjónarmið verður að víkja
fyrir raunsæju mati á gildi
menntunar fyrir einstaklinginn og
þjóðfélagið í heild.
ungvers
Sýnilfiennslaí
sfvri mataigerðarlist
Anna Hirslund,
sem vinnur hjá ungverska flugfélaginu MALEV,
kynnir ungverska matargerð firá heimalandi sínu.
Kennslan fer fram
í Víkingasal 2, kl. 17.00 í dag.^
VER© VELKOMIN
HÓTEL LOFTLEIÐIR
LNINGAR-
TILBOÐ
NU geta allir farið að mála
Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna
Ef þú kaupir málningu fyrir 500
kr. eda meir færdu 5% afslátt.
Ef þú kaupir málningu fyrir 1000
kr. eda meir færdu 10% afslátt.
Ef þú kaupir málningu í heilum
tunnum, þ.e. 100 lítra, borgarðu
VERKSMIÐJUVERÐ og í kaup-
bæti færðu frían heimakstur
hvar sem er á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu.
HVER BYÐUR BETUR! — OG ÞAR AÐ AUKI
HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR.
OPIÐ
Mánud.-miðvikud.
8--18.
Föstud. 8--22.
Laugard. 9—12.
E3(
HRINQBRAUT119. S. 10600/28600
Munid
adkeyrsluna
frá Framnesvegi
Message
rafmggns-
ritvélar
Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin eralvöru ritvél. Letur-
borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin er stöðug og traust,
en tekur þó sáralítið pláss.
Message 990 CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið-
réttingarborða að auki.
Message 860 ST eða 990 CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir-
tæki, í skólann eða á heimilið.
Verðið er ótrúlega hagstætt.
SKRIFSTi OFUVÉLAR H.F. |
Hverf isgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377
Reykjavík
___________________________________ ÓSA