Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 Prtkinn KfNVERSKA VEITINGAHÚSIÐ LAUGAVEGI 22 SÍMI13628 Fjölskyldudagur Ingólfs á Grandagarði sunnudag Á morgun, sunnudaginn 16. maí, efna slysavarnadeildin Ingólfur og björgunarsveit Ingólfs til fjölskyldu- dags á Grandagarði. Dagskráin hefst kl. 2 e.h. við björgunarstöðina Gróu- búð. Verður hún mjög fjölbrevtt og vel til hennar vandað til að gefa sem sannasta mynd af öflugu og marghátt- uðu starfi Slysavarnafélags íslands, deilda þess og björgunarsveita. Klifur og sig verður sýnt af fjalla- mönnum sveitarinnar. Hvernig búið er um sjúka og slasaða á börum og þeir síðan hífðir upp lóðrétta veggi eða slakað niður á jafnsléttu, en slíkar aðstæður skapast oft við björgunarstörf í fjöllum og klettum. Félagar sjóflokks og froskmenn sýna frá björgunarbátnum Gísla J. Johnsen meðferð og notkun gúmmí- báta og hinar ýmsu gerðir neyðar- merkja, handblys og svífblys, reykblys og merkjaskot. Þá verður sýnd björgun með þyrlu Landhelg- isgæslunnar TF-Rán. Maður verður hífður úr báti um borð í þyrluna og einnig í björgunarkörfu úr sjó. Og loks hvernig björgunarmönnum, læknum og sjúkraliðum er slakað úr þyrlu niður í bát. Sá þáttur fer fram á víkinni undan Ánanaustum og geta áhorfendur því fylgst vel með öllu því er þar fer fram. Og nú er komið að þeim þættinum sem sérstaklega er ætlaður yngstu gestunum. Skotið verður úr línu- byssu og sýnd notkun fluglínutækja, sem bjargað hafa hundruðum ís- lenskra og erlendra sjómanna hér við land. Skammt frá Gróubúð verða fluglínutækin sett upp og þannig fyrir komið, að börnin fái að setjast í björgunarstólinn og verða þau dregin í honum fram og til baka. Eftirminnilegt ævintýri. Björgunarstöðin Gróubúð verður öllum opin og hin margvíslegu björgunartæki og búnaður verða til sýnis og kynnt: björgunar- og sjúkrabílar, snjóbílar og vélsleðar, slöngubátar með vélum og búnaði froskmanna. Þá verður gúmmí- björgunarbátur til sýnis og hinir nýju neyðarsendar kynntir. Sérstök áhersla verður lögð á að sýna og kynna hina nýju flotbjörgunarbún- inga, sem sérstaklega eru gerðir til að verja sjófarendur vosbúð og kulda og búið er að lögbjóða í mörg- um nágrannalanda okkar. I SVFI-umdæmi 1, sem nær úr botni Hvalfjarðar að Þjórsá og aft- ur skiptist í þrjú starfssvæði, Reykjavík og nágrenni, Suðurnes og austan fjalis, eru starfandi 17 björg- unarsveitir innan SVFÍ, er telja 396 menn og 139 í varaliði. Munu full- trúar þessara sveita mæta með ýms- an búnað og svara spurningum gesta varðandi starfsemina í sinni heimabyggð. Á þessu ári fagnar slysavarna- deildin Ingólfur 40 ára áfanga í slysavarnastarfinu og því varð að ráði að efna til þessa fjölskyldudags og gera dagskrána þannig úr garði, að sem flestir mættu hennar njóta, ungir sem aldnir. Með þessu vilja Ingólfsmenn sýna þakklæti sitt í verki við alla sína tryggu stuðn- ingsmenn um áratuga skeið. Merkjasölu deildarinnar, sem venjulega fer fram á lokadaginn, 11. maí, var frestað að þessu sinni, þar til nú um helgina og tengist þannig fjölskyldudeginum. Að venju munu þau sölubörn, sem selja 30 merki og fleiri, hljóta Viðeyjarferð að laun- um og góðgerðir að ferðalokum. Að auki verðlaunar bókaútgáfan Örn og Örlygur 15 söluhæstu börnin með hinni gullfallegu og eigulegu bók „Landið þitt ísland", 1. bindi. Þá munu félagar björgunarsveitarinn- ar bjóða happdrættismiða til sölu meðan dagskrá fjölskyldudagsins varir, undir kjörorðinu „Við þörfn- umst þín — þú okkar“. Þarna gefst líka öllum kærkomið tækifæri að kynnast hinum marg- víslega björgunarbúnaði, sem fjár- munum þeim, er safnast hverju sinni, er varið til kaupa á. í Slysavarnahúsinu á Granda- garði verða seldar kaffiveitingar, sem eiginkonur, unnustur og dætur Ingólfsmanna munu annast. Ávallt er kaffi og kökur vel þegið og þá sérstaklega eftir að hafa notið fjöl- breytilegs fjölskyldudags og fagurs útsýnis, útiveru og andað að sér fersku sjávarlofti á Grandagarði. Reykvíkingar og góðu grannar. Fjöl- mennið á Grandagarð. Fagnið með Ingólfsmönnum. Styrkið okkur í starfi. (Frétutilkynning.) Gudmundur Rúnar Lúðvíkason nýstirnið stórsnjalla mætir með „hásetann" Gíróreikningur Kosningasjóös Sjálfstæöisflokksins er 4^4Greidslur er hægt aö inna # III |#C af hendi í öllum bönkum. 171018 sparisjóöum og pósthúsum. *- „Lotning fyrir lífi“ aðalefni bænadagsins ÁRLEGUR bænadagur kirkjunnar er á morgun, sunnudag, og er aðalefni hans „Lotning fyrir lífi“. Hefur hr. Pétur Sigurgeirsson biskup í bréfi hvatt söfnuði landsins til að taka bænaefnið til meðferðar, bænastund BgjggigigigigigiB] B1 B1 S kl. 2.30 “I ardag. Aðalvim B1 Vöruúte verði i öllum kirkjum og að leikmenn stýri athöfn þar sem prestar komast ekki til þess. Bænadagur kirkjunnar var tekinn upp árið 1951, á tímum kalda stríðs- ins, Kóreustyrjaldar og mikillar umræðu um friðarmál og var efni fyrsta bænadagsins friður á jörðu, en prestastefnan í ár mun fjalla um það efni. í bréfi biskups til presta og sókn- arnefndarformanna segir m.a.: „Þeir sem gerst þekkja til um gang heimsmála og ógnir kjarnorkustyrj- aldar, tala oft um hættuna á tortím- ingu alls lífs á jörðinni. Aðvörun þeirra má vera á allra vitorði. Heil- ar þjóðir eru hnepptar í þrældóm, sjálfsögðustu mannréttindi eru að engu höfð, víða ríkir óstjórn, ofbeldi og alls kyns hryðjuverk eru framin. Allt sem andardrátt hefur á sinn rétt til þess að lifa. Einungis óhjákvæmileg nauðsyn leyfir að sú friðhelgi sé rofin eins og t.d. atvinn- an að veiða sér og öðrum til matar og viðurværis." ŒJctric/ansaklúMiurim ddm Dansað í Félagsheimili Hreyfils í kvöld kl. 9—2. (Gengiö inn frá Grensásvegi). Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Krist- björg Löve. Aðgöngumiðar í síma 85520 eftir kl. 8. Vesturbær Skerjafjörður sunnan flugvallar II Úthverfi Stigahlíð 26-97 Ármúli Gnoðarvogur frá 14—4; Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.