Morgunblaðið - 30.03.1982, Síða 39
Helgi Filippusson náði ekki há-
um aldri en ég held mig geta full-
yrt, að hann hafi verið mikill
hamingjumaður. Hann sá hug-
sjónir sínar rætast hverja af ann-
arri og það sem gefur hvað mesta
fyllingu, hann átti stóran þátt i að
svo varð.
Flugið varð annar aðalþáttur
samgangna á íslandi og við um-
heiminn. Svifflugsíþróttin sem
hann unni og dáði varð stór þáttur
í frístundaafþreyingu og íþróttum
landsmanna og átti snaran þátt í
uppeldi fjölda atvinnuflugmanna
íslenskra. Ennfremur lifði hann
það að sjá flugmodelíþróttina
verða þróttmikið almennings-
sport.
Öllum þessum málum hafði
hann fórnað mörgum starfsárum
sínum við litlar efnislegar eftir-
tekjur.
En það sem mest er um vert,
Helgi varð mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Hann kvæntist
hinni mestu kostakonu, Sigríði
Einarsdóttur, sem stóð við hlið
hans frá fyrstu kynnum þeirra,
hvatti hann og tók beinan þátt í
öllum hans störfum. Þau eignuð-
ust þrjár mannvænlegar dætur,
sem allar eru vel giftar og hafa
fært foreldrum sínum gleði, ekki
síst með barnabörnunum.
Mér og mínum hefur verið það
mikil ánægja að sjá hve stórvel
Sigríði og Helga gekk að byggja
upp og reka fyrirtæki sitt sem þau
stofnuðu til árið 1957, eftir að
Helgi hætti að stunda svifflugs-
kennslu sem aðalstarf. Kom þarna
enn í ljós hve mikils alheilt sam-
starf samstæðrar fjölskyldu má
sín.
Við hjónin sendum Sigríði,
dætrum þeirra, tengdasonum og
barnabörnum, sem öll hafa misst
svo mikið, okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum þess að sorg
þeirra breytist í gleði yfir því sem
þau öll fengu notið saman.
Ásbjörn Magnússon
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982
39
HAFA Classic
Baðinn-
réttingar
Útsölustaðir:
Atlabúöin, Akureyri.
Málningarþjónustan,
Akranesi.
Ljónið, ísafirði.
Valberg, Ólafsfiröi.
Húsið, Stykkishólmi.
Har. Johansen,
Seyðisfiröi.
Brimnes,
Vestmannaeyjum.
Sambandið byggingar-
vörudeild Reykjavík.
Kaupfél. Borgfirðinga,
Borgarnesi.
Kaupfél. Þingeyinga,
Húsavík.
Kask, Hornafirði.
Kaupfél. Fram,
Neskaupstað.
Kaupfél. Skagfirðinga,
Sauðárkróki.
VALD. POULSEN f
SUÐURLANDSBRAUT 10
sími 86499
15°/i
0 afsláttur
ÞURÆÐUR
FEK5INNI!
Allar feröir verða ánægjulegri sé
hægt að haga þeim eftir eigin höfði. Dvelja
t.d. í orlofshúsi í fögru umhverfi og skjót-
ast í göngu- eða ökgferðir. Við bjóðum
marga slíka kosti víða um Evrópu.
Þið veljið lönd og leið. Við leiðbeinum
um akstursleiðir og útvegum flug, bíla-
leigubíla eða flutning á eigin bíl og leigu á
orlofshúsi eða íbúð. Þau eru af ýmsum
stærðum og gerðum, búin eldhúsáhöld-
um, borðbúnaði, rúmfatnaði og víða eru
svalir, sólstétt og fagurt útsýni. Húsin
leigjast í eina viku eða lengur og hefst
leigutímabil alltaf á laugardögum. Verðið
er hagkvæmt vegna samstarfs okkar við
félög bifreiðaeigenda erlendis. Alls staðar
er stutt í þjónustu og verslun. Víðast hvar
eru fjölbreyttir möguleikar til tómstunda-
iðkana allt frá sundi, siglingum og golfi til
veiða og skíðaiðkana.
í vestur-Þýskalandi er framboðið fjöl-
breyttast en einnig er um margt að velja í
Noregi og Danmörku, Frakklandi, Austur-
ríki, Sviss og jafnvel allt suður til Ítalíu.
Biðjið um ferðabækling okkar:
„Þú ræður ferðinni".
SÉRSTÖK KJÖR FYRIR FÉLAGA í FÍB.
FERDASKRIFSTOFA FIB
NOATUN117 SIMI: 29999