Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
íslenskar konur halda nöfnum
sínum við giftingu, þær stóðu fyrir
kvennafrídeginum 1975, meiri
hluti þeirra starfar utan heimilis
og nú höfum við lýðræðislega
kjörinn forseta sem er kona. Ef til
vill mætti túlka þessi atriði sem
vísbendingu um. að íslenskar kon-
ur hafi visst sjálfstæði, séu félags-
lega meðvitaðar og njóti virð-
ingar, jafnvel umfram konur í
nágrannalöndum okkar. Ef litið er
hinsvegar á stöðu kvenna í stjórn-
málum fæst nokkuð önnur mynd:
6% sveitarstjórnamanna eru kon-
ur og 5% alþingismanna. Á þess-
um vettvangi þjóðmálanna eru ís-
lenskar konur mun verr settar en
kynsystur þeirra t.d. á Norður-
löndum. Þetta vita velflestir og nú
á því herrans ári 1982 mætti ætla
að eitthvað sé að gerast. Stjórn-
málaflokkarnir keppast við að
sýna að þeir hafi konur á listum
sínum og stæra sig af því að hafa
konur í svokölluðum baráttusæt-
um. Samtímis gerist það að konur
í Reykjavík og á Ákureyri sjá
ástæðu til þess að bjóða fram sér-
staka kvennalista fyrir væntan-
legar sveitarstjórnakosningar. Þó
að kvennaframboðin hafi hlotið
stórkostlegar undirtektir hjá stór-
um hópi kvenna sem alit í einu
finna eitthvað við sitt hæfi í
stjórnmálaumræðunni — hafa
viðbrögð stjórnmálaflokkanna
mest einkennst af þögn eða yfir-
lýsingum um það að kvennafram-
boð séu tímaskekkja. Aðstandend-
ur kvennaframboðsins í Reykjavík
líta á framboðið sem nauðsynlega
pólitíska aðgerð einmitt núna —
en alls enga tímaskekkju.
Þó að konur hafi haft kosn-
ingarétt og kjörgengi í áratugi
hefur það ekki þótt „kvenlegt" að
vera í stjórnmálavafstri og goð-
sagan segir að konur kjósi ekki
konur. Þær fáu konur sem komist
hafa til áhrifa í íslenskri pólitík
hafa gert það þrátt fyrir kynferði
sitt, en ekki vegna þess að þær
voru konur. Með öðrum orðum
þær komust áfram á grundvelli
manngildis en ekki kynferðis —
eða þvi er gjarnan haldið fram. Nú
kveður dálítið við annan tón — því
nú virðist það vera markmið í
sjálfu sér að fá konur til stjórn-
málastarfa þó vonandi skipti
manngildið líka máli. Hvað er að
gerast — hvers vegna eiga konur
nú allt í einu erindi í pólitík? Gæti
það verið að þessi ágreiningur um
réttmæti Kvennaframboðs ein-
mitt núna stafi af því að skoðanir
eru skiptar um þessa grundvall-
arspurningu?
Stundum heyrast þær raddir að
konur eigi erindi í pólitík einfald-
lega vegna þess að þær séu svo
sætar og skemmtilegar og gætu
því hresst uppá þrautleiðinleg
stjórnmálastörfin. Vandinn við
þetta sjónarmið er sá að þá eiga
bara „sætar" og skemmtilegar
konur erindi í pólitík en ekki þær
„ljótu“ og leiðinlegu. Slík rök-
semdafærsla þykir ekki boðleg á
opinberum vettvangi þó að vissu-
lega komi hún konum ekki mikið á
óvart.
Nei, algengustu rökin fyrir því
að konur eigi erindi í stjórnmál
eru þau að þær eru hlutfallslega
óeðiilega fáar á þeim vettvangi.
Réttlætiskenndin segir fólki að
eitthvað sé bogið við fulltrúalýð-
ræðið þegar konur sem eru 50%
þjóðarinnar eru aðeins 5—6%
stjórnmálamanna. Stjórnmála-
flokkarnir bjóða konur velkomnar
til starfa, en minna þær jafnframt
á að þær verði að vera samkeppn-
ishæfar við karlana, gera eins og
þeir og helst örlítið betur. Síðan
furða þeir sig á því að fáar konur
hafa áhuga — og konur eru farnar
að ásaka hvora aðra fyrir að hafa
ekki kjark — kjark til að afneita
kynferði sínu og gerast þykjustu-
karlar. Eru þetta nægjanlega
sterk rök fyrir því að konur eigi
stóraukið erindi í stjórnmál? Er
baráttan þá unnin þegar konur
eru orðnar ca. 50% stjórnmála-
manna — konur sem eru þarna á
forsendum karla og hugsa í meg-
inatriðum eins og þeir, en öðruvísi
en meginþorri kvenna? Myndi það
Uyggja bætta stöðu konunnar í
samfélaginu?
Kvennaframboðið í Reykjavík
telur að svo þurfi alls ekki að vera.
Á meðan konur leika „stjórnmála-
menn“ í karlstýrðum flokkum —
sem oftast virðist eina færa leiðin
vegna fæðar þeirra — er alls ekki
tryggt að þær geti eða sjái ástæðu
til að berjast fyrir bættri stöðu
konunnar í sínu pólitíska starfi.
Við Kvennaframboðskonur erum
þeirrar skoðunar að konur eigi er-
indi í stjórnmál, ekki vegna þess
að þær séu sætar og skemmtilegar
og ekki bara vegna þess að þær
séu hlutfallslega óeðlilega fáar
þar sem allar mikilvægustu
ákvarðanir samfélagsins eru tekn-
Hvaða erindi
eiga konur í
stjórnmál?
Eru kvennafram-
boð tímaskekkja?
— eftir Guðnýju
Guðbjörnsdóttur
ar. Nei, konur eiga ekki síst erindi
í pólitík vegna þess að þær hafa
eitthvað til málanna að leggja sem
velflestir karlar hafa ekki.
Hvað er konan að segja? Er hún
að halda því fram á þessum jafn-
réttistímum að kynin séu ekki
eins? Hún ætlar þó ekki að fara að
viðurkenna að konur hugsi í hring
(karlar í línu) — og að það sé gott
að hugsa í hring í stjórnmála-
starfi?
Hvað er það þá sem konur hafa
til málanna að leggja umfram
karla? Þrátt fyrir gífurlegar þjóð-
félagsbreytingar síðustu áratug-
ina hefur sú ábyrgð hvílt nær ein-
göngu á konum að sjá um barna-
uppeldi, heimilisstörf og hvers
kyns þjónustu við aldraða, sjúka
og þroskahefta. Þessi reynsla sem
önnur hlýtur að hafa áhrif á lífs-
viðhorf þeirra og persónumótun,
eins og rannsóknir benda til (sjá
síðar). Það er þessi reynsla sem
konur hafa umfram karla. En
stjórnmál snúast víst um fleira en
að fólki líði vel — eða svo mætti
ætla út frá stjórnmálaumræðu
flokkanna. Já, en konur sinna líka
störfum í atvinnulífinu og þær
sækja í æðri menntastofnanir í sí-
auknum mæli, þannig að ekki er
hægt að segja að komið sé að tóm-
um kofanum þar. En hvernig hafa
undangengnar þjóðfélagsbreyt-
ingar haft áhrif á stöðu kynjanna,
kynhlutverk og á kynjamun?
Lítum fyrst til baka, 30—50 ár
aftur í tímann. Á þessum tíma
voru kynhlutverk ákaflega skýr.
Hlutverk konunnar var að vera
húsfreyja, gæta húss og barna,
styðja og þjóna manni sínum í
blíðu og stríðu. Ólaunuð félags-
málastörf, mest á sviði líknar-
mála, voru félagslega viðurkennd
og æskileg. Konur sem voru svo
ólánsamar að giftast ekki, eða
áttu eiginmenn sem „sköffuðu“
ekki nóg, urðu hinsvegar að vinna
fyrir sér á atvinnumarkaðnum, og
þær gátu svo sem tekið þátt í
stjórnmálum líka. Karlhlutverkið
fól í sér að vera fyrirvinna heimil-
isins og sjá um samskipti fjöl-
skyldunnar út á við m.a. að taka
þátt í stjórnmálum. Heima fyrir
átti húsbóndinn athvarf. Þar hafði
hann litla vinnuskyldu nema ef til
vill við viðhald á húsnæði og bíl.
Á meðan kynhlutverk og félags-
leg staða kynjanna voru svona
skýr var auðvelt að benda á
„kvenlega" og „karlmannlega“ eig-
inleika og þá gleymdist oft að
hugleiða hvort þessir eiginleikar
væru arfbundnir („kven- og karl-
eðlið") eða hvort þeir voru afurð
kynhlutverkanna — eða þeirrar
reynslu pg umhverfis sem mótaði
kynin. Á svokölluðum persónu-
leikaprófum (sem víða eru ennþá
notuð í heilbrigðiskerfinu og í at-
vinnulífinu) er það mælikvarði á
„kvenleika" (femininity) að vera
tilfinningasöm, óákveðin, blíð,
samúðarfull og næm á þarfir ann-
arra. Karlmannleg einkenni eru
að vera metnaðargjarn, fastur
fyrir, sjálfstæður og ákveðinn.
Stjórnmálastörf voru í höndum
karla og leikreglurnar mótuðust
af þeirra lífssýn. Það var æskilegt
að vera ákveðinn og metnaðar-
gjarn á þeim vettvangi en minna
skipti hvort þú varst samúðarfull-
ur eða næmur á þarfir annarra.
Tilfinningasemi átti alls ekki við.
Konur sem vildu hasla sér völl á
sviði stjórnmála voru ekki „kven-
legar" lengur. Þeim var ekki
treyst af kynsystrum sínum vegna
þess að þær þóttust geta hugsað í
línu þegar aðrar konur „vissu“ að
auðvitað hugsuðu þær bara í hring
eins og þær sjálfar. Karlar gátu
treyst þessum konum ef þær
sýndu og sönnuðu að þær gætu
hugsað í línu eins og þeir. Konur í
stjórnmálum á þessum tíma
þurftu því að sýna og sanna að
þær voru eins og karlar ( eða allt
að því) sem var helst hægt ef þær
áttu feður eða önnur skyldmenni
sem voru stjórnmálamenn. Konur
þessar voru annaðhvort einhleyp-
ar eða búnar að koma börnunum á
legg, enda komu stjórnmál ekkert
barnauppeldi við. Lítið þurfti að
berjast fyrir starfsréttindum
kvenna, því ef þær fóru út á vinnu-
markaðinn voru þær (a.m.k. í aug-
um þeirra sjálfra) að krækja sér í
aukatekjur — vasapeninga fyrir
sig.
Á stríðsárunum skapaðist mikil
atvinna. Víða var þá gripið til þess
ráðs að kalla konur á vettvang í
hin fjölbreyttustu störf og fé var
lagt í dagvistarstofnanir. Eftir
stríðið átti hinsvegar að senda
þær aftur heim. Dagvistarstofn-
unum var lokað í mörgum löndum
af körlum sem sátu við völd. En
hvað gerðist? Konurnar fóru ekki
heim. Þær höfðu uppgötvað að
vinnan útvíkkaði reynslu þeirra og
veitti þeim aukna lífsfyllingu og
efnahagslegt sjálfstæði. Það
skyldi þó ekki vera samband á
milli þessa og hins að upp úr 1950
verður það eitt áleitnasta við-
fangsefni sálarfræðinnar að sanna
hina svokölluðu móðurafrækslu-
kenningu. Hún gengur í stuttu
máli út á það að ungabarnið hafi
sérstaka þörf fyrir umönnun móð-
ur sinnar. Ef þessari þörf er ekki
sinnt skaddast barnið tilfinninga-
lega og þroskast ekki sem skyldi.
Það var látið að því liggja að móð-
urástin og allt það væri arfbundin,
því fræðingunum (sem voru jú
karlar) láðist að spyrja hvort faðir
eða einhver annar gæti hugsan-
„Kvennaframboðið í
Reykjavík er tímabund-
in pólitísk aðgerð sem
verður til vegna þess að
leikreglur og forgangs-
verkefni stjórnmála-
flokkanna henta ekki
og eru fráhrindandi
fyrir stóran hóp kvenna
og líklega á það sama
við um vaxandi hóp
karla.“
lega sinnt þessari þörf ungabarns-
ins — enda varla hægt á þeim tím-
um að skoða það í reynd. Líklegt
má telja að þessar rannsóknir hafi
sannfært sumar konur um mikil-
vægi þess að fara aftur inn á
heimilin og aukið á sektarkennd
hinna. En tímarnir breyttust og
mennirnir með.
Konurnar þóttu standa sig vel í
störfum sínum. Þær voru sam-
viskusamar og ekki eins upptekn-
ar af stöðuhækkunum og karlarn-
ir. Enda litu þær yfirleitt á störf
sín á vinnumarkaðnum sem auka-
starf. Aðalstarf þeirra var heima,
þar var ábyrgðin og ef börnin
veiktust þurftu þær að vera til
taks. Þær vildu því ekki né gátu
við þáverandi aðstæður tekið á sig
ábyrgðarstörf í karlasamfélaginu.
Smám saman fóru konur og fleiri
undirokaðir hópar, eins og t.d.
þeldökkir í Bandaríkjunum, að
vakna til vitundar um kúgun sína.
Eftir ítarlegar rannóknir, t.d. á
greind eftir kynjum og kynþátt-
um, varð það lýðum ljóst að arf-
bundnir eiginleikar (líffræðilegur
munur kynjanna) gátu ekki skýrt
valdaleysi þessara hópa. Sett voru
strangari lög sem bönnuðu mis-
munun vegna kynferðis eða kyn-
þáttar. „Jafnréttiskjaftæðið" fór í
gang — allir hafa sama rétt til
alls. Ef kynin voru mishæf til
stjórnmálastarfa hlaut það að
stafa af mismunandi uppeldi og
reynslu. Gífurleg áhersla var lögð
á jafnrétti til náms og félagsmót-
uninni átti að breyta. Litlar stelp-
ur átti helst að ala upp sem stráka
en minna var lagt upp úr því að
drengir kynntust reynsluheimi
kvenna svo auvirðilegur sem hann
var. Á tímabili virtust framsækn-
ar konur telja að þær yrðu að
hafna kynferði sínu (hætta að
ganga í pilsi og halda sér til, eign-
ast ekki börn) til að losna undan
okinu. Karlaveldið var að tröllríða
öllu.
En árangur erfiðisins kom í ljós.
Reynsluheimur konunnar hefur
almennt víkkað og sama má segja
um reynsluheim sumra karla. Og
sömu persónuleikaprófin sýna
breytt mynstur. í athyglisverðum
athugunum sem gerðar hafa verið
í mörg ár á háskólastúdentum í
Kaliforníu af Dr. Söndru nokkurri
Bem bendir allt til að hefðbundnu
„karl“- og „kven“-einkennin séu að
riðlast. Undanfarin ár hefur kom-
ið í ljós að um 50% stúdentanna
sýna hefðbundin persónuleika-
einkenni kynjanna, ca. 15% sýna
einkenni gagnstæðs kyns en um
35% sýna persónuleikaeinkenni
beggja hefðbundnu kynjanna, þ.e.
eru blíðir, samúðarfullir, næmir á
þarfir annarra, ákveðnir, sjálf-
stæðir og metnaðargjarnir allt í
senn. Þetta kom ekki bara fram á
prófunum heldur reyndist síðast-
nefndi hópurinn vera sá sem gat
tekist á við og leyst langfjöl-
breyttustu viðfangsefnin. Hinir
áttu erfitt með að leysa viðfangs-
efni sem tilheyrðu hinu kyninu að
þeirra mati. Dr. Bem dregur þær
ályktanir af þessum rannsóknum
að hin hefðbundnu hlutverk kynj-
anna séu „þroskaheftandi" fyrir
bæði kynin og að þessar rannsókn-
ir sýni glöggt að kynbundin per-
sónuleikaeinkenni ákvarðast af
reynslu og uppeldi en séu ekki í
litningunum. Athyglisvert er að
15% hópsins voru karlar, sem
sýndu gömlu „kvenlegu" einkennin
og sóttust eftir störfum og við-
fangsefnum í samræmi við það, og
konur, sem sýndu gömlu „karl-
mannlegu" einkennin. Hvort voru
þessar „karlkonur" eða þessir
„kvenkarlar" betri fulltrúar til að
berjast fyrir viðurkenningu á
reynslu „kvenna" á vettvangi
stjórnmálanna nú? Svari hver
fyrir sig. Það skyldi þó ekki vera
að járnfrúin á Bretlandi tilheyrði
þessum hópi?
Og við þetta situr. Allir hafa
rétt til alls. Konur hafa rétt til að
taka þátt í stjórnmálum, en lítið
gerist. Konur sitja uppi með tvö-
falt vinnuálag en engin völd. En
nú erum a.m.k. við Kvennafram-
boðskonur ákveðnar í því að vilja
vera konur og vera viðurkenndar
sem slíkar. Við viljum stoppa þá
þróun að karlaveldið sigri (með
aðstoð nokkurra járnfrúa) með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Stjórnmálaflokkarnir bjóða
konur velkomnar til þátttöku í
hanaslag karlaveldisins og eru
jafn hissa og áður á því að konur
hafi ekki áhuga og tíma. Á sama
hátt og fagurhjalið um jafnrétti
til náms dugar ekki lágstéttar-
börnum í skólakerfi miðstéttar-
innar, og lagalegt bann við
kynþáttamisrétti hefur lítil áhrif
á kúgun þeldökkra, og vestræn
þróunaraðstoð kemur ekki að not-
um í sumum þróunarlanda, verður
jafnstaða kynjanna aldrei að
veruleika í karlstýrðu þjóðfélagi.
Þetta er kjarni málsins. Þessu
viljum við Kvennaframboðskonur
breyta. Og mikilvægt er að hefja
þessa baráttu einmitt núna á við-
sjárverðum tímum.
Ekki er ólíklegt að atvinnuleys-
isvofan eigi eftir að koma hér við
sem víðar í kjölfar örtölvubylt-
ingar og þá tel ég víst, a.m.k. á
meðan karlar sitja við völd, að
fagurhjalið um rómantík húsmóð-
urstarfsins fái byr undir báða
vængi, og hætt verði m.a. að fjár-
festa í dagvistarstofnunum. Það
broslega er að við núverandi að-
stæður kvenna, sem eru að kikna
undan vinnuálagi og sektarkennd,
er ekki ólíklegt að þær tækju þess-
um kosti fegins hendi. Ástandið er
vægast sagt óviðunandi núna fyrir
stóran hóp kvenna og ég tala ekki
um börnin. Annaðhvort hlýtur að
gerast að þjóðfélagið viðurkennir í
reynd að báðir foreldrar geti bæði
sinnt heimilisstörfum og starfað
utan heimilanna við svipuð kjör —
eða að konan fer aftur inn á heim-
ilið og sama sagan endurtekur sig,
jafnréttisbarátta kynjanna
gleymist í nokkra áratugi. Konur,
hugsum um framtíð dætra okkar.
Eína leiðin til að hafa áhrif á
þróunina er að konur fái pólitískt
vald.
Heimspólitíkin siglir nú í gjör-
eyðingu manns og náttúru undir
stjórn karla og nokkurra kvenna í
„karlgervi", sbr. járnfrúna á
Bretlandi. Konur sem öðrum
fremur hafa sinnt barnauppeldi
og líknarstörfum hafa verið kröft-
ugar í hvers kyns friðar- og græn-
ingjahreyfingum, því þeir sem
slíka reynslu hafa — konur eða
karlar — hljóta að vera líklegri en
þeir sem stjórnast af tómri valda-
fíkn til að hugsa um afleiðingar
stríðsátaka áður en stutt er á
hnappinn. Ég segi konur eða karl-