Morgunblaðið - 09.05.1982, Side 27

Morgunblaðið - 09.05.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 27 Zdzislaw Pawlik prestur frá Póllandi, sem befur starfað mikið aó skipulagn- ingu hjálparstarfsins þar í landi. Þessar aðgerðir kæmu fremur niður á fólkinu sjálfu en yfirvöld- um. Sjálfsagt væri að hafa mis- munandi skoðanir, en finna yrði aðrar leiðir til að beita pólitískum þrýstingi. Þá sagði Pawlik að með þessum verkefnum í hjálparstarfi hefðu hinar ýmsu kirkjudeildir í landinu nú hafið samstarf sem ekki var fyrir hendi áður. Forráðamenn söfnunarinnar hér á landi sögðu að ekki væri ákveðið hvort tekin yrði upp aftur sérstök söfnun til Pólverja, fylgst yrði með ástandinu fram á haustið og þá teknar ákvarðanir. Hins vegar væri öllum frjálst að leggja enn fram fjármuni og taka mætti við þeim á gíróreikning Hjálpar- stofnunarinnar 20005. að þeir væru heppnir að hafa ekki tapaö lífi sínu eða limum við rann- sóknirnar og skyldu þeir ekki fara svo ógætilega öðru sinni. Gæslu- mennirnir sprengdu svo sprengj- una, varð af mikill hávaði og reyk- ur, sem þeir sögðu banvænan, en eftir varð metersdjúp gryfja niður í freðna jörðina. Heimamenn höfðu það eftir Gæslunni, að ef menn yrðu varir við slíka ókennilega hluti í landi sínu ætti þegar að friðlýsa svæðið um km radíus út frá hlutnum og láta Landhelgisgæsluna vita, og ætti fólk að muna það heilræði. — Þórður. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar: Sigfús Jónsson ráöinn forstjóri BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að ráða Sigfús Jónsson lögfræðing i starf forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Við atkvæðagreiðslu hlaut Sig- fús 11 atkvæði, en Sævar Sveins- son hlaut 4 atkvæði. 10 sóttu um stöðu þessa, þar af óskuðu fjórir nafnleyndar. Hinir eru: Sigfús Jónsson, Sævar Sveinsson, Eyþór Fannberg, Garð- ar Briem, Ólafur Þorsteinsson og Trausti G. Harðarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.