Morgunblaðið - 09.05.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.05.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MÁÍ1982 25 Með dramatískum hætti lýsti Margrét Thatcher í breska sjón- varpinu kuldanum og óveðrun- um, sem nú legðust að eyjum einum suður í ishafi, er róm- anskar þjóðir kenna við bret- ónsku borgina Saint-Malo á slóð- um frönsku íslandssjómannanna og nefna Maloineyjar, en ensku- mælandi kenna við aðalsmann- inn Falkland. í viðtalinu daginn eftir að Bretar tóku Georgseyju notaði Margrét komandi vetrarveður með kulda og óveðrum sem af- sökun fyrir því hve breska flot- anum lægi mikið á að ljúka sér af svo nærri heimskautasvæð- inu. Sem Gáruhöfundur lenti svo kvöldið eftir á annarri eyju, 10 gráðum nær Norðurpólnum en Georgseyjar eru frá Suðurpóln- um, hvarflaði að honum að for- sætisráðherrann breski hefði kannski í lýsingu sinni farið eyjavillt. Þessi voðalega veður- lýsing ætti frekar við um vorveð- ur á íslandi en haustveður á Falklandseyjum. Enda voru bresk herskip fyrrum búin að fá smjörþefinn af bardúsi í óblíðum veðrum á okkar slóðum. Jafnvel forhertustu aðdáendur kuls og svala fá dálítinn með- aumkunarsting í hjartað með eyjunni sinni við að koma úr blómaskrúðinu í næstu löndum fyrir sunnan okkur og sjá að vordísin var ekki farin að láta sjá sig í grænum kjól 3 vikum eftir fyrsta sumardag. Og svo innbyggð er í sinnið von margra kynslóða um vorkomuna, að allt- af verður maður jafnhissa, eins og borgfirska sveitakonan sem sagði: Kg héit það væri ad vora og hlýna og vonih hún kemst yfir alll. En þegar éR háttaúi í holuna mína var helvitiú íajokul kalt. Á svona vori er svo sannarlega rétt tímasett að Ijúka í apríl- mánuði síðbúnu sumarfríi á meginlandi Evrópu. Með því móti má krækja sér í tvö vor og tvö sumur. Hægt að upplifa vetr- arlokin í 1500—3000 m hæð í sól- skini á háfjöllum Sviss á páskum og svo vorkomuna á leið niður fjöllin, þar sem vínviðurinn er að byrja að klífa upp eftir stautun- um sínum í hlíðunum, trén verða grænni og laufgaðri með hverri beygju á veginum og ávaxtatrén farin að blómstra á dalbotninum við Rón. Með því að halda svo norður eftir álfunni í járnbrautalest meðfram Rín fyrri hluta apríl upplifir maður beinlínis grænkunina á ökrum og trjálundum. Og þegar komið er til Parísar um miðjan mánuð eru öll trén á búlivörðunum þeg- ar alsett þessu ferska ljósgræna laufi, sem bærist í vorgolunni og fólkið sest út á gangstéttarkaffi- húsin. Sólin þegar farin að skína á gangstéttina framan við Sel- ekt, sem íslendingar gerðu að sínum samastað í París í ára- tugi, vegna þess að Valtýr Pét- ursson, listmálari, uppdagaði eitthvert vorið að einmitt á eftir Elínu Pálmadóttir þennan stað næðu sólargeislarn- ir fyrst að skína að vori gegn um skarð í húsaröðina á móti, að þvi er sagan segir. Hvar sem litið er, eru ávaxtatrén alsett hvítum og bleikum blómum í Frakklandi og allt norður fyrir London. En á Isiandi erum við enn í vetrar- ham, sem hefur raunar sína kosti líka. Við eigum enn kost á að troða okkur til ánægju bífun- um í þrönga skó og staulast að skíðalyftum. Er ekki annars stórkostlegt að þúsundir, ef ekki milljónir, efn- aðasta fólks á jarðkringlunni skuli á 20. öldinni sækjast með bros á vör og við stór fjárútlát eftir fótabúnaði, sem ekki er með góðu móti hægt að ganga á. Svo að nær hver maður leggur á sig fyrir málefnið allt frá eymsl- um í tá og upp í kvalir og dofa upp á miðjan legg. Ef ekki strax á fyrsta degi skíðaferðar, þá a.m.k. þegar frá líður. Sá eftir- sótti skófatnaður er því fínni og dýrari sem fóturinn er klemmd- ari og þrengslin ná lengra upp eftir leggnum. En ég verð að játa, að þegar búið er að ríg- smella skónum með manni ofan á skíði, þá hlýðir allt apparatið minnstu hreyfingu — það er ef maður er í brekku með snjó í. Maður verður alveg uppnuminn yfir því hve miklu betur gengur að sveifla sér niður þrönga braut og hitta fram hjá tré heldur en þegar byrja þurfi á því að beygja innan í skíðaskónum, sveigja þá svo til með átaki og mikilli axla- sveiflu, áður en skíðin tóku að beygja. En vandinn er að komast að skíðalyftunum á skónum. Raun- ar makalaust af hve miklu hug- viti menn leysa þann vanda að ganga þegar í nauðirnar rekur. Það sá ég á páskum á skíðafólk- inu í Montana í svissnesku Ölp- unum, þar sem hver morgunn hefst eins og sýning á leikriti með strengjabrúðum, þegar skarinn streymir að lyftunum. Ég hefi heyrt því fleygt, að ein- hver íslenzkur vísindamaður ætli að rannsaka göngulag ís- lendinga, sem ku vera nokkuð af- brigðilegt miðað við aðrar þjóð- ir, enda höfum við í aldaraðir þjálfast við að stíga ölduna og ganga á þúfum. En ekki væri kúnstin að ganga á nútimaskíða- skóm síður efni í doktorsritgerð. Fjölbreytni í göngulagi má beita: 1. Koma niður á sólann allan með skelli. Þá verður að halda hnjánum vel bognum. Má ekki rétta úr þeim — enda nær ógerlegt. Ganga hokinn með bogin hné — dálítið líkt frum- manninum, eins og hann sást í kvikmyndinni Leitin að eld- inum. Einkum ef skíði eru borin um öxl eins og lurkar. Upplagt göngulag til nota upp og niður tröppur. 2. Láta speldin á skónum flaksa svo sem hægt er. En þá má lyfta hælunum obbolitið inn- an í skónum, jafnvel þótt hann nuddist við harðplastið í hverju spori — og koma þann- ig niður á tána á undan hæln- um. Það er ef stóru tærnar eru ekki orðnar of sárar til að ýtast með hnykk í harða skó- tána. Þetta er sárast niður halla. Þessi aðferð er því erf- iðari sem skórnir eru fínni og hallast meira fram um legg- inn, í þeim tilgangi að fá góð- an framhalla á skrokkinn í skíðabrekkunni. 3. Skella sér niður á hælinn og láta sig svo falla á sólann með smelli. I hópi á malbiki verður úr þessu hið besta trommu- sóló. Líkaminn tekur snöggan hnykk fram á við í hverjum takti og ekkert út á það að setja þótt andlitsviprur eða jafnvel stuna fylgi um leið. Göngutegundir eru sem sagt fjölskrúðugar. Skíðaskóbúnaður- inn hefur þann kost, að vera á kvöldum óþrjótandi umræðuefni um tegundir af blöðrum, sárum, eymslum, marblettum, nöglum sem særa hold, aumum kálfa- vöðvum o.s.frv. Flestir geta tekið þátt í umræðunum. Það hristir fólk saman. Þeir á gömlu skón- um skilja ekkert í hvers vegna skórinn er allt í einu farinn að meiða og þeir á nýju skónum segja hugrakkir að skórnir sínir eigi bara eftir að lagast eftir fætinum — eða öfugt. Er ekki stórkostlegt á tækni- öld, þegar búið er að finna upp geimför, tölvur, kjarnorku, þot- ur, hjartaskiptaaðferð og örygg- isnælu til að leysa vanda daglegs lífs, að ekki skuli vera búið að finna upp skíðaskó sem í senn duga til að vera milliliður milli fóta og skíða og til að ganga á ósár. Enginn heragi gæti sent menn til orustu í slikum fóta- búnaði síðan uppi voru á miðöld- unum brynjuðu riddararnir, er þurfti lyftitæki til að hífa á bak fákum sínum. Komnir á bak voru þeir líka góðir til síns brúks, ef allt sneri rétt — alveg eins og skíðamennirnir í brekk- unum. Ætti að vinna þarfaverk á slíku skótaui kæmi vísast -til kasta vinnuverndareftirlits. En nú sækjast allir skíðamenn, með sælubros á vör, eftir slikum fóta- búnaði. Uti í heimi er þetta sport fína fólksins, sem kannski á ekki völ á öðru tækifæri til að finna til. Og skíðafólk er sem kunnugt er óbangið fólk. valds en ekki í samráði við hinn almenna mann. Ástarjátningar hinnar nýju stéttar Alþýðubandalagsins í garð launþega nú síðustu daga hljóma ekki sannfærandi, vægt til orða tekið. Sunnudagssamþykkt verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins frá 25. apríl um að niðurstaða í kjarabaráttunni fengist á kjördag 22. maí rann út í sandinn, þegar Vinnuveitendasamband íslands beindi því til stjórnarmanna í þessu sama verkalýðsmálaráði, hvort þeir ætluðu í kjaraviðræð- unum að starfa í anda samþykkt- arinnar — alþýðubandalagsmað- urinn Ásmundur Stefánsspn, for- seti Alþýðusambands íslands, sagðist „dolfallinn" yfir því, að vinnuveitendur skyldu taka svo mikið mark á samþykkt verka- lýðsmálaráðsins! Búvörusvindl fjármálaráðherra Alþýðubanda- lagsins og fyrrverandi formanns þess, Ragnars Arnalds, er enn eitt dæmið um það, hvernig hin nýja stétt flokksins notar völdin og fjármuni almennings til að stunda pólitískar blekkingar. Örlög Framsóknar og krata í kosningabaráttunni hér í Reykjavík hefur það hvað eftir annað komið fram, að framsókn- armenn og kratar líta á atkvæði greitt sér sem viðurkenningu á vinstri stjórninni í höfuðborginni undanfarin 4 ár og umboð til að starfa áfram í meirihluta undir forystu kommúnista. Engir gera sér betri grein fyrir þessu en valdamennirnir í hinni nýju stétt Alþýðubandalagsins, enda sagði Svavar Gestsson í útvarpsumræð- um, að „milliflokkarnir" skiptu ekki ýkja miklu máli í komandi kosningum — það væri sem sé skynsamlegra að kjósa milliliða- lausan meirihluta kommúnista. Formaður Alþýðubandalagsins metur stöðuna þannig, að komm- únistar hafi þá í hendi sér, þegar pólitísku hrossakaupin hefjast að kosningum loknum, ef Sjálfstæð- isflokkurinn fær ekki hreinan meirihluta. Þessi örlög framsóknarmanna og krata eru dæmalaus í íslensk- um stjórnmálum, aldrei fyrr hefur það gerst, að kommúnistar hafi mótmælalaust getað talað fyrir munn annarra flokka. Umræður síðustu dagana á Alþingi gáfu að vísu til kynna, að þingmönnum þætti nóg um ofríki kommúnista, þeir stöðvuðu skyldusparnaðar- frumvarpið og veittu Hjörleifi Guttormssyni verðuga ráðningu — þar voru það óbreyttir þing- menn, sem gripu fram fyrir hend- ur á ríkisstjórn og ráðherrum — ráðherrarnir stóðu með Alþýðu- bandalaginu, en þingmenn veittu viðnám. I borgarstjórn Reykjavík- ur eru það oddvitar kommúnista, krata og Framsóknar, sem standa saman eins og ráðherrarnir í rík- isstjórninni — þeir ætla að mynda vinstri meirihluta saman að kosn- ingum loknum, fái þeir til þess fylgi. Eins og þingmenn stöðvuðu yfirgang kommúnista í ríkis- stjórninni á síðustu dögum þings- ins, geta kjósendur stöðvað yfir- gang þeirra í sveitarstjórnum — ekki síst Reykjavík. Kommúnistar verða ekki stöðvaðir með því að greiða krötum og framsóknar- mönnum atkvæði. Aðeins Sjálf- stæðisflokkurinn og afl hans dug- ar til að veita Alþýðubandalaginu þá ráðningu, sem það á skilið. Valid skýrt Auðvitað er tekist á um marg- vísleg mál í einstökum sveitarfé- lögum. Hér verða þau ekki tíunduð en þó má minna á tvö höfuðmál kosninganna í Reykjavík: Vilja Reykvíkingar, að framtíðarbyggð borgarinnar rísi á sprungusvæð- inu fyrir norðan Rauðavatn? Þeir, sem það vilja, kjósa Alþýðubanda- lagið og fylgifiska þess — hinir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem vilja að byggt verði með strönd- inni upp að Korpúlfsstöðum og Úlfarsfelli. Vilja Reykvíkingar, að breytt verði um stefnu í skatta- málum og fasteignagjöld lækkuð? Þeir, sem vilja laekkun fasteigna- gjalda kjósa Sjálfstæðisflokkinn, hinir, sem vilja óbreytt ástand og áframhaldandi hækkanir á fast- eignagjöldum kjósa Alþýðubanda- lagið og fylgifiska þess. Það er ef til vegna þess hve valið er skýrt og einfalt í þessum kosn- ingum, að ýmsum finnst sem kosningabaráttan sé dauf og bragðlaus. Vinstri menn hafa auð- vitað reynt að þyrla upp mold- viðri, eins og þeirra er siður, en ekki tekist. Áfstaða sjálfstæð- ismanna er skýr, til dæmis telja þeir það lýðræðislegra að borgar- stjórinn í Reykjavík sé valinn beint af Reykvíkingum en það sé ekki ákveðið í pólitískum hrossa- kaupum að kosningum loknum, hver sitji í borgarstjórastólnum — þess vegna bjóða sjálfstæðis- menn nú eins og ávallt áður fram mann til borgarstjórastarfa. Albert Guðmundsson, borgar- fulltrúi og alþingismaður, segir í DV nú í vikunni: „Hvað varðar borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins, þá bendi ég á, að Davíð Oddsson var valinn sem formaður okkar fyrir tveimur árum, og á þeirri reynslu sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur af forystu hans, var hann staðfestur sem borgar- stjóraefni okkar. Davíð Oddsson hefur víðtæka reynslu af borg- armálum, og hefur verið nánasti samstarfsmaður minn í borgar- ráði og borgarstjórn, síðan Birgir ísleifur Gunnarsson lét af emb- ætti. Samstarf okkar hefur ávallt verið gott. Á reynslu minni af því góða samstarfi byggði ég þá til- lögu mína, að Davíð Oddsson yrði staðfestur í það forustuhlutverk sem hann hefur nú einróma verið valinn að gegna. Hann er ungur, þó reynsluríkur, vel menntaður maður, sem ég treysti. Því bind ég vonir mínar við glæsilega framtíð borgarflokksins undir hans for- ustu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.