Morgunblaðið - 15.05.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ1982
Rakowski sakar
Walesa um hroka
Vin, 14. mȒ. AP.
RAKOWSKI, aðstoðarforsætis-
ráðherra Póllands, gaf í skyn í við-
tali við austurríska útvarpið í dag,
fostudag, að ólíklegt væri að
pólska herforingjastjórnin veitti
Lech Walesa mikilvægt hlutverk í
pólskum verkalýðsmálum í fram-
tíðinni.
Rakowski sagði að Walesa
„héldi að hann væri raunveru-
Veður
víða um heim
Akuroyri 4 akýjaö
Amaterdam 21 haiöakirt
Aþena 27 akýjað
Barcatona 19 léttakýjað
BarMn 20 haiðakírt
Bröaaal 23 hatðakfrt
Chicago 30 akýjað
Dyflinni 10 hatðakfrt
Fanayjar 22 haiðakirt
Frankturt 21 hetóekfrt
Farayjar 9 þofca
Qant 22 hatðakfrt
Haiatnki 11 akýja«
Jwónhfti 24 hatðakfrt
10 hatðakfrt
Laa Pahnaa 23 akýjað
Liittbon 21 heiðefcfrt
London 22 haiðakfrt
Loa Angalaa 22 akýjað
Malaga 19 akýjað
MaWofCB 22 hafðeklrt
Miami 20 akýjað
Moakva 10 heiðakfrt
Naw York 10 hafðakfrt
Oatð 10 haiðakfrt
Paria 24 haiðakirt
Raykjavfk 10 alakýjeð
Rómaborg 20 hafðakfrt
Stokkhótmur 14 haiðakfrt
Vancouvaf 10 haiðakfrt
UhiaalftAaM Ynwoofg 10 haiðakfrt
legur verkalýðsforingi, fæddur
til að gegna hlutverki formanns
Samstöðu ... en mér virðist að
hroki... sé ríkur þáttur í skap-
gerð hans. Af þeim sökum er
mjög erfitt að skoða hann sem
ábyrgan aðila.“
Hann hélt því fram að erfitt
hefði verið að semja við Walesa
og gaf í skyn að hann hefði
nokkrum sinnum gengið á bak
orða sinna í viðræðum við ríkis-
stjórnina.
Hann vék sér undan að svara
spurningu um hvort ríkisstjórn-
in hefði „afskrifað" Samstöðu:
„Ég held það sé mjög erfitt að
svara þessari spurningu nú í
dag. Allt fer eftir því hvernig
stjórnmálaástandið í Póllandi
þróast og hvernig við getum
ráðið við efnahagserfiðleikana."
Rakowski sagði að ef til nýrra
mótmæla almennings kæmi í
Póllandi gæti það leitt til þess
að ástandið „harðnaði", en „ef
svo verður verðum við að gera
ráð fyrir að herlög verði áfram
um gildi um tíma.“ Hann sagði
ekki hve lengi.
Hann sagði að „við getum ekki
talað sama tungumál" og fang-
elsaðir Samstöðuleiðtogar. Rak-
owski sagði að Samstaða væri
ekki aðalatriðið, því að ríkis-
stjórnin yrði að fást við efna-
hagsvandamál fyrst. „Hvaða
gagn er að því að hafa lýðræði
... fyrirmyndar verkalýðsfélag,
ef ekkert er til að borða?" spurði
hann.
Rakowski tók líka fram að
þess væri ekki að vænta að 2.200
verkalýðsleiðtogar og mennta-
menn yrðu fljótlega leystir úr
haldi.
Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum
dögum og sýnir breska hermenn æfa
landgöngu á Ascension-eyju í miðju
Atlantshafí. Fjær er liðsflutninga-
skipið „Fearless“.
SímamyndAP
‘DÍÍ*'"*'"*
Mitterrand og Schmidt
ræða Falklandseyjar
llamborg, 14. maí. AP.
HELMUT SCHMIDT kanzlari tók á móti Francois Mitterrand Frakklands-
forseta í Hamborg í dag og þeir munu fyrst og fremst ræða stuðning Evrópu
við Breta í Falklandseyjadeilunni og umdeilda áætlun um smíði fransk-þýzks
skriðdreka — deilumál, sem skaðar sambúð Frakka og Vestur-Þjóðverja —
á fundum sínum.
Viðræðurnar fara fram á heim-
ili Schmidts í úthverfunum. EBE
verður að ákveða á mánudaginn
hvort framlengja skuli bann við
innflutningi frá Argentínu til
stuðnings Bretum í Falklands-
eyjadeilunni.
Síðan bannið var ákveðið hafa
Evrópuríkin orðið æ tregari til að
styðja Breta í deilunni. Þegar arg-
entínska herskipið „Belgrano
hershöfðingi" sökk hvöttu Vest-
ur-Þjóðverjar til tafarlauss
vopnahlés og Schmidt kanzlari
sagði að hann væri „mjög ugg-
andi“ vegna ófriðarins á Suður-
Tilræðismanni
páfa birt ákæra
Lúwabon, 14. maí. AP.
JUAN Fernandez Krohn, spænski
presturinn sem reyndi að ráða Pál
páfa af dögum sl. miðvikudagskvöld,
var í dag leiddur fyrir dómara og
úrskurðaður i gæsluvarðhald meðan
á réttarrannsókn stendur. Hann er
ákærður fyrir morðtilraun og á yfir
höfði sér 15—20 ára fangelsisdóm.
Páfa sakaði ekki við morðtil-
raunina enda var Krohn stöðvaður
áður en hann náði til hans. „Niður
með páfa,“ „niður með annað Vat-
ikanið“, hrópaði Krohn þegar
hann var leiddur á brott af örygg-
isvörðum en með síðari upphróp-
uninni átti hann við Vatikan-
ráðið, sem á miðjum sjöunda ára-
tugnum ákvað að gera ýmsar um-
bætur innan kaþólsku kirkjunnar.
Krohn er mjög afturhaldssamur í
skoðunum og vill í engu víkja frá
gömlum háttum í kirkjulegum
málefnum.
Foreldrar Krohn, Julia Krohn
de la Torre og Juan Fernandez,
sem er majór í spænska hernum,
komu í dag til Lissabon til fundar
við son sinn. Vinur fjölskyldunnar
sagði í dag við fréttamenn, að þau
hjónin væru „ákaflega rtiiður sín“
enda hefðu þau aldrei átt von á
neinu misjöfnu af sonar síns
hálfu. „Krohn er svo geðþekkur
maður og umgengnisgóður," sagði
hann.
Páll páfi fór í dag um landbún-
aðarhéruðin í Suður-Portúgal, þar
sem fátækt er hvað mest í landinu
og meðaltekjur aðeins um 1000 kr.
ísl. á mánuði. í bænum Vila Vicosa
hlýddu 50.000 manns á páfa þegar
hann flutti þar ræðu og skoraði á
stjórnvöld að sýna þeim meiri
virðingu, sem erjuðu landið og
brauðfæddu aðra íbúa landsins. A
þessum slóðum eiga kommúnistar
mikil ítök meðal fólksins en þrátt
fyrir það var páfa fagnað mjög
innilega hvar sem hann kom.
Atlantshafi.
Brezkir fulltrúar í Bonn telja þó
að Vestur-Þjóðverjar muni styðja
framlengingu refsiaðgerðanna.
Samkvæmt vestur-þýzkri heimild
er líklegt að með þessum stuðningi
verði látin fylgja viðvörun til
Breta þess efnis, að þeir reyni að
forðast stigmögnun átakanna og
gæti þess að sýna að þeir grípi
aðeins til aðgerða í sjálfsvörn.
Þar sem erfitt erfitt er að láta
enda ná saman á fjárlögum eru
vestur-þýzkir þingmenn tregir til
að veita fé til fransk-þýzka
skriðdrekans, auk þess sem
Vestur-Þjóðverjar hafa ekki þörf
fyrir hann fyrr en á næsta áratug.
Frökkum er hins vegar mikið í
mun að fá nýjan skriðdreka í stað
XM-skriðdrekans, sem er kominn
til ára sinna, og njóta góðs af
vestur-þýzkri tækniþekkingu.
Þar við bætist að Frakkar eru
miklir hergagnaútflytjendur, en
Vestur-Þjóðverjar segja að miklar
hömlur séu á vopnaútflutningi
þeirra til landa utan NATO. Nýjar
reglur um hergagnaviðskipti hafa
nýlega verið samþykktar í Bonn
og samkvæmt þeim er meira svig-
rúm til hergagnasölu til Þriðja
heimsins en samkvæmt gömlu
reglunum, sem eru frá 1971.
Vinstri-þingmenn í Bonn óttast
að Frakkar muni flytja út fransk-
þýzka skriðdrekann og veikja þar
með tilraunir Vestur-Þjóðverja til
að bæta samskipti sín við Þriðja
heiminn með aðstoð. Þeir óttast
líka að Frakkar muni græða pen-
inga á vestur-þýzkri tæknikunn-
áttu.
Um 30 bændur efndu til mót-
mæla fyrir utan heimili Schmidts
og hvöttu Mitterrand til að styðja
evrópska bændur í baráttu þeirra
gegn Margaret Thatcher forsæt-
isráðherra, sem neitar að sam-
þykkja hækkun á evrópskum land-
búnaðarafurðum fyrr en sam-
komulag hafi náðst um framlög
einstakra aðildarlanda EBE til
bandalagsins, þrátt fyrir refsiað-
gerðirnar gegn Argentínu. „Bænd-
ur vilja ekki lengur vera gíslar frú
Thatcher," stóð á spjaldi eins
bóndans.____ _ _____
Guatemala:
Skæruliðar
fá hæli í
Mexikó
(iuatemala-borK, 14. maí. AP.
ÞRETTÁN vinstrisinnaðir Guate-
malabúar, sem í hálfan annan sólar-
hring hafa haldið átta mönnum í
gíslingu í brasilíska sendiráðinu í
Guatemala-borg, fóru þaöan í dag til
Mexíkó ásamt fimm gíslanna og
hafa nú fengið þar hæli, að því er
embættismenn i Guatemala og Mex-
íkó segja.
Vinstrisinnarnir, sem vildu með
sendiráðstökunni mótmæla illri
meðferð á indíánum í Guatemala,
féllust á að yfirgefa sendiráðið
eftir að stjórnvöld í Guatemala
höfðu heitið þeim griðum og út-
vegað þeim flugvél til fararinnar.
í hópnum voru sex konur, klæddar
búningi indíána, og sjö karlmenn.
Talsmaður hópsins sagði við
fréttamenn, að indíánar í Guate-
mala væru ofsóttir, akrar þeirra
og býli brennd og að ekkert hefði
breyst í þeim efnum við byltingu
hersins á dögunum.
Viðskiptavinir í
Hafnarfirði og nágrenni
Verslunin Edda, Gunnarssundi 5 auglýsir:
Sníöaþjónusta veröur í versluninni næstu þriöjudaga
frá kl. 13.00—18.00.
Nánari uppl. í síma 50864.
ÖUum þeim fjölda, sem sendu mér skeyti, eöa á annan
hátt heidruöu mig á níræöisafmæli mínu, þakka ég hér
meö innilega fyrir.
Haraldur SigurAsson
Hvað á að gera við
pyntingastjórann?
London, 14. maí. AP.
BRETAR vita ekkert hvað þær eiga að gera við argentínska
stríðsfangann Alfredo Astiz sjóliðsforingja, sem Frakkar og Svíar
vilja yflrheyra í sambandi við hvarf tveggja franskra nunna og
sænskrar stúlku.
Astiz var yfirmaður argent-
ínska setuliðsins á Suður-Georgíu
og er eini stríðsfangi Breta þar,
sem þeir hafa ekki skilað. Frakkar
vilja yfirheyra hann um hvarf
nunnanna Leonie Duquet og Alice
Domont og Svíar vilja yfirheyra
hann um hvarf sænsku ungl-
ingsstúlkunnar Dagmar Hagelin.
Þær munu síðast hafa sézt í yfir-
heyrslumiðstöðinni í Buenos Air-
es, þar sem Astiz er talinn hafa
starfað.
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra sagði í gær að Frakkar og
Svíar vildu yfirheyra Astiz í sam-
bandi við glæpi gegn þegnum þess-
ara þjóða í Argentínu. Bretar hafa
sagt að þeir muni fara eftir
Genfar-samþykktinni um meðferð
stríðsfanga, er kveður á um að
fangar þurfi aðeins að skýra frá
nöfnum sínum, stöðu og einkenn-
isnúmeri. Bretar segjast jafnvel
ætla að veita stríðsföngum betri
meðferð en Genfar-samþykktin
kveður á um.
Astiz er enn í haldi á Ascension-
eyju, enda kveður samþykktin
ekki á um að föngum sé skilað fyrr
en eftir að átökum lýkur. Starfs-
menn brezka utanríkisráðuneytis-
ins segja að þótt þeir vildu verða
við beiðni Frakka og Svía fái þeir
ekki séð að það sé hægt lagalega
séð. Þeir kanna nú hugsanlega
lausn.