Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 Sókn samdi til eins árs SUrfsmannafélagið Sókn undirrit- aði í gerdag nýjan kjarasamning við ríkið og Reykjavíkurborg, en félagið hafði áður boðað verkfall frá og með 19. maí nk. Samningurinn verður síðan borinn undir félagsfund á mánudagskvöldið. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar, varðist allra frétta fyrr enn eftir fundinn, en sagði þó, að Sóknarfélagar gætu þokkalega vel við unað. Aðalheið- ur sagði, að ekki væri um skamm- tímasamning að ræða, en sam- kvæmt upplýsingum Mbl. er gert ráð fyrir eins árs samningi. Um 3.400 félagar eru í Starfs- mannafélaginu Sókn og starfa þeir aðallega á sjúkrastofnunum og dagvistarstofnunum. Lýsing Ragnars eins og töluð út úr mínu hjarta — segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSI „MÉR sýnist þetta vera hárrétt huga- un hjá Ragnari. Ég þekki að vfsu ekki nákvemlega til hans aðstöðu, sem vinnuveitanda opinberra starfsmanna. Sú lýsing, sem hann gefur, kemur hins vegar vel heim og saman við þann vanda, sem við eig- um við að glima á hinum almenna vinnumarkaði,“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvemdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á ummelum Ragnars Arnalds í Þjóð- viljanum í gerdag varðandi hjúkrun- ardeiluna svokölluðu. Þar segir orðrétt: „Formlega séð eigum við ekki í deilu við hjúkrun- arfræðinga, sagði Ragnar, þar sem við erum nýbúnir að gera út um þeirra mál eftir þeim leiðum sem samningar BSRB segja til um. Samkvæmt þeim úrskurði fengu hjúkrunarfræðingar 6—7% hækk- un á meðan aðrir hópar fengu um 1,5%. Það segir sig sjálft, sagði Ragnar, að þótt þessi hópur hafi sterka stöðu, þá verður að líta á kjaramál hans í samhengi við kjaramál launþegahreyfingarinn- ar í heild. Ef menn grípa til hóp- uppsagna og úrræða sem alls ekki tíðkast innan launþegasamtak- anna bara vegna þess að læknar hafa gert slíkt hið sama er verið að kippa grundvellinum undan samn- inga- og verkfallsrétti opinberra starfsmanna. Uppsagnir hjúkrun- arfræðinganna eru því ekki bara alvarlegt mál gagnvart heilbrigðis- þjónustunni, heldur ekki síður gagnvart launþegasamtökunum. Mér finnst öll umræða um launa- og kjaramál hafa um of einkennzt af því, að einstakir hópar innan launþegasamtakanna kvarta und- an því, að hafa dregizt aftur úr einhverjum öðrum hópi þannig að innbyrðis sundurlyndis gætir með- al einstakra hópa. Kröfur hjúkrun- arfræðinga eru til þess fallnar að koma af stað keðjusprengingu og kalla á illindi meðal annarra hópa launþega. Þetta er ástæðan til þess að við sjáum okkur tilneydda til að fara varlega í sakirnar í þessu máli og sjáum ekki fram á lausn þess í bili, sagði Ragnar Arnalds að lok- um.“ „Átökin eru fyrst og fremst inn- byrðis meðal launþegahópanna. Og eins og Þröstur Ólafsson orðaði það í Morgunpóstinum i gær, að hver verkalýðsforingi fyrir sig hagnýti sér sína markaðsstöðu, án tillits til heildarhagsmuna laun- þega, eða þjóðarbúsins," sagði Þorsteinn Pálsson ennfremur. „Reyndar er þessi lýsing Ragn- ars eins og töluð út úr mínu hjarta. Hún sýnir, að hann metur þessa stöðu alveg rétt. Að minni hyggju er það býsna mikilvægt, að stjórn- völd meti þessar aðstæður svona, því ella er útilokað að menn nái tökum á þessu viðfangsefni," sagði Þorsteinn Pálsson að síðustu. Skera varð þak Daibatso-bifreiðarinnar af til þess að ná ökumanninum ÚL Báðar bifreiðirnar eru gjörónýtar. Ljósm.: (íunnar Siglrygg.sMon. Harður árekstur á Reykjanesbraut: 21 árs gamall maður í lífs- hættu og tvennt stórslasað TUTTUGU og eins árs gamall maður liggur nú lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi i Reykjavík og tvennt mikið slasað eftir mjög harðan árekstur á Reykjanesbraut í gær- morgun. Áreksturinn varð klukkan 7.30 skammt frá Kúagerði. Ökumað- ur Mazda-bifreiðar var að fara fram Sjálfboðaliðar og bifreiðir fyrir D- listann á kjördag D-LISTANN vantar fólk til margvís- legra sjálfboðaliðastarfa fyrir og á kjördag. Sérstaklega vantar fólk til starfa sem fulltrúar listans í kjör- deildum auk margvíslegra annarra starfa. Þeir sem vilja leggja D-list- anum lið með starfskröftum sínum í kosningunum 22. maí hringi vin- samlegast í síma 82900. Skráning sjálfboðaliða fer einnig fram á kosningaskrifstofunum í hverfum Reykjavíkur. Þá vantar D-listann fjölda bif- reiða til aksturs frá hinum ýmsu bifreiðastöðvum á kjördag og eru stuðningsmenn D-listans beðnir að bregðast vel við og leggja listanum lið með því m.a. að skrá sig til aksturs á kjördag 22. maí. Vinsam- legast hringið í síma 82900. (FrétUtilkynning) úr tveimur bílum, þegar bifreiðin skall á Daihatsu-bifreið á leið til Reykjavíkur. Areksturinn varð mjög harður. Tvennt var í Daihatsu-bifreiðinni og slasaðist ökumaðurinn lífs- hættulega en 25 ára gömul kona er mikið slösuð. Skera varð þak bif- reiðarinnar af til þess að ná öku- manninum út. ökumaður Mazda- bifreiðarinnar, sem er 24 ára gamll, var einn á ferð og hann liggur einnig mikið slasaður í sjúkrahúsi. Bifreiðirnar eru báðar gjörónýt- Alþýðubandalagið og launamálin: Kjaramildi krafa komma 1981 TÍUNDA ÞING Verkamannasam- bands íslands var haldið um miðjan október 1981. Þar kom til harðra átaka. Guðmundur J. Guðmunds- son, forseti sambandsins og þing- maður Alþýðubandalagsins, mælti fyrir kröfugerð í kjaraviðræðunum, sem þá voru á döfinni, sem miðað- ist við 13% grunnkaupshækkun á tveimur árum. Studdi meirihluti kjaramálanefndar þingsins forseta sinn. Minnihlutinn vildi hins vegar gera mun hærri kröfur og sagði Guðmundur J. þær vera á bilinu 40 til 70%. f ræðu á fundinum sagði hann um þessa háu kröfugerð: „Yrði slík krafa sigursæl? Ef hún færi í gegn yrði hún þá ann- að en ávísun á gengisfellingu og framsal tryggingar kaupmáttar? Hafa menn trú á að krafan um 40% nái fram að ganga? Við þurfum að fá kaupmáttinn auk- inn og halda stigandi auknum kaupmætti. 40% krafan kastar öllum vonum um tryggingu kaup- máttar út í hafsauga. Leiðin er ekki 40% krafa, hversu mikið sem okkur langar í það.“ Eðvarð Sigurðsson, leiðtogi Dagsbrúnar og fyrrum þingmað- ur Alþýðubandalagsins, stóð upp á þingi Verkamannasambandsins og sagðist hafa staðið í þessari baráttu í marga áratugi og það hefði gerst, að kröfur hefðu verið of háar, t.d. árið 1955, en ævin- lega hefði verkalýðshreyfingin tapað á því. Árið 1955 hefði sama kjarabót náðst fram án verkfalla, ef kröfugerðin hefði verið sann- gjarnari í upphafi. Guðmundur J. Guðmundsson og fylgismenn hans fengu 63 at- kvæði með sinni tillögu á fundin- um en 59 voru á móti. Eftir þingið sagði Guðmundur J.: „í hrein- skilni sagt setur að mér nokkurn ugg eftir jafn miklar deilur og hér hafa verið og tvær nánast hnífjafnar fylkingar eru á önd- verðum meiði.“ Eftir þetta þing varð til slag- orðið: Kjaramildi krafa komma. Samið var frá 1. nóvember 1981 til 15. maí 1982 um 3,25% hækk- un grunnlauna. Katrín Fjeldsted læknir: Kvenréttindafélag Islands: Framboðsfundur í dag á Hótel Borg Enginn ætlar að hvika frá því að veita góða heilbrigðisþjónustu Kvenréttindafélag fslands stendur fyrir framboósfundi á Hótel Borg 1 dag, laugardag, ag hefst fundurinn klokkan 14.38. Fundurinn er öllum opinn, en áætlað er að honnm Ijúki um khtkkan 18.00. I samtali við Morgunblaðið sagði Esther Guðmundsdóttir, formaður KRFÍ að aðaltilgangurinn með þess- um fundi væri að kynna þær konur sem í framboði væru í kosningunum og þau mál sem þær hefðu áhuga á. Tveir frambjóðendur eru frá hverjum flokki, en þeir eru: Frá Hjátfstæðisftokki Ingibjörg Rafnar og Katrín Fjeldsted, frá Alþýðu- flokki Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Guðríður Þorsteinsdóttir, frá Fram- sóknarflokki Gerður Steinþórsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir, frá Alþýðu- bandalagi Álfheiður Ingadóttir ag Guðrún Ágústsdóttir og frá Kvenna- framboði í Reykjavík Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og María Jóhanna Lárusdéttir. Að framsöguerindum toknum verða fyrirspurnir og umræður leyfðar, en í lok fundarins fær hver flokkur 3—5 mínútur til ráðstöfunar í ræðustóli. „Sjálfstæðismenn vilja gæta að- halds í rekstri, á sviði heilsugæslu sem á öðrum sviðum, og hafna ríkisforsjá á þeim sviðum sem hægt er,“ sagði Katrín Fjeldsted læknir, 11. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins við borgar- stjórnarkosningarnar, en Morg- unblaðið leitaði álits hennar á við- tali við Öddu Báru Sigfúsdóttur, borgarfuHtrúa Alþýðubandalags- »»s, sem birtist I Þjóðviljanum í gær. „Sjálfstæðismenn eygja ýmsa möguleika til að koma heilsugæslu í Reykjavík í viðunandi horf, aðra en steinsteypukastala ríkisins. Það þarf að kanna gaumgæfilega hvort einkaaðilar geti sóð um rekstur heilsugæslustððva, þannig að áfram verði fylgt lögum um heilbrigðisþjónustu. Númer eitt í Fleiri en ein leiö til að því markmiði þessum málum er frelsi og sveigj- anleiki, það þarf að reyna fleira en eina leið i þessum málaflokki, eins og öllum öðrum, og það er engum treystandi til þess nema sjálf- stæðismönnum. Það þarf að veita góða heilbrigðisþjónustu, sam- kvæmt heilbrigðislögum og það ætlar enginn að hvika frá því, en það er til fleiri en ein leið að því marki og ein þeirra leiða sem at- huga þarf er að einkaaðilar sjái um rekstur heilsugæslustöðva,* sagði Katrín. Þá benti Katrín á að ekki hefði verið gengið frá samningum við númeralækna og kjarasamningar við lækna á heilsugæslustöðvum væru ófrágengnir. „Ég vil ítreka það að ekki hefur verið hafin bygging neinnar heilsugæslustöðvar á þessu kjör- tímabili, það hefur aðeins verið haldið áfram byggingu heilsu- gæslustöðvarinnar í Fossvogi og vinstri menn opnuðu heilsugæslu- stöðina i Breiðholti, en báðar þess- ar stöðvar eru runnar undan rifj- um sjálfstæðismanna. Þá má nefna það, að heilsugæslustöðin sem tekin hefur verið í notkun á Seltjarnarnesi, er byggð að til- hlutan sjálfstæðismanna i bæjar- stjórn Seltjarnarness. Vinstri meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki sýnt neitt frumkvæði í þess- um málaflokki, heldur aðeins gengið inn í þau verk, sem hafin voru undir stjórn sjálfstæð- ismanna,* sagði Katrín Fjeldated að síðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.