Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1982 Akureyri: Síðustu vortónleik- ar Tónlistarskólans TÓNLISTARSKÓLINN í Akureyri hefur gengist fyrir 5 vortónleikum, og hefur aðsókn að þeim verið ágæt. Um helgina fara tvennir vortónleikar fram. I dag veröa tónleikar í Borgarbíói kl. 17, þar flytja nemendur í efri stigum tónlistarnáms tónverk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Frank Martin, Hindemith og Paxton. Sjö nemendur leika á píanó, fiðlu, lág- fiðlu og selló. Tveir af þessum nem- endum eru nú að ljúka 8. stigi í hljóðfæraleik, en þeir eru Hulda Fjóla Hilmarsdóttir á fiðlu og Gyða Þ. Halldórsdóttir á píanó, en hún lýkur auk þess 6. stigsprófi í söng og syngur jafnframt á tónleikunum. A morgun verða svo haldnir kammer- tónleikar á sal Menntaskólans, sem eru um leið 7. vortónleikar tónlist- arskólans, og hefjast þeir kl. 17. Á meðal verkefna verður 4. Brand- enborgarkonsertinn eftir Bach. Einnig verða fluttir Konsert fyrir 4 einleiksblokkflautur og strengja- sveit eftir Heinichen og Konsert fyrir blokkflautu og strengjasveit eftir Telemann. Einleikaraflokkur og strengjasveit eru skipuð nemend- um og kennurum við Tónlistarskól- ann á Akureyri, en auk þess leikur Helga Ingólfsdóttir semballeikari kontínó-rödd. Aðgangur að hvorum tveggja tónleikunum er ókeypis. Tónlistarskólanum á Akureyri verð- ur slitið í Borgarbíói á uppstign- ingardag, 20. maí, kl. 17. Hjúkrunarfræðingar á Sólvangi: Einhuga stuðning- ur við aðgerðir hjúkrunarfræðinga MORGUNBLAÐINU hefur borist eftir- faraodi athugasemd frá hjúkrunarfræð- ingum á Sólvangi: Vegna fréttar í Mbl. 13. maí vilja hjúkrunarfræðingar á Sólvangi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri, sem gætu leiðrétt villandi orðalag í upphafi umræddrar fréttar. Á Sólvangi starfa nú 13 hjúkrunar- fræðingar, ýmist í hlutavinnu eða heilum stöðum. Af þeim sögðu 8 þeirra lausum stöðum sínum frá og með 15. maí. Persónulegar ástæður og námsleyfi eru þess valdandi, að hinir segja ekki upp stöðum sínum. Á fundi hjúkrunarfræðinga á Sól- vangi þ. 12. maí var eftirfarandi bók- un gerð og send til stjórnar Sólvangs og bæjarráðs Hafnarfjarðar: „Á undanförnum 2 mánuðum hefur ríkt neyðarástand vegna skorts á hjúkrunarfræðingum hér á Sólvangi, sérstaklega á deild IV. Þar sem um öldrunardeildir er að ræða, sjáum við ekki fram á, að hægt sé að útskrifa sjúklinga héðan né senda heim tíma- bundið. Þar af leiðandi sjáum við okkur ekki fært að skipuleggja nánari neyðarþjónustu. Því viljum við bjóð- ast til að starfa frá og með 15. maí gegn því að fá greitt eftir þeim samn- ingi, sem væntanlega kemur fram, er um semst. Þetta er ekki ótímabundið tilboð, við munum hittast vikulega og ræða okkar mál meðan þetta ástand varir.“ Af framansögðu sést, að einhvers konar misskilnings hefur gætt, þegar blaðamaður mundaði penna sinn í Mbl. 13. þessa mánaðar. Hjúkrunar- fræðingar á Sólvangi eru langt í frá að vera góðu börnin og vinna áfram „eins og ekkert hefði í skorist“. Þeir sinna neyðarþjónustu við sjúklinga sína rétt eins og aðrir starfsbræður og -systur á öðrum sjúkrahúsum gera. Tilurð þessa tilboðs þeirra er ein- göngu hægt að rekja til neyðar- ástandsins, sem nú ríkir á Sólvangi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum — og varla er til of mikils ætlast, að komið verði til móts við það. Hjúkrunarfræðingar á Sólvangi vilja nota tækifærið og lýsa einhuga stuðningi sínum við aðgerðir hjúkr- unarfræðinga í sameiginlegri kjara- baráttu okkar allra. Með þökk fyrir birtinguna, f.h. hjúkrunarfræðinga á Sólvangi, Erla M. Helgadóttir trúnaóarmaður. Hér sést Sigurgeir Sigirtaon bæj- arstjóri bjóða geati velkomna er heilsugKshistððin á Seltjarnarnesi var tekin f notknn. Við opnunina voru viðstaddir forráðamenn heiÞ brigðismála, starfslið, bæjarfull- trúar og aðrir gestir. Á myndinni má sjá Svavar Gestsson heilbrigð- isráðherra, Pál Sigurðsson ráðu- neytisstjóra í heilbrigðisráðuneyt- inu hina nýráðnu lækna að heilsu- gæslustöðinni, þá Konráð Sigurðs- son og Vigfús Magnússon og hér- aðslækni Reykjaneshéraðs, Jó- hann Ágúst Sigurðsson. Ljósm. KÖE. Þegar næstu áfangar verða opnaðir verður læknum fjölgað en gert er ráð fyrir að 6 heilsu- gæslulæknar verði starfandi við stöðina, þegar hún hefur komist í fulla stærð. í tilefni opnunar heilsugæslu- stöðvarinnar hélt bæjarstjórinn Sigurgeir Sigurðsson stutta ræðu og bauð viðstadda vel- Heilsugæslustöð á Sel- tjamamesi tekin í notkun Heilsugæslustöðin við Suð- urströnd á Seltjarnarnesi var formlega tekin í notkun í gær. Af því tilefni var forráða- mönnum heilbrigðismála, bæj- arfuiltrúum og starfsfólki stöðvarinnar boðið til opnunar- samsætis. Sá hluti stöðvarinnar, sem nú er opnaður, er um i/3af heild- arstærð stöðvarinnar, sem er alls 990m2. Stöðin mun veita alla alhliða læknisþjónustu svo og mæðravernd og ungbarnaeftirlit og hjúkrun í heimahúsum. Starfssvæði hennar er Seltjarn- arnes og vestasti hluti Reykja- víkur er markast af Kapla- skjólsvegi og Hringbraut, um 12.000—14.000 manns munu vera á starfssvæði stöðvarinnar. Starfslið þess hluta sem nú hefur hafið rekstur eru tveir heilsugæslulæknar, þeir Konráð Sigurðsson og Vigfús Magnús- son, hjúkrunarfræðingar, læknaritari og afgreiðslufólk. komna, sagði hann meðal annars að gerður hefði verið samningur við Reykjavíkurborg um aðild að heilsugæslustöðinni, en þessi sveitarfélög hefðu sem kunnugt er mjög gott samstarf á ýmsum sviðum. Heilbrigðisráðherra, Svavar Gestsson, tók einnig til máls, svo og Adda Bára Sigfúsdóttir, for- maður heilbrigðisráðs Reykja- víkur, og Jóhann Ágúst Sigurðs- son, héraðslæknir Reykjanes- héraðs. Lét undan þeirri löngun minni að læra sönginn Jóhanna G. Möller og Krjstjna Cortes, en tónleiknr þeirra verða í Norræna húsinu á morgun kl. 17. Ljódm. Kristján öm. — segir Jóhanna G. Möller sem heldur tónleika á morgun JÓHANNA G. Möller sópransöng- kona og Krystyna Cortes píanó- leikari efna á sunnudaginn til tón- leika í Norræna búsinu og hefjast þeir kl. 17. Jóhanna syngur þar aríur, Ijóð við lög erlendra höfunda og nokkur íslensk sönglög. Eru þetta fyrstu sjálfstæðu tónleikar Jóhönnu í Reykjavik, en hún hefur nýlega haldið tvenna tónleika úti á landi. Söngnám hóf Jóhanna G. Möller í Söngskólanum árið 1976 og lauk 8. stigi 1979. Kenndu henni Guðrún A. Símonar, Már Magnússon og Sieglinde Kah- mann, einnig hefur hún sótt námskeið hjá Erik Werba og Helenu Karusso, prófessor í Vín. Hefur Jóhanna komið fram í út- varpi og sjónvarpi, komið fram á skemmtunum og sungið víða í kirkjum. Krystyna Cortes er fædd í Englandi og er af ensk-pólskum ættum. Stundaði hún nám í Watford School of Music og lauk síðar einleikaraprófi frá Royal Academy of Music með hæsta vitnisburði. — Löngunin til sðngnáms hef- ur blundað í mér nánast frá barnæsku, en lengi áræddi ég ekki að hefja nám þar sem ég gat ekki hugsað mér að syngja ein fyrir nokkurn mann, auk þess voru tækifæri til náms hér varla fyrir hendi fyrr en með tilkomu Söngskólans, sagði Jóhanna G. Möljer í stuttu spjalli við Mbl. — Ég hafði lengi sungið í kór- um, Fílharmóníunni, kirkjukór- um og víðar og ég lét svo loks undan þessari löngun minni að læra söng. Fjárhagslega er það hrein endaleysa að leggja fyrir sig söng, því hér eru margir góðir söngvarar, en tækifærin eru hins vegar ekki svo mörg. Námið er dýrt og draumurinn er auðvitað að geta komist til Vínar til að hlusta þar á óperur og jafnvel sækja námskeið. En löngunin til að syngja brýst fram eins og eín- hver ástríða. En er enginn ótti eða kvíði í söngvara sem kemur fram á tón- leikum? — Ó, jú, hann er fyrir hendi, en ef söngvara tekst að leggja sig allan í hlutverk sitt, gleyma sviði og áheyrendum, ef honum tekst að syngja af gleði og ýta hræðslunni til hliðar þá finnur hann til þessarar nautnar og ánægju. En hvað orsakaði þessa löngun til söngnámsins? — Tónlist var mikið iðkuð í foreldrahúsum mínum. Foreldr- ar mínir léku bæði á píanó, t.d. lék mamma að tjaldabaki við sýningar á þöglu kvikmyndunum þegar hún var ung stúlka og pabbi var lengi undirleikari hjá Fóstbræðrum og söng með þeim í mörg ár. Systkini mín lærðu einnig á hljóðfæri svo það var mikið spilað heima. Var iðulega kapphlaup að hljóðfærinu, allir vildu komast að. Einar bestu æskuminningar mínar eru ein- mitt frá því er foreldrar mínir léku fjórhent fyrir okkur krakk- ana. Þannig hef ég heyrt lifandi tónlist iðkaða frá barnsaldri, hún hefur síast inn í mig og ég hef nánast verið syngjandi frá því ég var smástelpa. Hafið þið Krystyna Cortes unnið mikið saman? — Já, talsvert, og hún er stór- kostlega góður undirleikari. Ef undirleikurinn er ekki í lagi þá getur sðngvarinn ekkert og sam- starf okkar hefur verið með miklum ágætum. Og nokkur orð um efnis- skrána: — Ég syng nokkrar aríur, m.a. eftir Puccini, Weber og Mozart, ljóð við lög Schuberts, Griegs og Sjöbergs og nokkur lög eftir ís- lensk tónskáld. jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.